Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Side 15
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 15 Stórslys í skattamálum Stjórnvöld á hverjum tíma þurfa að eiga gott samstarf við aðila vinnumarkaðarins og hin ýmsu hagsmunasamtök í þjóðfélaginu sem miklu geta ráðið um það hvernig til tekst við að hrinda stefnu ríkisstjómar í framkvæmd á hveijum tíma. Samstarfið má þó aldrei leiða til þess að ríkisstjórn verði verkfæri í höndum hags- munasamtaka. Við gerð síðustu kjarasamninga sömdu ASÍ og ríkisstjómin um að upp yrði tekinn tveggja þrepa virð- isaukaskattur, þar sem matvæh yrðu í lægra . skattþrepinu. Við þessu var mjög varað af þeim sem best til þekkja þar á meðal öðrum launþegahreyflngum eins og t.d. BSRB. Eftir mjög ítarlega athugun á áhrifum tveggja þrepa virðis- aukaskgtts lagði þingflokkur fram- sóknarmanna til að önnur leið yrði vahn til að tryggja launafólki aukn- ar kjarabætur, leið sem skilaði meiri kjarabótum, væri öruggari í framkvæmd og drægi úr skattsvik- um. Tillögur framsóknarmanna Tillögur framsóknarmanna byggðust á eftirfarandi: í fyrsta lagi að haldið yrði áfram endurgreiðslu virðisaukaskatts á innlend matvæli og samkeppnisað- staða innlendrar framleiðslu þann- ig styrkt gagnvart þeirri erlendu. í öðru lagi, virðisaukaskattur yrði lækkaður úr 24,5% í 23%. Að mati Þjóðhagsstofnunar skhaði sú breyting sömu verðlagsáhrhum og tveggja þrepa virðisaukaskattur. Tveggja þreþa virðisaukaskattur mun sennilega leiða th þess að skattsvik munu aukast um aht aö 500 millj. kr. í þriðja lagi var gert ráð fyrir að hækka barnabætur um 200 mhljón- ir og vaxtabætur um 350 millj. kr. og koma þannig th móts við þá sem lægstu tekjurnar hafa og flest böm- ineiga. í fjóröa lagi var gert ráð fyrir að eignir fjármagnseigenda yrðu skattskyldar eins og aðrar eignir, en um leið var gerð tillaga um að skattleysismörk eignarskatts yrðu hækkuð. KjaUaiinn Finnur Ingólfsson alþingismaður fyrir Framsókn arflokkinn i Reykjavík Aukinn kaupmáttur - ráðstöfunarfé eignamanna minnkað Það var mat Þjóðhagsstofnunar að þessar tihögur hefðu með ýms- um hætti áhrif á kaupmátt. Þannig hefði minni verðbólga í för með sér aukinn kaupmátt sem og hækkanir vaxtabóta og barnabótaauka. í th- lögunum fólst að mati Þjóðhags- stofnunar tilfærsla á skattbyrði þannig að kaupmáttur launa og hvers koncir bóta ykist nokkuð en ráðstöfunarfé eignamanna minnk- aði. Það kom því á óvart að Alþýðu- bandalágið skyldi við lokaaf- greiðslu þessa máls á Alþingi styðja tihögur ríkisstjómarinnar. Thlög- ur þessar hefðu bætt greiðslustöðu ríkissjóðs um aht að 1 milljarð króna og þar með skapað mögu- leika th frekari vaxtalækkunar. Þrátt fyrir viðvaranir allra þeirra sem best th þekkja í skattamálum lét ríkisstjórnin sér ekki segjast. Það var hlutverk ríkisstjórnarinn- ar að sýna ASÍ fram á að önnur leið væri betri til að bæta kjörin. Alþýðusamband íslands hefði auð- vitað ekki farið að efna til ófriðar á vinnumarkaði vegna þess að bæta ætti kjör hinna lægst laun- uðu. Kjarasamningar hefðu því ekki verið í hættu. Ríkisstjórnin lenti því í þessu máh í því sem ríkisstjórnir mega aldrei lenda í að verða afgreiðslu- tæki fyrir hagsmunasamtök. Finnur Ingólfsson „Þrátt fyrir viðvaranir allra þeirra sem best til þekkja í skattamálum lét ríkis- stjórnin sér ekki segjast. Það var hlut- verk ríkisstjórnarinnar að sýna ASI fram á að önnur leið væri betri til að bæta kjörin.“ Er ekki örugglega árið 1994? Það var snjaht þegar Jónas Kristj- ánsson ritstjóri sendi Kristínu Halldórsdóttur eiginkonu sína inn á þing hér um árið og gerði að form- anni þingflokks Kvennalistans! Svona ályktanir hlýtur maður að draga ef maður nefnir sig Dagfara og skrifar pistla í Dagblaðið Vísi, DV. En snúi maður Dagfara á haus þá hefur það ekki síður verið snjallt hjá konum að hafa á sínum snær- um ötula karla. Var það ekki Krist- ín sem gerði Jónas að ritstjóra? Var Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, ekki klók að tryggja sér stuðning í próf- kjörinu núna með því að gera Geir Haarde að formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins? Var það ekki ótrúlega sniðugt af Guðrúnu Ág- ústsdóttur varaborgarfuhtrúa að koma Svavari Gestssyni í ráð- herrastól bara th þess að verða sjálf forseti borgarstjórnar næsta kjör- tímabil? Var það ekki útsmogið þegar Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi styrkti stöðu sína í Fram- sóknarflokknum með því að giftast Páh Péturssyni og gera hann að