Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Menriing Framlag ríkissjóös til starfsemi Kvikmyndasjóðs lækkað um 19 milljónir: Meiri niðurskurður en aðrar listgreinar hafa mátt þola - verður starfsemi Kvikmyndasafns stöðvuð? Á lokaspretti fjárlagagerðar fyrir árið 1994 var lögbundið framlag til Kvikmyndasjóðs íslands skert um 10 milljónir króna úr 111 milljónum króna í 101 milljón. En þar með er ekki sagan öll sögð. Kvikmyndasjóði íslands er einnig gert að standa und- ir rekstri Kvikmyndsafns sem hing- að til hefur fengið sérstakt framlag til starfsemi sinnar. Og þegar rekstur Kvikmyndasafnsins er tekinn með er skerðingin upp á nítján milljónir króna sem er mun meiri niðurskurð- ur en aðrar listgreinar hafa mátt þola. Þessi niðurskurður hlýtur að langmestu leyti að bitna á öllum þeim fjölda sem sækir um styrki í Kvikmyndasjóð íslands en fyrir liggja 132 umsóknir og eru það fleiri umsóknir en nokkru sinni áður. Áætlað var að úthlutunarnefnd lyki störfum í þessari viku og um helgina yrði greint frá niðurstöðum, en sennilega frestast það, meðal annars vegna þess að ekki er enn búið að skipa nýja stjórn Kvikmyndsjóðs ís- lands en fráfarandi formaður er Ragnar Arnalds. í greinargerð ,um niöurskurðinn, sem Samband íslenskra kvikmynda- framleiðanda hefur sent frá sér, segir meðal annars aö niðurskurður þessi sé slys. Þar segir einnig að á síðustu árum hafa íslenskar kvikmyndir verið fjármagnaðar að stórum hluta með erlendu íjármagni. Þannig hefur komið fram síaukin viðurkenning á íslenskri kvikmyndagerð, auk þess sem erlent fjármagn hefur streymt inn í landið. Kvikmynd sem styrkt hefur verið af Kvikmyndasjóði ís- lands upp á 20 milljónir hafl skapað gjaldeyristekjur upp á 60-80 milljónir króna sem hafa runnið að stærstum hluta beint inn íslenskt efnahagslíf til greiðslu launa, þjónustu og að- fanga. í ályktun stjórnar Kvikmyndasjóðs er tekið í sama streng og bent á að kvikmyndalistin er mikilvægur vaxtarbroddur íslensks menningar- lífs og almenningur hafi með þátt- töku sinni, áhuga og aðsókn að ís- lenskum kvikmyndum hvatt menn til dáða og er bent á að ekki megi glutra niður þeim árangri sem þegar hefur náðst en þótt listgreinin sé ung hér á landi hafa íslenskar kvikmynd- ir vakið heimsathygli. Vitað er að með þessum niður- skurði verða eínhverjir kvikmynda- gerðarmenn, sem lifað hafa í voninni um styrk úr Kvikmyndasjóði, af pen- ingum og öll áform eru þá sett í bið- stöðu en víst er að sumir sem nú sækja um styrk hafa sótt um styrk í nokkur ár án þess að fá nokkuð. Ein hugmynd, sem komið hefur upp á yfirborðið til úrbóta fyrir úthlutun- arsjóðinn, er að féð, sem þarf að nota til reksturs Kvikmyndasafnsins, verði notað til úthlutunar enda er það skoðun einstakra manna að AI- þingi hafi með þessari breytingu í raun lagt Kvikmyndasafnið niður. -HK Þjóðleikhúsið frumsýnir Seið skugganna: Nöturlegar aðstæður O’Neills á efri árum Fyrsta leikritið sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á nýju ári ári er nýtt leik- rit, Seiður skugganna, eftir eitt eftir- tektarverðasta samtímaleikskáld í Evrópu, Lars Norén. Leikritið lýsir nöturlegum aðstæðum bandaríska leikskáldsins Eugene O’Neill á efri árum. Helgi Skúlason fer með hlut- verk O’Neills og Helga Bachmann með hiutverk þriðju eiginkonu hans, Karlottu. Synir hans tveir, sem koma mikið við sögu, leika Pálmi Gestsson og Hilmar Jónsson. Atburðarásin fer fram á einni dag- stund árið 1949 á sextíu og eins árs afmæh O’Neills. Hann haföi þá dreg- ið sig í hlé frá skarkala heimsins og sest að ásamt Karlottu í afskekktu húsi við strönd Atlantshafsins. Einu afmæhsgestimir eru tveir synir O’Neills af fyrri hjónaböndum og hefur hvor um sig lifað í skugga föð- ur síns, í skugga frægðar hans og skugganum af þeirri áfengis- og lyfja- . fíkn sem fylgt hefur fjölskyldunni. Lars Norén lætur O’Neih í svipaða aðstöðu og faöir O’Nehls mátti um- bera í Dagleiðinni löngu inn í nótt og verður Seiður skugganna að telj- ast ahsérstæð spegilmynd af því fræga leikriti. Auk þess sem leikritið fjallar um þann veruleika sem O’Neill hvorki þorði né viidi skrifa um, það er samband hans við Karl- ottu og synina. Þá fjallar það einnig um skáldið sjálft sem barðist hetju- legri baráttu til að losna úr viðjum auðkeyptra vinsælda og eigin áfeng- issýki, rithöfundinn sem varð að hætta ritstörfum vegna Parkinsons- veiki. Helga Bachmann i hlutverki Karlottu, þriðju eiginkonu Eugene O’Neill og Pálmi Gestsson sem leikur son O’Neills -HK frá fyrra hjónabandi. Gunnar B. Dungal ásamt styrkþegunum, Guðrúnu Einarsdóttur og Halldóri Ásgeirssyni. f DV-mynd BG Listasjóður Pennans: Halldór og Guðrún hlutu styrk Hahdór Ásgeirsson myndlistar- maður og Guðrún Einarsdóttir myndlistarmaður fengu í síðustu viku styrk úr Listasjóði Pennans en afhent var úr sjóðnum í annað sinn. