Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 25 DV Skák Góð aðsókn að líflegu Reykjavíkurskákmóti Hannes Hlifar Stefánsson stórmeistari og Helgi Áss Grétarsson stóðu sig mjög vel á Reykjavíkurskákmótinu. Sterkt, lokað, alþjóðlegt skákmót með þátttöku íslendinga hefur ekki verið haldið hér á landi síðan 1987 og því er ekki að neita að sterkustu skákmenn þjóðarinnar er farið'að lengja eftir öðru tækifæri. Engu að síður var ákveðið að 16. Reykjavík- urskákmótið yrði opið og jafnvel þótt fyrirsjáanlegt væri að kostnað- ur við slíkt mótshald gæti hæglega fariö úr böndum. Annmarkar opnu mótanna eru augljósir og þrátt fyrir ýmsa agnúa á framkvæmdinni - eins og t.d. þá nýbreytni að stytta mótið úr ellefu umferðum í níu, sem tefldar voru á jafnmörgum dögum - verður ekki á móti mælt að í heildina hafl vel tekist tfl. Mótið var líflegt á að horfa og aðsókn áhorfenda var góð. Sumir þóttust loks aftur hafa fund- iö fyrir gömlu „skákstemning- unni“ - þessari rafmögnuðu spennu, sem hvergi má finna nema á skákmótum - og þetta veit á gott; skákin hefur undanfarin ár farið hallloka í samkeppninni um frí- tíma fólks og nú eru jákvæð teikn á lofti um að takist að snúa þróun- inni við. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari var hetja mótsins og efalít- ið átti framganga hans sinn þátt í góðri aðsókn. Hann deildi sigrinum með Rússunum Pigusov og Zvjag- insev, sem náðu honum með því að vinna skákir sínar í síðustu umferð, meðan Hannes og De Firmian skiptu hlut. Hannes hefði raunar í lokastöðunni getað valið • um að vinna peð eða fá sóknar- stöðu en ákvörðun hans er þó fylli- lega skfljardeg í ljósi þess sem sagt er um fuglana og skóginn. Árangur hans er trúlega sá besti sem hann hefur náð við skákborðið til þessa og færir honum tuttugu stig til hækkunar. Helgi Áss Grétarsson náði mjög óvænt 4.-5. sæti ásamt De Firmian með ótrúlegum endaspretti. Eftir flmm umferðir hafði hann hlotið 2,5 v. en gerði sér lítið fyrir og vann fjórar síðustu skákirnar, fyrst ftal- ann Barfllaro, svo stórmeistarana Rashkovsky, Shabalov og Kengis. Með árangri sínum nær hann áfanga að alþjóðlegum meistara- titii. Helgi var á stundum ævintýra- lega tímanaumur, eins og t.d. gegn Rashkovsky en þá var eins og hann tvíefldist - vippaði sér í markvarð- arstöðuna og hvetti sína menn á vellinum tfl dáða. Skákinni við Rashkovsky lauk með því að rúss- neski stórmeistarinn féll á tíma og þá var Helgi búinn að snúa á hann. Hann hefur alla burði tfl þess að verða sterkur stórmeistari, sér- staklega í ljósi þess hversu hann á mikiö eftir ólært en er þó þegar orðinn þetta sterkur. Með ástund- un og yfirlegu gæti hann hæglega bætti sig verulega. Margeir náöi sex vinningum og þriðja sæti íslendinga með góðum endaspretti en á hinn bóginn varð Jóhann að bíta í það súra epli að tapa tveimur síðustu skákunum og fékk fimm vinninga ásamt ofanrit- uðum og Helga Ólafssyni sem voru of mistækir að þessu sinni. Stigahæstu eriendu keppendum- ir voru síbreytflegir eins og ís- lenska veðráttan. Ivan Sokolov (2650) frá Sarajevo, fékk 5 vinninga, Eistlendingurinn Jaan Ehlvest (2610) fékk 5,5 v. og Hollendingur- inn Paul van der Sterren (2610) fékk 6 v. Dýpstu leikfléttu mótsins átti rússneski stórmeistarinn Pigusov í 1. umferð gegn Benedikt Jónas- syni, 22. - Hh6!!, sem Benedikt og fleiri skýrðu með þessum orðum: „Tapar skákinni en vinnur mótið.