Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Páfi skiptir um trú Bankastjóri og helzti málsvari Landsbankans sagöi í ræöu á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á fóstudag, að kreppan á íslandi stafaði af óráðsíu, offjár- festingu og gegndarlausri eyðslu vegna kunningsskapar, fyrirgreiðslu og atkvæðakaupa stj ómmálamanna. Það eru ekki nýjar fréttir, að kreppan á íslandi sé fram- leidd af stjómmálamönnum. Þessu hinu sama hefur til dæmis verið haldið fram í leiðurum DV um langt skeið. Það er hins vegar nýtt, að helzti málsvari langstærsta viðskiptabanka landsins komist að sömu niðurstöðu. Það er ekki lengur sérvizka utan úr bæ, að íslenzka kreppan sé heimatilbúin. Þeirri skoðun er nú einnig haldið fram innan úr kerfmu sjálfu og það af manni, sem hefur áratuga reynslu af stjómmálum sem þingmaður og ráðherra, er fékk að lokum bankastjórastól í verðlaun. Hinn harðorði bankastjóri er Sverrir Hermannsson, sem á stjómmálaferh sínum var einn þekktasti fulltrúi póhtíska fyrirgreiðslu- og atkvæðakaupakerfisins. Að einmitt hann skuh nú hafa tekið rétta trú, jafngildir því, að páfinn í Róm fari skyndilega að boða Lúterstrú. Aður en Sverrir varð ráðherra, var hann um langt skeið forstjóri viðamestu fyrirgreiðslustofnunar stjórn- málanna, Byggðastofnunar. Hann var í senn þingmaður og Byggðastofnunarstjóri og þannig einn af valdamestu mönnum landsins á sviði úthlutunar til gæluverkefna. Hvaða augum sem menn líta á stjómmálaferil banka- stjórans, þá fer ekki hjá, að þeir taki effir, að einn helzti fuhtrúi kerfisins prédikar skyndilega, að kerfið sé svo óalandi og óferjandi, að það sé nánast búið að koma í veg fyrir rekstur sjálfstæðs þjóðfélags á íslandi. Eitt sérkenna íslendinga er, að þeir hneigjast margir til að hafa meiri áhuga á, hver segir hvað, en hvað er sagt. Þess vegna hljóta kenningar utankerfismanna um stjómmálaóreiðu að öðlast aukið vægi við, að hinar sömu kenningar koma nú innan úr herbúðum kerfisins sjálfs. Sverrir Hermannsson sagði líka í ræðunni, að stanz- laust góðæri gæti verið á íslandi, ef þjóðin lærði af mis- tökunum. Samkvæmt því verður þjóðin þá fyrst fullnuma á þessu sviði, þegar hún hættir að endurkjósa stjómmála- menn, sem hafa stundað fyrirgreiðslu og atkvæðakaup. Efþjóðin leggur niður þá, sem stundað hafa vitfirringu í efnahagspóhtík, skiptir um fólk á Alþingi og ríkissljórn- um, fær sér nýja leiðtoga, sem ekki þurfa að hafa mikið annað til brunns að bera en að hafna fyrirgreiðslu og atkvæðakaupum, þá fer aftur að vora í efnahagslífinu. Það er gott, að helzti talsmaður stærsta bankans skuh vera kominn á þessa línu. Það leiðir vonandi til þess, að starfsbræður hans í valdakerfi efnahags- og fjármála færi sig opinberlega á hina sömu línu og fari að segja þjóðinni og póhtískum leiðtogum hennar til syndanna. Þjóðin hefur hingað til ekki viljað hlusta á sjónarmið- in, sem komu fram í ræðu Sverris Hermannssonar á áðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hún hefur til dæmis látið gott heita, að árlega em brenndir til ösku tæpir tveir tugir mihjarða króna í landbúnaði einum. Staðreyndin er nefnilega sú, að hér væri gósenland með nóg af arðvænlegum verkefnum fyrir komandi kyn- slóðir, ef peningar fengju eðlilega framrás og væru ekki fiskaðir upp til fyrirgreiðslu, atkvæðakaupa, gæluverk- efna og annarrar óráðsíu á vegum póhtíkusa. Ábyrgðin hvílir á herðum kjósenda, því að það er í umboði þeirra, sem stjómmálamenn stunda ijármála- sukkið, er trúskiptingurinn lýsti í ræðu sinni. Jónas Kristjánsson „OK er vitnað til viðáttu fiskveiðilögsögu og þar með reynt að gera lítið úr hættu á ofveiði", segir m.a. í greininni. Fiskstof num slátrað Undanfarið hefur nokkuð verið rætt og ritað um afdrif fiskstofna við strendur Kanada. Nefndar eru ástæður eins og kaldur sjór, fæöu- skortur og sjálfsát. Umhverfisþætt- ir eiga e.t.v. nokkurn hlut að máli en aö mati heimamanna er helsta ástæðan tvímælalaust gegndarlaus rányrkja, fyrst og fremst Spánverja og Portúgala í skjóli EB. Ur vörpu spænsks togara var tekið handa- hófskennt 275 fiska úrtak. Heildar- þyngd reyndist vera um 50 kg sem er að meðaltali 180 grömm og með- allengd var 17 cm. Ætíð má búast við að ókynþroska undirmálsfisk- ur komi á króka en hér er um að ræða kennslubókardæmi í slátrun fiskstofna. Kanadíska landgrunnið Nú er vitað að kanadíska land- grunnið nær langt út fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu, samanber Flæmska hattinn og hluta af Mikla- banka. Þar eð fiskstofnar eru á ferð um landgrunn, ýmist innan eða utan fiskveiðilögsögu, ákvað