Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
5
Fréttir
KEA tapaði tæpum
háKum milljarði
á tveimur árum
Bækistöðvar Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Félagið hefur tapað miklum
fjárhæðum síðustu tvö árin.
Eigendur Kaupfélags Eyíirðinga
eru ekki yfir sig hrifnir af afkomu
fyrirtækisins og dótturfyrirtækja
þess á síðasta ári, enda tapið veru-
legt. Aðalfundur félagsins var hald-
inn um helgina á Akureyri og þar
kom fram að tap KEA og hlutdeild
félagsins í tapi dótturfyrirtækjanna
nam á síðasta ári 247 milljónum
króna. Árið 1992 var þetta tap upp á
217 milljónir þannig að á tveimur
árum hefur KEA verið að tapa um
425 milljónum króna. Verulegur
hluti af tapi síðasta árs er vegna hlut-
deildar KEA í tapi dótturfélaganna,
t.d. var hlutur KEA í tapi vatnsút-
flutningsfyrirtækisins AKVA 135
milljónir. Framtíð þess fyrirtækis er
mjög í deiglunni og veltur í raun og
veru alfarið á því hvemig til tekst
með hlutaíjárútboð í Bandaríkjunum
sem stendur yfir þessa dagana.
700 milljónir
I fjármagnskostnað
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri segir varðandi rekstur
móðurfélagsins, sem tapaöi 51 millj-
ón króna á síðasta ári, að í rauninni
sé verslunin eini þátturinn í rekstr-
inum sem skili betri afkomu en áð-
ur. Hins vegar eru aðrir þættir sem
vega geysilega þungt þegar afkomu-
tölur KEA eru skoðaðar og þá ekki
síst fj ármagnskostnaður. Fjár-
magnskostnaður KEA umfram fiár-
magnstekjur á síðasta ári nam 339
milljónum króna, 332 milljónum
króna árið 1992 og því hátt í 700 millj-
ónum á tveimur síðustu árum.
„Þetta er auðvitað nfiög íþyngjandi
fyrir reksturinn en vextir hafa verið
allt of háir hér á landi. Þeir hafa sem
betur fer farið lækkandi og ef tekst
að halda vöxtunum niðri mun það
hjálpa okkur verulega. Við höfum
líka lækkað skuldir á undanfomum
áram“.
AKVA stórt vandamál
Annað stórt vandamál er vatnsút-
flutningurinn sem rekinn hefur ver-
iö með bullandi tapi. Hlutdeild KEA
í tapi AKVA á síðasta ári er upp á
135 milljónir króna.
Forsvarsmenn KEA segja að AKVA
hafi veriö í markaðsátaki með vatnið
í Bandaríkjunum og í þaö hafi verið
eytt miklum peningiun þótt það hafi
ekki skilað árangri í sölu enn sem
komið er a.m.k. Það hafi hins vegar
skilað þeim árangri að vönunerkið
er orðið nokkuð þekkt á Boston-
svæðinu og þar hafi skapast við-
skiptasambönd. Það sé svo spuming-
in hvemig tekst að vinna úr því. En
þetta kosti peninga og hvort þeir
verði fyrir hendi eigi eftir að koma í
ljós.
Um þessar mundir stendur yfir í
Badaríkjunum hlutafiárútboð í
vatnsútflutningnum og em boðin
hlutabréf að nafnvirði 4-6 milljónir
dollarar eða á bilinu 300-400 milljón-
ir króna og þaö mun skýrast eftir
rúman mánuð hvemig til tekst. Um
það er rætt innan fyrirtækisins að
gangi þetta hlutafiárútboð ekki upp
leggist vatnsútflutningurinn endan-
lega af og öll frekari áform í þá vem.
Magnús Gauti segist hins vegar vera
bjartsýnn á að útboðið gangi vel en
vissulega sé engin trygging fyrir því
enn sem komið er.
Staðan geysisterk
• En KEA hefur tapað peningum á
fleiri dótturfyrirtaekjum og á síðasta
ári var t.d. tap af Útgeröarfélagi Dal-
víkinga 25 milljónir, af Dagsprenti
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
21 milljón og af Hótel KEA15 milljón-
ir, svo eitthvað sé nefnt, og þetta er
aðeins hlutur KE A í tapi þessara fyr-
irtækja.
Á sama tíma er KEA að kaupa
hlutabréf í fyrirtækjum og gerði það
t.d. á síðasta ári fyrir 157 milljónir
króna. Þar ber langhæst kaup á 111
milljóna króna hlutafé í Hafnar-
stræti 87-89 hf., sem er fyrirtæki um
rekstur Hótels KE A, og er þar reynd-
ar að verulegu leyti um hreytingu á
skuld í hlutafé aö ræða.
