Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
23
Inniffalið: Flug, gisting í eina viku með morgunverði,
akstur frá flugvelli á hótel, íslensk fararstjóm og flugvallar-
skattar. Gjald fyrir rútuferð til Lúxemborgar er ekki
innifalið.
*Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur sé greitt minnst 14 dögum fyrir brottför með réiðufé.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðs-
menn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma
690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá
kl. 8 -18.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
m (D QKS%A$&
- segir Amey Einarsdóttir, skólastjóri Matreiðsluskólans okkar
Matreiðslumenn á endurmenntunarnámskeiði í keppnismatreiðslu undir leiðsögn frægra þýskra kennara í Mat-
reiðsluskólanum í gær. DV-myndir ÞÖK
Margvísleg námskeið
Matreiðsluskólinn okkar hefur
verið starfræktur síðan árið 1988 en
það var Hilmar B. Jónsson mat-
reiðslumeistari sem setti hann á fót.
í lok ársins 1991 keypti síðan Félag
matreiðslumanna skólann og hefur
starfrækt þar ýmis námskeið jafnt
fyrir almenning og fagmenn.
„Tilgangur félagsins með að kaupa
skólann var fyrst og fremst að endur-
mennta matreiðslumenn. í síðustu
viku lauk einu slíku tveggja vikna
endurmenntunamámskeiði fyrir
matreiðslumenn með innlendum
leiðbeinendum. Þar var fjallað um
fisk, kjöt, eftirrétti, farið í hráefnis-
fræði en námskeiðið hét Árstíða-
bundin matreiðsla," segir Amey.
„Við fáum sérhæfða matreiðslu-
meistara til að leiðbeina á námskeið-
unum en á þetta námskeið fengum
við meðal annarra Gunnar Pál sem
starfar á veitingahúsinu Við tjömina
en hann hefur sérhæft sig í fiskrétt-
um. Einnig fengum við Baldur Öxdal
bjóði jafnt upp á verkleg námskeið
sem sýnikennslu. Hún segir að ekki
sé hægt að miða sýnikennsluna við
matreiðslu í sjónvarpi þar sem nem-
endur á námskeiðunum fræðast um
allt hráefni og geta spurt spurninga
um það sem þeim dettur í hug. „Mér
finnst synd að námskeiðshaldarar í
matreiðslu skuh ekki fá leigðan hjá
okkur sahnn í stað þess að vera með
þau í eldhúsum sem ekki em hönnuð
fyrir námskeið,“ segir Amey.
„Við höldum líka námskeið fýrir
hópa, th dæmis saumaklúbba, starfs-
mannahópa eða vinahópa, eftir pönt-
unum.“
Dýrtað haldanám-
skeiðin
Þegar Amey var spurð hvort nám-
skeiðin væru ekki of dýr og þess
vegna ekki nægileg þátttaka sagði
hún svo ekki vera. „Þessi námskeið
standa varla undir sér. Það er mjög
dýrt að halda námskeiðið því undir-
búningur er talsverður, auk þess sem
ára skeið. Auk þess að vera skóla-
stjóri matreiðsluskólans starfar hún
við fræðsluráð hótel- og veitinga-
greina sem Samband veitinga- og
gistihúsa standa að ásamt Félagi
matreiðslumanna og Félagi fram-
reiðslumanna. „Þar eru námskeið,
t.d. í gestamóttöku, vínfræði og
hreinlæti, námskeið fyrir dyraverði
og fleira. Nokkur þeirra fara fram
hér í skólanum."
Konur í meirihluta
Amey segir að starfið sé mjög
skapandi og skemmtilegt. Hana lang-
ar mikið að koma upp námskeiðum
á laugardögum fyrir almenning þar
sem yrði kennd matargerð og einnig
framreiðsla, eins og að leggja á borð,
og borðsiðir. „Slíkur dagur myndi
enda með góðri máltíð við kerta-
ljós,“ segir Arney. „Það myndi mér
finnast spennandi."
Arney segir að meirihluti nám-
skeiðsgesta sé konur. Þó hafa verið
haldin gmnnnámskeið sem karlar
Pension Ingeborg Flogið beint til Salzburg laugardaginn
12. mars. Flogið heim frá Lúxemborg laugardaginn
19. mars. Ef þátttaka er nægjanleg, verður ekið í rútu
til Lúxemborgar; lagt af staðfrá Pension
Ingeborg kl. 24.00 föstudagskvöldið
18. mars.
