Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
UtLönd
Annar dagur kosninga allra kynþátta í Suður-Aíríku:
Níu særðust í tilræði
við Jóhannesarborg
Gamalt fólk og sjúklingar í Suður-Afríku flykktust á kjörstaði i gær á fyrsta degi kosninganna og þeir sem ekki
komust hjálparlaust nutu góðrar aðstoðar vina sinna. Símamynd Reuter
Níu menn að minnsta kosti særð-
ust þegar bílasprengja skók brottfar-
arsal fyrir millilandaflug á Jan
Smuts ílugvellinum við Jóhannesar-
borg í Suður-Afríku í morgun, að
sögn lögreglu. Einn hlaut alvarleg
sár.
„Bílasprengja sprakk við brottfar-
arsalinn fyrir millilandaflug klukk-
an 7.15. Þaö sást til hvíts manns
leggja hvítri Peugeot-bifreið og
hlaupa síðan í burtu,“ sagði Braam
Loots, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins sem rekur flugvölhnn.
Lögreglan lokaði flugvellinum og
voru farþegar og starfsmenn fluttir
burt úr flugstöðvarbyggingunni eftir
sprenginguna, á öörum degi kosning-
anna með þátttöku allra kynþátta.
Flugvél frá svissneska flugfélaginu
Swissair var nýlent þegar sprenging-
in varð og voru farþegar hennar að
taka við farangri sínum.
„Við vorum að ná í farangurinn
okkar þegar við heyrðum sprenging-
una. Mikiö ryk þyrlaðist upp en allir
héldu ró sinni,“ sagði Rainer Be-
hrens sem kom meö vélinni frá
Ziirich.
Sprengjutilræði sem hvítum
hægrisinnum hefur verið kennt um
urðu 21 manni að bana og særöu
tugi í Jóhannesarborg og Pretoríu
dagana fyrir kosningarnar.
Tveir helstu leiðtogar blökku-
manna í Suður-Afríku, þeir Nelson
Mandela, leiðtogi Afríska þjóðar-
ráðsins, og Desmond Tutu erkibisk-
up greiddu atkvæði í fyrsta sinn á
ævinni í morgun. Mandela sagði aö
með þessu væri draumur hans að
rætast.
„Þetta er ógleymanlegt tækifæri,
þegar vonir þær og draumar sem við
höfum alið í brjósti í áratugi verða
að veruleika. Við erum að ganga inn
í nýtt tímabil vonar, sátta og þjóðar-
uppbyggingar," sagði Mandela.
Tutu erkibiskup tók nokkur spor á
kjörstað í morgun og sagðist hlakka
til að sjá nýja Suður-Afríku þar sem
svartir og hvítir leiddust hönd í hönd.
Að sögn háttsettra embættis-
manna Sameinuðu þjóðanna hafa
Bosníu-Serbar að mestu farið að
kröfum NATO um að hafa sig á brott
frá bænum Gorazde og því þótti ekki
ástæða til að gera alvöru úr hótunum
NATO um að gera loftárásir en frest-
urinn sem Serbum var gefmn rann
út snemma í morgun.
NATO segist ætla aö fylgjast vel
með ferðum Serba í dag og passa upp
á að þeir verði farnir með öll þunga-
vopn sín í 20 km fjarlægð frá bænum.
„Við munum vera í viðbragsstöðu
og fylgjast náið með ferðum Serba.
„Þetta er ótrúlegur dagur fyrir
okkur öll. Ég á við okkur öll, svarta
Og hvíta,“ sagði TutU. Reuter
Brugðist verður hart við ef þeir ráð-
ast inn í Gorazde á ný eða önnur frið-
arsvæði Bosniu-Hersegóvínu," sagði
talsmaður NATO.
Starfsmenn SÞ fluttu 90 særða og
slasaða íbúa frá Gorazde í gær og þar
með er tala þeirra sem íluttir hafa
verið á brott komin í 299 en brott-
flutningur hefur staðið yfir í þrjá
daga.
Bandaríkjamenn og Rússar segjast
ætla að vinna hörðum höndum að
því að fá stríðandi fylkingar í Bosníu
til að setjast að samningaborði.
