Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Spumingin Áttu skíöagalla? Sveinbjörn Júlíus Tryggvasön: Já, og er oft í honum. Ásgeir Bjarnason: Jó. Einar Sverrir Tryggvason: Já, og hann er svolítið flottur. Kristján Haukur Magnússon: Já, mjög flnan. Davið örn Guðmundsson: Já, og er í honum. Kristín Ósk Guðmundsdóttir: Nei, en ég á vélsleðagalla. Lesendur Leiötogar stórveldanna, Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Churchill, Roosevelt og Stalín) á fundi á Yalta í febr. 1945. Leiðtogalaus Evrópa: Hryðjuverkamenn á toppnum Kristján Jónsson skrifar: Það er ekki burðugt ástandið í Evr- ópu núna. Þessum Utla skanka á vestursíðu skessunnar Asíu, eins og heimspekingurinn Rousseau orðaði það svo sniUdarlega á sínum tima. Það gengur á með yfirlýsingum þjóð- arleiðtoganna um aö stilla þuni til friðar í fyrrum lýðveldum Júgóslav- íu. Það stenst venjulega á endum aö um leiö og slík yfirlýsing er gefin upphefst alda hryðjuverka í Bosníu enn einu sinni og fjölmiðlar heims eru tilbúnir með sinn fréttaritarann hver til að sýna frá óhugnaðinum. Síðan er beðið eftir næsta fundi í Genf og inn ganga þeir Karadzic og Milosevic frá Serbíu. Þeir skrifa und- ir nýtt vopnahlésplagg og haida glað- beittir heim á leið til Serbíu á ný. Og nú hefur þeim Serbíu-bræðrum bæst liðsaukinn. Það er hinn (að því er virðist) vitfirrti Zhírínovskí, for- svarsmaður annars stærsta stjóm- málaflokks Rússlands. Hann hefur ferðast um nálæg lönd og alls staðar verið rekinn á dyr. Nema í Serbíu. Hann lýsir samstöðu Rússa með Serbum og segir það verða meirihátt- ar vandræði fyrir vesturveldin ef þau svo mikið sem reyni að skakka leik- inn í Bosníu. Nú eiga Vesturlönd engin stór- menni á borð við Churchill, Roose- velt og Stalín sem urðu þó sammála um eitt meiriháttar atriði. Það, að þegar heimsstryjöldinni síðari lyki, mætti ekki sleppa Evrópu lausri á ný. Henni yrði að skipta. Um það voru þessir þjóðarleiðtogar sam- mmála hvað sem sagnfræöingar síö- ari tíma tuða um að Stalín hafi plataö hina tvo. Þeir voru allir ásáttir um að skipta Evrópu í áhrifasvæði sigur- vegaranna. Það eitt hélt Evrópuríkj- um frá slagsmálum til þessa dags. Nú er Evrópa leiðtogalaus og hryðjuverkamenn ráða lögum og lof- um, bæði í hemaðarlegu tilliti og efnahagslegu. Nú er það aðeins spuming um hlutleysi Bandaríkj- anna gegn stríðinu á Balkanskaga eða hvort þau láta til leiðast og að- stoða Evrópu enn einu sinni við að kveða niður öskur einræðisseggj- anna í Júgóslaviu. Þótt Bandaríkin láti sem þau sofi munu þau samt vaka. Þau koma til hjálpar en ekki fyrr en svokallaðir Evrópuleiðtogar hafa spilað rassinn úr buxunum með undirlægjuhætti við óða stríðsherr- ana á Balkanaskaga. - Rétt eins og þau gerðu þegar Hitler hafði náð undirtökunum að fullu árið 1940. Sölunef ndin ekki í einkavæðingu S. Einarsson skrifar: í lesendadálki DV 2. febr. sl. sá ég bréf frá manni sem vildi einkavæða Sölunefnd vamarhðseigna. Ég tel að einkaaðUar ættu ekki aö fá leyfi