Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 9 Skotið var á forseta frans, Akbar Rafsanj- ani jwgar hann . hélt ræðu í Te- heran í síðustu viku að þvi er ; íranska út- varpiö greindi frá nú nýlega. Einn maður var handtekinn fyrir verknaðinn og þar aö auki 20 manns til viðbótar sem grunuð eru um að hafa átt aðild að tilræðinu. Aö því er íranska fréttastofan IRNA greinir frá eru Bandai-íkin og ísrael grunuö um að hafa staö- ið að baki verknaðinum. Rafsanjani, sem var að halda ræðu í tilefhi af 15 ára afmæli írönsku byitingarinnar, lifði einnig af morðtilræði árið 1979 þegar hann var einn af nánustu samstarfsmönnum Ayatollah Khomeini. utanheimili stjórnarleiðtoga Miðaldra Japani kveikti í sjálf- um sér fýTÍr utan heimiii ieiðtoga eins af stjómarílokkum Japans á mánudag. Maðurínn, sem hellti eldfimum vökva yfir sig, var fluttur á spít- ala en ekki var hægt að bjarga honum. Ekki hafa verið borin kennsl á manninn og ekki er vitað hvers vegna hann framdi verknaðinn. Stiómarleiðtoginn var hins vegar ekki heima þegar atburðimmn átti sér stað. „eiskanmín“ Nítján ára stúlka, sem kærði samstarfsmann sinn fyrir kyn- ferðislega áreitni, tapaði máli sínu fyrir rétti í Exeter á Eng- landi fyrir skömmu. Maðurinn, sem var fimmtugur og frá Norð- ur-Englandi, hafði þann sið aö kalla allar konur „ástin mín“ og „elskan mín“ og klappa þeim ávallt á axlimar. Þetta fór mikið i taugarnar á ungu stúlkunni sem sagöi að lokum upp vinnunni vegna ástandsins. Hún ákvað því : næst að kæra manninn. Rétturhm sýknaði manninn á þeim forsendum að ákærumar gegn honum væra smávægilegar og ekki væri hægt að banna manninum að tala og nota orð sem hann hefði alla tíð notað. Málsérfræðingur, sem var lát- inn koma fyrir réttinn, sagði aö orð eins og „elska" og „ástin" væri almennt notuð á Norður- Englandi án þess að þau þættu móðgandi fyrir konur. efnifyrirkónga- Maöurinn sem réðst að Karli Breta- prinsimeðúða- brúsa í heiin- sókn hans á | Nýja-Sjálandi á mánudag situr núábakviðlás og slá. Koraið hefur í Jjós að í brúsanum, sera maðurinn var meö, var saklaust lyktareyðandi efni en samkvæmt manninum vildi hann hreinsa „skítalyktina" sem væri af kóngafólkinu. Maðurinn er mikill andstæð- ingur konungdæma og kastaði meðal annars hrossaskít að bif- reiö Elisabetar Englandsdrottn- ingar þegar hún var i opinberri heimsókn á Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum áram. Reuter Dularfullt lát bresks þingmanns: Fannst nakinn með sokkabönd Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú dularfullt lát þingmanns breska íhaldsflokksins, Stephens Milhgans, en lík hans fannst bundið og keílað í íbúð hans í London á mánudag. Lögreglan hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar um máhð en hef- ur lýst því yfir að það sé í alla staði gransamlegt. Breska pressan greindi frá því í gær að Milligan hefði fund- ist nakinn í sokkum og sokkabönd- um. Þá sagði í breska blaöinu Guar- dian að Milligan gæti hafa verið kyrktur. Það var ung kona sem hringdi í lögregluna og tilkynnti látið og alls Uðu átta klukkustundir frá því að líkið fannst og þar tíl lögreglan greindi fjölmiðlum frá því hver mað- urinn væri. Breska pressan tilkynnti síðar að konan, sem hringdi í lögregl- una, hefði verið ritari MiUigans. Lögreglan greindi frá því að lík- skoðun á MUligan hefði ekki gefið nægar upplýsingar og að líkið yrði skoðað nánar á næstu dögum tii að úrskurða um dánarörsök. MiUigan, sem var fyrrum blaða- maður, var kosinn á þingiö í apríl 1992 í Eastleigh í Hampshire en hafði nýlega verið hækkaður í tign innan þingflokksins. MiUigan var 45 ára gamaU og ógiftur. MáUð hefur valdið mikUU ókyrrð á breska þinginu og getur varla komið á verri tíma fyrir stjóm Johns Maj- ors forsætisráðherra sem sætt hefur mikiUi andstöðu. Lát MiUigans verð- ur til þess að efna verður til