Stuttarfréttir i>v
Fáninnniður
Hinn gamli apartheid-fáni Suð-
ur-Afríku var tekinn niður í nótt
og nýr þjóðfáni dreginn aö húni.
Löngeinokunáenda
Hvítir memi i Suður-Afríku
sátu einir að völdum í 124.934
daga, eða 342 ár.
EngirilRrandar
Svartur töfralæknir lýsti því
yfir að engir iilir andar ógnuðu
kosningunum i Suður-Afríku.
Deiors skammasi sín
Jacques Del-
ors, forseti
framkvæmda-
stjórnar Evr-
ópusambands-
ins, sagöist
skammast sín
fyrir vanmátt
sambandsins
við að stilla til friðar í Bosniu.
Barisf íKigali
Harðir bardagar milli uppreisn-
armanna og stjórnarhermanna
brutust út í Kigali, höfuðborg
Rúanda.
Clinton og Kina
Clinton forseti ætlar'að standa
við hótun sína um að takmarka
aðgang Kina að Bandarikjamark-
aði verði mannréttindi ekki auk-
in.
JeHsín afflýsir
Jeltsín Rússlandsforseti lét
undan þjóðernissinnum og aflýsti
heræfingum með Ameríkönum.
Hata bidlar
Tsutomu
Hata. nýkjör i
inn forsætis-
ráðherra Jap-
ans, biðlaði tii
sósíalista-
flokksins um
að yfirgefa ekki
ríkisstjómina
og koma þannig í veg fyrir ringul-
reið.
Ífelum
Hundruð Haítíbúa eru i felum
vegna morða hermanna á borg-
urum.
- Nixon kvaddur
Þúsundir aðdáenda Nixons létu
úrhelli ekki aftra sér ffá því aö
bíða klukkustundum saman eftir
að votta honum hinstu virðingu.
NeiviðESB
Norskir sjávarútvegsmenn eru
á móti aðild Noregs að ESB.
12 slösuðust
Tólf manns slösuöust þegar lest
fór út af sporinu í Alvsjö í Svíþjóð
í gær.
Hluti af rammanum um Ópiö
sem var stoliö af Norska þjóð-
listasafninu fannst í Noregj í gær.
Móðir Husseins látin
Móðir Hus-
seins Jórdaníu-
konungs, Zein
al-Sharaf, lést í
gær. Hún
studdi son sinn
dyggilega þeg-
arkonungdóm-
urinn var í
hættu í pólitíska óeirðum í Jórd-
aníu á sjötta áratugnum.
Sameinast
Tvenn róttæk samtök í ísrael,
sem vinna gegn aröbum, ætla að
sameinast
21ársfangelsi
Einn mesti fjöldamorðingi í
Noregi, Roger Haglund, fékk 21
ársfangelsi. Reuter, ntb
Adalfundur
Aöalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi
verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 28. apríl,
kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
Kaffiveitingar. Félagar hvattir til að fjölmenna.
Stjórn Samtaka gegn astma og ofnæmi
SKOKK
Skokknámskeið Námsflokka Reykjavíkur hefjast á ný 2. maí nk.
og standa fram að Reykjavíkurmaraþoninu í lok ágúst. Námskeið-
ið verður haldið á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
í boði verða byrjendanámskeið (kl. 19.00-20.30) og framhalds-
námskeið (kl. 17.00-19.00). Á námskeiðunum verður boðið upp
á þrekmælingar, æfingaáætlanir, upphitun, teygjur, fyrirlestra og
þrekleikfimi.
Kennari: Jakob Bragi Hannesson.
Aðsetur er í Miðbæjarskólanum að Fríkirkjuvegi 1.
Upplýsingar og innritun verður til 2. maí á skrifstofu Námsflokka
Reykjavíkur, s. 12992 og 14106. Þátttökugjald er kr. 8.000.
Reuter
Starfsmenn SÞ fluttu 90 særða og slasaða íbúa frá Gorazde í gær.
Simamynd Reuter
Serbar sagðir á
brott frá Gorazde