Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
Afmæli
Gyða Jóhannsdóttir
Gyða Jóhannsdóttir, skólameistari
Fósturskólans, Bakkavör 6, Sel-
tjamamesi, er flmmtug í dag.
Starfsferill
Gyða er fædd í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1967,
fil. kand.-prófi í uppeldisfræði frá
Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð
1973, og BA-prófi í sálfræði frá Há-
skóla íslands 1976. Gyða lauk mast-
ersprófi í kennslufræði frá Har-
vard-háskólanum í Bandarikjunum
(Graduate School of Eduction) 1982,
fékk kennsluréttindi frá Háskóla
íslands 1986 og stundaði vettvangs-
nám fyrir skólastjómendur við end-
urmenntunardeild Háskóla íslands
1991.
Gyöa var aðstoðarmaður við
rannsóknir á vegum Háskóla ís-
lands og Max Planck-vísindastofn-
unarinnar í Vestur-Berlín 1976-81,
stundakennari við Kennaraháskóla
íslands 1980-81 og 1982-83 og skóla-
meistari Fósturskóla íslands
1980-81 ogfrá 1982.
Gyða sat í nefnd 1985-86 sem gerði
tillögur um menntun starfsfólks á
skóladagheimilum og þeirra sem
vinna við uppeldisstörf önnur en
kennslu. Hún var í nefnd til að end-
urskoða lög um Fósturskóla íslands
1988 og í samstarfsnefnd um uppeld-
ismenntun 1991. Gyöa hefur setið í
samstarfsnefnd háskólastigsins frá
1991.
Fjölskylda
Gyða giftist 29.9.1984 seinni manni
sínum, Hauki Viktorssyni, f. 21.5.
1935, arkitekt. Foreldrar hans: Vikt-
or A. Kristjánsson, f. 19.7.1898, lát-
inn, rafvirkjameistari, og Friðfinna
Hrólfsdóttir, f. 2.4.1909, húsfreyja í
Reykjavík. Fyrri maður Gyðu var
Helgi H. Jónsson fréttamaður. Þau
skildu 1976. Foreldrar hans: Jón
Helgason, f. 27.5.1914, d. 4.7.1981,
rithöfundur og ritstjóri, og Margrét
Pétursdóttir, f. 20.10.1915, húsmóð-
ir.
Synir Gyðu og Helga: Jóhann Ámi
Helgason, f. 11.9.1971, háskólanemi;
Jón Ari Helgason, f. 22.10.1973, há-
skólanemi.
Systir Gyðu: Helga Jóhannsdóttir,
f. 28.12.1935, maki Jón Marinó Sam-
sonarson íslenskufræðingur. Þau
eiga fjórar dætur, Heiðbrá, Svölu,
Hildi Eir og Sigrúnu Drífu.
Foreldrar Gyðu: Jóhann Sæ-
mundsson, f. 19.5.1905, d. 6.6.1955,
læknir, prófessor og ráðherra, og
Sigríöur Thorsteinsson, f. 6.2.1908,
húsfreyja í Reykjavík.
Ætt
Meðal systkina Jóhanns má nefna
Halldór, föður Þórðar á Dagverðará;
Guðmund, föður Hjalta dómkirkju-
prests, og Oddfríði, móður Guð-
mundar Ingólfssonar píanóleikara.
Jóhann var sonur Sæmundar
hreppstjóra að Elliða í Staðarsveit,
Sigurðssonar, b. í Hólakoti, Jóns-
sonar. Móðir Jóhanns var Stefanía,
systir Þuríðar, móður Jónatans tón-
skálds og Sigurðar, söngvara Ólafs-
sona. Bróðir Stefaníu var Vigfús,
faðir Erlings söngvara. Stefarúa var
dóttir Jóns, b. á Elliða, Jónssonar,
og Jóhönnu Vigfúsdóttur.
