Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Stuttar fréttir Eldurinn á leidinni Ólympíueldurinn fyrir vetrar- Ieikana í Liilehammer i næsta mánuöi er væntanlegur til Kaup- mannahafnar 29. janúar, á leið sinni frá Grikklandi til Noregs. Sættir við Grikki Norðmenn eru meö sinn eigin eld á feraldsfæti um Noreg, og hugðust sameina hann gríska eldinura viö setningu leikanna. Grikkir voru óhressir meö það, en nú munu þjóðimar hafa náð sáttum í málinu, en hafa ekki opinberað hverjar þær eru. Rallkappi bestur Finnskir íþróttafréttamenn hafa útnefnt heimsmeistaninn í rallakstri, Juha Kankkunen, íþróttaraann ársins 1993 þar í landi. Riontekíolíuna Sepp Piontek, fyrrum landshðs- þjáifari Dana og Tyrkja í knatt- spymu, hefur verið ráðinn tima- bundið sem ráðgjafi hjá besta fé- lagsUði Sádi-Arabíu, Ittihad. Sögulegstund Það var söguleg stund í Tokyo í gær þegar ísraelsmaðurinn Yaniv Sharon mætti Palestínu- manninum Mohamed Al Turk á alþjóðlegu borðtennismóti því þetta var fyrsta viðureign þjóð- anna í íþróttum frá upphafi. ÓbreyttíPortúgal Benfica heldur þriggja stiga for- ystu í portúgölsku knattspym- urrni, þrátt fyrir 0-0 jafntefli heima gegn GU Vincente, því hvorki Sporting né Porto tókst heldur að sigra um helgina. Stórsigur Anderlecht Anderlecht burstaði Waregem, 6-1, í belgisku knattspyrnunni um helgina og er með fjögurra stiga forystu á Club Bragge, sem vann Beveren, 2-1. AEKátoppnum AEK er áfram efst i grísku knattspyrnunni, með 6 stiga for- ystu á Panathinaikos, en bæði lið unnu örugga útisigra um helgina. Lazioúrleik Forseti ítalska knattspymufé- lagsins Lazio sagði í gær að möguleikar liðsins á meistaratitl- inum væra úr sögunni og 6 millj- arða króna fjárfestingar í leik- mönnum á tveimur árum heföu ekki skilaö sér. Tekinnmedbyssu Cedric Caballos, leikmaöur Phoenix Suns, var í síöustu viku handtekinn á bar nokkrum i Pho- enix og viö nánari skoðun kom í ljós að hann var með byssu innan klæða sera er með öllu ójeyfilegt. CabaUos var tekinn til yfir- heyrslu og á yfir höfði sér allt aö sex mánaða fangelsi. FéHályfjaprófi Bandaríski körfuboltamaður- inn Bill Warner, sem leikur með belgiska Hðinu Mechelen, féll á lyfiaprófi sem tekið var eftir Evr- ópuleik gegn Benetton Treviso í nóvember sl. Samkvæmt ströng- ustu reglum ætti Warner yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann. Heimsmet á skautum Hollendingurinn Rintje Ritsma setti nýtt heimsmet i 1500 metra skautahlaupi á Evrópumeistara- mótinu sem haldið var í Hamar í Noregi um helgina. Tíminn mældist 1:51,60 mínútur en gamia metið átti fyrrum Austur-Þjóð- vetjinn Andre Hoffmann frá ólympíuleikunum í Calgary. -JKS/VS íþróttir Martna komin ísjöttasæti - eftir að hafa lent 112. sæti á stigamóti 1 Belfast Martha Ernstdóttir er komin í 6. sæti í stigakeppni Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í víðavangs- hlaupum eftir að hafa hafnað í 12. sæti á stigamóti í Belfast á laugardag- inn. Tuttugu fyrstu fá stig og Martha nældi sér í níu stig með þessum ár- angri. Paula Radcliffe frá Bretlandi sigr- aði í hlaupinu á 15 mínútum og 40 sekúndum, Catherina Mc Kiernan frá írlandi varð önnur á 15,47 og Olga Bondarenko frá Rússlandi þriðja á 15,51 mínútu. Martha hljóp vega- lengdina, sem var 4,8 kílómetrar, á 16,47 mínútum. Þessar eru í tíu efstu sætunum í stigakeppninni: Catherina McKiernan, írlandi.....69 Albertina Dias, Portúgal.........47 Farida Fates, Frakklandi.........38 Iulia Negura, Rúmeníu............33 Jenny Clague, Bretlandi..........29 Martha Ernstdóttir, íslandi......28 Vicki McPherson, Bretlandi.......27 Laura Adam, Bretlandi............25 Paula Radcliffe, Bretlandi.......25 Carol Greenwood, Bretlandi.......24 -VS Martha Ernstdóttir stendur sig vel á stigamótunum í víðavangshlaupi. Sameiginleg mól- mæli til UEFA - samráð við Finna og Walesbúa Útlit er fyrir að Knattspyrnusam- band íslands