Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
11
DV
Fréttir
Hörð utandagskrárumræða á Alþingi um atvinnuleysið:
Ekkert nýtt kom fram
í þriggja tíma umræðu
Friðrik Sophusson, sitjandi forsætisráðherra í gær, sagði að aðgerðir gegn
atvinnuleysinu væru forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar. Friðrik ræðir hér
við Þorstein Pálsson. DV-mynd BG
Það var allmikil harka í utandag-
skráumræðu á Alþingi í gær um vax-
andi atvinnuleysi í landinu. Stjórn-
arandstæðingar gagnrýndu ríkis-
stjórnina og kenndu stjórnarstefn-
unni um hvernig komið væri í' at-
vinnumálum. Þeir spurðu líka hvað
ætlar ríkisstjórnina að gera? Þeir
kröfðust þess margir að ríkisstjórnin
segði af sér og efndi til þingkosninga.
Stjómarandstæðingar bentu hins
vegar ekki á neitt bitastætt til úrbóta
þrátt fyrir gagnrýnina. Ráðherrar og
aðrir stjórnarsinnar gerðu það ekki
heldur. Niðurstaðan úr þessari
þriggja klukkustunda umræðu er
einfaldlega sú að stjórnmálamenn
okkar standa ráðalausir frammi fyr-
ir atvinnuleysisvandanum.
Það eina sem kom fram til lausnar
era gamlar klisjur um að skapa skil-
yrði, skapa stöðugleika, EES muni
efla íslenskt atvinnulíf, vaxtalækkun
muni hjálpa og fleira i þessum dúr.
Hreinar og beinar tillögur eða hug-
myndir til aö örva atvinnulíf og
skapa atvinnu komu ekki fram.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson
sem bað um og hóf utandagskrárum-
ræðuna. Hann rakti hvernig at-
vinnuleysið hefði verið að aukast síð-
ustu mánuðina. Hann spurði hvar
sá bati væri sem Davíö Oddsson hefði
boðað í ársbyrjun 1993 að myndi
koma með vorinu, sem og boðskapur
í síðustu áramótaræðu um betri tíð?
Friðrik Sophusson, sitjandi forsæt-
isráðherra í gær, sagði að aðgerðir
gegn atvinnuleysinu væru forgangs-
verkefni ríkisstjómarinnar. Hann
sagði orsökina fyrir atvinnuleysinu
vera langvarandi efnahagslægð,
minnkandi þorskafla og lækkandi
afurðaverð. Honum var tíðrætt um
að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu
komið í veg fyrir að atvinnuleysi
væri nú 20 til 25 prósent. Hann sagði
atvinnuleysi vera alþjóðlegt vanda-
mál sem leysa yrði með alþjóðlegum
aðgerðum en ekki staðbundnum.
Finnur Ingólfsson sagði' að kyn-
slóðir, sem uppliföu gósentíma
Framsóknaráratuganna, væru nú í
fyrsta sinn að upplifa atvinnuleysi
og þá angist sem því fylgdi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson minnti
á hugmynd kvennalistakvenna um
styttingu vinnutímans án kjara-
skerðingar sem myndi fjölga at-
vinnutækifærum.
Svavar Gestsson las upp tölur um
vaxandi atvinnuleysi um allt land og
aukna aðstoð félagsmálastofnana við
fólk í erfiðleikum. Hann, eins og
Finnur Ingólfsson, krcifðist þess að
ríkisstjórnin færi frá og efndi til
kosninga.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði að
vaxtalækkunin og gildistaka EES-
samningsins myndu hleypa lífi í at-
vinnulífið þegar fram í sækti.
Ingibjörg Sólrún sagði að það stæði
upp á ríkisstjórnina að benda á leiðir
til úrbóta. -S.dór
L*TT#
Vinningstölur
miðvikudaginn: 26. jan. 1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n sa,e 1 34.409.000
Cw 5 af 6 LÆ+bónus 0 349.090
5 af 6 2 137.142
E1 4 af 6 279 1.564
n 3 af 6 Cfl+bónus 848 221
-wjg—-----------— -------------------
■ff I/inningur fár til: Danmerkur
Aðaltölur:
8 9H-Í1
24) (33). (40
BÓNUSTÖLUR
17 20 35
Heildarupphæð þessa viku:
35.656.138
íísi, 1.247.138
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
THUNDERCAT er sá kraftmesti, 900 cc og 157 hestöfl.
_ •
Vélsleðafatnaöurinn
frá ARCTIC CAT er hlýlegur,
þægilegur, vandaður og glæsilegur.
Vélsleðaferðir eru ævintýralega skemmtilegt tómstundagaman
og fyrir suma er sleðinn þar að auki nauðsynlegt sam-
göngutæki. Nú er sá tími árs þegar yfirleitt er
sleðafært um allt land og því tilvalið að láta
drauminn rætast og eignast vélsleöa.
Allt það
nýjasta:
Gallar
blússur
hanskar
hjálmar o.fl.
Umboðsaðilar: ísafjöröur: Bílaleigan Ernir,
Ólafsfjörður: Múlatindur, Akureyri: Bifr.verkstæði
Siguröar Valdimarss., Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn.
Verið velkomin