Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 Fréttir____________________________pv Skoðanakönnun DV á fylgi framboðslista 1 Suðumesjabæ: Sjálfstæðisflokkurinn með langmesta fylgið - en ekki með hreinan meirihluta - 37 prósent kjósenda ennþá óákveðin Njarðvík er hluti hins nýja Suðurnesjabæjar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi lang- flest atkvæði í hinum nýja Suður- nesjabæ ef kosið yrði til bæjarstjóm- ar núna. Flokkurinn næði þó ekki hreinum meirihluta samkvæmt skoðanakönnun DV. Hinir flokkam- ir þrír sem bjóða fram, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag, fengju tvo bæjarfulltrúa hver en Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa. Til þess ber hins vegar að líta að mjög margir kjósendur hafa enn ekki gert upp hug sinn til þeirra lista sem em í framboöi. Niðurstaða skoðanakönnunarinn- ar varð á þann veg að Alþýðuflokk- urinn fékk stuðning 11 prósent úr- taksins, Framsóknarflokkurinn 10,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 23,5 prósent og Alþýðubandalagið 6,8 pró- senta úrtaksins. Óákveðin vora 37 prósent og 11 prósent neituöu að svara. Sé einungis tekiö mið af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni var niður- staöa eftirfarandi: 21,2 prósent sögö- ust mundu kjósa Alþýðuflokkinn ef kosið væri núna, 20,5 prósent Fram- sóknarflokkinn, 45,2 prósent Sjálf- stæðisflokkinn og 13,1 prósent Al- þýðubandalagið. Fjöldi nýrra kjósenda Á kjörskrá í Keflavík, Njarðvík og Höfnum em samtals 6.975 manns. Þar af em um 660 ungir kjósendur sem öðlast hafa kosningarétt á und- aníornum fjórum ámm og kjósa nú í fyrsta sinn. í Keflavík em 5.242 á Ummælifólksí könnuninni „Ég er á móti nafninu Suður- nesjabær. Ég er Keflvikingur og kýs ekki nema sem slíkur,“ sagði eldrimaður. „Eftirsameininguna kýs ég aldrei framar,“ sagði karl. „Það vantar almennilega kynn- ingu á framboðunum svo að ég get ekki tekiö afstöðu," sagði kona. „Þaö vantar alla kosninga- baráttu og því engan veginn hægt aö taka afstöðu,“ sagði karl. „Eg ætla ekki aö kjósa,“ sagði kona og önnur bætti við: „Ég vil sam- eina hstana eins og í Reykjavík." „Sjálfstæðisflokkurinn er með frambærilegustu mennina," sagði karl. „Nafnamálið var ógur- legur skripaleikur og þvi óvíst hvort ég kýs,“ sagði annar karl. „Það er svo if til kynning á listun- um að ég veit ekkert hvað ég á aö gera,“ sagöi kona. „Ég vil kjósa menn en ekki lista," sagöi kona. „Þaö er kosiö um málefni í bæjar- stjómarkosningum og því hrýs mér hugur viö öllum þessum list- um sem ekkert kynna sig,“ sagði karl. „Ég hef alltaf kosið Fram- sókn,“ sagöi kona. „Ég hefekkert á móti sjálfstæðismönnum en vil hafa iistann eins og hann var,“ sagði keflvískur karl. „Ég kýs ekki þar sem ég hef slæraa reynslu af oddamönnum allra listanna. Þeir hafa reynt að rífa niður mína atvmnugrein," sagöi vörubOstjóri. „Það er kominn timi til að breyta til og því kýs ég G-listann,“ sagöi kari. „Ég veit ekki hvort ég kýs þar sem okkur Keflvíkingum hefur verið mis- boðið svo herfilega með nafna- ruglinu," sagði karl. kjörskrá, í Njarðvík, 1.656 og í Höfn- um 77. Lætur nærri að tólfti hver kjósandi á svæðinu hafi tekið þátt í skoðanakönnun DV. Úrtakiö í könnuninni var 600 kjós- endur í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um. Jafnt var skipt á milli kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef bæjarstjórnarkosningar fæm fram núna?“ Könnunin fór fram í gærkvöldi. Skekkjumörk í könnun sem þessari em um 2 pró- sentustig. Ásjóna nýrrar bæjarstjórnar Samkvæmt könnuninni mundi hin nýja bæjarstjórn Suðurnesjabæjar verða skipuð eftírtöidum bæjarfull- trúum: Fulltrúar Alþýðuflokks yrðu þau Anna Margrét Guðmundsdóttir og Ragnar Halldórsson. Fulltrúar Framsóknarflokks yrðu Drífa Sig- fúsdóttir og Steindór Sigurðsson. