Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994
3
Fréttir
Kem ekki sem jólasveinn
- sagöi Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráöherra á fundi með starfsmönnum Shppstöðvarinnar Odda á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Sighvatur Björgvinsson iðnaðar-
ráðherra gerði starfsmönnum Shpp-
stöðvarinnar Odda það ljóst í upp-
hafi fundar þeirra í gærmorgun að
hann kæmi ekki til þeirra með nein-
ar töfralausnir á vanda fyrirtækis-
ins. „Ég kem ekki hér sem neinn jóla-
sveinn nema e.t.v. í neikvæðri merk-
ingu þess orðs,“ sagði ráðherrann.
Sighvatur ræddi vítt og breitt um
vanda skipasmiðaiönaðarins hér á
landi, sem hann sagði vera vel sam-
keppnisfæran við erlendan iðnað ef
horft væri framhjá ríkisstyrkjum s.s.
í Póllandi, enda hefðu menn náð ár-
angri í hagræðingu og framleiðslu-
aukningu. Þá gerði Sighvatur grein
fyrir SEunþykkt ríkisstjórnarinnar
vegna vanda íslensks skipasmíðaiðn-
aðar og erfiðrar samkeppnisstöðu
gagnvart ríkisstyrktum skipasmíð-
um erlendis.
Sighvatur sagðist geta staðfest að
helstu kröfuhafar í eignir Slippstöðv-
arinnar Odda, Landsbanki íslands,
Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður,
ætluðu ekki að láta koma til rekstr-
arstöðvunar slippstöðvarinnar á
meðan verið væri að leita aö nýjum
aöilum til að taka við rekstrinum.
Það hefði óhjákvæmilega gerst þegar
stöðin hefði verið sett í gjaldþrot en
nú væri tryggt að reksturinn stöðv-
aðist ekki heldur yröi unnið sam-
kvæmt þeirri verkefnastöðu sem fyr-
ir hendi væri.
„Við getum ekki búið til nein verk-
efni heldur verðum við að laga okkur
að því sem við fáum og höfum. Eg
vona að okkur takist á þeim grund-
velh að byggja okkur aftur upp og
komast á það skrið að hér verði
skipaiðnaður eitthvaö til móts við
það sem við höfðum fyrir 15 árum,“
sagði Guðmundur Tulinius, fram-
kvæmdastjóri Shppstöðvarinnar
Odda, eftir fundinn.
Hákon Hákonarson, formaður Fé-
lags málmiðnaðarmanna á Akureyri,
var á fundinum og sagði í lok hans;
„Ég hefði viljað sjá á þessum fundi
að ráðherrann tæki meira af skarið
varðandi þetta fyrirtæki en ég hef
hins vegar skilning á því að hann er
í vanda með að gera það. Ég vona
að þessi koma hans og fulgdarmanna
hans hingað brýni hann til frekari
aðgerða enda er nauðsyn á skjótum
aðgerðum," sagði Hákon.
Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra á fundi með starfsmönnum Slipp-
stöðvarinnar Odda á Akureyri í gær. DV-mynd gk.
Sighvatur Björgvmsson iönaöarráðherra:
—- EIMSKIP------------------
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu
fimmtudaginn 10. mars 1994
og hefst kl. 14:00.
---------- DAGSKRÁ----------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt
14. grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Utgerðarmenn telja sig
eiga Fiskveiðasjóð
- ráðherrar geta ekki breytt stefiiu sjóðsins í lánamálum til skipasmíðaverkefiia erlendis
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá
7. mars til hádegis 10. mars.
Reykjavík, 8. febrúar 1994.
STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Útgerðarmenn telja sig eiga Fisk-
veiðasjóð og þótt hér sé um opinber-
an sjóð að ræða eru lög hans þannig
að ríkisvalcöð hefur minnihluta full-
trúa í stjóm hans en útgerðarmenn
meirihluta og ráða því miklu,“ sagði
Sighvatiu- Björgvinsson iðnaðarráð-
herra á fundi með starfsmönnum
Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akur-
eyri í gær. Sem aðgerð til hjálpar
skipasmíðaiðnaðinum hefur verið
rætt um að beita Fiskveiðasjóði
þannig að sjóðurinn lánaði ekki til
verkefna í skipasmíðaiðnaöi erlendis
í einhvern tíma. Fyrirspurnir starfs-
manna Slippstöðvarinnar Odda til
iðnaðarráðherra endurspegluðu líka
það áht þeirra að sjóðurinn standi í
veginum þegar verið er að ræða um
aðstoð til skipasmíðaiðnaðarins.
Sighvatur sagði að sjóðurinn hefði
lánað jafnt til innlendra sem er-
lendra verkefna í skipasmíðaiðnaði
til ársins 1991 eða 65% af kostnaði.
Þá hefði hlutfalhð gagnvart verkefn-
um erlendis hins vegar verið lækkað
í 46%. „Síðan gerist það á sama tíma
og við erum að reyna að bjarga því
sem bjargað verðm- af þessum iðnaði
að Fiskveiðasjóður, án þess að gera
um það viðvart til stjómvalda, breyt-
ir þessu aftur og hækkar lánin til
verkefna sem eru unnin erlendis upp
í 60%,“ sagði Sighvatur á fundinum.
Hann sagði að þótt hann, fjármála-
ráðherra og sjávarútvegsráðherra
næðu um það samkomulagi að Fisk-
veiðasjóður lánaði ekki fé til verk-
efna erlendis, t.d..í tvö ár, heföu þeir
ekki vald til að koma þeirri breytingu
í gegn. Sjóðurinn væri sjálfstæður
með sjálfstæða stjórn og lagabreyt-
ing yrði að koma til. í lokin bætti
Sighvatur því svo við að erfitt yrði á Alþingi því útgerðarmenn myndu
aö koma þeirri lagabreytingu í gegn beijast gegn því af alefli.