“ Lokastaðan, tahð upp í röð eftir Bucholz-stigum: 1.-3. Zyjaginsev (Rússlandi), Hann- es Hlífar Stefánsson og Pigusov (Rússlandi) 7 v. 4.-5. De Firmian (Bandaríkjunum) og Helgi Áss Grétarsson 6,5 v. 6.-12. Van der Sterren (Hohandi), Schekashev (Rússlandi), Kotronias (Grikklandi), G. Garcia (Kólomb- íu), Khenkin (Rússlandi), Margeir Pétursson og Wojtkiewicz (Pól- landi) 6 v. 13.-17. Kengis (Lettlandi), Ehlvest (Lettlandi), Shabalov (Bandaríkj- unum), Ibragimov (Rússlandi) og Skák Jón L. Árnason M. Ivanov (Rússlandi) 5,5 v. 18.-28. Atahk (Tyrklandi), Helgi Ólafsson, Búdnikov (Rússlandi), Jón L. Árnason, I. Sokolov (Bos- níu), Jóhann Hjartarson, van Wely (Hollandi), Danielsen (Danmörku), Þröstur Þórhahsson, Ernst (Sví- þjóð) og Kveinys (Litháen) 5 v. 29.-35. Rashkovsky (Rússlandi), Bronstein (Rússlandi), Link (Þýskalandi), Snejder (Úkraínu), Guðmundur Gíslason, Bragi Hah- dórsson og Bjöm Freyr Bjömsson 4,5 v. 36.-45. Sigurður Daði Sigfússon, Jón Viktor Gunnarsson, Gylfi Þór- hahsson, Davíö Ólafsson, Þröstur Árnason, Wemer (Þýskalandi), Benedikt Jónasson, Jón G. Viðars- son, Hahdór G. Einarsson, og Héð- inn Steingrímsson 4 v. 46.-50. Barillaro (ítahu), Arinbjöm Gunnarsson, Burden (Bandaríkj- unum), Tómas Björnsson og Matt- hias Kjeld 3,5 v. 51.-56. Bragi Þorfinnsson, Sævar Bjarnason, Happel (Hollandi), Áskeh Örn Kárason, Kristján Eð- varðsson og Magnús Örn Úlfarsson 3 v. 57.-61. Sigurbjöm Björnsson, Stef- án Briem, Arnar Gunnarsson, frú van der Sterren (Hohandi) og Mossin (Svíþjóð) 2,5 v. 62. Ólafur B. Þórsson 1 v. Framkvæmd mótsins var í hönd- um Skáksambands íslands og Tafl- félags Reykjavíkur. Mótsstjórn skipuðu Guðmundur G. Þórarins- son, Árni Á. Árnason, Ríkharður Sveinsson, Þráinn Guðmundsson, Guðmundur Benediktsson og Sig- urður Daði Sigfússon. Dómarar vom Þorsteinn Þorsteinsson aðal- dómari, Ríkharður Sveinsson, Ól- afur Ásgrímsson og Þráinn Guð- mundsson og framkvæmdastjóri mótsins var Asdís Bragadóttir. Bronstein sjötugur Aldursforesti Reykjavíkurskák- mótsins, stórmeistarinn David Bronstein, sem enn er staddur hér á landi, er sjötugur í dag. Bronstein er einn skákjöfra sögunnar, tefldi einvígi við Botvinnik um heims- meistaratitihnn 1951, sem lauk með jöfnu og hefur sigrað á fjölmörgum skákmótum. Fyrir tutugu árum tefldi hann á Reykjavíkurskákmóti og hreppti þriðja sæti ásamt Vehm- irovic en siguvegari varð Vassily Smyslov. Bronstein er þekktur fyrir fram- legan og htríkan skákstfl og þótt hann hafi nú misst talsvert af fyrri snerpu, mátti sjá bregða fyrir „gömlum töktum" á nýloknu Reykjavíkurmóti. Hann var ánægður með skák sína við stórmeistarann Kveinys frá Lit- háen sem tefld var í 6. umferð. Bronstein tekur af skarið með skemmtilegri mannsfórn og skeytir því engu þótt andstæðingurinn reyni að svara í sömu mynt. Dæmi- gerð skák fyrir Bronstein, sem ætíð hefur