á mann í tvíbýli í viku.*
Kokkar duglegir að sækja námskeið í matreiðslu:
Almenningur
mætti koma meira
„Aðsóknin að námskeiðunum hefur
verið ágæt en mætti vera meiri. Hún
var meiri á síðasta ári. Líklegast er
það aukin samkeppni sem kemur þar
inn í. Það eru margir með matreiðsl-
unámskeið. Hins vegar hefur verið
mikil aðsókn á námskeið sem við
erum með fyrir matreiðslumenn,"
segir Arney Einarsdóttir, skólastjóri
Matreiðsluskólans okkar í Hafnar-
firði. Svo virðist sem áhugi á matar-
gerð og þá sérstaklega framandi rétt-
um og heilsuréttum sé mjög mikhl
hér á landi.
Báðar sjónvarpsstöðvamar eru
með matreiðsluþætti og öh blöð eru
með dálka með uppskriftum. Mikhl
áhugi virðist á þessu öllu. Hins vegar
mun matarklúbbum hafa fækkað að
undanfómu og er skýringin sögð
efnahagslægðin. Að sögn Ameyjar
kvarta ahir þeir sem em með nám-
skeiðahald yfir lélegri þátttöku um
þessar mundir.
sem lærði konditori í Bandaríkjun-
um en hann kenndi matreiðslu eftir-
rétta og Jónas Þór spjallaði um flokk-
un og mat á kjötvörum. Þetta nám-
skeið hentaði mjög vel fyrir mat-
reiðslumenn sem starfa í mötuneyt-
um.
Fyrir fermingarnar
Núna er í gangi námskeið fyrir
matreiðslumenn þar sem þýskir
meistarar leiðbeina. í gær voru þeir
að kenna keppnismatreiðslu,“ segir
Arney. „Á kvöldin emm við með
námskeið fyrir almenning. T.d. var
núna í vikunni verið að leiöbeina um
grænmetisfæði og kökuskreytingar.
Á mánudag ætlum við að vera með
námskeið um fermingarhlaðborð,
síðan verðum við með gerbakstur,
fiskrétti og austurlenska matargerð,
svo eitthvað sé nefnt.“
Arney segir að aðstaða skólans
þarf að greiða starfsfólki, rekstur og
hráefni. Það er því mikill kostnaður
í kringum hvert námskeið."
Arney segir að matreiðslumenn
séu mjög duglegir að koma á nám-
skeiðin fyrir þá og yfirleitt er fuhbók-
að á þau.
- En hvaða námskeið eru vinsælust
hjá almenningi?
„Það em austurlensku námskeið-
in, gerbakstur, kökuskreytingar og
jólakonfekt. Við verðum með kon-
fektnámskeið fyrir páskana sem ég
vona að gangi vel og svo eru smur-
brauðsnámskeið mjög vinsæl. Það
getur hins vegar verið erfitt að koma
með glæný námskeið. Ég hef prófað
mexíkóska og indverska matargerð
en það hefur ekki gengið."
Amey hóf störf sem skólastjóri
Matreiðsluskólans sl. vor. Hún nam
hótel- og veitingafræði í Bandaríkj-
unum. Síðan hefur hún starfað á
þótelum, var á Hótel Sögu um þriggja
sækja mikið. Þá hafa verið námskeið
fyrir konur sem starfa í eldhúsum,
t.d. á barnaheimilum eða öðrum
vinnustöðum.
- Hafaveriðnámskeiðfyriratvinnu-
lausa?
„Það er fyrirhugað að halda nám-
skeið í samvinnu við Miðstöð fyrir
atvinnulausa fyrir þá sem eru at-
vinnulausir. Einnig sækja atvinnu-
lausir matreiðslumenn mikið á nám-
skeið enda fá þeir greitt úr sínu stétt-
arfélagi. Þá veröur námskeið á veg-
um fræðsluráðsins í samvinnu við
MFA fyrir fólk í ferðaþjónustu," seg-
ir AmeyEinarsdóttir. -ELA
Arney Einarsdóttir, skólastjóri Mat-
reiðsluskólans okkar.