Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Viðskipti Vinnuhópur á vegum ASI, BSRB, VSI, Islensks landbúnaöar og Samtaka iðnaðarins kynntu í gær niðurstöður úr skoðanakönnun um áhrif átaksins „íslenskt, já takk“ í fjölmiðlum í nóvember og desember. Fyrirhugað er að halda átakinu áfram og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í lok þessa mánaðar. DV-mynd BG íslenskt ,já takk: 20-30 prósenta söluaukning meiriMuti landsmanna sannfæröur um góðan árangur átaksins enda, eða um 80 prósent, sagðist telja „Nú stendur yfir könnun á veltu- og söluaukningu hjá fyrirtækjum þar sem þau meta söluaukninguna hjá sér í framhaldi af átakinu „ís- lenskt, já takk“ í lok síðasta árs. Fyrsta niðurstaða liggur fyrir upp úr næstu mánaðamótum en upplýs- ingar um veltuaukninguna liggja ekki fyrir fyrr en í mars. Það hefur þó heyrst að forráðamenn sumra fyr- irtækja telja að söluaukningin nemi allt að 20-30 prósentum," segir Lína G. Atladóttir, starfsmaður hjá Sam- tökum iðnaðarins. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASI, segir að átakið virðist hafa haft þau áhrif að ekki hafi komið jafn- margir inn á atvinnuleysisskrá í lok ársins og búist var við. Innflutningur hafi dregist saman um tíu til 12 pró- sent en neyslusamdráttur hafi aðeins numið um fjórum prósentum. Fyrir- tækin trúi þvi ekki að um varanlega aukningu sé að ræða og því leysi menn aukninguna frekar með yfir- vinnu en nýju fólki. Átakið heldur áfram Aðstandendur átaksins „íslenskt, já takk“ kynntu í gær niðurstöður úr skoðanakönnun ÍM Gallup sem gerð var fyrir jólin. Samkvæmt nið- urstöðum könnunarinnar telur mik- ill meirihluti landsmanna, eða tæp- lega 89 prósent svarenda, að stuðla megi að minnkandi atvinnuleysi hér á landi með kaupum á íslenskum vörum. Enginn marktækur munur virtist vera á svörum eftir aldri eða búsetu en í fyrri skoðanakönnunum hafa íbúar á landsbyggðinni verið hlynntari kaupum á íslenskri fram- leiðslu en íbúar í þéttbýli. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunarinnar tóku svo til allir landsmenn eftir auglýsingaátakinu „íslenskt, já takk“, eða tæplega 99 prósent svarenda. Meirihluti svar- að átakið skilaði mjög miklum eða frekar miklum árangri og þrír fjórðu hlutar töldu að átakið hefði þau áhrif að þeir veldu frekar íslenskar vörur nú en áður. Vinnuhópur á vegum Alþýðusam- bands íslands, BSRB, íslensks land- búnaðar, Samtaka iðnaðarins og VSÍ stóð að átakinu „íslenskt, já takk“ og er fyrirhugað að halda átakinu áfram með áróðri fyrir kaupum á innlendri vöru á þessu ári. Þráður- inn verður tekinn upp á nýjan leik í lok þessa mánaðar í samræmi við fjölda áskorana frá forsvarsmönnum fyrirtækja og úr verkalýðshreyfing- unni og verður þá meðal annars far- ið inn í skólana. Skoðanakönnun ÍM Gallups náði til 1200 manna. Heildarsvörun var tæp 73 prósent. -GHS Álverð hef ur hækkað Ýsuverð lækkar Verð á ýsu á fiskmörkuöunum hefur lækkað um tæpar 30 krór- ur, úr tæpum 173 krónum í tæpar 143 þó að sjómannaverkfallið hafi staðið yfir undanfama daga og lítiö veriö að gerast á uppboðs- mörkuðunum. Bensínverðið helst nokkuð stöðugt en Lands- vísitalan hefur lækkað talsvert. Gengi