til sölu þeirra vara sem bandaríska herUöiö sem hér dvelur þarf að selja. Sölunefnd vamarUðseigna varö til í lok stríðsins. Þá þurfti aö selja bíla, vélar og tæki ásamt hermannaskál- um sem herinn skildi hér eftir. Sölu- nefndin hélt svo áfram að sjá um sölu á vörum frá hemum eftir að hann kom aftur árið 1951. Þessi starf- semi var lengst af í leiguhúsnæði hér og þar um borgina en síðan var ráð- ist í að byggja stórhýsi sem hýsir starfsemina nú. Einnig er talsvert af húsnæðinu leigt Orkustofnun. Ég sá skýrslu ráðherra um utan- ríkismál árið 1992. Þar kom fram aö fyrirtækið sem nú heitir Sala vam- arUöseigna skilaði 59 milljónum króna í ríkissjóö og var þá búið aö greiða vinnulaun tíl starfsfólks, fast- eignagjöld, landsútsvar og fleiri gjöld. Þessu fyrirtæki hefur verið vel stjómaö og aöhaldssemi höfð í fyrir- rúmi. Þar vinnur ágætt starfsUð og þjónusta þess er til fyrirmyndar. - Að mínu mati á ekki að færa til einkaaðila fyrirtæki sem hefur þá sérstöðu sem Sala vamarUöseigna hefur. Það má kannski finna annað rekstrarform á þessu en þaö er þó mín skoðun að það eigi ekki að gera viö núverandi aðstæður. STEF - nýr skattur á ferðalög Páll skrifar: Ég var aö hugsa um að skipuleggja nú fríið mitt næsta sumar snemma í ár. Og ferðast auk þess innanlands. En ekki er fyrr búið að sleppa orðinu um spamað og aðhald en teknar em nýjar álögur tíl að innheimta. Þannig er í sömu andrá og hvatt er tU að ferðast innanlands, lagt tU að STEF- gjöld leggist á aUa þjónustu þar sem tónlist er leikin. - Fáránlegt! Ég tek dæmi af fyrirhuguðu ferða- lagi mínu næsta sumar: Akureyri - Vestamannaeyjar. Maður tekur rútuna frá Akureyri. Hringið í síma 63 27 00 miUikl. t4og i6-edaskrifid Nafn og símanr, verður að fylgja bréfum Ómur af þægilegri tónlist. - Breytist í hærra verð á matseðlinum? Þar er STEF-gjald á tónhstina í út- varpinu og bætist að sjálfsögðu við farseðUinn. Varla greiðir sérleyfis- hafinn þennan nýja skatt án þess aö leggja hann við rekstrarkostnaðinn. Ég kem til Reykjavíkur og labba inn á Utinn pitsustað, þar veröur komið STEF-gjald á pitsusneiðina. Nú læt ég kUppa mig fyrir ferðina til Eyja og greiði STEF-gjald hjá rakar- anum. - Ég fer út að borða um kvöld- iö. Þar heyrist ómur af þægUegri tónUst og STEF-gjaldið greitt í hækk- uðu verði á matseðUnum. Á hótelinu greiði ég svo STEF-gjald þótt bæði útyarp og sjónvarp séu í herberginu! Og í leigubU sem ég tek tíl að ná í Heijólf (eða í rútunni á ný) greiði ég viðbótargjald vegna STEFS. Og ekki gleymir Heijólfur að innheimta STEF-gjaldið fyrir tón- Ustina í hátölurunum. Ég fer í sund í Eyjum og nota ljósalampa, hvort tveggja með STEF-gjaldi. Þetta fer nú að verða svoUtið þreyt- andi. - Ég er búinn að borga STEF- gjöld með mínum afnotagjöldum. Hótelin og matsölustaðimir líka og rúturnar einnig. - Ég sé aö næsta sumar verða komnir mikUr auka- skattar á alla ferðaþjónustu innan- lands. Já, ég kaupi pakkaferð tU sól- arlanda, eða verð bara heima. Það yrði líklega