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni 60 ára starfsafmæhs Pennans 1992 til minningar um hjónin Baldvin Páls- son Dungal og Margréti Dungal. Halldór Ásgeirsson, sem fékk 300 þúsund króna styrk, stundaði mynd- listarnám í París árin 1977-1980 og 1983-1986. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga hér á landi og er- lendis og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Verk hans eru einkum skúlpt- úr. Guðrún Einarsdóttir, sem fékk 200 þúsund króna styrk, er hstmálari. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1984-1989. Guð- rún hefur haldið átta einkasýningar hér á landi og tekið þátt í jafnmörg- um samsýningum. Stjórn Listasjóðs Pennans skipa þrír menn. Þeir eru nú Gunnar B. Dungal, Hringur Jóhannesson list- málari, fulltrúi SÍM, og Bjarni Daní- elsson, skólastjóri Myndlista- og handiðaskólaíslands. -HK OlafsAmaí Ólafur Árni Bjarnason óperu- söngvari tók þátt i söngkeppni í New York dagana 4.-5. janúar og stóð sig mjög vel. Hann var einn af þrjátíu og tveimur söngvurum sem komust í úrsht og í úrshta- keppninni lenti hann í 3. sæti og vann sér inn 5000 dollara. Þetta er mikill sigur fyrir Ólaf Árna en meðal þátttakenda voru söngvar- ar sem hafa sungið við Metro- poiitanóperuna. í dómnefndinni voru meðal annarra óperusöng- konurnar Renata Scotto og Mari- lyn Horne og hijómsveitarstjór- inn Henry Lewis. Það er annars af Ólafi að frétta aö hann hefur nýlega gert samning við þekkta umboðsskrifstoíú, Columbia Art- ist Management, sem hefur á sín- um snærum marga af þekktustu óperasöngvumm nútímans. Fyrsta verkefnið í þessari sam- vinnu verður hlutverk Alfredos í La Traviata í óperunni í Palma í mars og apríl. VerkStanleys BrouwnáAnn- arrihæð I sýningarsalnum Önnur liæð hefur verið opnuð sýning á verk- um Stanleys Brouwn. Verk hans hafa verið sýnd um alla Evrópu og er hann nú prófessor við Lista- akademiu Hamborgar. Verk Brouwns fjalla um göngur, vega- lengdir og mælieiningar. Hefur hann unnið samfellt, afar kerfis- bundið og á vísindalegan hátt að verkum sínum frá því um 1960, mörgum árum áður en byrjað var að tala um hugmyndalist. Hann er nú talinn brautryðjandi þeirr- ar tegundar hstar. Á yfirborðinu virðast verkin afar einföld og rök- rétt en að baki liggur óvenjulegt vinnuferh og þegar grannt er skoðað eru niðurstöður oft óvenjulegar. Sýningin er opin á miðvikudögum frá kl. 2-6. íslensk Ijóð áensku Á tveimur nýafstöðnum lista- hátíðum, sem haldnar voru i Lon- don og Essex, voru íslensk Ijóð- skáld áberandi. Matthías Jo- hannessen las úr bók sinni, The Naked Machine, sem mniheldur ljóð sem Marshah Brement þýddi yfir á ensku og gefin var út í Englandi. Fór lesturinn fram í salarkynnum hins virta Ijóðafé- lags,.Poetry Society. Á norrænu hátíðinni í Essex voru Sjón og Linda Vhhjálmsdóttir gestaskáld og hafa nú verið gefnar út ljóðabækur í Englandi með ljóð- um þeirra sem eru bæði á ís- lensku og ensku. Nefnist bók Sjóns Night of the Iæmon og bók Lindu Mona Lisa. Önnur íslensk ijóðskáld, sem komu fram, voru Sigfús Bjartmarsson, Bragi Ólafs- son, Einar Már Guðmundsson og Elísabet Jökulsdóttir. Elsti blandaði kórinnsextugur Sgurjón ]. Siguxðsson, DV, ísafiröi: Sunnukórinn á ísafiröi verður sextugur 25. janúar næstkomandi en kórinn er elsti starfandi bland- aöi kórinn á landinu. Margt mun vera í deiglunni th að minnast þessara merku tímamóta í starf- semi kórsins. Hápunkturinn verður þegar kórinn syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands i júní næstkomandi. Það er ósk kórsins að allir þeir er hafa sungið með honum í gegnum tíðina og treysta sér til láti sjá sig í röðum kórfé- laga þannig að hægt verði aö mynda einn stærsta kór sem sést hefur á ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.