Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
3
i>v Fréttir
Einn piltanna 1 árásarmálinu var dæmdur á föstudaginn:
Fékk árs f angelsi fyrir
30 innbrot á 43 dögum
- slapp úr varðhaldi sama dag og dómur gekk
Annar piltanna, sem úrskurðaður
var í gæsluvarðhald til 5. maí vegna
árásar á þrjá unga menn í miðbæn-
um aðfaranótt síðastliðins sunnu-
dags, var dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur á föstudag. Samtals
brotnuðu 13 tennur í munni eins
þeirra sem ráðist var á, annar hand-
leggsbrotnaði og sá þriðji rifbeins-
brotnaði. Umræddur piltur hafði
ekki hafið afplánun dóms síns þar
sem frestur hans til að áfrýja honum
til Hæstaréttar var og er ekki liðinn.
Pilturinn var dæmdur fyrir inn-
brot í 29 söluturna, myndbandaleig-
ur og sendibílastöð þar sem hann
meðal annars stal um 900 þúsund
krónum, þar af rétt rúmlega 800 þús-
und krónum úr tæplega 30 spilaköss-
um sem hann sprengdi upp ýmist
einn eða í félagi við aðra á tímabilinu
13. janúar síðastliðinn til 24. febrúar.
28. febrúar var hann úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 29. apríl en Hér-
aðsdómur felldi úrskurðinn úr gildi
þegar hann dæmdi piltinn í árs fang-
elsi óskilorðsbundið á föstudag fyrir
fyrmefnd afbrot. Þrátt fyrir að vera
aðeins rúmlega 16 ára hefur piltur-
inn hlotið tvo skilorðsbundna dóma,
samtals 6 mánuði, fyrir sams konar
afbrot og ákæru einu sinni verið
frestað á hendur honum. Fyrri dóm-
ar voru felldir inn í refsingu þá sem
honum var gerð.
Héraðsdómur tók tillit til ungs ald-
urs piltsins og þess að hann játaði
brot sín greiðlega. Á móti kom mik-
ill fjöldi brota og að andvirði þess
sem hann tók var yfir 800 þúsund
krónur. Einnig það að hann stundaði
brot sín sem um atvinnu væri að
ræða. Auk þess að dséma umræddan
pilt voru fjórir aðrir ungir menn á
aldrinum 19 til 23 ára í fangelsi, einn
skilorðsbundið, tveir í 6 mánaða
fangelsi óskilorðsbundið og einn í
eins árs óskilorðsbundið fangelsi.
Álit sérfræöinga:
Frelsissvipting
og meðferð
eræskileg
„Það eru alltaf einhverjir einstakl-
ingar sem eru ofbeldishneigðir og
afbrotagjarnir. Þessir krakkar sem
standa í þessu eiga það yflrleitt sam-
eiginlegt að hafa alist upp við erfið
skilyrði. Fangelsi er ekki alltaf
lausnin fyrir þennan hóp,“ segir
Guðjón Bjarnason sem fer með
barnaverndarmál hjá félagsmála-
ráðuneytinu.
Hann segir þætti eins og lélegt upp-
eldi, tíða flutninga, htið tilfmninga-
aúæti og svo framvegis spila stóran
þátt í persónumótun þessa hóps.
„Þegar kemur að bömum og ungl-
ingum, sem oft eru mjög sködduð,
hefur verið gripið til neyðarúrræða.
Nú síðast var sett á laggirnar lokuð
deild í Stóru-Gröf í Skagafirði í snar-
hasti. Mönnum hugnast samt ekki
að loka unga krakka inni. Það getur
þurft að gera það um stuttan tíma
en það er neyðarúrræði því lokuð
dehd er óvenjulegt umhverfi og hálf-
partinn eins og fangelsi," segir Guð-
jón.
Áskell Örn Kárason, forstjóri Ungl-
ingaheimihs ríkisins, segir að sér
sýnist engir unghngar á aldrinum 15
til 16 ára þurfa á vistunarúrræði í
Stóru-Gröf að halda í dag. Hins vegar
sé full ástæða til að hafa í huga að
fangelsun unglinga á aldrinum 16 til
18 ára, sem eru fastir í afbrotum, sé
oft ekki rétta leiðin. Þau úrræði sem
þeim séu nauðsynleg em hins vegar
dýr og hæpið að menn séu reiðubún-
ir að kosta þeim til. Um sé að ræða
ómótaða unglinga sem vanti sjálfs-
traust og festu í lífinu. Oft sé best að
starfa með þeim á félagslegum
gmnni. Frelsissvipting geti verið
nauðsynleg en umhverfið, sem bíður
þeirra í fangelsi, geti gert iht verra.
