Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Fréttir 10 manna flugsveit bjargar sex skipbrotsmönnum, einn drukknaði: Var hræddur en við urðum að vinna verkið „Þegar við komum í Vaölavík stóð stýrishúsið eitt upp úr sjónum. Sex menn héngu á því en einn var drukknaður. Fyrri þyrlan mín fór inn og lét tvo menn síga niður. Síðan björguðum við mönnunum sex á um hálftíma," segir Jim Sills, undir- ofursti og foringi flugsveitarinnar, sem fór á vettvang og bjargaði mönn- unum af Goðanum. Hann segir aðstæður á slysstað hafa veriö afleitar til björgunar- starfa, 9 vindstig og ölduhæð allt að 9 metrar. Skipiö hafi veriö í miðju briminu og skyggni verið allt niöur í 150 metrar. Fljúga þurfti með tvo skipbrots- menn og björgunarsveitarmann til Neskaupstaðar þar sem þeir þurftu á læknishjálp að halda. Annar skip- brotsmannanna var sykursjúkur og þurfti á insúlínsprautu að halda en hinn var örmagna eftir vosbúðina á þaki Goðans. „Það var mjög erfitt að athafna sig á slysstað, nær ómögulegt að svífa yfir skipinu sökum hvassviðris. Þaö var hægt að sjá hvemig öldurnar börðu skipbrotsmennina á dekkinu. Samt skánaði veörið í nokkrar mín- útur á meðan við svifum yfir þeim, en versnaði strax eftir að við fór- um,“ segir Sills. - segir Jim Sills flugsveitarforingi sem er hetja dagsins „Ég var hræddur en við vissum að við yrðum að komast á staðinn og vinna verkið. Þegar okkur hafði tek- ist að bjarga mönnunum og vorum á leið til baka þá fyrst var ég vafa um að okkur tækist að ljúka ætlunar- verkinu. Okkur virtust allar leiðir lokaðar. Fyrst ætluðum við til Egils- staöa en þar var ekki hægt að lenda sökum veðurs. Þá ætluöum við að fljúga til Hafnar en þar var sömu sögu að segja af flugleiðinni. Ég verð að segja að ég var mjög ánægður þegar ég sá ljós siðmenningarinnar í Neskaupstað," segir Sills en hann og félagar hans enduðu flug sitt á bílaplani við byggingarvöruverslun á Neskaupstað. „Við erum búnir að gleðja sex fjöl- skyldur sem eru ánægðar með að ættingjar þeirra eru hólpnir. Það er nokkuð góður árangur. Við 10, sem fórum í þessa ferð, erum allir ánægð- ir að hafa komist í tæka tið og getað orðið aö Uði,“ segir Sills. Hann segist hafa flogið við erfiðar aðstæður í Alaska. Þá hafi hann flog- ið norður fyrir land í október síðast- hðnum til að bjarga slösuðum sjó- manni við erfiðar aðstæður. Þessi ferð hafi hins vegar verið ein sú erf- iðasta sem hann hafi lent í. -PP Tilkynning um slysiö berst upp úr kl, 10 þegar björgunarmenn í/ Vaölavík hefja störf. Hálftíma síðar fara*- fyrstu björgunar- Eskifjöröur menn frá Neskaupstað —# Jl/l og Eskifiröi af staö á fjórum snjö-, - -/ bílum, jeppum og vélsleöum. Feröin sækiát seint sökuip veöurs og óféeröar og snýa flestir viö upp úr kl. 16 ' geröum er lokiö. Kl. 15: Onnur þyrlan kemur og lætur tvo menn síga niöur og selflytur 4 skipbrotsmenn í land þar sem björgunarmenn bíöa. Hin þyrlan kemur 15 mín. seinna og bjargar hinum tveimur mönnunum. Loks fer fyrri þyrlan og nær í sigmennina. Allir komnir í land kl. 15.40. Kl. 11: Haft samband viö þrjá vestfirska togara sem liggja í vari á Reyöarfiröi sem koma á staöinn kl. 12.30. Björgun af sjó óhugsandi vegna veöurs. Þeir reyna aö láta línubyssu reka í land en árangurslaust og einn þeirra, Hálfdán í Búö ÍS-19, dælir hrá- olíu í sjóinn til aö lægja öldurn- ar. Það skilar góöum árangri. Þyrlurnar uröu aö fljúga lágt og meö