unnað fijórri hugsun á skák- borðinu. Skákþátturinn árnar hon- um heflla á afmælisdaginn. Hvítt: A. Kveinys Svart: David Bronstein Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 Bg7 16. Bd3 c6 17. b4 Rb6 18. a5 Ra4 19. Ha3 exd4 20. cxd4 c5 21. bxc5 dxc5 22. d5 Rxd5 23. exd5 Rc3 24. Hxe8+ Dxe8 25. Dc2 Rxd5 26. Bb2 Rb4 27. Dbl Bxb2 28. Dxb2 Hd8 29. Re5 Hd4 30. De2 c4 31. Bf5 Rd5 32. Rh5 8 W # 7 £ k á 6 A 1 5fii ^ 4 ÁI a S! _______ ABCDEFGH 32. - f6 33. He3 gxf5 34. Hg3+ Kf8 35. Rxf6 Rxf6 36. De3 f4 37. Dd4 fxg3 38. fxg3 De7 39. g4 Re4 - Og hvítur gafst upp. -JLÁ Bridge Bridgehátíð '94: Siglfirðingamir sigruðu með yfirburðum Það voru íslandsmeistararnir frá Siglufirði, bræðurnir Jón og Ásgrím- ur Sigurbjömssynir, sem bættu enn einni skrautíjöður í hatt sinn þegar þeir sigraðu með miklum yfirburð- um í tvímenningskeppni Bridgehá- tíðar og skutu þar með mörgum heimsfrægum pörum ref fyrir rass. Bræðumir tóku fljótlega forystu í mótinu og juku síðan forskotið jafnt og þétt og þegar upp var staðið höfðu þeir 130 stiga forskot á annað sætið. Vel af sér vikið hjá þessum snjöhu bridgemeisturam. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Ásgrímur Sigurbjömsson - Jón Sigurbjömsson 419 2. Jakob Kristinsson - Matthías Þorvaldsson 289 3. Jón Baldursson- Sævar Þorbjömsson 245 4. Glenn Grötheim - Terje Aa 230 5. Valur Sigurðsson - Valgarð Blöndal 219 6. Guðmundur Sveinsson - Sigurður Vilhjálmsson 205 7. Stefán Guðjohnsen - Guðmundur Pétursson 178 8. Mark Molson - Russ Ekeblad 142 Ofangreind pör skiptu með sér verðlaunafé að upphæð 8.600 dollur- um. Flestir toppar bræðranna komu á góðri vamarspflamennsku og við skiflum skoða einn. Á síðari árum hafa óreglulegar tveggja opnanir haslað sér völl og er megintilgangur þeirra að eyðfleggja sagnrými and- stæðinganna. Þessar sagnir þola samt iha truflanir og geta því stund- um gert sjálfsmörk. Og stundum er betra að nota þær ekki! A/A-V N * G986 ¥ K * K1032 * I D975 ♦ - ¥ DG962 ♦ 86 + ÁKG843 A * ÁD5432 s *7 J— ♦ DG54 + 106 ♦ K107 ¥ Á108543 ♦ Á97 + 2 Umsjón Stefán Guðjohnsen Með Jón og Ásgrím í n-s og Sverri Ármannsson og Karl Sigurhjartar- son í a-v vora sagnir stuttar en ef til vfll ekki laggóðar: Austur Suður Vestur Norður 2hjörtu* pass pass dobl pass pass pass Nei, þetta er ekki prentvflla og spil- ið er ekki snúiö! Þetta er hins vegar nýtísku tveggja opnun sem snýst upp í martröð fyrir notenduma. Tvö hjörtu þýða nefnilega hindrun með hjartaht eða spaðaht og láght. Ás- grímur spilaði út laufatvisti og ásinn í bhndum átti slaginn. Það er lítið annað að gera en að spila laufakóng og suður trompaði þann slag. Hann spflaöi nú hjartafjarka og norður fékk slaginn á kóng. Tígull kom til baka á ás og meiri tígull á kóng. Nú kom spaöaátta, drottning, kóngur og laufþristur. Ásgrímur spilaði nú hjartaáttu, nían úr blindum sem átti slaginn. Sverrir spilaði sig út með hjartatvisti, Ásgrímur drap á fim- muna, tók hjartaás og spflaði meira hjarta. Jón fékk síðan tvo síðustu slagina á lauf. Það voru 1100 tfl bræðranna og gulltoppur. Stefán Guðjohnser

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.