Þeir sem ekki þekkja til þess
hversu mikið veldi KEA er gætu
ætlað að slíkur hallarekstur, eins og
verið hefur undanfarin ár, stefni fyr-
irtækinu í voða. Stáðan um síðustu
áramót var hins vegar þannig, þrátt
fyrir miklar skuldir, að sjóðir og eig-
ið fé námu 2,3 milljörðum króna og
eiginfiárhlutfall var 32%.
í kvótabraskið?
í sjávarútvegskafla ársskýrslu
KEA kemur fram að ætlunin er að
halda uppi tekjum togara félagsins
með því að veiöa aðrar tegundir en
þorsk og selja í gámum erlendis, sé
það hagkvæmt. Á sama tíma verði
fengin utanaðkomandi skip til að
veiöa þorsk fyrir frystihús félagsins
gegn því að leggja til hluta af kvóta.
Munu margir hafa orðið undrandi á
þeim tíðindum að KEA sé að fara í
kvótabraskið svokallaða. Kaupfé-
lagssfiórinn vill hins vegar kalla
þetta viðskipti en ekki brask.
Eftirlaun forstjóranna
Þótt menn hafi ekki haft hátt um
það er urgur í sumum vegna eftir-
launaskuldbindingar KEA en sú
skuldbinding nemur um 75 milljón-
um króna. Hér er um að ræða samn-
inga við Jakob Frímannsson, fyrr-
verandi kaupfélagssfióra, ekkju Vals
Arnþórssonar og Magnús Gauta
Gautason, núverandi kaupfélags-
sfióra. Menn hafa ekki hátt um þenn-
an samning en það er ljóst af tali DV
viö kaupfélagsmenn að þeir „skilja
þetta ekki alveg" allir og finnst vera
hálfgerð „SÍS-lykt“ af þessu eins og
einn þeirra orðaði það.
Bati á næsta leiti?
Mönnum blandast ekki hugur um
að staða KEA er sterk þrátt fyrir
erfiðan rekstur undanfarin ár. Mikil
hagræðing hefur átt sér stað innan
fyrirtækisins og verður henni haldið
áfram. Margir eru bjartsýnir á að
reksturinn muni lagast verulega á
árinu þótt þess sé e.t.v. ekki aö vænta
að fyrirtækið skili hagnaði alveg
strax. Hversu fljótt batinn komi velti
ekki síst á því að það takist að lækka
skuldir og vaxtakostnað og leysa
vandamál vatnsútflutningsins. Og
sem dæmi um það hversu mikil áhrif
gott gengi KEA hefur á atvinnulífið
á Akureyri og í nágrannabyggðum
má nefna í lokin að starfsmenn KEA
á síðasta ári voru rúmlega 900 talsins
og á þriðja hundrað í dótturfyrir-
tækjunum.
60 milljóna tap hjá Kaupfélagi Héraðsbúa:
Kaupfélagsstjórinn „í leyfi“
„Ég er bara þreyttur enda er ég
búinn að vera í þessu í tuttugu ár,“
sagði Jörundur Ragnarsson, kaupfé-
lagssfióri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa,
í samtah við DV en hann hefur feng-
ið eins árs frí frá störfum frá 1. maí
að eigin ósk.
Á aðalfundi kaupfélagsins um helg-
ina kom fram að það var rekið með
60 milljóna króna tapi á síðasta ári.
Bjöm Ágústsson, sem hefur verið
fulltrúi í kaupfélaginu, tekur við af
Jörundi, a.m.k. fyrst um sinn.
„Kaupfélagið hefur ekki upp í vexti
og áfóll út af Sambandinu komu okk-
ur illa. Það voru 28 milljónir króna
afskrifaðar vegna nauðasamninga og
gjaldþrots Sambandsins. Annað er
að mestu vegna fiármagnskostnaðar
og samdráttar í landbúnaði,“ sagði
Jón Krisfiánsson sfiómarmaður við
DV. Jón sagði að það mundi koma í
ljós á næstmini hvemig sfiómin tæki
á því máh sem varðar ráðningu
kaupfélagssfióra til frambúðar.
-Ótt
C3
Ö
>o
U
Fyrsta Power Macintosh-
tólvan kom meb þyrlu í
Apple-umbobib 14.3. '94.
L
táar
u
3-
O
c
u
ce
Power Macintosh 7100/66
8 Mb vinnsluminni
250 Mb harðdiskur
17" Apple Multiscan-litaskjár
Stórt hnappaborð
Grunnverð: 557.900,- kr.
Tilboðsverð: 414.000,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 332.536,- kr. stgr.
'U
I
&H
Power Macintosh 6100/60
8 Mb vinnsluminni
160 Mb harðdiskur
14" Apple AV-litaskjár
Lítið ímappaborð
Grunnverð: 341.600,- kr.
Tilboðsverð: 266.000,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 213.655,- kr. stgr.
Apple-umboðið M.
:i 21. Sími: 91-62 48 00 Fax: 91-6248 18