„Það þarf að ná sambandi við þessa
krakka, byggja upp öryggiskennd hjá
þeim og kenna þeim að gera hlutina
öðruvísi en þau gera,“ segir Áskeh.
.„Velferðarþjónustan hér á landi á
undir högg að sækja. Ráðuneytið
hefur verið að hamra á því að þessi
mál verði tekin föstum tökum. Það
þarf aukna ráðgjöf og það þarf að ná
th þessara ungmenna áður en þau
verða skemmd," segir Guðjón.
-PP
sakaferill árásai
16 ára piltur í gæsluva
í tvö ár. Ákæran
ið, biiþjófnað og
.
Desember 1992:
Héraðsdómur frestar ákæru á hej
vargefln út á hendur honum fyrirjj
réttindaleysi við akstur. |
Maí 1993:
Héraðsdómur dæmir piltinn í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi
í 3 ár vegna þjófnaðar og nytjastuldár.
Desember 1993: ,
Héraðsdómur dæmir piltinn í 6 tnánaöa skilorösbundið fangelsi
í 3 ár vegna þjófnaðar og nytjastuldar, Dómurinn frá því í maí er
jafnframt dæmdur með. v -
13. jan. - 24. feb. 1994: ^
Á þessum tíma braust pilturinn'-inft á'29-stöðum. Hann braut
upp fjölda spilakassa og haföi upp úr krafsinu rúmlega 800
þúsund, ýmist einn eða í félagi viö annan eða aðra. Einnig var
stoliö skiþtimynt. guliúrum, tóbaki. sjónaukum, sælgæti og
fleiru.
28. febrúar 1994:
Héraösdómur úrskuröar piltinh ísýokallaða síbrotagæslu til 29.
apríl. vegna fjölda afbrota.
22. apríl 1994:
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir piltinn í 12 mánaða
óskilorðsbundið fangelsi og fellir úr gildi gæsluvarðhald hans í
leiðinni. „Tillit er tekið til ungs aldurs ákærða viö ákvörðun
réfsingar og þess að hann hefur játað brot sín greiölega. Á móti
kemur mikill fjöldi brota ogaö ándvirði þess sem ákærði tók...
Ákærði hefur stundaö brot sín sem um atvinnu værir að ræða,“
segirí dómnum. Fyrri dómar voru felldir inn í refsingu þá sem
honum var gerð. ■---
24. apríl 1994: |g| - '
Pilturinn á þátt í árás seön ef-tii rannsóknar hjá RLR. í árásinni
voru 13 tennur slegnar úreinu fórnarlambanna með meitli,
annaö handleggsbrotnaðl og það þriðja rifbeinsbrotnaði.
Pilturinn var úrskurðaður í gæstuvarðhald til 5. maí.
16 ára piltur
Hefurekki hlotið dóm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hefur hins
vegar komið við sögu lögreglu vegna innbrota í fyrra og er þetta
fyrsta mál hans á þeésu ári.
15 ára piltur
Hefur komiö viö sögú lögreglu fjórum sinnum á þessu ári,
meðal annars vegna árásar á mann við söluturn í Breiðholti.
Samkvæmt upþlýsingum DV átti hann ekki þátt í líkamsárásinni
í því tilviki heldur þeir sem voru handteknir með honum. Hjn
málin eru þjófnaöamál, tékkafals og innbrot.
DV
Innbrotaqenqi upprætt
Rannsóknarlögreglan í sam-
vinnu við rannsóknardeild lögregl-
unnar í Hafnarfirði handtók á
mánudag fimm þrettán th íjórtán
ára pilta sem viðurkenndu innbrot
í sex mannlaus einbýlishús.
Innbrotin áttu sér stað á seinustu
þrem vikum og var skartgripum,
gjaldeyri, hljómtækjum, mynd-
bandstækjum og fleiru stolið. Þýfið
er mestallt komið í leitirnar.
Piltunum var sleppt eftir yfir-
heyrslur en enginn þeirra hefur
komið áður við sögu lögreglu.
