Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 25 Meiming Guðmundur frá Miðdal í Listhúsinu í Laugardal: Klassískur fjöllistamaður Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) var tvímælalaust einn fiölhæfasti listamaöur þjóðarinnar á millistríðsárunum og raunar allt fram á sjöunda áratuginn. Hann fékkst við margar listgreinar og list- hönnun, þ.á m. málun með ohu- og vatnshtum, grafík, höggmyndagerð, leirmunagerð, glerhst, smiðajáms- vinnu auk þess aö vera afkastamikill rithöfundur, fyr- irlesari, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður og hönnuður skartgripa og húsgagna. Auk ahs þessa var Guðmundur einn af þremur helstu baráttumönnum fyrir stofnun Bandalags íslenskra hstamanna og lét Myndlist Ólafur J. Engilbertsson félagsmál myndhstarmanna sig miklu varða og tók virkan þátt í deilum sem spunnust á milh fylgismanna hlutbundinnar og óhlutbundinnar hstar á ámm seinna stríðs. í sýningarskrá er á það bent að e.t.v. hafi Guð- mundur einangrast í hstrænu tihiti upp úr þeim deh- um þar sem hann hélt klassískum hefðum á lofti á meðan afstraktlistin varð nánast að nýjum stórasann- leik. Nú hafa ekkja Guðmundar, Lýdía Pálsdóttir, og fimm böm þeirra hjóna, Einar, Yngvi, Auður, Ari og Egih ásamt sonarsyni hans og alnafna, sett upp sýn- ingu á fyrstu verkum hstamannsins í Listhúsinu í Laugardal í thefni af aldarafmæli hans á næsta ári. Upphafið Sýningin ber yfirskriftina „Upphafið" og hefur að geyma verk Guðmundar frá árunum 1919 th 1939. Þar er fjölskrúðugt safn verka eins og vænta mátti, fyrir- ferðarmest eru þó ohumálverkin. Hér er um að ræða aðra sýninguna í röð nokkurra er miða að því að varpa ljósi á framlag Guðmundar th hérlendra hsta. Guð- mundur var viðföruh á þriðja áratugnum og ferðaðist mikið um Evrópu og málaði. Hér má sjá htaglaðar og heitar myndir frá Mið-Evrópu1 anda fauvista á borð við Derain eða Friesz. Við heimkomuna snöggkólnar yfirbragð verka Guðmundar. Myndbyggingin verður staðlaðri og byggist meira á teikningu og dempuðum grátónum. Málverk af Dólómítafjöllunum eru þama ágætur tengihður inn í Grímsvatnagosið 1934 sem Guðmundur útfærði bæöi í málverki og grafik. Þetta málverk hstamannsins af Grímsvatnagosinu er tví- „Grímsvatnagosið 1934“, eftir Guðmund frá Miðdal. mælalaust öndvegisverk þessarar sýningar, en gra- físki hluti hennar er þó að mínu mati mun eftirminni- legri. Brautryðjandi grafíklistar Við skoöun blýants-, kola-, túss- og rauðkrítarteikn- inga Guðmundar auk grafíkverka verður snemmaljóst að Guðmundur var fyrst og síðast teiknari. Hvorki í málverkunum né þrívíðu verkunum kemst á viðlíka hátt til skha áhugi hans fyrir hinu smáa og hæfileiki th að láta fíngerða hnuteikningu vera kjölfestu í túlk- un náttúruhamfara sem eldgoss. Hið sama á við um koparstungurnar frá Þingvöhum. Þar er tvímælalaust um að ræða perlur í íslenskri grafikhstarsögu og hlýt- ur Guðmundar að verða minnst einna helst fyrir brautryðjendastarf sitt á því sviöi. Níu koparstungur frá gömlu Reykjavík, gerðar á árabilinu 1916 th 1956 eru th sölu í nokkrum eintökum á sýningunni og ráð- legg ég þeim sem heimsækja sýninguna að láta ekki hjá hða að skoða þá möppu. Af þrívíðum verkum Guðmundar fannst mér mest th um leirkönnu sem mun hafa verið th sýnis á heimssýningunni í New York og hefur þótt framúrstefnuleg í þá daga. Annars hefði hér mátt vanda betur th uppsetningar og vant- aði Goðorðsmanninn tilfinnanlega stah. Sýnhegt er aö hönnuðurinn Guömundur frá Miðdal þyifti veiga- meiri kynningu og gaman væri ef af henni veröur að sjá vinnuteikningar þar í tengslum, ef th eru. Sýningin í Listhúsinu í Laugardal stendur th 22. maí. Slett úr klaufunum - af vorsýningu Myndlista- og handíöaskóla íslands Vorsýning 47 útskriftamemenda MHÍ og fjögurra gestanema var opnuð á laugardaginn