Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 59 Sviðsljós Fjölmenni var á blótinu. DV-myndir Sigursteinn Melsted, Breiðdalsvik Þorrablót í Breiðdal Dansinn dunaði - þrjár nikkur, gítar og bassi. Þorrablóð Breiðdælinga var haldið laugar- daginn 12. febrú- ar og var mjög fjölsótt. Skemmtidagskrá var öll heimatil- búin og þótti skemmtileg. Þá var dansað af miklum krafti langt fram eftir nóttu. Ingólfur Arnarson, til vinstri, afhendir Eiríki Stefánssyni, form. VSF, fundar- hamarinn að viðstöddum stjórnarmönnum VSF. DV-mynd Ægir Frá afmælishátiðinni. Hilmar Jónsson ásamt krökkum sem taka virkan þátt í hreyfingunni, f B M 1 BH ; JMmk’ • *wKmSm f&' Afmælishátíð 1 Keflavík Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum; Bamastúkan Nýársstjarnan í Keflavík hélt upp á 90 ára afmæh sitt 29. janúar en hún varð 90 ára 1. janúar. Fjöldi, bæði börn og fuhorönir, kom saman í göngugötunni við bæjarbókasafniö þar sem æðsti temlar og gæslumaður stúkunnar, Hilmar Jónsson, bauð gesti velkomna. í bókasafninu var sett upp sýning í thefni afmæhsins og vakti hún mikla athygh við- staddra. Guðleifur Sigurjónsson, forstöðu- maður byggðasafnsins, undirbjó hana og var sýningin um bindindishreyfmguna í Keflavík. Hilmar Jónsson hefur unnið frábært starf sem gæslumaður barna- stúkunnar og hefur hann stjórnað henni siðan 1970. DV-myndir Ægir Már Fundarhamar gefinn í minningu formanns Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði; Verkalýðs- og sjómannafélagi Fá- skrúðsfjarðar barst nýlega að gjöf fagurlega útskorinn fundarhamar sem hjónin Þórhhdur Guðlaugsdótt- ir og Ingólfur Arnarson, sem búsett eru í Svíþjóö, gáfu í minningu Guð- laugs Guðjónssonar, fóður Þórhhd- ar. Guðlaugur var formaður verka- lýðsfélagsins í mörg ár og gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum fyrir það. Sat meðal annars í hreppsnefnd þegar félagið bauð fram og fékk tvo menn í hreppsnefndina. Hamarinn er hin mesta völundar- smíð, fagurlega útskorinn af Hlyni Halldórssyni frá Miöhúsum á Hér- aði. Formaður félagsins veitti gjöf- inni viðtöku og þakkaði þeim hjón- um hina höfðinglegu gjöf. Meiming BíóborgiiySaga-bíó - Hús andanna: ★ ★ ★ XA Suðrænn tilfinningahiti Meryl Streep og Jeremy Irons leika hjónin Clöru og Esteban en saga þeirra er rakin í Húsi andanna. Þegar í hlut eiga kvikmyndir sem byggöar eru á þekktum og viðurkenndum bók- menntaverkum er stundum betra að koma ferskur að kvikmyndagerð verksins, vera ekki bundinn i báða skó af textanum. Kvik- myndin Hús andanna (The House of the Spi- rits) er gerð eftir mjög þekktri skáldsögu Isa- bel Allende, sögu sem margir hafa tekið ást- fóstri við. Því verður úrvinnsla sögunnar í knappt handritsform sjálfsagt alltaf umdeh- anleg. En hvaö sem hður fylgni við uppruna- legan texta hefur danska leikstjóranum Bhle August tekist að gera magnaða kvikmynd KvLkmyndir Hilmar Karlsson sem þrungin er miklum tilfinningahita, ep- íska kvikmynd af bestu gerð. Hús andanna gerist í Suður-Ameríku og þótt Chhe sé aldrei nefnt á nafn leynir sér ekki hvar sagan á að gerast. Bylting herforingjanna er stór vendi- punktur í myndinni og afgerandi fyrir fram- rás sögunnar. Hús andanna spannar á fimmta áratug. Sögumaður er Blanca (Winona Ryder). í byrjun fylgjumst við með henni aðstoða gamlan foður sinn um ættaróöahð, sem er í niðumíðslu, og hún byijar aö rifja upp sögu foreldra sinna. Esteban Trueba (Jeremy Irons) er fátækur ævintýramaöur sem er ákveðinn í að koma undir sig fótunum. Með hörku og þrjósku byggir hann upp mikið veldi í búskap þar sem algjört einræði ríkir. Hann htur á þjón- ústuhð sitt nánast sem þræla. Það þarf því engan að undra að á miöjum aldri gerist hann þingmaður fyrir hægri öfhn. Einkalíf hans er ekki farsælt og konurnar í lífi hans þurfa að höa mikið af hans völdum, hvort sem það er eiginkonan Clara (Meryl Streep), systir hans Feriha (Glenn Close) eða dóttir hans Blanca. Sjálfstæðar ákvarðanir þeirra þohr hann ekki. Ahar verða þær á einhvem hátt fyrir miskunnarleysi Estebans sem á endanum verður táknrænn fyrir þau aftur- haldsöh sem stjórna landinu. Hús andanna er óvenju innihaldsrík kvik- mynd sem að vísu er stundum full meló- dramatísk en sleppur ávaht við væmnina. Óneitanlega minnir myndin nokkuð á stór- virki David Leans, Doctor Zhivago, þótt aðal- persónurnar gætu ekki verið ólíkari. Það er skhjanlegt að Bhle August skuli hafa fengið shkar stórstjömur í leikarastétt- inni til liðs við sig. Hlutverkin eru mjög bita- stæð fyrir metnaðarfuha leikara ög stjörnu- hö Augusts kemst vel frá sínu. Mest mæðir á Jeremy Irons sem getur státað af mörgum góðum hlutverkum en hefur ekki verið betri. Esteban verður mjög htrík og sterk persóna í meðförum hans. Meryl Streep og Glenn Close em leikkonur sem ávaht er hægt að treysta og þótt leikur Close sé áhrifameiri þá ber þess að geta að Clara er flóknasta persónan í myndinni. Winona Ryder fer einnig vel með hlutverk Blöncu en skortir þó enn þann þroska sem eldri leikaramir hafa. Bhle August á svo sannarlega hrós skihð fyrir Hús andanna. Myndin lætur engan ósnortinn sem fer að sjá hana með jákvæðu hugarfari. Hús andanna (The House ol the Spirits). Lelkstjóri og handrltshölundur: Bille August. Tónlist: Hanz Zimmer. Aóalhlutverk: Jeremy Irons, Meryl Streep, Glenn Close, Winona Ryder, Antonio Banderas og Va- nessa Redgrave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.