hafi samráð við Finna og Walesbúa um mótmæli til Knatt- spymusambands Evrópu, UEFA, vegna fyrirhugaðrar niðurröðunar í styrkleikaflokka fyrir riöladrátt Evr- ópukeppni landshða sem fram fer 22. janúar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sat um helgina fund í Finnlandi með fulltrúum Norðurlandaþjóðanna og bresku þjóðanna en þessir aðilar hittast reglulega til að ræða sameig- inleg hagsmunamál. „Það kom fram að Finnar og Wa- lesbúar era mjög óhressir með ger- ræðisleg' vinnubrögð UEFA í þessu máli eins og við, enda bitna þau á þeim eins og okkur. Það skýrist á allra næstu dögum hvernig við bregðumst við en við munum hafa samráð við þessar þjóðir,“ sagði Eg- gert. Tékkland ofar en Tékkóslóvakía Hann benti ennfremur á einkenni- lega útkomu úr niðurröðun UEFA sem setti Tékkland og Úkraínu í 2. styrkleikaflokk og Króatíu í 3. styrk- leikaflokk með hliðsjón af frammi- stöðu félagsliða þessara þjóða. „Það kemur í ljós þegar niðurröðunin er skoðuð að Tékkland er ofar á listan- um en Tékkóslóvakía hefði verið. Þetta sýnir best um hve fáránleg vinnubrögð hér er að ræða. Það er líka athyglisvert að fulltrúi úr nefnd- inni, sem sér um Evrópukeppnina, var á fundinum í Finnlandi og hann vissi ekkert um málið,“ sagði Eggert Magnússon. Kvennaknattspyma: Þróttur ekki með - Höttur íhugar að hætta við Þróttur í Neskaupstað hefur til- kynnt til Knattspymusambandsins að félagið verði ekki með Uð í 1. deild kvenna næsta sumar. Tilkynning þessa efnis var send KSÍ á laugardag. „Það var eingöngu mannfæð sem neyddi okkur til að taka þessa ákvörðun," sagði Magnús Brands- son, gjaldkeri knattspymudeildar Þróttar. „Við höfum reynt að fá mannskap til hðs við okkur en það hefur ekki gengið og svo kostar það svo mikið. Lykilleikmenn ákváðu aö leika með öðrum liðum svo það var ekkert við þessu að gera. Þetta þýðir þó ekki að við séum hætt með kvennaknattspyrnu, við ætlum að snúa okkur að yngri flokkunum og byggja upp lið sem verður í 1. deild eftir nokkur ár,“ sagði Magnús. Miklar líkur eru á því að hitt aust- anliðið í 1. deild kvenna, Höttur á Egilsstöðum, verði heldur ekki með næsta sumar. „Reykjavíkurliðin eru aö kaupa upp stelpumar utan af landi, þaö mætti helst halda að þau vildu ekki fara út á land,“ sagði Erla Salómons- dóttir, forsvarsmaður meistara- flokks kvenna, í samtaii við DV. „Við vonuðumst til að stelpurnar frá Norðfirði myndu koma til okkar en þær eru bara keyptar til Reykjavík- ur. Auðvitað eru allir svekktir að það gerist ekki neitt. Okkur bráðvantar markvörð og góðan sóknarmann og það er ekki enn búið að ráða þjálf- ara. Við vonuðumst til að þetta myndi skýrast um áramótin en það hefur ekkert gerst. Mér finnst að Reykjavíkurliðin séu að eyðileggja allt fyrir liðunum úti á landi," sagði Erla Salómonsdóttir. -ih í kvöld Körfubolti - Visadeild: Grindavík - Njarövík.....20.00 Tindastóll - Haukar......20.00 Badminton - 1. deild: TBR-E - TBR-A............21.20 Skagamaöurinn Stefán Þóröar- son, sem skoraði 4 mörk í 10 leikj- um fyrir KA í 2. deildinni í knatt- spyrnu í sumar, er genginn til liðs við íslandsmeistara ÍA á nýjan leik. FjöigaríStjömunrti Stjarnan heíúr fengið þrjá leik- menn sem hafa áður leikið með félaginu. Það eru Hermann Ara- son og Valgeir Baldursson, sem þjálfuðu Hvöt síðasta sumar, og Eyþór Sigfússon frá Gróttu. Hreinn til Þórs Hreinn Hringsson, markahæsti leikmaöur Magna í 3. deildinni í sumar, er genginn ti) liðs við 1. deildar lið Þórs. SóknarmenníHK HK, nýliðarnir í 2. deild, haía fengið til sín tvo sóknarmenn, þá Kára Jónsson, markahæsta leik- mann Þróttar úr Neskaupstað í 2. deildinní í sumar, og Hallstein Traustason, markahæsta leik- mamúnn hjá Hvöt Friörik í Leiftur Friðrik Þorsteinsson, fýrrum unglingalandsliösmarkvörður, sem var varamarkvöröur Fylkís j sumar, hyggst leíka með Leiftrí ÍR-ingar sigruðu ÍR vann sigur á Leikni, 71-76, í B-riðli 