Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Útlönd Lögregla 1 Suður-Afríku leitar morðingja ungra drengja: Þetta var eins og í hryllingskvikmynd Lögreglan í Suöur-Afríku fann lík sex drengja á grúfu ofan í grunnum gröfum í gær og yfirvöld sögöu að grunur léki á aö þetta væri verk fjöldamorðingja sem hefði myrt allt aö tuttugu ungmenni. Öll fórn- arlömbin höföu veriö kyrkt og sum- um verið misþyrmt kynferöislega. „Þetta var eins og í hryllingskvik- mynd,“ sagði rannsóknarlögreglu- maður eftir aö líkin höföu fundist á skógivöxnum sandöldum utan viö Höfðaborg. Johan Sterrenberg, talsmaður lög- reglunnar, sagði að á einu líkanna heföi fundist miöi þar sem sagt var aö miklu fleiri lík myndu bætast í Líkhússtarfsmenn bera burt lík ungs pilts sem fannst myrtur utan við Höfðaborg í Suður-Afríku. Símamynd Reuter hópinn. Sum líkanna voru um þaö bil vikugömul en önnur voru orðin mjög rotnuð. Lík fimm annarra drengja hafa fundist á undanfórnum tíu dögum og lögregluna grunar aö sami maður- inn kunni aö bera ábyrgö á óupplýst- um morðum á niu piltum til viöbótar frá árinu 1986. Ef það reynist rétt er þarna á ferðinni versti íjöldamorö- ingi í sögu Suður-Afríku. Flest fórn- arlambanna, sem kennsl hafa verið borin á, voru af blönduðum kyn- þætti og á aldrinum ellefu og tólf ára. Dagblöð hafa uppnefnt morðingj- ann „Brautarstöðvarkyrkinn" þar sem talið er að hann hafi lokkað sum fórnarlamba sinna á brott frá braut- arpöllum. Hernus Kriel, ráðherra laga og reglu, hefur lagt um þrjár milljónir króna til höfuðs morðingjanum. Hundruð reiðra íbúa Mitchell’s Plain hverfisins, þar sem líkin fund- ust í gær, söfnuðust saman við gaf- irnar, létu ófriðlega og hótuðu að taka lögin í sínar eigin hendur. Ein- hverjir sögðust ætla að halda börn- unum sínum heima í dag. Tugir lögregluþjóna halda áfram leit á svæðinu í dag. „Ég vona bara að við flnnum vitfirringinn sem ber ábyrgð á þessu,“ sagöi Johan Sterr- enberg. Reuter Flutningsmiðlunin hf. flytur í nýtt og stærra húsnæði bráðlega og auglýsir því húsnæðið að Tryggvagötu 26, 2. hæð, laust til leigu frá og með 1. mars nk. Úrvalshúsnæði í hjarta borgarinnarsem hentarýmissi starfsemi. Stærð um 235 m2. Vinsamlegast hafið samband við Stein eða Ingvald í síma 29111 á skrifstofutíma eða í heimasíma (Steinn) 52488. HAGSÝNI OG AÐHALD Guðrúnu Zoéga borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8, 2. hæð. Opið kl. 14-22 virka daga og 13-18 um helgar. Símar 684490 og 684491. Stuðningsmenn GREIÐSLUÁSKORUN Gjaldheimtan í Reykjavík skorar hér með á gjaldend- ur, er eigi hafa staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir 9.-12. greiðslutímabil 1993 með eindög- um 15. hvers mánaðar frá 15. nóvember 1993 til 1 5. janúar 1994, svo og vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987, að gera það nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskor- unar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari tilkynninga fyrir vangoldnum gjöldum að þeim tíma liðnum. Reykjavík 26. janúar 1994 Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík Nýlega var haldin sýning á 350 barbidúkkum frá 132 listamönnum í tilefni af 35 ára afmæli barbídúkkunnar heimsfrægu. Sýningin er haldin í