Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 17
16
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
17
Iþróttir
Lillehammer’94
©» j;
12-27 Feb. 1994
Suður-Afrika med
Suður-Afríka á keppendur á
vetrarólympíuleikum í fyrsta
skipti í 34 ár, eöa frá því landiö
var útilokað frá alþjóðlegri
keppni árið 1960 vegna aðskilnað-
arstefnunnar. Tveir skauta-
hlauparar voru sendir þaðan til
Lillehammer.
Eínnfráisrael
ísrael á í fyrsta skipti þátttak-
anda á vetrarleikum, en hann er
fyrrum Úkraínumaður og keppir
í listhlaupi á skaulum.
Gáðveðurspá
Spáð er hagstæðu veðri fyrir
opnunarhátíðina í Lillehammer á
laugardaginn, þurru og björtu,
og 9-15 stiga frosti.
Mikill snjór
Það vantar ekki snjó I Lille-
hammer, helst að það sé of mikið
af honum. Jafnfallinn snjór þar
er 1,30 m, aðeins Qórum sentí-
metrum frá 42 ára gömlu staðar-
meti.
Stokkið rneð eldinn
Ólympíueldurinn mun birtast á
óvenjulegan hátt á opnunarhátíð-
inni því skíðastökkvarinn Ole
Gunnar Fidjestoel stekkur með
hann inn á leikvanginn.
VæntingaríNoregí
Norðmenn vonast eftir því aö
skíöagöngumenn þeírra leiki
sama leik og á síðusiu leikum, í
Albertville, þegar þeir fengu 5
gullverðlaun, en þjálfari þeirra,
Inge Braaten, segir aö aðrir hafi
tekið upp þjálfunaraðferðir og
áburðamotkun Norömanna og
því sé forskot þeirra á þeim svið-
um horfið.
Harding bíður í viku
Næsta þriöjudag, 15. febrúar,
mun bandaríska ólympíunefndin
ákveða á fundi i Ósló hvort leyfa
eigi Tonyu Harding að keppa í
Ullehammer, en hún liggur und-
ir grun um að hafa lagt á ráðin
um árás á keppinaut sinn, Naney
Kerrigan.
Keppt23.febrúar
Keppni í listhlaupí á skautum
hefst ekki fyrr en 23. febrúar og
þaö er nóg fyrir Bandarílgamenn
að tilkynna hverjir keppa fyi-ir
þeirra hörid tveimur dögum áður.
Alþjóða skautasambandið
hafnaði í gær beiðni Bandaríkja-
manna um aö Harding og Kerrig-
an fengju sinn æfingatímann
hvor í Lillehammer fyrir koppn-
ina.
Kemaan ðttast kulda
Nancy Kerrigan vill helst
sleppa því að taka þátt í opnunar-
hátíðinni vegna kulda en líklegt
er aö hún verði valin fánaberi
Bandaríkjanna.
Verðlag hefur rokið upp úr öllu
valdi í Lilléhammer, Það er helst
matur og drykkjarvörur sem
hafa hækkað auk ieiguherbergja.
Herbergi með tvíbreiðu rúmi í
eina nótt getur kostaö allt að 40
þúsundum króna.
Sameining handknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur 12 ár dregur dilk á eftir sér:
Munum ekki líða þetta og
drögum menn til ábyrgðar
Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjunu
Handknattleiksdeildir Keflavíkur
og Njarðvíkur skulda hátt á sjöttu
milljón króna frá þeim tíma er deild-
irnar sendu sameiginlega til keppni
á íslandsmóti 2. deildar í handknatt-
leik keppnistímabilin 1991-1992 og
1992-1993. Skuldin hækkar dag frá
degi vegna dráttarvaxta og annars
kostnaðar, meðal annars lögfræði-
kostnaðar. Mikill órói er nú á suður-
nesjum vegna þessa máls og íþrótta-
bandalag Suðumesja íhugar aðgerð-
ir til aö draga fyrrum stjómarmenn
HKN til ábyrgðar vegna skuldarinn-
ar.