1. deildar karla í körfu- knattleik í Austurbergi í gær- kvöldi. ÍR-ingar eru í efsta sæti í riðlinum með 16 stig, Höttur 14 og Leiknir 10. Öruggur Biikasigur Breiöablik vann öruggan sigur á Ármanni, 18-33, í 2. deild karla í handknattleik í gær. BUkar eru í 4. sæti deildarinnar en Ármenn- ingar í þvi 8. SLJohnstonekaupir Allt bendir til aö skoska úrvals- deildarhöið St. Johnstone kaupi sóknarmanninn Billy Dodds og miðjuleikmanninn Grant McMartin frá Dundee á samtals 53 milijónir. Ldðið þarf að styrkj- ast en það er í hópi neðstu liða í deildínni. Með liðinu leíkur sem kunnugt er Guömundur Torfa- son. Staða Floro í hættu Bentino Floro, þjálfari Real Madrid, er ekki öfundsveröur af starfi sínu. Real Madrid fékk flengingu um helgina gegn Barc- elona og var harðlega gagnrýnd- ur í blöðum á Spáni í gær. í blöö- um mátti sjá að staða hans hjá Madrid-Uöinu er ekki örugg. Arsenal skreið áfram Tony Adams tryggði Arsenal sæti í 4. umferð ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu i gær- kvöldi meö því að skora sigur- markiö gegn Millwall á síöustu mínútu leiksins. Arsenal mætir sigurvegaranum ur leik Bolton og Everton. -VS/JKS/GH NBAínótt: Shaq betri Shaquille O’Neal vann risaslaginn viö Hakeem Olajuwon í nótt þegar Orlando lagði Houston, 115-100, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Shaq og Anfernee Hardaway skoraöu 28 stig hvor fyrir Orlando en Olajuwon 26 fyrir Houston. Jeff Hornacek skoraði 31 stig fyrir Philadelphiu sem vann Boston, 99-94. Kevin Gamble skoraði 26 stig fyrir Boston sem tapaði í 11. sinn í 131eikjum. -VS Vonandi verður Siggi Sveins í jafn miklu stu( Fjarlægur draumu: Risasigu - er elni möguleikinnne Eftir fimm marka sigurinn á Hvít-Rússum í fyrrakvöld er enn hægt að láta sig dreyma um að ísland nái ööru sætinu í 4. riðli Evrópu- keppni karla í handknattleik. Þaö er þó fjar- lægur draumur og byggist á því að Króatía og Hvíta-Rússland geri ekki jafntefli í Zagreb annað kvöld og ísland vinni síöan risasigur á Finnum á sunnudaginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu gæti ísland þurft allt aö 28 marka sigur á Finnum til að ná ööra sætinu og slíkt telst varla raun- hæft. Finnarnir hafa að vísu tapað með 12 og 15 mörkum í Hvíta-Rússlandi og Króatíu, en þeir náöu líka jafntefli gegn íslandi ytra, og það er einmitt stigið sem íslenska hðiö vantar nú. Eina vonin er sú aö leikurinn í Zagreb endi með stórsigri annars hðsins, og helst þá Hvít- Rússa, en raunhæfir teljast möguleikar ís- lendinga ekki nema þeir vinni Króatana með einum tíu mörkum, eöa Króatar vinni leikinn meö fimmtán marka mun! íslenska liöið hefði svo sannarlega þurft að vinna leikinn í fyrrakvöld með þeim níu marka mun sem náöist á tímabiii í síðari hálfleiknum. Þá htu tölumar talsvert betur út, fimm marka tap Hvít-Rússa í Zagreb heföi þýtt 16 marka sigur, og tíu marka tap Hvít- Rússa heföi þýtt „aðeins" 12 marka sigur á Finnum. -VS Kvennakörfubolti: Öruggt hjá ÍBK Keflvíkingar unnu auðveldan sigur á Stúd- ínum í 1. deild kvenna í gærkvöldi þegar liöin mættust í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Stúlkumar frá Keflavík sigruðu, 63-AO, staöan í hálfleik var 35-15. Anna María Sveinsdóttir og Kristín Blöndal léku ekki með Keflavík í þessum leik þar sem þær eru meiddar. Kristín er nýkomin úr upp- skuröi vegna ökklameiðsla, en Anna María á við meiðsl að stríða í hné. Stig ÍS: Ásta Óskarsdóttir 18, Hafdís Helga- dóttir 16, Helga Guðlaugsdóttir 2, Kristín Sig- urðardóttir 2 og Unnur Hallgrímsdóttir 2. Stig ÍBK: Hanna Kjartansdóttir 19, Olga Færseth 12, Björg Hafsteinsdóttir 7, Erla Þor- steinsdóttir 7, Júlía Jörgensen 6, Guðlaug Sveinsdóttir 6, Elínborg Herbertsdóttir 4 og Anna María Sigurðardóttir 2. Leikur KR og ÍS, sem fram fór á laugardag, fór 59-40, en ekki 56-40 eins og misritaðist í blaðinu í gær. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.