Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Síða 3
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 3 Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Meira en þriðjungur at- vinnulausra ófaglært fólk - langstærsti aldurshópur atvinnulausra er 20-29 ára Jóhanna Sigurðardóttir kom með ýmsar fróðlegar tölulegar upplýs- ingar varðandi atvinnuleysið í ræðu sem hún flutti á Alþingi í utandag- skrárumræðunni í gær. Þar kom meðal annars fram að meira en þriðj- ungur atvinnulausra í nóvember síð- astliönum væri ófaglært fólk. Hún sagði nauðsynlegt að stjórnvöld hygðu sérstaklega að því hvemig við þessari staðreynd yrði brugðist, ekki síst í ljósi þess hve hátt hlutfall þetta væri þegar til þess væri litið að 17 prósent vinnandi fólks í landinu væri ófaglært. Næst á eftir ófaglærðu fólki kemur verslunarfólk en það var 12 prósent atvinnulausra í nóvember. Jóhanna sagði að þegar Utið væri til aldursskiptingar atvinnulausra væri stærsti hópurinn á bilinu 20 til 29 ára eða um 2.100 manns. Því næst kæmi aldurshópurinn 30 til 39 ára eða 1.500 manns. Þá sagði félagsmálaráðherra að aukning hefði orðið á langtimaat- vinnuleysi. Þeim sem hefðu verið án atvinnu í 52 vikur eða lengur hefði fjölgað úr 318 í nóvember 1992 í 479 í nóvember 1993. Flestir atvinnu- lausra, eða 2.500 manns í nóvember síðasthðnum, hefðu verið atvinnu- lausir í 4 til 12 vikur og tæplega 1.300 manns í 13 til 25 vikur. 3000 2000 1000 -1000 -2000 -3000 -4000 -5000 M.S c 2 vO mm Einar fellur frá kæru á Guðjón: Bit þjálfarans metin á 100 til 200 þús- und krónur Máli Guðjóns Þórðarsonar, knattspymuþjálfara hjá KR, sem beit Einar Kárason rithöfund, er lokið. Málinu lauk með sátt utan réttar og féllst Guðjón á að greiða Einari bætur fyrir athæfi sitt. Forsaga málsins er sú að Einar var fenginn til að vera ræðumað- ur á lokahófi knattspyrnumanna í september síðastliðnum. Kom tU átaka á miUi þeirra sem end- uðu með því að Guðjón beit í hönd Einars og andUt. Einar kærði málið til RLR en það var síðan sent til rannsóknar tU lögregl- unnar á Akranesi. Rannsókn leiddi í ljós að lík- amsárásin þótti ekki það alvarleg að fallist var á sátt utan réttar. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um hve háa fjárhæð Guðjón féUst á aö greiða Einari en sam- kvæmt heimildum DV mun það vera á annað hundrað þúsund krónur. -pp Þjóf ur gripinn á þingi „Við urðum fyrir því á þriðjudag- inn hér í Austurstræti 14, þar sem við erum með skrifstofur, að pen- ingaveski var stolið og í fyrradag var einn gripinn hér inni,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, alþingis- maður KvennaUstans. í ræðu á Alþingi í gær fjallaði Ingi- björg um slæmt atvinnuástand um þessar mundir og það sem því fylgir. „Þeir sem eru kannski aðþrengdastir í samfélaginu, sem er ekki síst úti- gangsfólk, verða enn verr settir í samfélaginu en áður og grípa tU þess- ara ráða,“ segir Ingibjörg. Hún segist ekki vita tU þess að fleiri dæmi séu um það að stolið hafi verið veskjum frá þingmönnum en starfs- fólk í Austurstræti 14 hafi einnig orðiðvartviðþetta. -pp Þá sagði Jóhanna að Húsnæðis- stofnun hefðu borist 280 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika. Af þeim yæru 32 prósent vegna at- vinnuleysis og 35 prósent vegna verulega minnkandi tekna. Það kom fram í máh Jóhönnu að atvinnulausum hefði fjölgað aö með- altah um 33 prósent frá nóvember til desember sl. en hefði fjölgað um 32 prósent frá því í nóvember 1992. Und- anfarin 10 ár hefði atvinnuleysi auk- ist um 45 prósent að meðaltah frá nóvember til desember. Ráðherra nefndi sem dæmi um þann mikla samdrátt sem orðið hefur í atvinnulífinu að ársverkum hjá fyr- irtækjum í landinu hefði fækkað um 6.800 síðan 1988. Mest hefði þeim fækkað í iðnaði eða um 4.200 árs- verk. Fækkað hefði um 1.400 ársverk í verslun, veitinga- og hótelrekstri. í landbúnaði væri fækkunin 570 árs- verk, um 450 í peningastofnunum, 315 í samgöngum og fjarskiptastarf- semi. Aðeins hefði orðiö aukning í ýmissi þjónustustarfsemi, eða um 200 ársverk, og fiskveiðum um 90 ársverk. Aftur á móti hefði orðið aukning í starfsemi hins opinbera um 2.100 ársverk á þessum tíma og 650 í ann- ari starfsemi sem þýddi að þegar á heildina væri litið hefði ársverkum fækkað um 4.000 á árunum 1988 til 1993. -S.dór 16500 frumsýna spennutryllinn AÐALHLUTVERK: BRUCE WILLIS, SARAH JESSICA PARKER, TOM SIZEMORE OG DENNIS FARINA (ANOTHER STAKEOUT). FRAMLEIÐANDI: ARNON MILCHAN (FALLING DOWN OG UNDER SIEGE) LEIKSTJÓRI: ROWDY HERRINGTON (ROAD HOUSE). Bruce Willis og Sarah Jessica Parker eiga í höggi við útsmoginn og stórhættu- legan fjöldamorðingja sem leikur sér að lögreglunni eins og köttur að mús. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.