Stærsti hluti skuldarinnar er til-
kominn vegna erlendra leikmanna í
karla- og kvennaflokki HKN. HKN
aflaði tekna vegna erlendu leik-
mannanna með því að kaupa ýmsar
vörur og selja þær síðan til þess að
borga erlendu leikmönnunum. HKN
greiddi síðan aldrei fyrir vörurnar
samkvæmt heimildum DV.
„Munum draga þetta
fólk til ábyrgðar"
„Vegna tengsla íþróttahreyfingar-
innar við þessa aðila sem HKN
skuldar hafa bandalögin farið út í
það að semja við þá. Síðan, í fram-
haldi af því, munum viö draga þetta
fólk sem var í stjóm til ábyrgðar,"
sagði Gunnlaugur Hreinsson, for-
maður íþróttabandalags Suðurnesja,
í samtah við DV í gærkvöldi.
„Við höfum þegar samiö um hluta
af skuldunum. íþróttabandalag Suð-
umesja og íþróttabandalag Keflavík-
ur munu ekki líða það að þetta fólk
sem stofnaði til þessara skulda geti
gengið burt frá þessu án þess að taka
nokkuð á sig. Þessi rekstur var al-
gert mgl frá upphafi. Farið var út í
það að ná í erlenda leikmenn bæði í
karla- og kvennaflokki þegar vitað
var að aldrei yrði bolmagn til að
greiða kostnaðinn sem því var sam-
fara. Þetta var vitað fyrirfram vegna
þess að hver leikmaður kostar lág-
mark eina og hálfa milljón fyrir eitt
tímabil,“ sagði Gunnlaugur Hreins-
son í samtali við DV í gærkvöldi.
Hinrik Gunnarsson i liði Tindastóls, til hægri, og Brynjar Karl Sigurðsson,
Val, stinga saman nefjum í leik liðanna i gærkvöldi. DV-mynd GS
71 klukkustund
ffrá Lillehammer
Ríkissjónvarpið mun senda út
samtals í sjötíu og eina klukku-
stund frá vetrarólympíuleikun-
um í LUlehammer dagana 12.-27.
febrúar og þar af verða fjörutíu
og níu tímar í beinni útsendingu.
Ef opnunardagurinn, laugar-
dagurinn kemur, er undanskil-
inn verða beinar sendingar alla
dagana og þá jafnan á morgnana
eða um og eftir hádegið. Lokaat-
höfn leikanna verður þó í beinni
útsendingu sunnudagskvöldiö 27.
febrúar.
Beinar sendingar verða frá
keppni í öllum alpagreinum,
skíðagöngu, skautahlaupi, skíða-
fimi, skíðaskotfimi, skíðastökki
og úrslitaleiknum í íshokkí.
Opnunarhátíöin á laugardag
verður tekin upp og sýnd klukk-
an 17 sama dag og þá um kvöldið,
klukkan 23:15, verður samantekt
áatburðumdagsins. -VS
I kvöld
1. deild karla í handbolta:
Stjarnan-KR............20.00
FH-Afturelding.
ÍR-Þór
Valur Víkingur
ÍBV - Selfoss,.
KA - Haukar
• ♦»*♦»*♦♦•«♦•
•♦♦••♦••♦►•♦►♦♦*>«>*4
.20.00
.20.00
.20.00
.20.00
.20.30
1. deild kvenna í handbolta:
Valur-ÍBV........................18.00
Grótta KR..,,,...................,,...20,00:
2. deild karla í handbolta:
IH — HK...... ...«> ■,.,.•.«•«•20,00
Úrvalsdeildin í körfuboita:
Snæfell-KR...................20.00
Bikar karla i blaki;
ÞrótturR.-ÍS.................18.30
Stjarnan - HK................20.30
Bikar kvenna í blaki:
ÍS-KA..................20.00
Syrtir í álinn
hjá Valsmönnum
- HHöarendaliðið tapaði fyrir spræku liði Tindastóls, 98-103
Valur
Tindastóll
(44) 98
6-5, 14-14, 25-25, 37-17, (44-56),
56-70, 69-90, 80-91, .91-96, 95-98,
98-103.