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks yrðu Ell- grt Eiríksson, Jónína A. Sanders, Björk Guðjónsdóttir, Þorsteinn Erl- ingsson og Kristbjöm Albertsson. Fulltrúar Alþýðubandalags yrðu þau Jóhann Geirdal og Sólveig Þórðar- dóttir. Samkvæmt þessu myndu 6 karlar og 5 konur sitja bæjarstjómarfundi á komandi kjörtímabili. Til þess ber hins vegar að líta aö annar maöur Alþýðubandalagsins stendur tæpur gagnvart þriðja manni Alþýðuflokks. Svo gætí farið að Sólveig tapaði sínu sæti til Kristjáns Gunnarssonar. Kratar tapa mest Erfitt er að bera niðurstöður könn- unarinnar við úrslit síðustu sveitar- stjómarkosningar þar sem fram- boöslistamir em ekki nákvæmlega þeir sömu. í Höfnum vom í síðustu kosningum listar sem ekki verða beint tengdir stjómmálaflokkum og í Njarðvík kom fram sameiginlegt félagshyggjuframboð. Sé hins vegar tekið mið af saman- lögðu fylgi flokkanna í Keflavík og Njarðvík í síðustu kosningum virðist Alþýðuflokkurinn tapa verulegu fylgi. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalag bæta hins vegar viö fylgi sitt. Tilurð Suðurnesjabæjar íbúar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna ákváðu í atkvæðagreiðslu ný- veriö að sameina sveitarféiögin og kjósa til sameiginlegrar bæjarstjóm- ar í sveitarstjómarkosningunum 28. maí. Kosið verður um ellefu sæti í bæjarstjóm. Nýja bæjarstjómin tek- ur formlega við stjóm bæjarfélagsins þann 11. júní næstkomandi. Deilt er um nafngiftina á nýja bæj- arfélaginu sem ákveðin var á grund- velli skoðanakönnunar meðal íbúa. Láklegt þykir þó að nafnið Suður- nesjabær verði fest í sessi. Suður- nesjabær verður 5. stærsta bæjarfé- lagið á íslandi. Stuttar fréttír Árangursríkar kynbætur Góður árangur hefur náðst í kynbótum á birki hjá Gróður- bótafélaginu. Nýju plöntumar vaxa hraðar og betur en þær gömlu. Tíminn greindi frá þessu. Nýrrektor áAkureyri Menntamálaráðherra hefur skipað Þorstein V. Gunnarsson rektor viö Háskóiann á Akureyri. Þorsteinn tekur við starfinu í haust og er skipaður til 5 ára. FískurúrBarentshafi Þýskur togari landaöi 130 tonn- um af ísuðum fiski á Sauðárkróki í gær sem veiddur var í Barents- hafi. RÚV greindi frá þessu. Framsóknarflokkur tapar miklu fylgi en Kvennalisti bætír við sig fylgi samkvæmt skoöana- könnun Gallups. Samkvæmt RÚV njóta rikisstjómarflokkam- ir meira fyigis en áöur. Könnun Háskótans Könnun á vegum Félagsvís- indastofhunar á fylgi flokka til Alþingis bendir í aðra átt en Gall- up. Alþýöuflokkur fengi 6,8% at- kvæða, Framsóknarflokkur 25%, Sjálfstæðisflokkur 38,2%, Al- þýðubandalag 13,9 og Kvennalisti 15,4%. Andvígir ríkisstjórainni voru 43,5% en fylgjandi 31,5%. Mbl. greindi frá þessu. Landsbankinnseiur Landsbankinn og KEA hafa seit eignarhluti sína i niðursuöufyrir- tækinu Strýtu hf. á Akureyri. RÚV greindi frá þessu. Styrkur f ramboðslista í Suðurnesjabæ -niðurstöðurskoöanakönnunar DV A-listi Alþýðufiokks 11.0% B-listi Framsóknarflokks 10,7% D-listi Sjálfstasðisflokks 23,5% G-listi Alþýðubandalags 6,8% Öákveðnir 37,0% Svara ekki 11,0% Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku verða niðurstöðurnar þessar: Fylgi í prósentum Fjöldi bæjarfulltrúa A-listiAlþýðuflokks 21,2 2 | B-listi Framsóknarflokks 20,5 2 D-listi Sjálfstæðisflokks 45,2 5 1 G-listi Alþýðubandalags 13,1 2 Styrkur lista í Suðurnesjabæ samkvæmt skoðanakönnun DV - TTW Bæjarfulltmar f Suðurnesjabæ tskiptastþá ■ þannig: ÆBq B Oákv Svara ekki 4? Úrslit síðustu sveitarstjórnarkosninga Keflavík Njarðvík 1^1 Hafnir II'B aVvIW BD ■ N: Samtöh félagshyggjufólks D H: Ustl Ouómundar ATBrynjóltuonar __________M: Ustl óh&hra_ ~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.