Sigríður er dóttir Áma Thqr-
steinsson, tónskálds, sonar Áma
Thorsteinsson landfógeta, bróður
Steingríms skálds og rektors, afa
Gunnars Aðalsteins sem hér er
skrifað um í dag. Árni og Steingrím-
ur vom synir Bjarna, amtmanns á
Gyða Jóhannsdóttir.
Arnarstapa, Þorsteinssonar, ogÞór-
unnar Hannesdóttur biskups,
Finnssonar. Móðir Árna tónskálds
var Sofia Kristjana Hannesdóttir
kaupmanns, Johnsen. Móðir Sigrið-
ar var Helga Einarsdóttir, systir
Páls borgarstjóra og Jórunnar,
ömmu Jómnnar Viðar og Þuríðar
Pálsdóttim söngkonu.
Gyðaeraðheiman.
Til hamingju með afmælið 27. apríl
80 ára 50ára
Isgerður Kristjánsdóttir,
Jökulgrunni 14, Reykjavík.
Ester Sveinsdóttir,
Hjúkmnarheirailinu Eir, Reykja-
vík.
75 ára
Sæmundur Einarsson,
Rauöalæk 35, Reykjavík.
70 ára
Indiana Björg lllfarsdóttir,
Heiðarvegi 48, Vestmannaeyjum.
Sigrún Magnúsdóttir,
Skólabraut 5, Seltjamamesi.
KarlSölvason,
Álftamýri 42, Reykjavík.
Sigurlaugur Þorkelsson,
Hávallagötu 22, Reykjavik.
Ingvar Gunnarsson,
Hh'öarendavegi4A, Eskifirði,
Jón K. Þorláksson,
Urðarvegi 27, ísafirði.
Ingunn Ragnarsdóttir,
bókari þjá Heilsugteslunni í
_ Reykjavík,
Kóngsbakka 5,
Reykjavík.
Eiginmaðurlng-
unnarerMár
Óskar Óskarsson
verktaki.
Þauhjóninveröa
aðheimanáaf-
mælisdaginn.
Þórhildur Sigurðardóttir,
Auðbrekku 6, Húsavik.
Guðrún Friðbjörnsdóttir,
Neshaga 10, Reykjavík.
Ebba Gunnarsdóttir,
Neshaga 7, Reykjavik.
Kristín Kristjánsdóttir,
Hlíðarási 1A, Mosfellsbæ.
Kristín er að heiman á afmælisdag-
mn.
60 ára
Reynir Brynjólfsson,
Hafnargötu 28, Vatnsleysustrand-
arhreppi.
Bjami Matthiasson,
Digranesheiði 33, Seltjamamesi.
ÞórðurThorarensen Gunnars-
son,
Teigi, Eyjafjarðarsveit.
40ára
Ran nveig Sturlaugsdóttir,
Víöigrund 20, Akranesi.
Þormar Andrésson,
Noröurgarði 20, Hvolhreppi.
Böðvar Öm Sigurjónsson,
Læknisbústaö, Blönduósi.
Gunnar Aðalsteinn Thorsteinson
Gunnar Aðalsteinn Thorsteinson,
bóndi og tamningamaður, að Amar-
stöðum í Eyjafjarðarsveit er fimm-
tugurídag.
Starfsferill
Gunnar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp og í Þverholti í Álfta-
neshreppi. Hann lauk búfræðiprófi
frá Hvanneyri 1962 og tamninga-
prófi 1975 og er nú bóndi að Amar-
stöðum.
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Valgerður
Kristín Eiríksdóttir, f. 1.3.1941, hús-
freyja. Hún er dóttir Eiríks Elias-
sonar og Jómnnar Hrólfsdóttur að
Eyvindarstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Böm Gunnars Aðalsteins frá fyrra
hjónabandi em Hrefna, f. 30.11.1968,,
húsmóðir í Reykjavík, í sambýli
með Pétri Viðarssyni verslunar-
manni; Sigríður Perla, f. 1.12.1970,
afgreiðslustúlka í Reykjavík. Móðir
þeirra er Snæbjörg R. Bjartmars-
dóttir frá Mælifelli í Skagafirði.