Stig Vals: Franc Booker 42, Ragn-
ar Þ. Jónsson 26, Brynjar K. Sig-
urðsson 14, Bragi Magnússon 9,
Bérgur Emilsson 5, Björn Sig-
tryggsson 2.
Stig Tindastóls: Robert Buntic
33, Lárus D. Pálsson 18, Páll Kol-
beinsson 17, Ingyar Onnarsson 14.
Ómar Sigmarsson 11, Hinrik
Gunnarsson 10.
3ja stiga körfúr: Valur 19 (Ragn-
ar 8, Booker 7) Tindastóll 10.
Vítanýting: Valur 20/17, Tinda-
stóll 31/22.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og
Kristján Möfler, mjög göðir.
Áhorfendur: um 200.
Maður leiksins: Robert Buntie,
Tindastóli.
„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og
við erum nú búnir að hirða 8 stig af þeim
12 sem við höfum með því að vinna liðin
í B-riðlinum. Við erum með sama stiga-
fjölda og Skallagrímur sem er að berjast
um sæti í úrslitakeppninni. Þetta sýnir
hversu miklu sterkari A-riðilhnn er. Við
fórum að tefja leikinn of snemma og slaka
á og það gengur ekki á móti leikmanni
eins og Booker. Liðið okkar er það ungt
og óreynt að það má ekki við því að slaka
neitt á,“ sagði Páll Kolbeinsson, leikmaður
Tindastóls, eftir að Stólamir höfðu borið
sigurorð af Vcd, 98-103, í mjög skemmtileg-
um leik að Hlíðarenda í gær.
Stólamir virtust vera að búnir tryggja
sér ömggan sigur þegar þeir náðu mest
21 stigs forskoti og átta mínútur eftir en
Franc Booker var á öðru máli. Hann rað-
aði niður hverri þriggja stiga körfunni á
fætur annarri og á fimm mínútum höfðu
Valsmenn nær unnið þennan mun upp.
Síðustu tvær mínútumar vom mjög
spennandi en hinir ungu leikmenn Tinda-
stóls héldu haus og þáttur Páls á vítalín-
unni vó mjög þungt.
Það er óhætt að segja að hittni leik-
manna utan þriggja stiga línunnar hafi
verið góð. Valsmenn gerðu hvorki fleiri
né færri en 19 slíkar og Stólamir 10. Mun-
urinn á liöunum var hins vegar í fráköst-
unum og þar má segja að leikurinn hafi
unnist. Leikmenn Tindastóls vom nær
einráðir gegn smávöxnum leikmönnum
Vals og þessir hlutir vega þungt í körfu-
knattleik.
Booker og Ragnar Þór Jónsson voru að
vanda í lykilhlutverkum í hði Vals og
skoruðu bróðurpartinn af stigum liðsins.
Valsmen sitja því sem fastast í botnsæti
úrvalsdeildarinnar og verða að taka sig
verulega á ef ekki á illa að fara.
Lið Tindastóls á framtíðina fyrir sér
enda flestir leikmenn liðsins ungir að
árum og stórefnilegir og verður gaman að
fylgjast með þessu liði á næstunni. Króat-
inn Robert Buntic var mjög ömggur undir
körfunni, Páll spilaði sína menn uppi með
glæsibrag og þeir Hinrik Gunnarsson,
Lárus Pálsson og Ingvar Ormarsson
sýndu góð tilþrif.