-PP
Kostnaður við tannviðgerð fómarlambs allt að 800 þúsund:
Sjaldnast tekst að innheimta bætur
- segir JónSteinarGunnlaugssonlögmaður
„Það þyrfti sérstök lög th að gera
ríkið ábyrgt fyrir því að einstakling-
ar standi skh á skaðabótum, sem
þeir eru dæmdir til að greiða fyrir
dómstólum, og þau lög hafa ekki ver-
ið sett. Mönnum þykir í sjálfu sér
ekkert eðlilegra að ábyrgjast shkar
greiðslur heldur en hvaða aðrar
greiðslur. Menn verða náttúrlega
fyrir skakkaföhum af ýmsum ástæö-
um,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs-
son lögmaður.
Tannlæknir sem DV ræddi við tel-
ur víst að kostnaður mannsins, sem
varð fyrir því að 13 tennur í honum
brotnuðu í þegar hann fékk meith
framan í sig í átökunum, sem fjallað
er um á síðunni, verði á bhinu 400
til 800 þúsund. Ef málið fer fyrir dóm
má ætla aö lögð verði fram krafa á
hendur þeim sem ohi áverkunum að
hann greiði þann kostnað.
Jón Steinar segir að í fæstum til-
fellum takist þeim sem séu dæmdar
bæturnar að innheimta þær.
„Þeir sem valda öðrum tjóni með
líkamsárásum eru yfirleitt ekki
burðarásar í samfélaginu og það eru
yfirleitt eignalausir menn, geri ég ráð
fyrir, og ekki borgunarmenn fyrir
einu eða neinu og því oft tómt mál
að ná að innheimta það hjá þeim. Það
hefur ekki verið gerð nein könnun á
þessu en yfirleitt verða því menn að
sitja uppi með sinn skaða sjálfir,"
segir JónSteinar. -pp
Hinn pilturinn, sem situr í gæslu-
varðhaldi vegna líkamsárásarinnar,
hefur nokkrum sinnum komið við
sögu lögreglu vegna svipaðra mála
og jafnaldri hans en hvorugur þeirra
hefur átt aðild að líkamsárásarmál-
um svo vitað sé. Þriðji pilturinn sem
átti aðild að málinu er aðeins 15 ára
gamall og hefur þegar komiö 4 sinn-
um við sögu lögreglu á þessu ári.
Fyrir nokkrum vikum kom hann við
sögu RLR vegna líkamsárásarmáls
sem átti sér stað í Breiðholti þar sem
nokkrir ungir phtar réðust að starfs-
manni í söluturni sem reyndi að
koma í veg fyrir innbrot í söluturn-
inn. Samkvæmt upplýsingum DV er
phturinn ekki talinn eiga þátt að árá-
sinni í því tilviki heldur einungis
innbrotinu.
Þess má geta að skaðabótakröfur á
hendur piltinum, einum eða í félagi
við aðra, námu á aðra milljón króna.
-PP
Bernard Granotier.
Bahál-bmninn:
Frakkinn á
skrá interpol
Rannsóknarlögregla ríkisins
lýsir eftir Bernard Granotier, 48
ára frönskum ríkisborgara, bú-
settum hér á landi, í tengslum við
brunami í húsnæði Bahá’ía við
Álfahakka aðfaranótt laugar-
dags.
Samkvæmt upplýsingum RLR
er Bernard frönskumælandi en
getur gert sig skhjanlegan á ís-
lensku. Hann er 182 sm á hæð,
dökkhærður og síðast vitaö um
feröir hans á föstudagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum DV
var leitað upplýsinga um Bern-
ard hjá Interpol og gáfu þær til-
efni th þess að lýst var eftir hon-
umhérálandi. -pp
Ferðayfirvöld:
Upplýsingaskrif-
stofaíJapan
Borgarráð ætlar að halda áfram
að reka upplýsinga- og landkynn-
ingarskrifstofu í Tokyo í Japan i
samvinnu við Ferðamálaráð ís-
lands en að undanförnu hafa is-
lensk ferðamálayfirvöld staðiöað
markaðsátaki þar í landi.
Gert er ráð fyrir að borgaryfir-:
völd veiti 1,5 miUjóna króna auk-
aljárveitingu til reksturs skrif-
stofunnar á þessu ári gegn
þriggja tnihjóna króna framlagi
Ferðamálaráðs. -GHS