Berlín og stendur til 6. mars. Símamynd Reuter Átta milljónir Spán- verja fóru í verkfall Nærri átta milljónir Spánverja fóru í sólarhringsverkfall í gær til að kreíjast breyttrar efnahagsstefnu sósíalistastjómar landsins og breyt- ingá á vinnulöggjöfinni, aö því er verkalýðsleiðtogar sögðu. Forustumenn atvinnurekenda sögðu hins vegar að aðeins 30 pró- sent starfsmanna hefðu svarað kalli verkalýösfélaganna en ekki 90 pró- sent eins og launþegasamtökin héldu fram. Óeirðalögregla átti í útistööum við verkfallsverði um allt landið og á nokkrum stöðum skaut hún púður- skotum að verkfallsmönnum sem höfðu safnast saman fyrir utan skrif- stofur fyrirtækja sem enn voru opin. Tugir manna hlutu sár og rúmlega fimmtíu voru handteknir. Fulltrúar stærstu verkalýðsfélag- anna sögðu á fundi með fréttamönn- um að Fehpe Gonzalez forsætisráð- herra gæti ekki hunsað kröfur al- mennings lengur og hann yrði að endurskoða umdeildar breytingar á vinnulöggjöfmni. „Gonzalez ætti ekki að fyrirlíta skööanir milljóna manna sem styðja verkfallið og sem að stórum hluta hafa kosið hann,“ sagði Nicolas Re- dondo, formaður UGT verkalýðsfé- lagsins. Reuter Stuttar fréttir Órói í Úkraínu Hætta er á að Úkraína klofni í tvennt vegna innanlandsátaka. Kommarisókn Kommúnist- ar eru 1 þann mund að taka völd á ný í Hvíta-Rúss- landi eftir van- traust á ríkis- stjómina. Sjús- hkevítsj forseti verður að víkja úr embætti. Jeltsínívanda Jeltsín Rússlandsforseti situr að sögn utanveltu í Kreml. Ný herferð hjá ÍRA ÍRA hefur hafið nýja herferð í Englandi meö íkveikjum. Úrbætur í Mexskó Stjórn Mexíkó hefur heitið bretúingum á kosningalöggjöf- inni til að bæta hlut indíána. SættirviðVíetnam Skorað er á Clinton Bandaríkja- forseta að aflétta 20 ára viðskipta- banni á Víetnam. Minnifriðarvon Líkur fara nú minkandi á aö friður takist milli ísraels og PLO. Öfgamaðuráferð Rússneski þjóðernisöfga- ; maðurinn Vladimir Zhir- ínovski er nú í Slóvemu og ræðir við aðdá- cn<iur sína í lýðveldum gömlu Júgóslaviu. Hann hvetur til sameiningar landsins. Herhlaup í Sudan Stjómarher Súdans er að sögn að undirbúa stórsókn gegn skæruliðum í suðurhluta iands- ins. Hægrimennmeð Leiðtogar stærstu flokkanna í S-Afríku vilja aö hægrimenn verði með í þingkosningunum. Kanarnirsitjahjá Frakkar segja aö Bandaríkja- menn sitji aðgerðalausir hjá í deilunum á Balkanskaga. Afnám vopnasölubanns Öldungadeild Bandaríkjaþings heimiiar sölu vopna til Bosníu. ClintontilJapans Clinton Bandaríkjaforseti ætlar til Japans i næsta mánuði. Manndráp i Egyptalandi Öfgamenn drápu í gær háttsett- an egypskan embættismanh. Lokaðurbanki Alþjóðabankinn hefur lokað útibúi sínu í Zaír vegna ástands- ins í fjármálum landsins. Craxiákærður Bettino Craxi, fyrmm forsætisráð- herra Ítalíu, verður ákærð- ur fyrir spill- ingu.Hannseg- ist saklaus og taiar um sam- særi gegn sér og flokki sínum. Snjóflóð í Noregi Mörg snjóflóð hafa fallið í Vest- ur-Noregi síðustu daga. Hús hafa eyöilagst en enginn farist. Vatníolíunni VélarbOun í norsku freigátunni Ósló er rakin tO vatns í olíu. MálflutninguríBjugn Veijandi í stóra nauðgunarmál- inu í Noregi lýkur máli sínu í dag. ________________Reuter og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.