Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Side 32
F R É X X A
X I
-Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
FOSTUDAGUR 28. JANUAR 1994.
Alvarleg
líkams-
árás
Steingríms
Njálssonar
Lögreglan í Reykjavík handtók
Steingrím Njálsson, dæmdan kyn-
ferðisaíbrotamann, í húsi viö Skip-
holt snemma í morgun.
Hringt var á sjúkrabíl frá húsinu í
nótt og beðið um aðstoð og óskuðu
sjúkraflutningamenn eftir aðstoð
lögreglu áður en þeir fóru á staðinn.
-^egar lögreglan kom á staðinn var
þar maður með áverka á kynfærum
. eftir eggvopn. Ristur hafði verið
skurður á pung hans þannig að ann-
að eistað lá úti. Maðurinn var
fluttur rænulítill í flýti á slysadeild
þar sem gert var að sárum hans.
Steingrímur var hins vegar handtek-
inn og fluttur í fangageymslu. Sam-
kvæmt heimildum DV var hann
mjög ölvaður.
Samkvæmt sömu heimildum voru
fjórir menn í húsinu við drykkju og
hafði lögreglan ítrekað verið kölluð
~þángað vegna ölvunarláta gesta og
íbúa. Henni hafði ekki verið hleypt
inn og var það svo um klukkan hálf-
fimm sem hringt var eftjr sjúkrabíl.
Eins og fyrr sagði óskuðu sjúkraliðar
eftir aðstoö lögreglu, en Steingrímur
hafði einnig hringt áður á slökkvi-
stöð, og réðst lögreglan inn í íbúðina.
Þegar inn var komið voru tveir
mannanna sofandi, sá slasaði rænu-
lítill en Steingrímur mjög ölvaður.
Samkvæmt upplýsingum læknis á
Borgarspítala er líðan mannsins eftir
atvikum.
Málið er til rannsóknar hjá RLR
en Steingrímur hafði ekki verið yfir-
heyrðurímorgun. -pp
Búvömlögin:
Samkomulag
Samkomulag hefur tekist í hinni
langvinnu deilu Halldórs Blöndals
landbúnaðarráðherra og krata um
breytingarnar á búvörusamningn-
um og fjölgun innfluttra vöruteg-
unda á bannlista landbúnaðarráð-
herra. í ljós kom að sumum vöruteg-
undum, sem landbúnaðarráðherra
vildi á bannlistann, má ekki hefta
innflutning á samkvæmt tvíhhöa
samningi Islands og EB og öðrum
vegna EES-samningsins.
Það samkomulag sem nú liggur
fyrir bíður hins vegar blessunar for-
'■^fetisráðherra þegar hann kemur
heimfráfundahöldumíSviss. -S.dór
LOKI
Varla endist þetta
samkomulag daginn!
ímorgun:
Um 250 manns, þyrla
og bátar við leH i dag
Piltarnir tveir, sem iögregian i
Keflavík lýsti eftir í gær, eru enn
ófundnir.
„Við erum að fara af stað núna í
bjrtingu og byrjum á að vera ein-
hvers staðar á bilinu 50 til 100. Við
erum búnir aö hringja í lögreglu
og biöja um þyrlu til að fara aftur
yfir svæðið sem við leituðum á i
gær. Síðan barst ein vísbending
snemma í morgun sem við teljum
að við verðum að kanna betur og
ef hún reynist rétt mun stefnan hjá
okkur breytast aöeins,“ sagði Ólaf-
ur Bjarnason, formaður svæðis-
stjórnar SVFÍ á Suöurnesjum, í
morgun.
Ekkert hefur spurst tii piltanna
tveggja, Júlíusar Karlssonar, 14
ára, og Óskars Halldórssonar, 13
ára, frá því um klukkan 16 á mið-
vikudag í versluninni Jám og skip
en hún er við höfnina í Keflavík.
Vísbendingin sem Ólafur talar
um er upplýsingar frá manni sem
þekkir piltana og telur sig haíá séð
þá um miðnætti á miðvikudag á
leigubílastöö i Keflavík. Þar hafi
þeir hringt símtal og síðan farið út.
Ólafur segir þessa visbendingu
túikaða sem svo að piltana sé frek-
ar að finna inn til landsins.
Júlíus Karisson er 14 ára, 167 cm
á hæð, grannvaxinn og rauðhærð-
ur með slétt hár niður á herðar.
Júiíus er klæddur i dökkbláan
kuldagalla og með hvíla prjóna-
húfu með grænum stöfum.
Hann segir að fyrst í stað muni
þeir björgunarsveitarmenn sem
þegar hafi veriö kallaðir til leita en
ef leitin beri engan árangur fyrir
Oskar Halldórsson er 13 ára, 180
cm á hæð, grannur með Ijóst og
slétt hár sem nær niður að eyrum.
Hann var klæddur í bláan Kraft-
kuidagalla og strigaskó.
klukkan 14 verði fjölgaöi í liðinu
þannig að 200 til 250 manns verði
við leít siðdegis.
Björgunarsveitir voru kallaðar
til leitar klukkan 16 í gærdag en
fram að þeim tíma hafði lögregla
svipast um eftir piltunum. Spor-
hundur var fenginn til leitarinnar
og varð hann var við slóð við höfn-
ina. 10 til 15 kafarar voru fengnir
frá Reykjavík og leituðu þeir pilt-
anna i morgun. Öll hús, sem talið
var að piltarnir gætu verið í, voru
flnkembd í gær en án árangrus.
-pp/ÆMK
Leitað verður á sjó og landi í dag og fjörur gengnar. Félagar í slysavarnasveit sjást hér við bát sinn i gærkvöldi.
DV-mynd ÆMK
Veðrið á morgun:
Víðast
stormur
Á hádegi á morgun verður aust-
læg átt, víðast stormur norðan-
lands og austan en annars heldur
hægari. Snjókoma og skafrenn-
ingur um mestallt land en þó
skúrir eða slydduél suðvestan-
lands. Hiti verður á bilinu 3 stig
niður í -8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Tökum á móti
brotajárni'