Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚÁR 1994 17 )i gegn Finnum og hann var gegn Hvít-Rússunum. Bjarni í Brann? Bjami Sigurösson, fyrrum lands- liðsmarkvörður í knattspymu og markvörður Vals undanfarið, gæti orðið næsti markvörður norska 1. deildar liðsins Brann. Bjarni fer utan til Noregs þann 20. janúar og mun dvelja hjá Brann í vikutíma. Hann mun leika 2-3 æfingaleiki með liðinu og í framhaldinu munu forráðamenn félagsins taka ákvörðun um hvort samið verður við Bjarna. „Stjórnendur liðsins hafa verið í sambandi við mig af og til og beðið mig að athuga með leikmenn heima á íslandi. Svo kom upp sú staða að þeir voru í markmannsvandræðum þar sem markvörðurinn sem átti að vera veiktist skyndilega. Þar sem ég var á lausu varð úr að þeir vildu fá mig út,“ sagði Bjarni við DV í gær- kvöldi. „Ég fær ársleyfi úr vinnunni og get í leiðinni klárað námið mitt svo þetta er tilvalið tækifæri til að sameina fótboltann og námið og ná í gráðu í leiðinni. Þetta er að mörgu leyti spennandi enda er mikill uppgangur í norsku knattspyrnunni og áhuginn mikill." Bjarni er ekki ókunnugur norska félaginu því hann lék með Brann í fjögur ár á árunum 1984-1988 og þótti á þeim tíma einn besti markvöröur- inn í norsku 1. deildinni. Eftir ís- landsmótið síðastliðið sumar ákvað Bjarni að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril en nú eru miklar líkur á að þessi snjalli markvörður þurfi að teygja sig upp í hilluna og ná í skóna. -GH r að Island nái 2. sætinu í 4. riðli EM: ir gegn Finnum jma Hvít-Rússar og Króatar geri jafntefli Möguleikar íslands í keppninni í handbolt 1. Hvíta-Rússland 7 2. Króatía 7 3. ísland 7 Mörk Stig Markamunur 210-159 lí» 187-142 11 +45 172-150 9 +22 Króatía — Hvíta-Rússland jafntefli ísland úr leik Króatía — Hvíta-Rússland Kró +1 = ísland — Finnl. +28 Króatía — Hvíta-Rússland Hv. R +1 ísland — Finnl. +22/23 Króatia — Hvíta-Rússland Kró. +5 = ísland - Finnl. +24 Króatía — Hvíta-Rússland Hv. R. +5 ísland — Finnl. +18/19 Króatía — Hvíta-Rússland Kró. +10 = ísland — Finnl. +20 Króatia — Hvíta-Rússland Hv. R. +10 ísland — Finnl. +13/14 Króatia — Hvíta-Rússland Kró. +15 = ísland —Finnl. +15 AUifarinn til Noregs Atli Einarsson, knattspyrnu- maöur úr Fram, fór utan til Nor- egs í gær en hann mun dvelja um vikutíma við æfingar hjá 1. deild- ar liðinu Bodö/Glimt. Eftir það kemur í ljós hvort um frekari við- ræður milli hans og félagsins verður að ræða. Logi Ólafsson, þjálfari kvennalandshðsins, fór með út. Logi er góðkunningi þjálfarans sem bauð honum að fylgjast með æfingum hðsins. Eins og kunnugt er hafa tveir íslenskir knattspymumenn, þeir Kristján Jónsson og Anthony Karl Gregory, gert tveggja ára samning við Bodö/Glimt og héldu þeir félagar utan á föstudaginn. Rúnar til Sogndal Rúnar Sigmundsson hefur gert tveggja ára samning við Sogndal sem leikur í 1. deild en á síðustu sparktíð lék hann með Fram. -JKS Andri spilaði fyrirframan 80þúsundmanns Andri Marteinsson, landsliös- maður í knattspymu og nú leik- maður með Lyn í Noregi, er þessa dagana staddur í Indlandi með hinu nýja félagi sínu. Andri og félagarhans héldu til Indlands á nýársdag og verða þar fram á fimmtudag. Lyn er í Indlandi i boði ind- verska