formanni þingflokksins? Guðrún Þorbergsdóttir bæjar- fulltrúi var snjöh þegar hún gerði Ólaf Ragnar að formanni Alþýðu- bandalagsins - og Bryndís Schram varaborgarfulltrúi sem gerði Jón Baldvin að formanni Alþýðu- flokksins, hvað þá Ingibjörg Rafnar KjaUaiinn Stefanía Traustadóttir starfsmaður Jafnréttisráðs borgarfulltrúi, sem gerði Þorstein að forsætisráðherra! Þannig mætti lengi telja - eða th hvers halda .menn að hún Sigrúður Dúna hafi gert Friðrik að fjármálaráðherra? Úrelt sjónarmið Nú er það svo að yfirleitt snúa álíka staðhæfingar á hinn veginn. Þannig ætlar Dagfari körlum að senda konur út og suður en ekki öfugt. Þetta er athyghsvert sjón- armið, sérstaklega þegar þess er gætt að við erum stödd seint á tutt- ugustu öldinni. Eða er ekki örugg- lega áriö 1994? Dagfari á í raun heima á Þjóðminjasafninu og það myndi ég óðar leggja th, ef ekki væri svo mikh eldhætta þar. Það hefur orðið bylting í viðhorf- um th jafnréttismála. Bylting sem hefur farið framhjá Dagfara. Konur eru virkar í atvinnulífinu og þær hafa verið kosnar í áhrifastöður af margvislegum toga. Þar eiga kröfu á því að vera metnar að eigin verð- leikum og af sínum verkum, óháð kyni eða maka. Glæsilegir fulltrúar Þær konur sem nefndar eru hér að framan, eru hver um sig glæsi- legur fuhtrúi og góður talsmaður sinna stjómmálasamtaka. Þeim hefur verið treyst af félögum sínum þar fyrir ábyrgðarmiklum störfum og hafa allar staðið sig með prýði. Ekki vegna þess að þær séu hand- bendi maka sinna, heldur vegna þess að þær eiga erindi í stjómmál- um. Það er óþolandi að störf þessara kvenna séu lítilsvirt á þann hátt sem Dagfari og skoðanabræður hans hafa gert á síðum blaða und- anfarið. í gegnum þau skrif má lesa kröfuna um að kona, sem kosin hefur verið til stjórnmálalegrar forystu, skuli draga sig í hlé ef hún er í sambúð með karli sem starfar líka að stjórnmálum. Hún má alla- vega ekki að gera sér neinar vonir um frekari frama á því sviði. Kjósum konur! I aðdraganda sveitarstjórnar- kosninganna í vor hafa konur verið sérstaklega áberandi. Það skyldi þó ekki vera það sem fer fyrir brjóstið á Dagfara og skoðana- bræðmm hans? Það er full ástæða til að konur láti shk skrif ekki verða th þess að hrekja sig frá þátt- töku í stjórnmálum. Það er mikil- vægt að konur taki þar virkan þátt. Það verður aðeins gert með því að efla þær th áhrifa. Stefanía Traustadóttir „Þannig ætlar Dagfari körlum aö senda konur út og suður en ekki öfugt. Þetta er athyglisvert sjónarmiö, sérstaklega þegar þess er gætt aö við erum stödd seint á tuttugustu öldinni.“ Flutningurembættis veiðistjóra tilAkureyrar „Hlutverk veiðistjóra er tvemis konar: Annars vegar veiðistjómun og hins vegar að sinna rannsóknum. hefur veríðrættum BkgW aö sameina 60n?aðf“ur embætti umhverdsráðherra. veiðistjóra Náttúrufræðistofhun á Akureyri þar sem rannsóknir skömðust verulega og eðlilegt væri að sú stofnun, sem mesta þekkingu heföi á náttúru lands- ins, sinnti umsjón með veiðum (eins og hún gerir að nokkru leyti nú). Þegar setur Nátturufræðistofn- unar var formlega slofnaö á Ak- ureyri í desember síðastliðnum kom í ljós að styrkja þyrfti setrið með dýrafræðingum. Umhverfis- ráðherra lýsti því yfir.við það tækifæri að hann myndi beita sér fyrir þessu og hugmyndin um flutning embættis veiðistjóra vaknaði í kjölfarið. Fullyrða má að engin stofnun ríkisins önnur eigi betur heima úti á landi en embætti veiðistjóra því þar liggja hennar verkefni." „A þrett- ándanum, 6. janúar, th- kynnti um- hverfisráð- herra veiði- stjóra og starfsmönn- um hans að „ . . „ . stofnunin Guðrun Svernsdott- yrði flutt til 'r natturutræðmgur. Akureyrar. Þessi ákvörðun var tekin án sam- ráðs við starfsfólk stofnunarimi- ar. Hver sem ástæöan er fyrir röggsemí ráöherra i upphafi árs, finnst mér þetta vægast sagt ó- smekkleg nýársgjöf th starfs- manna. Nú velta starfsmenn embættis- ins því fyrir sér hvort þeir sjálflr eöa makar þeirra missi atvinn- una. Ákveði þeir aö flyljast th Akureyrar meö stofnmiinni „græða“ Akureyringar jafn- marga atvimnhausa og þá sem flytja norður th starfa. Treysti starfsmenn embættisins sér ekki til að flvtja verður „gróði” Reyk- víkinga jafnnhkill. Akureyringar maima nokkrar nýjar stöður en reynsla núverandi starfsmanna verður eflir í Reykjavík. Hvort sem mönnum flnnst þetta glæsheg hagstjórnarlist eða ekki eru það vafasöm verðlaun fyrir vel rekna stofnun og óverjandi frarakoma viö fólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.