Norö- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndin aflamörk fyrir hinar ýmsu fiskteg- undir undan ströndum Kanada. Flestir aðilar virtu þær reglur sem settar voru nema EB enda lýsti Manuel Marin, fiskimálastjóri EB, því yfir að viðhorf hans væru önn- ur en Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar. Reyndin var sú að aflamark fyrir kola, sem EB tók sér árið 1988, var átjánfalt úthlutað aflamark. Á timabilinu frá árinu 1986 til ársins 1989 fengu EB-löndin 78.200 tonna aflamark, skömmtuöu sér 540 þúsund tonna aflamark og náðu að veiða 410 þúsund tonn. Virðist því ekki þurfa frekari vitn- anna við. Því meiri styrkir... Sú stefna sem EB og síðar ESB hefir rekið, því ekki verður vart við stefnubreytingu þrátt fyrir nafnabreytingu, bæði varðandi málefni sjávarútvegs og landbún- aðar hefir einkennst af óráðsíu og bruðli þar sem við blasir vítahring- Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur ur styrkja og óhagkvæmni. Því meiri styrkir þeim mun óhag- kvæmari rekstur sem kallar á enn meiri styrki. Hagsmunir komandi kynslóða eru látnir víkja fyrir stundarhags- munum ákveöinna þrýstihópa. Stefnunni er haldið til streitu þrátt fyrir þá alkunnu staðreynd aö eitt besta ráðið gegn ofveiði er að fella niður styrki til sjávarútvegs. Að mati Johns Crosbies, þáverandi viðskiptaráðherra Kanada, varð framferði EB til þess að torvelda alla stjóm á skynsamlegri nýtingu fiskstofna við Kanada, auk þess sem rányrkja af hálfu þess hefir skaðað mikilvæga auðlind. Sagt er að refurinn bíti sjaldan nærri greni sínu enda báru fisk- veiðar EB þess keim. Þótt um- gengni EB um eigin mið hafi veriö slæm var hún þó hálfu verri þegar um fjarlæg mið var að ræða. Að síðustu brutu veiðar EB í bág við allar hugmyndir um sjálfbæra þró- un að mati Johns Crosbies, bæði vegna veiða umfram aflamörk og veiða á undirmálsfiski á uppeldis- stöðvum. Samkvæmt framansögöu verður því hrun fiskveiða við Kanada fyrst og fremst rakið til óskynsamlegra veiða þar sem algjört ósamræmi hefir verið á milli afrakstursgetu fiskstofna og afkastagetu þess flota sem veiðarnar stundaði. Síðutogarar - skuttogarar Oft er vitnað til víðáttu fiskveiði- lögsögu og þar með reynt aö gera lítið úr hættu á ofveiöi. Þeir sem til þekkja vita að fiskur heldur sig á ákveðnum miðum í aðgreindum torfum þótt þéttleiki uppsjávar- fiska sé meiri en botnlægra teg- unda og þeir þvi auðveldari bráð samkvæmt trektarkenningunni. Mönnum hættir stundum til að setja jafnaðarmerki á milli gamalla síðutogara og nýlegra skuttogara þegar breyting á sókn er metin. Slíkt ber vott um annað af tvennu, vísvitandi blekkingar eða fádæma glópsku. (Heimild: Fishing News Intemational) Kristjón Kolbeins „Hagsmunir komandi kynslóða eru látnir víkja fyrir stundarhagsmunum ákveðinna þrýstihópa. Stefnunni er haldið til streitu þrátt fyrir þá alkunnu staðreynd að eitt besta ráðið gegn of- veiði er að fella niður styrki til sjávar- útvegs.“ Skoðanir annarra Leigukostnaður - leigutekjur „Leigukostnaður hefur lengi verið svo hár há, að fólk hefur af þeim sökum lagt út í fiárfestingu, sem það hafði tæpast efni á. En þótt leigukostnaður hafi verið hár hefur hann engan veginn verið nægi- lega hár til þess að standa undir fiárfestingu og öðr- um kostnaði við fasteignir. Þess vegna m.a. er það á almanna vitorði, að leigutekjur hafa skilað sér illa til skátts. Það er þess vegna framfaraspor, aö þingið hefur nú ákveðið aö gera leigutekjur undir 300 þús- und krónum á ári skattfrjálsar." Úr forystugrein Mbl. 8. maí. Skuldafíkn „Fáir íslendingar hafa uppgötvaö að þeir eru haldnir þessum „sjúkdómi" og flestir eru ennþá blússandi virkir. Skuldafíkillinn finnur sér tilgang í því að vera ekki fyrr búinn að greiða fyrir eitthvað en hann kemur sér í skuldir að nýju. Bankarnir eru meðvirkir í þessu sambandi og stefna að því að hjálpa skuldsjúkum til að lifa í skuldaneyslu fram að gjaldþroti með þvi að bjóða upp á ráðgjöf við að halda uppi þessum óskunda.“ Dóra Takefusa í Eintaki 6. maí. Vorkoman í efnahagslífinu „Vorkoman í efnahagslífinu, sem forsætisráð- herra gumaði svo fiálglega af í ræðu sinni í eldhús- dagsumræðunum er varla til nema í hans sinni og hjá einstaka stórfyrirtækjum, sem birta skýrslur um stórgróða og boða miklar arðgreiðslur til eigenda sinna... Vöxtur heimilisskuldanna er slíkur að eitt- hvað hlýtur undan að láta; lánakerfin bresta og heimihn splundrast og stórskuldugir þrotamenn fyll- ast örvinlan. Vorið hans Davíðs Oddssonar er langt undan hjá því fólki, sem ber sínar eigin byrðar og annarra." Úr forystugrein Tímans 7. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.