knattspyrnusambandsins og leikur þrjá leiki gegn landsliö- inu þar í landi. Tveimur þeirra er lokið. Markalaust jafntefh varö í íyrsta leiknum þar sera áhorfendur voru 55 þúsund og í öðrum leiknum, sem fram fór i Kalkútta, sigráði Lyn, 0-1, en 80 þúsund manns fylgdust með við- ureigninni. Andri leikur í stöðu tenghiðar og hann byrjaði inná 1 báöum leikjunum. -GH Þessi mynd var tekin árið 1988 þegar Bjarni lék með Brann. Með honum er Teitur Þórðarson sem þjálfaði Brann á þessum árum. Skokk fyrir almenning og þjálfun fyrir lengra komna hefst þriðjudaginn 11. jan. kl. 18.15 á Laugardals- velli (Baldurshaga). Þjálfari er Sigurður P. Sigurðsson, fslandsmeistari í maraþoni. Nánari upplýsingar veitir Grétar Árnason í síma 39595 á daginn. íþróttir Trina þarf aðborga skaftinn Trina Hattestad, heimsmeistar i í spjótkasti kvenna, þarf að greiða skatt af sigurlaunum sínum frá heimsmeistaramótinu í ; fyn-a, nýrri Benz-bifreið, og það þýöir að skattap-eiðslur hennar til norska ríkisins fyiir áriö 1993 nema um 2 miiljónum islenskra króna. Bifreiðin er um 3,5 mílijóna króna virði og allt útlit er fyrir aö Trina hafi ekki efni á að eiga hana, vegna skattanna, og verði aö selja hana. Hún þyrfti þó samt að greiða einhverja skatta af sölu- verðinu. Framkvæmdastjóri norska iþróttasambandsins segir í hæsta máta eðlilegt að íþróttafólk greiði skatta af verðlaunum sínum. Norskur þingmaöur hyggst hins vegar leggja fram frumvarp í norska stórþinginu um að slíkir skattar verði felldir niður af íþróttafólki sem ber hróður Nor- egs um víða veröld. -VS McGrathfékk milljónkróna Paul McGrath, knattspyrnu- maður hjá enska félaginu Aston Viha, var í gær sektaður um tveggja vikna laun, eöa um eina milljón króna, fyrir að mæta ekki til leiks með liðinu gegn Exeter i bikarkeppninni um helgina. Þetta er í þriðja sinn á átta mánuðum sem McGrath skrópar í leik eða keppnisferð, tvisvar með Villa og einu sinni með írska landsliðinu. Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Viha, sagði i gær að það væri samt ólíklegt að McGrath yrði rekinn frá félaginu, og reiknað er með aö hann leiki með Villa gegn Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. -VS Shaq bestur í desember Shaqullie O’Neal raiðherji Or- lando Magic var á dögunum kos- inn leikmaöur desember í NBA- deildinni. Shaq hefur oft áöur hlotnast viðurkenningar að þessu tagi enda er hér á ferö leik- maður í fremstu röð. Chris Web- ber nýliðinn hjá Golden State Warrios hefur leikið mjög vel í deildinni í vetur og kom það því fáum á óvart að hann skildi verða kosinn besti nýliðinn í NBA í desember. -JKS/SV Stewartvart hugað líf Larry Stewart, framherji hjá Washington Buhets, varð fyrir hrottalegri árás skammt frá heimili sínu fyrir helgina. Skipti engum togum að aö honum vatt sér maður og skaut hamr í höfuð- ið og er Stewárt vart hugað lif. Hann var fluttur í skyndingu á sjúkrahús í Washington þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. -JKS/SV Maxwell veikur fyrir hjarta Vemon Maxwell hjá Houston Rockots fékk vægt hjartaáfall i siðustu viku. Maxwell hefur ver- ið ráðlagt að taka þaö rólega og gangast undir frekari læknis- rannsókn. mks/sv ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.