Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 Útlönd________________ Nelson Mandela settur í embætti forseta Suður-Afríku 1 dag: Ferð á vit frelsisins verður ekki auðveld Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, sem sat í fangelsi í 27 ár fyrir baráttu sína gegn kynþátta- aðskilnaðarstefnu stjórnvalda Suð- ur-Afríku, verður formlega settur inn í embætti forseta landsins í aðal- sal Union Buildings í Pretoríu, aöset- urs landstjórnarinnar, í dag. Búist er við að 150 þúsund manns verði viðstödd á þessu sögulega augnabliki þegar fyrsti blökkumaðurinn tekur við stjómartaumunum í landinu, þar á meðal tugir forseta, konunga og prinsa hvaðanæva úr heiminum. Meðal þeirra sem verða við athöfn- ina í dag eru Fidel Castro, forseti Kúbu, A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, Ezer Weizman, for- seti ísraels, Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og Fihppus prins, drottningar- maður af Englandi. Mandela var kjörinn forseti lands- ins á fyrsta fundi nýkjörins þings í gær og var hann eini frambjóðand- inn. Klukkustund síðar kom hinn 75 ára gamli leiðtogi fram á svalir gamla ráðhússins þar sem fjörutíu þúsund manns hylltu hann. „Við emm frjáls í dag, við erum frjáls í dag, hrópaði mannfjöldinn undir forustu Desmonds Tutus erki- biskups sem stjórnaði fagnaðarlát- unum. Mandela lofaði þjóð sinni breyting- um en sagði að ferðalagið á vit frels- isins yrði ekki auðvelt. „Verkið sem bíður okkar veröur Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, föstudaginn 13. maí 1994 kl. 11.00, á eftirgreindri eign: Vb. Pálmi SU-44, þinglýst eign Guðmundar V. Björgvinssonar, gerðarbeið- andi Sigurður J. Halldórsson hdl. Sýslumaðurinn á Eskifirði TILKYNNING Hljómsveit Guðjóns Matt- híassonar getur tekið að sér að leika á dansleikjum. Hljómsveitin er þannig skip- uð: Guðjón Matthíasson, harmoníka og söngur, Jón Möller, píanó, Erlingur Ein- arsson, trommur, Björn Erl- ingsson, bassa. Upplýsingar í síma 23629. Nýjung! Bílakolaport fJlafha-fiúóAÍnA þar sem eigendur selja bíla sína sjálfir. Opið alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 13-22. Fimmtíu til sextíu bílar í salnum. Komið, skoðið og gerið góð kaup. Ódýr þjónusta fyrir seljendur. Bein tenging við bifreiðaskrá, öryggi fyrir kaupendur. Sími 655503 - Fax 655536 30, John Major og Evrópumáliö: ekki auðvelt," sagði hann. „En þið hafið veitt okkur umboð til að breyta Suöur-Afríku úr landi þar sem meiri- hlutinn lifði vonlitlu lífi í land þar sem hann getur lifað og starfað með reisn, sjálfstrausti og trú á framtíö- ina.“ í kvöldverðarboði með tignum er- lendum gestum í Pretoríu í gær- kvöldi lýsti Mandela yfir þakklæti sínu til þeirra erlendu ríkja sem beittu sér gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnunni. „Okkar sigur er ykkar sig- ur,“ sagði hann. Við sama tækifæri sagði F.W. de Klerk, síðasti forseti hvíta minni- hlutans og einn varaforseta nýrrar Suöur-Afríku: „Þetta er höfuðborg lands sem hafði þor og kjark til að sigrast á sundurlyndinu og ná fram Sáttum0gfriði.