Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGITR 19. FEBRÚAR 1994 Sérstæð sakamál Fiskimenn snúa oft af sjó með ýmislegt annað en aflann sem þeir ætluðu að sækja. Og þannig var það með fiskimennina frá Kýpur sem höfðu leitað fanga á sólríku hafinu þennan dag fyrir allmörgum árum. Það sem þeir komu með að landi var þess eðlis að fólk á eyjunni minnist þess enn. Það var líkið af mesta kvennagulli eyjarinnar fyrr og síðar, manninum sem gengið hafði undir nafninu Casanova Kýp- ur. Lögreglan var ekki lengi að staðfesta að líkið væri af Theofanis Georgiopoulus, íjörutíu og tveggja ára kafiihúseiganda. Flestir höfðu kallað hann Theo. Þar eð hann hafði einu sinni eða tvisvar verið handtekinn fyrir að beita ofbeldi voru fingraför hans í safni lögregl- unnar. Líkið var illa leikið. Theo hafði verið stunginn með hnífi sjö sinnum og sá eða sú sem það hafði gert hafði greinilega ætlað að tryggja aö áverkamir yrðu honum að bana. Tvívegis haíði verið stung- ið í gegnum hálsslagæðarnar og þrisvar beint í hjartastað. Einn rannsóknarlögreglumannanna komst þannig að oröi: „Morðinginn hefur ætlað að vera alveg viss um að hann dæi.“ Leyniskýrslurnar Það var ekki erfitt að geta sér til um hvers vegna Theo hafði veriö myrtur. Hann hafði um allangt skeið gengið undir nafninu Cas- anova Kýpur. Ýmsir eiginmenn kvenna, sem Theo hafði tælt til ástarleikja, hefðu ábyggilega getað hugsað sér að ráða hann af dögum og að auki voru þær allmargar konumar sem töldu sig eiga harma að hefna. Reyndar höfðu sögumar af ástarævintýrum Theos gengið svo lengi að einhveijum hjá rann- sóknarlögreglunni hafði þótt ástæða til að gera um hann sér- staka skýrslu. Þær urðu svo fleiri Theo. vitni kom þvi til lögreglunnar að Miriam hefði svarið þess eið að hún ætlaði að drepa hann af því hann hefði eyðilagt hjónaband hennar. Fáttum fjarvistarsannanir Þegar lögreglan bar það á Miriam að hún hefði lýst því yfir að hún ætlaði að ráða Theo af dögum ját- aði hún því. Þá spurði einn lög- reglumannanna hvort hún hefði ekki í raun boðið honum inn til sín og svo myrt hann. Hún svaraði: „Þegar maðurinn minn fór frá mér hélt ég að Theo myndi koma og fara að búa með mér. En þá var komin til sögunnar önnur kona sem hann var farinn að sofa hjá. Með mig fór hann eins og leikfang. Ég viðurkenni að mig langaði að drepa hann, en ég gerði það ekki.“ Enginn af þeim sem lögreglan yfir- heyrði hafði fjarvistarsönnun þann dag sem tahð var að morðið hefði verið framið. En um það sagði einn rannsóknarlögreglumannanna: „Að fólk skuli ekki hafa fjarvistar- sönnun sýnir ekki að það sé sekt. Aðeins fáir geta sýnt fram á það hvar þeir voru fyrir viku eða hálf- um mánuði. Kæmi einhver með fjarvistarsönnun í slíku tilviki væri full ástæða til að gruna hann.“ 1.200 grunaðir Rannsókn málsins stóð lengi og oft heyrðu rannsóknarlögreglu- mennirnir orð á við þetta þegar þeir yfirheyrðu fólk: „Eg hefði vel getað hugsað mér að ráða hann af dögum, en ég gerði það ekki.“ Margoft kom í ljós við rannsóknina að Theo tengdist hjónaskilnuðum sem orðið höfðu í Limassol, Famag- usta og Kýreníu. Loks var listinn yfir þá sem hugsanlega hefðu getað myrt Theo orðinn svo langur að Casanova Kýpur og nú, árið 1968, þegar Theo var allur, voru þær teknar fram til at- hugunar. Hinn látni var fæddur í Kýreníu árið 1926. Um tvítugt hafði hann gengið að eiga sextán ára stúlku, Onnu Georgiou, og átti með henni fjórar dætur á árunum frá 1946 til 1957. En þar eð hann hafði verið með fjölda giftra kvenna hafði hann oröið fyrir árásum og að minnsta kosti fjórum sinnum gróf- um líkamsmeiðingum. Þar höfðu verið að verki reiðir eiginmenn sem þótti Theo hafa umgengist konur þeirra af fullmiklu fijáls- lyndi. Margir vildu drepa hann í eitt af þeim skiptum sem ráðist var á Theo var hann svo illa leikinn að um hríð var óttast um líf hans. Er hann var búinn að ná sér nógu vel til að geta rætt við fólk gerðu læknar boð eftir rannsóknarlög- reglumönnum því þeim fannst árásin þess eðlis aö hún kallaði á rannsókn. Öllum til undrunar neit- aði Theo að