Albróðir Gunnars er Birgir, b. á
Brún í Hmnamannahreppi, kvænt-
ur Margréti Böðvarsdóttur frá
Syðra-Seli og eiga þau fjögur böm.
Hálfbræður Gunnars em Stein-
Gunnar Aðalsteinn Thorsteinson.
grímur, prentari í Reykjavík, og
Axel og Halldór, fyrrv. bændur í
Álftárósi á Mýrum, nú búsettir í
Reykjavík.
Foreldrar Gunnars voru Axel
Thorsteinson, f. 5.3.1895, d. 3.12.
1984, fréttamaður og rithöfundur í
Reykjavík, og Sigríður Þorgeirsdótt-
ir,f. 21.9.1909, d. 26.1.1965.
Gunnar tekur á móti gestum í
Skeifunni í Breiðholtshverfi á Ak-
ureyri, föstudaginn 28.4. nk.
Hlíf Matthíasdóttir
Hlíf Matthíasdóttir, Hæðargarði 40,
Reykjavík, er níutíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Hlíf er fædd í Haukadal í Dýra-
firði. Hún fluttist 15 ára gömul með
foreldmm sínum til Reykjavíkur.
Hlif lauk kvennaskólanámi í höfúð-
borginm. Hún stvmdaði nám í Hús-
mæðraskólanum í Soro í Dan-
mörku.
Hlíf fór með föður sínum til
Bandaríkjanna ogdvaldi í New York
í eitt ár, 1918-19, en hann var þá
erindreki Fiskifélags íslands. Eftir
heimkomuna starfaði hún við versl-
unar- og þjónustustörf en 25 ára að
aldri fór Hlíf til náms í húsmæðra-
skóla í Danmörku eins og fyrr er
getið. Eftir námið gekk hún í hjóna-
band og var heimilið í Reykjavík
fyrstu árin en í Borgamesi frá 1935.
Þar bjuggu Hlíf og eiginmaður
hennar, Ólafur Magnússon skip-
stjóri, í þrettán ár en hann stjómaði
aflaskipinu Eldborg. Þau fluttu síð-
an aftur til Reykjavíkur og í nokkur
ár rak Hlíf kafiistofu á Vesturgöt-
unni ásamt annarri konu. Síðustu
starfsár sín vann hún við af-
greiðslustörf.
Fjölskylda
Hlif giftist 2.10.1926 Ólafi Gísla
Magnússyni, f. 23.9.1893, d. 24.3.
1961, skipstjóra. Foreldrar hans:
Magnús Kristjánsson, f. 21.9.1858,
d. 9.10.1931, bóndi og skipstjóri í
Sellátrum og síðar Bíldudal, og kona
hans, Sigrún Ólafsdóttir, f. 10.3.
1855, d. 10.11.1930, þósmóðir frá
Auðkúlu í Arnarfirði.
Börn Hlífar og Ólafs: Matthías, f.
30.9.1927, málarameistari; Marsibil,
f. 11.3.1929, húsmóðir; Sigrún, f.
30.8.1930, húsmóðir; Roy, f. 2.8.1933,
skipstjóri; Ólöf Alda, f. 17.11.1940,
húsmóðir. Synir Ólafs og fyrri eigin-
konu hans, Guðrúnar Halldórsdótt-
ur, f. 16.5.1894, d. 8.9.1921: Svavar,
f. 7.8.1919, klæðskerameistari;
Gunnar, f. 20.7.1921, skipstjóri.
Hlíf átti þrettán systkin og komust
tíuþeirraálegg.
Foreldrar Hlífar: Matthías Ólafs-
son, f. 25.5.1857 í Haukadal í Dýra-
firði, d. 8.2.1942 í Reykjavík, faktor
og alþingismaður, og Marsibil Ól-
afsdóttir, f. 4.9.1869, d. 24.7.1964,
húsfreyja.