dollarsins hefur ekki breyst mikið en skráningin í Kauphöllinni í New York hefur hækkað nokkuð. -GHS Álverð hefur hækkað nokkuð frá síðustu mælingu í desember og er nú 1133 dollarar. Verð á brúnmink hefur haldist óbreytt frá því síðast. Eitthvað virðist vera aö lifna yfir fiskverðinu og hefur skipasalan er- lendis hækkað um nokkrar krónur frá því síðast var mælt um miðjan desember. Samkvæmt þeim upplýs- ingum um þorskverð sem bárust á ritstjórn DV í gær lækkaði slægöur þorskur í rúmar 98 krónur, ýsa í tæpar 143, ufsi í 30 en karfi hækkaði í rúmlega 63 krónur. -GHS Útflutningsafurðir íslendinga 1222122222» 160 140 120 100 80 60 Kr/ A fk kg S 0 N D 360 340 S 0 N D 330 325 : ' 320 315 S 310::: 305«: 300:: 295 I 120 | 100 1 80* 60 :: Kr/ :: te s 0 N D ■'lÍWIIIMfa ■i'IM.UUIHM 0 N iDV DV Þorgeirog Ellertræða breytingu á loðnuskipi Forráðamenn Þorgeirs og Eil- erts hf. á Akranesi eiga nú í samningaviðræöum við íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki um breyt- ingar á loðnuskipi í eigu fyrir- tækisins. Verkiö var boðið út ekki alls fyrir löngu og buðu forráða- menn Þorgeírs og Elierts 50 millj- ónir í verkið eða aöeins hærra en pólsk skipasmíðastöð en talið er að Þorgeir og Ellert eigi góða möguleika á að fá verkið. Harald- ur L. Haraldsson, framkvæmda- stjóri Þorgeirs og Ellertshf., sagði í gær að samningaviöræðurnar væru á mjög viðkvæmu stigi og neitaði að gefa frekari upplýs- ingar. BMValláog Steypustöðin yfirtaka eignir Hrauns hf. Pipugerðin hf. að Sævarhöfða í Reykjavík hefur keypt röradeild Rekstrarfélagsins Hrauns hf. í Garðabæ en Hraun hf., sem er í eigu Iðnlánasjóðs, tók yfir rekst- ur þrotabús Óss húseininga hf. fyrir tæpu ári. Björgun hf„ BM Vallá hf. og Steypustöðin hf. hafa keypt Breiðhöfða 10 sem var í eigu Byggingariðjunnar. Þá hefur BM Vallá hf. keypt helluverk- smiðjuna sem var í eigu Óss hús- eininga hf. Pípugeröin hyggst reka röraframleiðslu enn um sinn á sama stað og munu nýju eigendurnir reyna að bjóöa starfsmönnum áframhaldandi störf eftir föngum. -GHS Skagamarkaðurinn: Tapaði milljón Siguxður Sverrisson, DV, Akraneá: Einnar milljónar króna tap varð af rekstri Skagamarkaðar- ins á Akranesi í fyrra. Þetta var fyrsta heila starfsár markaðarins sem stofnsettur var semt á árinu 1992. Alls voru seld 2300 tonn af fiski á markaðnum í fyrra fyrir um 167 milljónir króna. Taprekst- urinn liggur einkum í þungum vaxtagjöldum af skammtímalán- um, að sögn Einars Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðarins. Júragarður- inn heillar á Skaga Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Á annað þúsund manns sáu kvikmyndina Júragarðinn sem sýnd var í Bíóhöllinni á Akranesi í síðustu viku. Svo mikii var að- sóknin að þeim fimm sýningum sem skipulagðar voru að efnt var til aukasýningar á myndinni. Þetta er langmesta aðsókn að kvíkmynd á Akranesi í nokkur ár en aðsókn að þessu eina kvik- myndahúsi bæjarins hefur hrap- aö jafnt og þétt frá árinu 1980 er myndbandavæðingin hóf innreið sína. Þá tók Bíóhöllin i notkun nýtt hljóðkerfi á sýningum á myndinni. Styrkur þess er 40- faldur á við gamla kerfið sem var í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.