Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 Lesendur___________________ Pólitísk staða íslands: Sölumiðstöðin, ESB og Bandaríkin Forsætisráðherra og utanrikisráðherra hafa nú leitað með formlegum hætti eftir gerð rammasamnings við Bandaríkin. Spumingin Lestu mikið af tímaritum? Siguijón Einarsson: Nei, aðallega Biblíuna. Ólafur Schram: Nei, sérdeilis lítið. Randi Guðmundsdóttir: Já, svolítið. Ingimar Sigurðsson skrifar: Veruleg umræða er nú orðin í þjóð- félaginu um framtíðarskipan okkar í samfélagi þjóðanna og ekki seinna vænna að komast að niðurstöðu um pólitíska stöðu íslands, svo mikiö sem landsmenn eiga afkomu sína undir þvi að geta afskipað sínum af- uröum greiðlega á sem hæstu verði. Það er því ekki óeðlilegt að fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna láti sig þetta mál varða. Þetta mál var hka eitt helsta umræðuefni forráðamanna SH á nýloknum aðal- fundi fyrirtækisins. - Mér fannst þó gæta of mikillar samkenndar for- ráðamanna SH með meintum áhrif- um Evrópuríkjanna. Þótt sá vamagli sé ávallt sleginn í umræðum um Evrópusambandið, hvort sem um ræðir tvíhhða samn- ing eða fuha aðild, að fyrst af öhu verðum við aö tryggja full og óskoruð yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, þá finnur fólk að sá vamagh er ekkert ofarlega í huga hinna sömu manna sem þetta ræða svo fjálglega. Það vita nefnilega allir aö með sam- komulagi við ESB, í hvaða formi sem það yrði, er fiskveiðUögsaga okkar það eina sem við höfum upp á að bjóða sem umræðugrundvöU við hið evrópska samhand og út frá þeim nótum yrði svo samið. Það má svo láta það heita að stefnt sé að því einu að fá áheyrnarfulltrúa, fá áhrif með einum eöa öðmm hætti, eða stefna að samstarfsgrundveUi. - AUt er þetta yfirvarp eöa barnaleg meinloka sem ekki er umhugsunarverð, hvað þá umræðuverð. Mér þykir það hins vegar miður að forráðamenn SH, sem hefur haft lifibrauð um áratuga skeið af góðum og traustum samskiptum við Banda- ríkin og fisksölu þar í landi, skuh ekki vera framsýnni menn en svo aö sjá ekki hvert stefnir í pólitiskri stöðu íslands á næstu missemm. Auðvitað endar þetta ekki með öðru en aö íslendingar verða aðUar að frí- verslunarsamningi við Bandaríkin og síðar NAFTA. Hefur enda bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra gert íslensku ríkisstjóminni grein fyrir því aö nú þegar hafi verið leitað með formleg- um hætti eftir gerð rammasamnings um þetta mál. - Við vomm að missa af lestiimi í þessu máU þar vestra og því var þessum tveimur ráðherrum fahð að útkljá máUð hið snarasta svo að ísland væri með á þeim Usta sem viðskiptaráðherra Bandaríkjanna skUaði 111 forseta Bandaríkjanna um sl. helgi. Ungir sjálfstæðismenn álykta: Alma Eir Svavarsdóttir: Já, aðaUega fræðirit og glanstímarit. Kolbrún Guðbrandsdóttir: Ekki tímarit en dagblöð. Vilja eitthvað annað en krata GísU Ólafsson skrifar: Þeir álykta stíft þessa dagana, ungu mennimir í flokknum minum, Sjálf- stæðisflokknum. - Fyrir stuttu sendu HeimdeUingar frá sér ályktun þar sem fordæmd var ráðning formanns Framsóknarflokksins í stól Seðla- banka íslands. Fordæmingunni var beint til viðskiptaráöherrans og kratans Sighvats Björgvinssonar. Sannleikurinn var þó sá að enginn lagði harðar að sér en formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfur sem mælti með því fyrstur manna aö Steingrímur Hermannsson fengi þann stól. Nú hefur formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, fyrir hönd félags síns, látið þau ummæU faUa að mikiUar gremju gæti innan raða félagsins vegna þess hve langt Sjálf- stæðisflokkurinn gengur tíl móts við jafnaðarstefnu Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengið of langt til aö halda friðinn. - Jafnframt hvetja ungir sjálfstæðismenn forystu Sjálfstæðisflokksins tíl að skoða aðra möguleika á stjómarsamstarfi. Þetta er svo sem aUt í takt við yfir- lýsingar forystu Sjálfstæðisflokksins sem leggur nú ofurkapp á að fá Framsókn til hðs við sig eför næstu kosningar. En hver man ekki andóf ungra sjálfstæðismanna gegn mál- flutningi framsóknarmaima og jafn- vel svokaUaðra „framsóknarþing- manna“ innan sjálfs Sjálfstæðis- flokksins þegar búvörulögin vora tU umræðu á Alþingi? VUja ungir sjálf- stæðismenn virkUega styöja fram- sóknarstefnumálin fremur en oft og tíðum hina fijálslegu stefnu jafnað- armanna? - Er bara nokkuð víst að Framsókn sé á þeim buxunum að tengjast okkar flokki eftir kosningar? Ég hef enga yfirlýsingu séð um það frá nýjum formanni