Hlif Matthíasdóttir.
Ætt
Bróðir Matthíasar var Jóhannes
Ólafsson alþingismaður. Matthias
var sonur Ólafs, bónda í Haukadal,
Jónssonar, bónda í Haukadal, Ólafs-
sonar, og konu hans, Ingibjargar
Jónsdóttur, bónda og hreppstjóra í
Stapadal, Bjarnasonár.
Marsibil var dóttir Ólafs, skip-
stjóra á Þingeyri, Péturssonar, og
konu hans, Þórdísar Ólafsdóttur.
Hlif verður að heiman.
Jón Guðmundsson
Jón Guðmundsson, plötu- og ketil-
smiður, til heimilis að Björk, Skaga-
braut 8, Akranesi, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Jón fæddist á Barðastöðum í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi og ólst þar
upp. Hann gekk í barnaskóla að
Ölkeldu í Staðarsveit en flutti fjórt-
án ára með foreldrum sínum í
Hveragerði. Þar lauk hann gagn-
fræðaskólanámi en hóf síðan nám í
plötu- og ketilsmíði hjá Landssmiðj-
unni 1961 og lauk sveinsprófi 1965.
Jón starfaði síðan við ýmsar jám-
smiðjur í Reykjavík en flutti svo
þaðan og upp á Akranes 1974. Þar
var hann túsjósá vertiðarbátum
um nokkurra ára skeið en starfar
nú hjá Vélaverkstæði Haraldar
Böðvarssonarhf.
Jón hefur starfaö mikið fyrir
Sveinaféla málmiðnaðarmanna á
Akranesi. Hann situr í sveinsprófa-
nefnd stálsmíða og er nú formaður
Starfsmannafélags HB hf.
Fjölskylda
Jón kvæntist 24.7.1965 Ölmu
Garðarsdóttur, f. 7.1.1946, meðferð-
arfulltrúa. Hún er dóttir Garðars
Sigurpálssonar, fyrrv. útgerðar-
manns í Hrísey, og Óskar Halldórs-
dótturhúsmóður.
Böm Jóns og Ölmu era Garðar
Jónsson, f. 21.1.1966, búsettur á
Akranesi en sambýliskona hans er
Ólína I. Gunnarsdóttir og eiga þau
tvo syni; Herdís Jónsdóttir, f. 4.4.
1969, húsmóðir á Akranesi en sam-
býlismaður hennar er Sigurgeir R.
Sigurðsson og eiga þau tvö böm;
Ósk Jónsdóttir, f. 4.4.1969, húsmóð-
ir á Akranesi en sambýlismaöur
hennar er Torfi S. Einarsson og eiga
þau tvær dætur; Guðmundur Þór
Jónsson, f. 29.10.1976, nemi á Akra-
nesi.
Systkin Jóns eru Klara Guð-
mundsdóttir, f. 13.4.1947, verslunar-
maður í Hveragerði; Páll Amar
Guðmundsson, f. 3.8.1950, prentari
í Grundahverfi á Kjalamesi; Sigríö-
ur Ó. Guðmundsdóttir, f. 22.4.1952,
húsmóðir I Hveragerði.
Foreldrar Jóns eru Guðmundur
Pálsson, f. 27.12.1908, fyrrv. bóndi
og verkamaður, og Herdís Jónsdótt-
ir, f. 3.6.1910, ljósmóðir.
Jón Guðmundsson.
Guðmundur er sonur hjónanna
Páls Guðmundssonar og Helgu Jón-
asdóttur frá Helgafelli sem bjuggu í
Höskuldsey á Breiöafirði.
Herdís er dóttir Jóns Guðmunds-
sonar, kennara og bónda, og konu
hans, Sigríðar Ó. Andrésdóttur, er
bjuggu lengst af á Hellu í Beruvík í
Breiðavíkurhreppi.