“ Reuter Nelson Mandela, nýkjörinn forseti Suður-Afríku, og varaforsetar hans, þeir Thabo Mbeki og F.W. de Klerk; eru brosmildir á fyrsta fundi nýs þings ailra kynþátta. Símamynd Reuter Verður að endur- meta af stöðu sína Líklegt þykir að John Major, for- sætisráðherra Bretlands, verði nú að endurmeta afstöðu sína til þjóðarat- kvæðagreiðslu um samrunaferhð í Evrópusambandinu í tilraun sinni til að sameina íhaldsflokkinn sem er orðinn mjög sundraður. Frá þessu er greint í helstu dagblöðum Bret- lands í gær. Major, sem var andvigur þjóðarat- kvæðagreiðslu, stendur í ströngu þessa dagana eftir mikla niðurlæg- ingu sem flokkur hans varð fyrir þegar hann tapaði í sveitarstjórnar- kosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Flokkurinn, sem hefur verið við völd í 15 ár, lenti í þriðja sæti í kosningunum og segja frétta- skýrendur að Major verði nú að gera allt sem í hans valdi stendur til að sameina flokkinn og fá aukið fylgi kjósenda. Major hefur neitaö þessum stað- hæfingum blaðanna en hann er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu á þeim forsendum aö þaö veiki vald þings- ins. í leiðara Independent segir aö for- ysta Majors og málefni Bretlands varðandi Evrópumálið séu nú orðin óaðskiljanleg og fleiri blöð taka einn- ig í sama streng. íhaldsmaðurinn Tim Renton segir að klofningurinn innan flokksins John Major, forsætisráðherra Breta, stendur í ströngu þessa dagana. Símamynd Reuter vegna málsins sé jafnvel orðinn of mikill til að hægt sé að brúa bilið. „íhaldsflokkurinn verður að íhuga alvarlega eftir kosningamar til Evr- ópuþingsins hvort hann ’geti enn staðið uppi varðandi Evrópumáhð. Kannski væri best aö hann gerði það ekki,“ sagði Renton. Reuter Stuttar fréttir dv Hersveitir úr suðurhluta og norðurhluta Jemens börðust enn í morgun en sigur annars hvors aðilans var ekki í sjónmáli. Ruttir til Bretlands Rúmlega tvö hundruö manns, sem fluttir voru frá átökunum í Jemen, fógnuöu við komuna til London. Tókust i hendur Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, og Ezer Weizman, for- 'seti ísraels, tókust í hendur í Pretoríu í Suður-Afríku í gær og ræddu við Nelson Mandela, nýkjörinn forseta. Ný Biblía fyrir Mandela Ný ritósbiblía verður notuð við innsetningu Nelsons Mandela sem forseta Suður-Afríku. Hryðjuverkaríki Bandaríska utanrítósráöuneyt- ið hefur nefnt sjö ríki sem stuðn- ingsmenn hryöjuverkamanna og er Sýrland þar á meöal. Ennþungavopn Friðargæsluliðar SÞ telja Serba i Bosníu enn vera meö þunga- vopn á bannsvæðum við Gorazde. Árásáþorp , Fjórir létust í árás Serba á þorp þar sem flestir íbúar eru múslím- ar. Kinaverslunídeigiu Búist er við að Clinton Bandaríkjafor- seti leiti mála- miðlunarþegar kemur að þvi aö endurnýja bestukjör þau sem Kínverjar njóta í viöskiptum vestra. Ræddu Japansverslun Clinton Bandaríkjaforseti og Hata, forsætisráðherra Japans, ræddu viðskipti landanna. Löggurnar bíða enn Palestínskir lögregluþjónar biöu enn eflir því aö komast til starfa á Gáza. Hefndirfyrírhýðingu Bandaríkin sefja sig upp á móti viðskiptafundi í Singapore vegna þess að bandarískur táningur var hýddur þar. Hrefnurskotnar Norðmenn hafa skotið fyrstu tvær hrefnurnar á þessari vertíð og gerðist það undan Finnmörku. SkjálftS á Súmötru Jarðskjálfti, sem mældist 5,5 stig, varð á vesturhluta Súmötru í Indónesíu í gærkvöldi. Gæsla fyrír Haití Warren Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, sagði að bandarísk stjómvöld væru að ræða viðaðrarþjóðir á vesturhveh um friðargæslulið fyrir Haítí. Sendinefnd frá PLO ræðir efna- hagssamvinnu við Jórdaniu í dag. Drottningarmeðkvef Tuttugu og ein fegurðardrottn- ing í keppninni um ungfrú alheim kvefaðÍStígær. Rcuter, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.