-GH
Fjölmennifylgir
íslensku
keppendunum
Fararstjórar, þjálfarar og að-
stoðarmenn íslensku keppend-
anna á vetrarólympíuleikunum í
Lillehammer verða 9 talsins eða
nær helmingl fleiri en keppend-
urnir. Aðeins 2 þeirra fara þó á
leikana frá íslandi en hinir 7 em
búsettir í Noregi og Svíþjóð.
Sigurður Einarsson fararstjóri
og Sigurveig Gunnarsdóttir
sjúkraþjálfari fóru utan í morgun.
Svein Bye, þjálfari alpaliðsins, er
búsettur í Noregi, sem og aðstoðar-
fólkið Anna Björk Bjamadóttir og
Ólafur Bjömsson og Sigríður Jón-
asdóttir, sem er ólympískur tengil-
iður liðsins. Bo Eriksson, þjálfari
göngumannanna, Hans Anders Is-
aksson, aðstoðarmaður hans, og
Hans Ottoson, aðstoöarmaður alp-
aliðsþjálfarans, eru búsettir í Sví-
þjóð. Islensku keppendumir fimm
em við æfingar í Noregi, Svíþjóð
og Austurríki en safnast síðan
saman í Lillehammer. -VS
Amarog Bjarki Gunnlaugssyn-
ir léku báðir með varaliði Fey-
enoord gegn varaliöi Ajax í hol-
1 ensku knattspyrnunni í gær-
kvöldi. Amar lék fyrri hálíleik-
inn og Bjarki þann síðari og áttu
þeir báðir ágætan leik. Ajax sigr-
aöi á heimavelli sinum, 3-0.
: Þjálfaii Feyenoord hefur sagt
að hann vilji hafa þá tvíbura
áfram hjá liðinu en líklegast er
að þeir verði leigðir til liðs í Belg-
íu eða Hollandi. Arnar og Bjarki
sögðu í samtaliyvið DV í gær-
kvöldi að jæim þætti það freist-
andi að fara til Belgíu.
-SK/-EE Holiandi
Stjarnan slapp
með skrekkinn
Ósigurinn gegn Víkingi í undanúrslitum
bikarkeppninnar um síðustu helgi virtist
sitja í Stjömustúlkum er þær mættu
Haukum í 1. deild kvenna í handknattleik
í gærkvöldi. Stjaman vann þó nauman
sigur, 18-17, eftir að hafa haft yfir í leik-
hléi, 8-6.
Mörk Stjörnunnar: Una 4, Guðný 4,
Ragnheiður 3, Helga 2, Ásta 1, Hmnd 1,
Herdís 1, Margrét 1, Þuríður 1.
Mörk Hauka: Kristin 7, Harpa 5, Ragn-
heiður 3, Rúna 2.
Systurnar gerðu 14 mörk
Víkingur vann Fram, 23-19, í Víkinni í gær-
kvöldi. Systumar Guðríöur, Díana og Haf-
dís Guöjónsdætur gerðu 14 af mörkum
Fram í leiknum.
Mörk Víkings: Inga Lára 7, Halla 4, Hulda
3, Heiða 3, Hanna 2, Matthildur 2, Svava S.
1, Heiðrún 1.
Guðríður var markahæst hjá Fram með
8 mörk. -BL/-HS
Stuttar fréttir
Jimmy Nicholl verður líklega
næsti ' þjálfari noröur írska
landsliðsins í knattspymu, en
Chris NichoU, Bryan Hamilton,
Gerry Armstrong og Terry Neill
hafa einnig komið til greina.
Færeyingar fá Grikki í heim-
sókn þann 7. september, í fyrsta
leik sínum í 8. riðli Evrópukeppni
landsliða í knattspymu.
Leilgum I riðli islands í Evrópu-
keppninni í knattspyrnu verður
ekki raðað niður fyrr en 12. mars,
en þá funda fulltrúar þjóðanna /
fimm í Sviss. Ásgeir Elíasson
landsliðsþjálfari og Eggert Magn-
ússon, formaður KSI, fara utan
fyrir íslands hönd.