í nýhýsi Sláturfélags Suðurlands sem hefur verið skírt upp og heitir nú hús Listaháskóla íslands í Laugarnesi í takti við þá margþættu starfsemi sem þar á að fara fram en að htlu leyti er hafin enn. Þetta er skemmtheg sýning sem ber ahan svip vorleiks og gáska eins og aðah er góðra nemendasýn- inga. Th marks um það var með hvaða hætti nemendur tóku á móti gestum sínum; nemi í fjöltækni- dehd lék Öxar við ána á flautiu- nokkurra bíla sem komið hafði ver- ið fyrir í anddyrinu við glaðværar og góðar undirtektir gesta. Þótt ég leyfi mér að efast um að flautuleik- ur þessi myndi fleyta flytjandanum inn í tónhstarskóla þá glöddu tón- leikamir gestina og það er ekki þýðingarminna en margt annað að hafa glaða gesti í húsum sínum. Ekki ólíkt þekktu húsi af öömm heimi em í nýhýsi skólans margar Myndlist Úlfar Þormóðsson vistarverur. Þar er og vhlugjarnt enda margt hálfklárað og hrátt annað. En það kemur ekki að sök þótt gestur vihist; reyndar gefur það heimsókninni aukið ghdi því fyrir vikið er hann ef til vih stadd- ur í myrkum sal gjöminga og ljósa- leikja nemendanna sem annars hefðu auðveldlega getað farið fram hjá honum. Hvet ég því gesti th þess að örvinlast ekki þótt þeir tapi áttum í húsakynnunum heldur halda bara áfram í vihum vegarins og sjá hvað að höndum ber því fyrr eða síðar komast þeir inn á mark- aðan veg þar sem þeir ná áttum á nýjan leik. Að skoða þessa sýningu er því ahs ekki ólíkt því ferðalagi um víðáttur hstanna, sem nemend- ur MHI em að leggja upp í, ferð þar sem svo ótal margt getur gerst hafi menn kjarkinn th þess að rölta út fyrir alfaraveginn. Þótt margir vihist og týnist á þeirri vegferð þá komast samt æðimargir th byggða á ný með erindi th þeirra sem ávallt rölta alfaraleiðina. Hvað fyrir gesti kann að bera í nýhýsinu skal ekki rakið náið hér. Nemendur skólans hafa sett upp sýningu hinna sjö dehda hans víðs vegar um húsið. Og svo sannarlega era þarna misgóðir hlutir; sumt máski dulítiö þvælt og lúið, annað fmmlegra og enn annað þmngið einhverri grósku sem síðar kann að springa út ef óþohð helst í æöum skaparanna. Það er tímans eins að skera úr um það. Hitt skal sagt hér aö framlag graf- íkdeildarinnar virðist merkast þetta árið; þar er eitthvað að ger- ast, eða við það að gerast, sem vænta má að hleypi nýju lífi í þessa tegund hstsköpunar á næstunni. Hér er ekki einasta átt við glímu við grafíska hst á pappír og tré með álímdum útskurði eða skornum í undirviðinn, heldur ekki síður þá kúnstina sem ummynduö er á pappírinn beint; ahs kyns tegund af pappír. Niðurstaða mín er sú að þarna sé skemmtheg sýning; nemendur sletta úr klaufunum og gera það hresshega. Og gefa gestum sínum loforð samtímis. Það er árans gott fyrir gestinn og hlýtur að vera ögrandi fyrir verðandi hstamenn. Ekki veitir heldur af ögrandi vega- nesti því nú tekur alvaran við. Bara að nemamir nýútskrifaðir láti hana ekki éta sig upp th agna. Sýningin verður opin fram á næstu helgi frá klukkan 14.00-19.00 daglega og lýkur næstkomandi sunnudag, þann 15. maí. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Axel Gunnlaugsson, Kolugili, lést á Sjúkrahúsinu Hvammslanga 7. maí. Svava Benediktsdóttir, sonur, tengdadóttir og barnabörn. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðiðkl. 20.00 GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman 8. sýn. föd. 13/5, uppselt. Ósóttar pantanlr seldar daglega. Ath. Slðustu sýnlngar I vor. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson á morgun uppselt, fld. 12/5, uppselt, laud. 14/5, uppselt, laud 28/5, uppselt. Auka- sýnlng sud. 15/5 kl. 20.00. Ósóttar pantanlr seldar daglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri meö söngvum Laud. 14/5 kl. 14.00, næstsíðasta sýning, sud. 15/5 kl. 14.00, siðasta sýnlng. