Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 11 Fréttir Togarinn Fisherman hét áður Hjörleifur og var í eigu Granda. Skipið er nú i eigu fyrirtækisins Unimar í Keflavik sem hugðist selja það til Rússlands. Snurða virðist vera hlaupin á þráðinn varðandi þá fyrirætlan. DV-simamynd gk Togarinn Fisherman hjá Shppstöðinni Odda á Akureyri: Ný sending á ótrúlegu verði Amsterdam Verð kr. 65.950,- Dæmi: Visa raðgreiðslur til 18 mánaða, engin útborgun. Kr. 4.500,- á mán. ca. XS HÚSGÖGN Smiðjuvegi 6 Kópavogi Sími 44544 Skipið f er þegar gert hef ur verið upp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Togarinn Fisherman liggur nú bundinn við bryggju hjá Slippstöö- inni Odda á Akureyri og fer ekki þaðan fyrr en eigendur skipsins hafa gert upp við Slippstöðina vegna viö- gerðar sem þar hefur farið fram á skipinu. „Við höfum ekki kyrrsett skipið. Hins vegar á eftir að gera upp vegna vinnu okkar við skipið og það fer ekki héðan fyrr en búið er að ganga frá því uppgjöri," segir Guðmundur Tuhnius, forstjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri. Togarinn hét áður Hjörleifur og var í eigu Granda í Reykjavík. Skipið er nú í eigu fyrirtækisins Unimar í Keflavík sem hugðist selja það til Rússlands. Einhver snurða virðist vera hlaupin á þráðinn varðandi þá fyrirætlan og munu Rússar, sem voru komnir til að sækja skipið, hafa haldið utan aftur. Hitaveita Akureyrar: Vatn til ráðstöf unar eykst um 400 þúsund tonn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Hitaveita Akureyrar hefur tekið tilboði frá Nör hf. í hitavatnsleiðslur sem leggja á frá Laugalandi í Hörg- árdal til Akureyrar næsta sumar. Nör er umboðsaðili fyrir danskt fyr- irtæki sem framleiðir „Stjemerör" og tilboðið sem tekið var hljóðaði upp á um 24 milljónir króna. Áætlun Hitaveitu Akureyrar varöandi kostnað við rörin nam hins vegar um 35 milljónum króna að sögn Franz Árnasonar hitaveitustjóra. Alls bár- ust 20 tilboð frá 15 aðilum og voru þau á þilinu 24-36 milljónir króna. Eitt innlent tilþoð barst að upphæð 33 milljónir króna. Vegalengdin frá Laugalandi til bæj- arins er tæplega 11 km og er reiknað með að búið verði að tengja vatns- lögnina næsta haust. Vatnið sem þar fæst er um 400 þúsund tonn á ári og vatnsmagn það sem hitaveitan hefur til ráðstöfunar eykst um u.þ.b. 10% . og svarar nokkurn veginn til notkun- ar í þeim mánuði sem mest heitt vatn er notað í bænum. Að sögn Franz Ámasonar hefur orðiö umtalsverð aukning á heita- vatnsnotkun á Akureyri á undan- fómum árum m.a. vegna mikilla byggingaframkvæmda. „Ef við fengj- um langvarandi kuldakast að vetri til gerðum við ekki mikið meira en klára okkur við það með því vatnsmagni sem við höfum haft og því má segja að þessi viðbót sé nauðsynleg. Hitaveitan er að ljúka uppsetningu 1,5 megavatta varaaflstöövar á Laugalandi í Eyjafirði sem tryggir að ekki komi til vatnsleysi í bænum þótt rafmagn fari af í firðinum. Þá er ver- ið að skipta um dælu í einni af holum hitaveitunnar á Laugalandi. Trygging hf. óskar eftir tilboöum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bif- reiðarnar verða seldar í því ástandi sem þær eru og kauþendur skulu kynna sér á staðnum. Lada 1500 st. 1991 Skoda Favorit 1991 MMC Lancer 1990 MMC Lancer 1990 Ford Escort st. 1990 Toyota Hilux pickup 1989 Suzuki Swift 1988 Nissan Bluebird dísil 1988 Mazda 323 1987 Ford Escort sendibifreið 1985 Toyota Corolla 1984 Daihatsu Charade 1983 Mazda 323 1983 VW Passat 1981 Mazda 323 1980 Ford Bronco II 1987 Subaru 1800 1988 Bifreióarnar verða til sýnis miðvikudaginn 12. jan- úar 1994 í Skiþholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Til- boóum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.