FluttafWembley?
Enska knattspyrnusambandið
íhugar að flytja alla landsleiki
yfir á Old Trafford í Manchester
ef vallaryfirvöld á Wembley
lækka ekki ieigu sína.
Howard Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri enska knatt-
spymuliðsíns Leeds, framlengir
væntanlega samning sinn við fé-
lagið i kvöld til 1. júlí 1997.
Southampton keypti
Southampton festi í gær kaup á
Craig Maskell, sóknarmanni frá
Swindon, og var kaupverðið 200
þúsund pund. Þá fengu Þorvaldur
Örlygsson og félagar hans í Stoke
hösstyrk i gær en þá keypti félag-
iðvarnarmanninnJohnClarkfrá
Dundee Utd. í Skotlandi.
Kevin Keegan, stjóri Newcastle,
er aö svipast um eftir sterkum
varnarmanni og hefur hann leit-
að á meginland Evrópu. Keegan
hefur boðið 750 þúsund pund í
Van Gobbel, sem leikur með Fey-
enoord, og þá hefur hann auga-
stað á Philippe Albert, leikmanni
Anderlecht.
UmpartilJapans?
Svíinn Anders Limpar, ; sem
leikur með Arsenal, hefur verið
orðaður við félag í hinni nýju jap-
önsku atvinnumannadeild.
Limpar fékk tilboð í fyrra en þá
; neitaði ; Geprge; Graham, stjóri
Arsenal, honum um sölu en nú
virðist vera komiö annað hljóö í
strokkinn.
Arsenalvillffiinto
Arsenal hefur mikinn áhuga á
að fá Scott Minto. 21 árs gamlan
varnarmann frá Charlton, til liðs
við sig. Georgc Graham sér Minto
sem arftaka Nigel Winterburn í
stöðu vinstri bakvarðar. Minto
er í 21 árs liði Englands og þykir
framtíðarlandsliðsmaður.
Tvönýí4.deild
Tvö ný lið liafa bæst við 4. deild-
ina í knattspyrnu og þar verða
þvi 32 lið en ekki 30 eins og sagt
var frá í DV á dögunum. Nýju lið-
in eru GoUklúbbur Grindavíkur
og UMF Ökkiinn úr Reykjavík.
sem vann í utandeildakeppninni
í fyrra.
Iþróttir
Ralph Harding, fyrrum þing-
maður í Bandarikjunum, er að
stofna Asíudeild í körfuknattleik,
sem hann vonast til að keppi viö
NBA-deildina um vinsffildir í
framtíðinni. Deildin byrjar í
haust með sex liðum, frá Kína,
Taiwan, Japan, Hong Kong,
FiIIippseyj um og Suður-Kóreu, og
verða fjórir bandarískir leik-
menn í hveiju liöi. _vs/GH
Reynt að trafla vítaskyttur með nektarmyndum
Ungir körfuknattleiksunnendur á Sauðárkróki hafa reynt nýjar aðferðir undanfarið til að koma í veg fyrir
góða nýtingu andstæðinga Tindastóls í vítaskotum. Þegar andstæðingarnir fara á vitalínuna hefja þeir nektar-
myndir á loft á bak við körfuspjaldið og reyna með þvi að trufla einbeitingu þeirra sem vitaskotin fram-
kvæma. Ekki er vitað hvort vítanýtingu andstæðinga Tindastóls hefur hrakað vegna uppátækja peyjanna á
Króknum. -SK/-DV-mynd GS
NBA-deildin í körfuknattleik 1 nótt:
Dallas með tak
á Minnesota
- fjórði sigur botnliösins á sama liði
Dallas Mavericks er langneðst í
NBA-deildinni í körfuknattleik en
samt vann hðið í nótt sinn fjórða sig-
ur á Minnesota í vetur, í fimm viður-
eignum liðanna. Dallas hefur aðeins
unnið einn leik gegn öðru liði í vet-
ur! Jamal Mashburn og Jimmy Jack-
son skoruðu 24 stig hvor fyrir Dallas
en Doug West 24 fyrir Minnesota.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Cleveland - New Jersey ,.112-104
Dallas - Minnesota ..108-105
(eftir framiengingu) Milwaukee - Houston San Antonio - Washington Denver - Utah ..106-98 „110-90 .. 95-96
LA Clippers - Chicago .. 89-118
LA Lakers - Phoenix .107-104
Portland - Sacramento .124-100
Robinson sterkur
gegn Washington
David Robinson var í miklu stuði
með San Antonio því hann skoraði
31 stig, tók 14 fráköst, átti 10 stoð-
sendingar og varði 7 skot, þegar Uð
hans vann sinn áttunda leik í röð.