Framsóknar- flokksins. Fremur þveröfugt. SUS- arar mega ekki gleypa aUt hrátt sem frá formanni flokks okkar kemur!! Gaukshreiðriö - frábært leikrit: Sigur fyrir leikarana G. Bender skrifar: Þau eru mörg leikverkin sem hafa verið sýnd á leiksviðum landsins. Hvort sem það er hjá alvöru leikhús- unum eða bara áhugaleikhúsunum. Ég sá til dæmis eitt hjá Leikfélaginu á Hvammstanga fyrir skömmu. Það var fantagóð sýning á Saumastof- unni eftir Kjartan Ragnarsson og áhuginn og leikgleðin sem skein úr augum leikaranna var mikU. En Gaukshreiðrið eftir Dale Wass- erman í Þjóðleikshúsinu er stórs- kostlegtasta „stykki,, sem maður hef- ur lengi séð í leikhúsi. Gaukshreiðrið »ibii "111 III II i "■'ii i in ii ij ” Hringið í síma 63 27 00 I miliikl. 14 og 16 -eða skrifiö Nafn og 6 imanr. vcröur aö fylgja brílum Ur Gaukshreiðrinu. Jóhann Sigurð- arson i hlutverki sinu sem Bromden höfðingi. er stórsigur fyrir Þjóðleikshúsið. Og ekki síður fyrir leikarana. Sviðs- myndin er þannig að hún truflar ekki þessa gæðasýningu á nokkrun hátt. Það hefur sitt að segja. Það er sama hvaða leikara maður nefnir í þessu verki, þeir skUa alhr sínum hJutverkum frábærlega vel. Og það má alveg minnast á þau Pálma Gestsson, Ragnheiöi Stein- dórsdóttur, Jóhann Sigurðarson, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmars- son, Sigurð Skúlason, Sigurð Sigur- jónsson, Stéfan Jónsson eða þá Erl- ing Gíslason. Pálmi Gestsson og Jóhann Sigurð- arson skUa sínum hlutverkum eink- ar vel eins og allir. Það er óhætt að hvetja þjóðina tíl að fjölmenna á þetta leikverk, svo frábært er það. Þótt sýningin standi yfir í næstum þrjá tíma leiðist manni ekki í eina mínútu. Þvflík er framsetning verks- ins. Húsaleigubætur: Ávísunásukk Sigurður hriugdi: Manni kemur á óvart aö það skuli vera ráðherra Alþýðuflokks sem leggur áherslu á þá frá- munalegu tímaskekkju að taka upp húsaleigubætur til lögfest- ingar. Þessi lög verða aldrei ann- að en bein ávísun á sukk og enn eitt vandræðamálið sem vefjast mun fyrir skattyfirvöldum hveraig eigi að taka á. - Að veita leigusölum beinan skattafslátt upp að vissu marki vegna húsa- leigutekna ýtir hins vegar undir betri skattaskil - og leiðir til lækkunar á húsaleigu. Þyriukaupiní ógöngum Björn Árnason skrifian Mér finnst það mikiö óheilla- spor ef ráðist verður í að kaupa Super Puma þyrlu svona til bráöabirgða og svo megi ræða seinna hvort henni megi skila aftur þegar og ef viðræður við bandarísk stjórnvöld um rekstur þyrlusveitarinnar á Keflavflcur- flugvelli bera árangur. Auðvitað á að sleppa öllum bollaleggingum um þyrlukaup í bih. Þaö er sér- sveit björgunarþyrla á landinu, þ.e. á Keflavíkurfiugvelli, og hún dugar fullvel þar til viöræðum um frekari samvinnu lýkur. En áherslu á að leggja á að ljúka þeim viðræðum sem fyrst. Nafnvextí verð- uraðlækka Guéjón Sigurðsson hringdi: Það munu áreiöanlega margir taka undir með Davið Oddssyni forsætisráðherra þegar hann seg- ir að mismunur á verðtryggöum lánum í banka og óverötryggðum í vaxtakjörum sé allt of mikill, og bankar eigi því að endurmeta afstöðu sína og lækka nafnvext- ina. Og þar sem nú bankar hafa margsinnis áður staðhæft að mis- munur í vaxtakjörum verð- tryggðra útlána og óverötryggöra megi ekki vera mikill hljóta nú bankamir að taka viö sér og fara aö tilmælum forsætisráðherra. Sfarfsumsókn k kjallaragrein! Guðmundur Ásgeirsson hringdi: Þeir eru stundum gamansamir í opinbera geiranum. Þaö gerir kannski einveran á einsmanns kontórunum eða bara aö starfið gerir þá svona létta og káta. Þetta staðfestist m.a. í grein eins af for- stöðumönnum Seðlabanka ís- lands í DV sl. fostudag þar sem hann skrifar eins konar starfs- umsókn í formi kjallaragreinar í blaðiö. - Hann óskar eftír aö vera talinn líklegur til að taka við stöðu aðstoöarbankastjóra þegar sá kýs að láta af starfi - eins og greinarhöfundur orðar það svo snyrtilega. Það ætti því ekki að þurfa frekari þrýstings við, a.m.k. ekki innan Seðlabankans. Gangurlífs- ins-óréttmæt gagnrýni Sigurgyða Þrastardóttir skrifan Eg las gagnrýni Júlíusar Fjeldsted á sjónvarpsþættina Gang lífsins. - Þiö afsakið, en mér og minum vinum fmnast þættirn- ir bara flnir þótt þeir séu ekkert við það að fá einhver rosaleg verðlaun. Vissulega getur væmn- in orðið fullmikil en inn á milli eru góðir kaflar. Þeir sem á annað borð geta ekki horft á þessa þætti ættu að snúa sér að uppvaskinu eftir matinn og slökkva á imban- um á meðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.