Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 13 DV Minna framboð á ýsu vegna verkfallsins: Boðið upp á sjófrystan fisk „Ætli fisksalar bjóði ekki upp á sjó- frystan eða þiðinn fisk þegar ýsuna þrýtur. Ástandið er að nálgast það að verða mjög alvarlegt og óviðun- andi hvað snertir neyslufisk á höfuð- borgarsvæðinu," sagöi Óskar Guð- mundsson 1 Sæbjörgu þegar DV spurði hann hvað fisksalar tækju til bragðs þegar ýsuna þryti. Óskar nefndi sem dæmi að hann hefði nýlega keypt ýsu á 177 kr. kg og miðað við 40% nýtingu kostaði kílóið hann 442 kr. í innkaupum. „Og það var talsvert algengt útsöluverð í fiskbúðum fyrir áramót.“ Framboð af ferskum fiski hefur snarminnkað í kjölfar sjómanna- verkfallsins en þó eru nokkrir sem næla sér í línuýsu frá trillunum eða með öðrum hætti. Á flestum stöðum er nóg til af þorski, saltfiski, signum fiski og reyktum, en 75-80% af söl- unni eru samt sem áður ýsa. „Ég borga 100 krónur með ýsunni þessa dagana því ef vel ætti að vera þyrfti ég að selja hana á tæpar 600 kr. kg til að ná fyrir kostnaði. Mér finnst það þess virði til að halda í kúnnana þar sem þetta er bara tíma- bundiðlástand, þeir hafa ekki efni á þessu,“ sagði einn fisksalanna sem DV hafði samband við. Annar sagðist Sigríður tekur hér í höndina á Steingrími Björnssyni, deildarstjóra hjá KEA á Akureyri, sem er umboðsaðili verslunarinnar fyrir norðan. DV-mynd GK mundu þola við í allt að tvær vikur hvað annan fisk snerti en þá myndu birgðimar þijóta. Óskar í Sæbjörgu sagði verkfallið þó ekki vera mestu ógnina sem steðj- aði að landsmönnum í fiskmálum. „Tollalækkunin á ferskum flökum í Evrópu sem átti sér stað um áramót- in þegar EES-samingurinn tók gildi getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Nú þurfa erlendir kaupendur ekki að greiða toll af innfluttum íslensk- um fiski og geta því leyft sér að bjóða hærra í hann. Ögerlegt verður því fyrir innlenda fisksala að bjóða á móti þeim nema neytendur hér séu tilbúnir til að borga meira fyrir fisk- inn. Verðið verður jafnframt háð dagsveiflum í ríkari mæli svo fólk verður að fara að líta á ferskan fisk sem lúxusvöru," sagði Óskar. -ingo Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Aldrei unniö áður „En hvað það var gaman, þvotta- vélin mín er orðin átta ára gömul,“ sagði Sigríður Gísladóttir á Akureyri þegar DV tilkynnti henni að hún hefði verið dregin út í áskriftarget- raun blaðsins. Sigríður hlaut í verðlaun Indesit WN 802 þvottavél frá Bræðrunum Ormsson hf. sem tekur 4,5 kg og er með allt að 800 snúninga vinduhraða. Vélin er með 16 þvottakerfi, hrað- kerfi og stillanlegt hitastig og kostar 59.876 kr. út úr búö. „Ég hef aldrei unnið neitt áður, ekki einu sinni í happaþrennu," sagði Sigríður að vonum áhægð með vinninginn. Sex áskrifendur voru dregnir út í desemberlok og verða nöfn þeirra birt hér á neytendasíð- unni næstu daga. -ingo Neytendur Skilá útsölum Verslanir eru ekki skyldugar til að taka viö vörum sem einhver vill skila svo framarlega sem þær séu ekki gallaðar. Hvað varðar vörur sem skilað er þegar útsala er í gangi í versluninni hefur sú hefð skapast að viðkomandi fai innleggsnótu fyrir útsöluverði hennar en ekki upprunalegu verði. Hvað innleggsnóturnar varðar má oft á tíðum ekki versla út á þær þegar útsölur standa yfir. Þumarputtareglan virðist því vera sú aö þú átt ekki að græða á þvi að skila vörunni. Eggin haekka Heildsöluverð á eggjum hækk- aði fyrir skömmu um rúm 9%, úr 275 kr. í 300 kr. kg. Útsöluverð þeirra i verslunum hækkar í kjölfariö og fer kílóiö t.d. úr 347 kr. 1 Hagkaup í 359 kr. Ástæöurnar eru m.a. sagðar þær aö endurgreiðslum til eggja- bænda hafi verið hætt um ára- mótin og að þann 1. september hafi þeir frestað leyfilegri hækk- un þar til nú. Fréttir Lækkun framfærslu- vísitölu Að mati hagdeildar ASÍ lækkar framfærsluvísitalan um 0,9% vegna virðisaukaskattslækkun- arinnar á matvælum um áramót- in. Það, til viðbótar við lækkun framfærsluvfsitölunnar í júní um 0,3% vegna aukinna niður- greiðslna, gerir samtals 1,2% lækkun vísitölunnar. Smjör á að lækka Hagdeild ASÍ telur jafhframt að smjör hafl átt að lækka sem nem- ur virðisaukaskattslækkuninni, eöa um 8,43%, um áramótin því vegna tillits til samkeppnisstöðu innlendrar smjörlíkisgerðar var beðið með niðurgreiðslur á smjöri til áramóta. Einnig áttu unnar kjötvörur að lækka um allt að 6% um áramót- in þar sem kjöt til vinnslu fékk auknarniðurgreiðslur. -ingo kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem Itilgreind erhértil hliðar. Einn seðill ■ gildir fyrir eitt eintak af vörunni. I | Þessi seðill gildir til 1. febrúar 1994 ^ eða meðan birgðir endast ÞREKHIÓL Þrekhjól, SPEEDENT, Verð áður kr. 14.600, með ávísun kr. 12.100, stgr. kr.11.495. V-þýsk KYNAST þrekhjól. Verð áður kr. 14.690, með ávísun kr. 12.190, stgr. kr. 11.580. V-þýsk KETTLER GOLF þrekhjól. Verð áður kr. 25.200, með ávísun kr. 22.700, stgr. kr. 21.565. M4R Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hér til hliðar. Þessi seðill gildir til 31. janúar 1994 ORBYLGJUOFNAR 20% afsláttur MW-330 17 Itr. 850W örbylgjur eingöngu. Áður 23.150,- Nú 17.590,- stgr. MW-400 17 Itr. 800W örbylgjur og grill. Áður 27.360,- Nú 20.790,- stgr. MW-800 26 Itr. 850W örbylgjur og grill. Áður 36.800,- Nú 27.970,- stgr. MW-800F 26 Itr. 750W örb. +grill+blástur. Áður 41.990,- Nú 31.910,- stgr. Ármúla 40, SÍml 91-3 53 20 ■ eðameðanbirgðirendast Frábær tæki - á enn betra verði VrOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 I I I J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.