Michael Adams skoraði 25 stig fyrir
Washington.
Jeff Malone skoraði sigurkörfu
Utah í Denver 12 sekúndum fyrir
leikslok. Karl Malone skoraði 24 stig
fyrir Utah en Rodney Rogers 23 fyrir
Denver.
Scottie Pippen og Horace Grant
gerðu 22 stig hvor fyrir Chicago sem
vann Clippers í níunda skiptið í röð.
Danny Manning skoraði 22 stig fyrir
Clippers.
Eric Murdock skoraöi 28 stig og
átti 12 stoðsendingar fyrir Mil-
waukee en Hakeem Olajuwon skor-
aði 27 stig fyrir Houston.
Mark Price skoraði 26 stig fyrir
Cleveland en Kenny Anderson 22
fyrir New Jersey.
Clyde Drexler skoraði 21 stig fyrir
Portland en Wayman Tisdale 26 fyrir
Sacramento.
Enn tapar Phoenix
fyrir Lakers
Lakers vann Phoenix í þriðja sinn í
jafnmörgum leikjum í vetur. Sedale
Threatt skoraði 26 stig fyrir Lakers
og Vlade Divac skoraði 19, tók 15 frá-
köst og varði 7 skot. A.C. Green skor-
aði 28 stig fyrir Phoenix og Cedric
Cebalios22. -VS
Bikarúrslitaleikirnir færðir?
Handknattleikssamband íslands
hefur óskað eftir því að bikarúrslita-
leikirnir, sem fram áttu að fara 20.
febrúar, verði færðir tál, kvennaleik-
ur ÍBV og Víkings til 19. febrúar en
karlaleikur FH og KA til 5. mars.
Ástæðan er sú að Ríkisútvarpið getur
ekki sýnt báða leikina beint á upp-
haflegri dagsetningu vegna vetrar-
ólympíuleikaniia í Lillehammer. KA
og FH eru ekki sátt við þessa breyt-
ingu og fulltrúar félaganna funda
með stjóm HSÍ í dag.
-VS
David Platt skoraðl fyrir Sampd-
oria í gærkvöldi.
úr bikarnum
Blackbum Rovers, sem er eina
hðið í dag sem ógnað getur veldi
Manchoster United í ensku úr-
valsdeildinni, mátti i gærkvöldi
bíta í það eldsúra epli að falla ut
úr ensku bikarkeppninni.
Blackbum mætti 1. deildar liði
Charlton og tapaði á heimavelh
sínum, 0 1. Charlton er því komiö
í 8-liða úrslitin.
Sampdoria vann Parma
Sampdoria vann í gærkvöldi sig-
ur í fyrri leik sinum gegn Parma
i undanúrslitum i ítölsku bikar-
keppninnar. Lokatölur 2-1.
Faustino Asprilla kom Parma
yfir á 31, minútu en þeir Attilio
Lombardo og David PJatt tryggðu
Sampdoria sigur með tveimur
mörkum á jafn mörgum mínút-
um í síðari hálfleik.
• St.Johnstone vann Motherwell
á heimavelli, 2-1, í skosku úrvals-
deildinnl í gærkvöldi.