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razúmovskaju Þrl. 17/5, mvd. 18/5, fid. 19/5, föd. 20/5, þrd. 31/5. Ath. aðeins örfáar sýningar. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mvd.11/5 kl. 19.00 „Já, gott áttu veröld" Skemmtldagskrá tileinkuð eldri borgur- um. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á mótl simapöntunum vlrka daga frá kl. 10. Grænalinan99 6160. Greiðslukortaþjónusta TiBcyimingar LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon meö Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýöing og staöfærsla Gísli Rúnar Jónsson. Föstud. 13/5, fáeln sætl laus, sunnud. 15/5, mlðvlkud. 18/5, fimmtud. 19/5, flmmtud. 28/5 Fáar sýningar eftlr. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eflir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Flmmtud. 12. mai, laugard. 14. mai, fáein sæti laus, næstsiðasta sýnlng, föstud. 20. maísiðastasýnlng.Ge|s|adlskurmeð|ög unum úr Evu Lunu til sölu í mlðasölu. Ath.: 2 mlðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000. Miöasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiðslukortaþjónusta. Muniö gjafakortin okkar. Tilvalin tækitærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar OPEKIJ DRAUCiURiNN Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Sigvaldi velur lög og leiðbeinir. Allir velkomnir. eftir Ken Hill í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Laugardag 14. mai. Nokkur sæti laus. Laugardag 21. maí. Föstudag 27. mai. Ath. Siðustu sýnlngar Gjábakki, félagsheimili eldri borgara, Kópavogi í dag kl. 14 verður opnaður basar og sýn- ing á handavinnu eldri borgara í Kópa- vogi. í kvöld verður spilaður tvimenning- ur aö Fannborg 8 (Gjábakka). Miövikudg- inn 11. maí verður afmælishátíð í Gjá- bakka. Sjávarréttahlaðborð í hádeginu. Afmælisdagskrá hefst kl. 14. Meðal flytj- enda verður leikfélagið Snúður og Snælda og Ömmukórinn. Kaffihlaðborð kl. 16 og að endingu stiginn dans. Tónleikar Vinir Dóra á tónleikaferð Vinir Dóra verða á tónleikaferð um Vest- firði í þessari viku. Heiðursgestur í fór- inni verður Gunnlaugur Briem trommu- leikari. Hljómsveitin leikur í Sjallanum á ísafiröi á miðvikudags- og funmtudags- kvöld, í Félagsheimilinu Þingeyri á fóstp- dagskvöld og i Matbæ, Patreksfirði á laugardagskvöld. Bar Par eftir Jim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. Föstudag 13. maf, nokkur sæti laus, 40. sýnlng sunnudag 15. maí, aukasýning fimmtudag 19. maf, föstudag 20. mal, mánudag 23. mai, 2. í hvítasunnu ATH. Siðustu sýnlngar á Akureyri. Ath. Ekkl er unnt að hleypa gestum i salinn ettlr að sýnlng er hafin. Aðalmiöasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram aö sýningu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutíma. Ósóttar pantanir aö BarPari seldar i mlðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. TiUcyimingar Barnaspítala Hringsins berast góðar gjafir Sendibílastöðin Þröstur hélt hátlðlegt 40 ára starfsafmæli sitt 5. maí sl. í tilefni afmælisins ákváðu starfsmenn Þrastar að færa nýjum Bamaspítala Hringsins kr. 200.000 að gjöf. Starfslið Bamaspítal- ans vil koma á framfaeri hugheilum þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Silfurlínan sími 616262. Síma- og viövikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Opið hús Ferða- félagsins Opið hús hjá Ferðafélagi Islands í kvöld 10. maí kl. 20.30 að Mörkinni 6. Kynnt verða úrslit og viðurkenningar veittar fyrir 15 myndir í ljósmyndasamkeppni Feröafélags íslands 4X4, íslenska Alpa- klúbbsins og Jöklarannsóknarfélags Is- lands. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tapadfundið Kvenúr tapaðist Kvenúr tapaðist á fimmtudaginn sl. frá Grímsbæ aö Borgarspítala. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 31568.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.