Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 5
Nú ætlar Bjami að taka silfrið 03 sulliðSy | ,> ; ‘>*rví 1 .*• *-v •.•••.• •••• •* ** »• • rv. •■••*• V* v« • ;•••• fegS^Vdi MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 Fréttir Sauðárkrókur: í Leyndinni um lista sjálf stæðis- mannaaðlinna Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: í aUri þeirri leynd sem hvílir yfir framboösmálum á Sauðárkróki hef- ur þaö kvisast út að Jónas Snæ- björnsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar, muni skipa efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir komandi bæjarstjórnar- kosningar. Steinunn Hjartardóttir lyfjafræðingur verði í öðru sætinu og Björn Bjömsson skólastjóri í því þriðja eða í sömu sætum og þau skip- uðu fyrir síðustu kosningar. Þessar fregnir hafa ekki fengist staðfestar, en þykja traustar. Jónas Snæbjörnsson neitaði ekki í samtali við DV að hann skipaði efsta sætið. Hjálmar Jónsson sóknarprestur, formaður uppstillingarnefndar, varðist allra fregna. Sagði að listinn yrði birtur innan skamms og sagðist fagna þeirri niðurstöðu sem fengist hefði. „Þarna er mjög traust fólk í forystu sem nýtur mikils álits. Ekki bara hjá sjálfstæðisfólki heldur einnig hjá öðrum í bænum. Það er ljóst,“ sagði Hjálmar. Mikið hefur verið spáð í hver yrði arftaki Knúts Aadnegaard í efsta sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum, en spennunni þar um ætti nú að linna. Trúlega má reikna með að listar framboðanna á Króknum fari að birtast hver af öðrum á næstunni, en til þessa hefur einungis Alþýðu- bandalagið tilkynnt framboð sitt. Útgerðarfélag Akureyringa: Strákarnir í Laugardalslauginni eru oft kappsamir við að koma bolta niður i körtuhringinn. Á myndinni reynir piltur að „troða“ boltanum niður um gatið þó að ekkert sé netið. DV-mynd ÞÖK Stef nt á að endurpakka af la togara Mecklenburger Bjarni Friðriksson vann bronsið í júdó á Ólympíuleikunum áriö 1984 sællar minningar. Nú keppir Bjarni stundum í Gullnámunni og lætur reyna á heppnina. Hann setur að sjálfsögöu stefnuna á Silfurpottinn eöa Gullpottinn eins og sönnum í HEpp keppnismanni sæmir. Þó svo aö hann fari ekki alltaf meö sigur af hólmi þá veit hann aö málefnið er gott og allir íslendingar njóta góös af öflugum háskóla. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég get ímyndað mér að tii þessa verks þyrfti um 10 manna hóp sem gæti endurpakkað 5-9 tonnum á dag þannig að það er ljóst að þarna yrði um talsverða vinnu að ræða,“ segir Gunnar Aspar, framleiðslustjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, en til stendur hjá fyrirtækinu að endur- pakka frosnum afurðum frá togurum Mecklenburger Hochseefischerei sem munu landa á Akureyri á næst- unni. Gunnar segir að um borð í þýsku togurunum sé fiskinum pakkað í 6-7 kg umbúðir og millilögð eins og það er kallað. „Það er mikið um það er- lendis að kaupendur brjóti þetta upp og endurpakki í 1 kg pakkningar fyr- ir neytendamarkað. Við erum byrj- aðir á þessu að hluta til í okkar fram- leiðslu og þaö er þetta sem við höfum áhuga á að gera við fiskinn úr þýsku skipunum," segir Gunnar. Togarar Mecklenburger, sem eru í meirihlutaeigu Útgerðarfélags Akur- eyringa, eru nú að veiðum út af Reykjanesi og veiða úr skiptum stofnum sem þýðir að þeim er heim- ilt að landa afla hér á landi. Endur- pökkun afla togaranna á Akureyri mun ekki einungis skapa atvinnu heldur yrði um leið um að ræða verð- mætaaukningu þar sem meira fæst fyrir vöruna í 1 kg neytendapakkn- ingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.