mesti spamaðurinn. DV Verðiðersamt hátt Emelía hringdi: Verslanir em nú byijaðar að auglýsa afslátt allt hvað af tekur. En þrátt fyrir þetta 20 og upp í 70% afslátt er verðið enn aUtof hátt. Tökum Puffins skó með ís- lenskri gæru, framleidda í Port- úgal, þeir kosta enn frá 4000 tU tæplega 6000 kr. Þetta eru ekki verðlækkanlr að mínu mati. Ein- ungis tiiraunir tU að plata okkur. Lögvernduð ítkniefnasala Reykvikingur skrifar: Ríkið sér sjálft um sölu á tveim- ur tegundum fíkniefna, áfengi og tóbaki, og úthlutar glæpalýð svo einkasölu á öðrum efnum meö lögbanni á þeim. í báðum tílvik- um er lagður óþarfa kostngfiur á landsmenn. - í fyrra tUvikinu er hann vegna sérstakra og rán- dýrra vínbúöa ríkisins sem fólk þarf að gera sér feröir I tU að ná í eina rauövínsflösku með hátíð- armatnum, í stað þess að kaupa hana ásamt steikinni í matvöra- verslun. - í hinu seinna hækkar ríkiö verð á öörum fíkniefnum upp úr öUu valdi meö banni á þeim og verður þess þar með valdandi að fíkniefhaneytendur þurfa að fjármagna neyslu sína með innbrotum, ránum og öðram ofbeldisverkum sem bitna á venjulegum borgurum. Sendiráösfólk og námsmenn: Hálfur atkvæðisréttur? J.B. skrifar: Maöur nokkur hélt því fram í bréfi hinn 14. jan. sl. að takmarka ætti réttindi sumra íslenskra rík- isborgara, banna þeim td. aö bjóða sig fram til þings og sveitar- stjóma þar sem þeir hafa ekki aUtaf búiö á íslandi. Mætti þá ekki rétt eins krefjast þess að námsmenn erlendis, sendiráös- fólk og aðrir bjóði sig ekki fram eða hafi bara hálfan atkvæðis- rétt? - Eða að þeir sem fæðast á Akranesi, svo dæmi sé tekið, fái ekki aö bjóða sig fram til borgar- stjómar í Reykjavik? Stúndum virðist sem fólki hugsi ekki svona mál til enda áður en það rýkur með þau fyrir alþjóð. Áaðverðlauna Jón Guðmundsson skrifar: Það er hreint ótrúlegt að íslensk sljómvöld skuU nú ráðgera við- skipti viö þyrluífamleiðandann Sikorsky og þannig verölauna þá menn sem íslensk stjómvöld áttu S áralöngum málaferlum viö vegna þyrluslyssins í Jökulfjörð- um um árið. - En Sikorsky- framleiðandinn kom sér með bolabrögðum og iagaklækjum hjá að greiða ríkissjóði og aðstand- endum þeirra er fórust í slysinu bætur sem þeim þó bar þar eð þyrlan fórst vegna hönnunar- gaUa í hurð. - Þaö ætti ffemur að veita þessum þyrluframleið- anda þarfa áminningu en aö eiga við hann viðskipti í framtíðinni. FuglamirviðLækinn Ólafía hringdi: Mér finnst fuglunum við Læk- inn í Hafharfirði lítið sinnt. Sér- staklega ef borið er saman við þá sem halda til viö Tiörnina í Reykjavík. Ég hef hringt í síma Sambands Ðýravemdunarfélags- ins til að benda á þetta en þar svarar enginn. Ég hef líka haft samband við heilbrigðisfulltrúa hér í Hafnarfirði en þar er mest grínast meö þetta og sagt aö fhgl- amir geti bara flogið í mat til Reykjavíkur. Mér flnnst aö bær- inn eigi að sjá um að halda fugl- unum hér með því að gefa þeim nóg æti. Vonandi verður breyting til batnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.