tjá sig um það sem gerst hafði og varð ekkert úr frek- ari rannsókn. Árásimar urðu til þess að kona Theos fékk staðfest- ingu á þeim grun sem sótt hafði að henni um ótryggð manns hennar. Hún gekk á hann og að loknu sam- tali þeirra tók hún fóggur sínar og dætumar fjórar og yfirgaf hann. Yngsta dóttirin var þá fiögurra ára. Meðal þeirra kvenna sem Theo var í fóstu sambandi við var Evangalia Xydes Christou en hún var gift Sawas Christou og áttu þau fjögur Savvas, Evangelia og börnin fjög- ur. böm saman. Evangaha hafði þekkt Theo áður en hún kynntist Sawas og eftir að hún fór að vera með honum hélt hún áfram að hitta Theo á laun. Þar kom að hún varð ólétt. Þá sagði hún Sawas að hann væri faðirinn. Létu þau gefa sig saman í skyndi. Hálfu ári síðar fæddi Evangalia dóttur og var hún skírð Annamaria eftir móður Saw- as. Skilnaður Sawas var haldinn spilafikn. Þegar hann fékk laun sín fór hann venjulega að spila flárhættuspil og þegar hann kom loks heim var oft lítið eftir til heimilisins. Þetta ergöi Evangaliu mjög og kom stundum til rifrildis. I einni orðasennunni ákvað Evangalia að særa Sawas og sagði honum að Annamaria væri alls ekki dóttir hans. Sawas Miriam og dætur hennar tvær. fannst sér nóg boðið, tilkynnti konu sinni að hjónband þeirra væri á enda og fór að heiman með syni þeirra þijá. Þetta gerðist tíu dögum áður en tahð var að Theo hefði verið myrtur. Byggðist sú tímasetning á niðurstöðum réttar- lækna. Sawas var sá sem lögreglan. grunaði fyrst. Það var ekkert vafa- mál, aö hennar mati, að hann hafði ástæðu til að vilja Theo feigan. Þá kom til að Sawas hafði verið í frels- ishreyfingunni á eyjunni og barist gegn bæði Englendingum og Tyrkj- um. Hann kunni því að drepa á snöggan og hljóðlátan hátt. A því lék enginn vafi. Athyglisverð ummæli Þegar lögreglan kom heim til Sawas til þess að yfirheyra hann Dætur Theos. sagði hann hiklaust: „Mig langaði aö drepa Theo en ég gerði það ekki. En ég var ekki einn um að vhja hann feigan. Helmingur allra kvæntra manna á Kýpur vildi ryðja honum úr vegi. Þeir höfðu alveg eins mikla ástæðu til þess og ég að stytta honum aldur.“ Evangaha sagði nánast það sama: „Það er gott aö hann er dáinn. Hann eyði- lagði líf mitt og fjölda annarra kvenna. Það hlaut að koma að því að einhver gengi frá honum. Ég vhdi óska að ég hefði gert það, því hafi nokkur maður átt skihð aö deyja var það hann.“ Næst ræddu rannsóknarlögreglumennimir við Miriam Antonopolous. Hún var þijátíu og þriggja ára og átti tvær dætur sem hún varð ein að sjá fyr- ir eftir að maður hennar yfirgaf hana. Ástæðan var sú að hann komst að því að Miriam stóð í ást- arsambandi við Theo. Nafnlaust slíkt hafði ekki áður sést. Þeir grunuðu voru orðnir 1.200 talsins. Mikil leit var gerð að fótum hins myrta en líkið var nakið er það fannst. Þau fundust þó aldrei. En árið 1971 gerðist það að Miriam Antonopolous kom á lögreglustöð- ina og sagði: „Ég er komin th að gera játningu. Það var ég sem myrti Theo. Samviskan er búin að naga mig síðan. Ég get ekki sofið á nótt- inni.“ Málið lagt á hilluna Ekki hafði nokkru sinni verið skýrt frá ýmsum atriðum sem tengdust morðinu th að létta sann- prófun kæmi th handtöku vegna þess. Þess vegna gekk Miriam í raun í ghdru þegar hún gaf sig fram. Hún var látin lýsa því hvem- ig hún hefði myrt Theo en þegar hún hafði sagt sögu sína var ljóst að hún gat ekki verið morðinginn. Þegar hún var svo spurð að því hvers vegna hún hefði gefið sig fram og játað á sig morðið sagði hún: „Fólk er alltaf að slúðra og benda á mig. Þaö heldur að ég hafi myrt hann. Ég vhdi koma fyrir rétt og verða sýknuð svo aö ég gæti losnað við aht þetta umtal." Rann- sókn málsins var hætt skömmu eftir þetta og nú hggja skýrslurnar um máhð á hihum og safna ryki. „Ég er sannfærður um að það eru margir á Kýpur sem vita hver morðingi Theos er,“ sagði háttsett- ur maður innan lögreglunnar síðar í viðtali. „En það er þagað um það. Þegar aht kemur th ahs gerði morðinginn eiginmönnum á Kýpur talsverðan greiða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.