auka- kosninga í kjördæminu. íhaldsflokkurinn hefur aðeins 17 sæta meirihluta sem stendur og er að missa núkinn stuðning sam- kvæmt skoðanakönnunum. Líklegt þykir því að þeir muni missa þing- sætið. Reuter sem fannst látinn i íbúð sinni á mánudag. Málið þykir i alla staði grunsam- legt og iögreglan hefur lítið viljað láta hafa eftir sér. Simamynd Reuter Útlönd iöndunum Rússneski ut- anríkisráð- herrann An- drei Kozyrev, sagði í nýlegu blaöaviðtali í Newsweek að Vesturíöndin yröu að mót- mæla þjóðar- hreinsunum þehn sem ættu sér stað i Eystrasaltslöndunum ella myndi fasistastjórn spretta upp í Rússlandi. : Hann sagði að í Lettlandi væri nu reynt að flytja þúsundir manna til Rússlands. „Ég kaita þetta þjóðarhreinsanh- og ekkert annað," sagöi Kozyrev. Hann sakaði einnig vesturveld- in um að loka augunum fyrir vanda Rússa sem búa í Eystra- saltsríkjunum en þau hlutu sjálf- stæði árið 1991. Vinnuvikan í Kínastyttum Vinnuvika kínverskrar alþýðu var nýlega stytt úr 48 tímum nið- ur í 44 tíma eöa um hálfan dag. Þetta þýðir að nu eru Kínverjar meö fri eftir hádegi á laugardög- um en það er í l'yrsta skipti sem svo er síðan kommúnistar tóku völd árið 1949. Breytingin, sem gerð er í fram- haldi af samningum um lág- markskaup, tekur gildi þaim 1. mars næstkomandi. Þrátt fyrir þessar breytingar eru Kínverjar erm með lengstu vinnuviku sem tíðkast þvi aö flest iðnaðarríki hafa stytt vinnuvikuna niður í 40 stundir eða minna. Kannanir voru gerðar á vinnu- viku Kínverja og afköstum þeirra og þá kom í ljós að framleiðslan var ekki endiiega meiri þó svo aö stundirnar væru fleiri. Einnig þótti sýnt aö löng vinnu- vika hefði mjög neikvæö áhrif á fólk og margir Kínverjar höfðu lengi kvartað undan því að þurfa að virrna svona mikið. Reuter 30 ár síðan Bítlarn- ir komu til Ameríku Bandaríkjamenn héldu sérstaka hátíð sl. mánudag en þá vora hðin 30 ár síðan Bítlarnir heimsfrægu komu fyrst til Bandaríkjanna og gerðu allt vitlaust. Yfir tvö þúsund ungar og öskrandi táningstúlkur tóku á móti Bítlunum frá Liverpool þegar þeir komu til Bandaríkjanna árið 1964 og þeir hlutu strax miklar vinsældir. Bítlamir komu fram í einum fræg- asta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þessum tíma, „The Ed Sullivan Show", sem taíið var að um 73 miilj- ónir manna um allan heim horfðu á, og urðu þar með heimsfrægir á einni nóttu. Þeir Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr era sagðir vera í upptökustúdíói þessa dagana að hljóðrita sitt fyrsta efni saman síðan Bítlamir hættu. Margir bíða eflaust spenntir eftir að sjá útkom- una. Þúsundir Bítlaaðdáenda um heim allan syrgja enn dauða bítilsins Johns Lennons sem skotinn var fyrir utan heimih sitt í New Yorkárið 1980 af aðdáanda. Reuter Bítlarnir komu fram i bandaríska skemmtiþættinum „The Ed Sullivan Show“ árið 1964 og hlutu heimsf rægð á einni nóttu. Simamynd Reuter TÆKNI /////////////////////////////// AUKABLAÐ UM HLJÓMTÆKI Miðvikudaginn 23. febrúar mun aukablað um hljómtæki fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur hljómtækjum. í blaðinu verða upplýsingar um gerð og gæði hljómtækja. Má nefna greinar um geislaspilara, magnara, sérstaklega umhverfismagnara, þróun í gerð snældutækja og vasa- diskóa (DCC og MD), ýmsar gerðir hátalara og minihljóm- tækjastæður. Einnig verður fjallað um samsetningu hljóm- tækjasamstæðna, útvarpsmagnara, útvörp og ýmsa fylgi- hluti í hljómtæki. Loks verður fjallað sérstaklega um hljóm- tæki í bíla og þróunina í þeim efnum. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hauks Lárusar Hauks- sonar, fyrir 14. febrúar. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði um hljómtæki, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdottur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 17. febrúar. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.