ströndinni vegna ís- ingar og mótvindur var allt aö 65 hnútar. Aöstæöur allar á strandstaö voru hinar verstu, 7-8 vindstig og mikil ölduhæö. Goöinn var 139 tonna stálskip, smiðað í Noregi árið 1963. Skipið hafði verið í Vaðlavik frá því fyrir helgi þar sem unnið var að þvi að ná Bergvík VE á flot en það skip strandaði skömmu fyrir jól. DV-mynd S Ömurlegt að geta ekkert gert segir Jón Trausti Guðjónsson björgunarmaður í Vaðlavik „Þegar viö komum niður á sandinn mn hálftíu sáum viö neyðarblys. Síð- an gáfu skipveijar á Goðanum okkur Ijósmerki úr brúnni og stuttu síðar fóru þeir upp á þak því það var byij- að að flæða aö og aht að fyllast hjá þeim. Það gekk stanslaust yfir þá og þeir bundu sig fasta á þakið. Þeir voru í flotgöhum en hefðu aldrei get- að haldiö sér. Bara af því að þeir gátu bundið sig héngu þeir þama uppi,“ segir Jón Trausti Guðjónsson, björgunarmaður í Vaðlavík. Hann segir að þeir hafi hætt störf- um í fyrrakvöld og verið klárir til að ná Bergvíkinni á flot á hádegi í gær. Goðinn hafi haldið í taugina um nóttina fyrir utan grynningamar á þokkalega sléttum sjó. Um klukkan sex um morguninn riðu hins vegar tvö brot skyndilega yfir dráttarbát- inn. Þegar þetta gerðist vom skip- stjórinn og stýrimaðurinn í brúnni. Einn skipveijinn féll strax útbyröis, öll stjómtæki urðu óvirk og bátinn rak vélarvana að landi. Aðrir skip- veijar vom í káetu. Það var svo á 10. tímanum í gær- morgun sem menn í landi sáu hvers kyns var. „Við reyndum að skjóta línu um borð um klukkan hálfehefu en hún kuðlaðist öll upp í vindinn því hann stóð á móti okkur. Þá ákváðum við aö bíða því viö gátum ekkert gert. Það var ömurlegt að horfa á brimið berja á þeim uppi á stýrishúsinu og geta ekkert gert og standa aöeins í 150 metra íjarlægð," segir Jón. Hann segir að þeir hafi séö gúm- björgunarbáta í flæðarmálinu og ætl- að að freista þess að ná þeim á land. Bátamir hafi hins vegar reynst mannlausir því þeir losnuðu þegar brotið reið yfir bátinn. -PP Stuttar fréttir Þrír seðlabankastjórar Viðskiptaráðherra telur ekki póhtískan vUja fyrir því að fækka bankastiómm Seðlabankans. Fljótlega verða stöður Tómasar Ámasonar og Jóns Sigurðssonar auglýstar lausar til umsóknar. Da víð heldur NATO opnu Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að á þessu stigi sé ekki skynsamlegt að ákveða hvaða ríki Mið- og Austur-Evr- ópu fái aðUd að NATO. RÚV hafði þetta eftir honum. Davíð er á leið- togafundi NATO i Brussel. Vextirlækkaekki Bankar og sparisjóðir lækkuðu ekki almenna vexti í dag. Bylgjan haföi eftir viöskiptaráðherra að bankamir hefðu engin rök fyrir þvi að lækka ekki vextina núna. Landinn á nikótínlyfjum Sala nikótínlyfja fjórfaldaðist hér á landi á árunum 1990 til 1992. Samkvæmt Tímanum neyta ís- lendingar margfalt mefta af þess- um lyfjum heldur en aðrir Norö- urlandabúar. Inga Jóna í prófkjörið Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræöingur tekur þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Kjör- nefhd leitaði tU Ingu Jónu eftir að framboðsfrestur rann út tíl að auka hlut kvenna í prófkjörinu. Kardínáli í heimsókn Eimi æðsti yfirmaöur kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum, O’Connor kardínáli í New York, er væntanlegur í vináttuheim- sókn tíl íslands. Samkvæmt Morgunblaöinu mun hann messa hér á landi og halda fyrirlestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.