Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
Sýningar að hefjast á kvikmynd
Bemardo Bertolucci, little Buddah:
í leit að
meistaramim
Siddhartha prins, sem síðar verður Búdda, er leikinn af Keanu Reeves. A
innfelldu myndinni er Bernardo Bertolucci viö tökur á Little Buddha, en
hluti hennar er tekinn á söguslóðum i Tfbet.
„Ég vona að kvikmynd mín eigi
eftir aö kynna Búdda fyrir vestræn-
um íbúum jaröarinnar," sagöi Bem-
ardo Bertolucci í Berlín, en nýjasta
kvikmynd hans, Little Buddah, var
opnunarmynd kvikmyndahátíðar-
innar sem þar stendur yfir þessa
dagana. Aðspurður viðurkenndi
Bertolucci samt að hann væri aðeins
áhugamaður um búddatrú.
Bertolucci er búinn að vera lengi
með Little Buddah í smíöum, en það
er ekkert einsdæmi að hann sé lengi
að gera kvikmynd. Bertolucci hefur
aldrei verið afkastamikill kvik-
myndagerðarmaður. Hann hefur aö-
eins leikstýrt níu kvikmyndum á
þijátíu ára starfsferli.
Little Buddah segir sögu af banda-
rískum dreng, Jesse, og gömlum
manni, lama. Það er hald búdda-
munka að Jesse sé endurholdgun
hins mikla meistara þeirra. Um leið
og kynni öldungsins og drengsins
verða náin á ferðalagi til Himalaja-
fjalla er farið aftur um 2500 ár til
upphafs búddismans, þess tíma er
ríkjum réð Siddhartha prins sem
verður fyrir einstakri upplifun.
Fengu blessun
Dalai Lama
Snemma árs 1991 komu þeir saman
framleiðandinn Jeremy Thomas og
Bernardo Bertolucci til undirbún-
ings á þriðju kvikmyndinni sem þeir
starfa saman aö. The Last Emperor
og The Sheltering Sky eru hinar
tvær. Margt kom til greina en ofan á
varð hugmynd að kvikmynd sem
þeir strax kölluðu Little Buddah.
Bertolucci er ekki alveg ókunnnug-
ur búddatrú. Hann var aöeins 21 árs
þegar hann fékk að gjöf bók um ævi
Milarepa sem er af heilögum munk-
um í Tíbet. Hafði þessi bók gert það
að verkum aö hann fékk mikinn
áhuga á austurlenskum trúarbrögð-
um. Þaö var síðan á milli þess sem
hann gerði The Last Emperor og The
Sheltering Sky að hann settist niður
og las þessa bók aftur og náði sér í
fleiri bækur um búddisma. Þegar
ákveðið var aö taka til við gerð kvik-
myndar sem að stórum hluta fjallar
um Búdda settist Bertolucci niður
og skrifaði 50 síðna uppkast sem
Mark People og Rudy Wurlitzer not-
uðu til viðmiðunar þegar þeir skrif-
uðu handritið.
Thomas og Bertolucci fóru síöan
með handritið til Vínar þar sem Dalai
Lama dvaldi. Var hann hinn ánægð-
asti með framtakið og lét þeim bless-
un sína í té. 20. september 1992 byij-
uðu síöan tökur í Tíbet, en fullklárað
var aö kvikmynda í Róm og London.
Leikarar eru fjölmargir í Little
Buddah og koma þeir víða að. Keanu
Reeves leikur Siddhartha prins, Ying
Ruochen, einn af virtustu leikurum
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Kínveija, leikur lamamunkinn
Norbu, Chris Isaak, sem er betur
þekktm- fyrir cifrek á tónlistarsvið-
inu, leikur Dean Konrad, fóður Jesse,
sem leikin er af Alex Wiesendanger.
Þekktust leikaranna er Bridget
Fonda sem leikur móður Jesse.
Bertolucci hefur sagt að hann hafi
leitaöi lengi að leikara af asískum
uppruna til að leika Siddhartha en
fann aldrei þann rétta. Honum var
bent á Keanu Reeves sem á ættir aö
rekja til Kína og Hawaii. Þeir hittust
og Bertolucci sannfærðist um að Ree-
ves væri rétti leikarinn til að leika
prinsinn.
Aðstoðaði Pasolini
Bemardo Bertolucci fæddist í
Parma 1940. Faöir hans er Attiho
Bertolucci, þekkt ljóðskáld á Ítalíu.
Meðan á háskólanámi stóð kynntist
hann Pier Paolo Pasolini, sem hafði
það mikil áhrif á hann að hann hætti
námi og gerðist aðstoðarmaður hans.
Fljótlega tók hann til við aö gera eig-
in kvikmyndir og sú mynd sem vakti
fyrst athygh á honum var Before the
Revolution (Prima della Rivoluzi-
one). Var hann aðeins 23 ára þegar
hann leikstýröi henni. Nokkur ár
hðu þar th hann gerði II Comform-
ista, en með þeirri kvikmynd varð
Bertolucci þekkt nafn í kvhcmynda-
heiminum. Sú kvikmynd sem gerði
hann hins vegar heimsfrægan er The
Last Tango in Paris, kvikmynd sem
olh mikihi hneykslun fyrir rúmum
tuttugu ánun. Þótt margir hneyksl-
uðust á bersögh myndarinnar leynd-
ist engum hstrænt handbragð leik-
stjórans. 1974 gerir Bertolucci kvik-
myndina 1900 sem er fyrsta sögulega
kvikmynd hans. í kjölfarið fylgdu
svo La Luna og Tragedy of a Ridicul-
ous Man, sem gerð var 1981. Fimm
ár hðu þar th hann gerði The Last
Emperor, kvikmynd sem fór sigurför
um allan heim. Fyrir hana fékk
Bertolucci óskarsverðlaun sem besti
leikstjóri og myndin var valin besta
kvikmyndin. The Sheltering Sky
varð mörgum aðdáendum hans
nokkur vonbrigði. Hún er gerð eftir
þekktri skáldsögu sem margir sögðu
að ekki þýddi að kvikmynda og rat-
aðist þeim þar satt á munn.
Eins og áður sagði fer Bemardo
Bertolucci sér hægt og er sjálfsagt
ekkert farinn að huga að næsta verk-
efni enda eru sýningar varla byijað-
ar á Little Buddha. Hér á landi verð-
ur Little Buddah óvenjusnemma á
ferðinni en Háskólabíó mun taka
hana th sýningar í næstu viku.
Chris Isak og Alex Wiesendanger leika feðgana Jesse og Dean Konrad.
Yinsælustu
kvikmyndirnar í
Bandaríkjunum
Aðra helgina í röð er Ace Vent-
ura: Pet Deteetive mest sótta;
kvikmyndin í Bandaríkjunum og
voru tekjurnar yfir helgina 9,5
mhfjónir doharar. í öðru sæti er
The Getaway, með þeim hjóna-
komum Kim Basinger og Alec
Baldwin, og 1 þriöja sæti var
Blank Check. Á eftir þessum
myndum koma My Girl 2,
Schindler’s List, Phhadelphia,
Mrs. Doubtfire, My Father the
Hero, Grumpy Old Men og í tí-
unda sæti er In the Name of the
Father. Eins og sjá má era þijár
kvikmyndir á þessum lista sem
eru með tilnefhingar th óskars-
verðlaunanna.
Minnaumbanda-
rískarkvikmyndir
áBerlínarhátíðinni
Þessa dagana stendur yfir hin
árlega kvikmyndahátið í Berlín
og er evrópskum kvikmyndum
gert mun hærra undir höfði en á
síðustu hátíð þegar háværar
gagnrýnisraddir heyrðust um að
bandarískar kvikmyndir væru að
yflrtaka hátíðina. í ár keppa tutt-
ugu og tvær kvikmyndir um
Guhbjöminn og em fjórtán
þeirra evrópskar, en aöeins tvær
frá Bandaríkjunum. Önnur
þeirra er Phhadelphia sem búiö
er að sýna og fékk hún glimrandi
móttökur. Hin myndin er nýjasta
kvikmynd ástralska leikstjórans
Peter Weir, Fearless. Þess má
geta að heiðursverðlaun hátíöar-
innar hlýtur að þessu sinni
Sophia Loren fyrir framlag sitt
til kvikmynda.
Nýmyndfrá
RonHoward
Michael Keaton, Glenn Close,
Robert Duvah, Marisa Tomei og
Randy Quaid leika aöalhlutverk-
in í The Paper sem er nýjasta
kvikmynd Rons Howards. Kea-
ton leikur Henry Hackett, rit-
stjóra dagblaðs í stórri borg. Ger-
ist myndin öh á einum degi þegar
veriö er að vinna frétt sem á að
sanna sakleysi tveggja unglinga
sem að öðrum kosti veröa dæmd-
ir fýrir morð. Annar handritshöf-
unda er David Koepp, en eftir
hann eru handritin aö Jurassic
Park, Carlito’s Way og Death
Becomes Her.
SpikeLee
fjölskylda
Crooklyn heitir nýjast kvik-
mynd Spike Lee og er hún mun
minni umfangs en síðasta kvik-
mynd hans, Malcolm X. Fjahar
myndin um líf einnar fjölskyldu
í Brooklyn á sjöunda áratugnum.
Handritið er eftir Spike Lee og
systur hans Joie Lee og Cinque
Lee og er ekki laust við að grunur
læðist að manni að þama sé by ggt
á endurminningum, en aðalper-
sónan er 10 ára stúlka Troy, sem
Zelda Harris leikur. Önnur hlut-
verk leika Joie Lee, Spike Lee og
Alfre Woodward.
Skuggiimsnýraftur
Áður en James Bond eða Indi-
ana Jones urðu th var th persóna
sem nefhdist Skugginn, sjálfskip-
aöur dómari, sem var óvinur ahs
ihs og hetja hjá mihjón manns.
Skugginn var th i útvarpsleikrit-
um, teiknimyndasögum og seríu
af kvikmyndum. Þessi hetja hef-
ur legið í gleymsku í langan tima,
en nú er veriö að endurvekja
hana í kvikmynd sem heitir ein-
faldlega The Shadow. Það er Alec
Baldwin sem leikur titilhlutverk-
ið. Aörir leikarar eru John Lone,
Penelope Ann Miller, Peter Boyle
og Ian McKellen.