Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 Fréttir Átökin í Alþýðuílokknum: Talið víst að Rannveig hætti sem varaformaður hugmynd uppi um að fá Jóhönnu og Jón Baldvin til að draga sig í hlé og að Sighvatur verði formaður Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Al- þýðuflokksins, ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður áfram á flokksþinginu sem hefst 10. júní næstkomandi. Mun þá ekki skipta máli hvort Jón Baldvin eða Jóhanna Sigurðardóttir eða jafnvel einhver annar verður fonhaður flokksins. „Ég hef tekið mína ákvörðun í þessu máh en ég vil ekki ræða hana við fjölmiðla á þessari stundu," sagöi Rannveig þegar rætt var við hana í gær og hún spurð hvort það væri rétt aö hún ætlaði aö hætta. Þá hefur DV líka heimildir fyrir því að verið sé að ræða þá hugmynd að fá þau bæði, Jón Baldvin og Jóhönnu, til að draga sig í hlé og fá þriðja aðila til að taka við flokknum. Hugmyndin er fram komin til að reyna að koma í veg fyrir þau átök og jafnvel klofn- ing sem hlýtur að verða á flokksþing- inu við baráttu Jons Baldvins og Jo- hönnu um formannssætið. Sá sem oftast er nefndur sem hugs- anlegt formannsefni ef þetta gengur eftir er Sighvatur Björgvinsson. Hann vildi ekkert við þetta mál kannast þegar DV bar þetta undir hann. Sighvatur sagðist ekki vera í neinum hugleiöingum um að géfa kost á sér í formennskuna. Hann sagðist fyrir löngu hafa lýst yfir stuðningi við Jón Baldvin. Morgunblaðið greinir frá því í morgim að Jón Baldvin hafi spurt Jóhönnu að því á fundi þeirra í fyrra- dag, hvort það mundi breyta ein- hveiju um framboð hennar, ef hann drægi sig í hlé og samstaða skapaðist um að styöja annan frambjóðanda í formannsstól. Muni hann hafa haft Sighvat í huga. Segir blaðið að Jó- hanna hafi sagt að þetta kæmi ekki til mála. Þeir sem best hpfa fylgst með und- irbúningi flokksþings Alþyðuflokks- ins og kosningu fulltrúa á það telja að fylgi þeirra Jóhönnu og Jóns Bald- vins sé nánast jafnt um þessar mund- ir. Jón Baldvin hafi haft vinniginn sextíu á móti fjörutíu fyrir sveitar- stjómarkosningar. Eftir kosningar hafi þetta breyst og að þau séu jöfn um þessar mundir. Af samtölum við alþýðuflokksfólk er ljóst að þung undiralda er í flokknum vegna for- mannskjörsins á flokksþinginu. Laxveiðin í Norðurá í Borgarfirði byrjaði frábærlega og fyrsti dagurinn gaf 36 laxa. Til samanburðar má nefna að fjórir veiddust fyrsta daginn í fyrra. Á myndinni heldur Friðrik Þ. Stefánsson, formaöur Stangaveiðifélags Reykja- víkur, á fyrsta laxinum sínum sem tók fiugu. DV-mynd G.Bender Verðlaun fyrir íslandslag: Þetta fagra land - lag Valgeirs Skagflörðs hlutskarpast Alþýðuflokkurinn: Meirihluti Reykjavíkur- fulltrúa með Jóhönnu Kosningu fulltrúa á flokksþing Al- þýðuflokksins í Reykjavík er lokið. Kosinn var 51 aðalfulltrúi en tahð er að um 60 aðal- og varafulltrúar taki þátt i störfum flokksþingsins. Menn hafa verið að reyna að meta hve marga stuöningsmenn for- mannsefnin, Jón Baldvin og Jóhanna Sigurðardóttir, eiga í hópi Reykja- víkurfulltrúa. Einn Reykjavíkurfiill- trúanna sagði í samtah viö DV að Jóhanna ætti vísan stuðning 27 full- trúa en Jón Baldvin 17. Annar taldi að Jóhanna ætti stuðning 24 fuhtrúa en Jón Baldvin 13. Aðrir fuhtrúar væm enn óákveðnir. Tahð er að þau Jóhanna og Jón Baldvin eigi jafnan marga stuðnings- menn í hópi flokksþingsfuhtrúa úr Hafnarfirði en þeir em margir. Víða úti á landi er enn ekki búið að kjósa fuhtrúa á flokksþingið. - Sjá Fréttaljós á bls. 4 íslandssfldfundin „Þetta er spennandi mál. Shdin hefur að vísu fundist við þetta svæði síöustu árin. Við höfum verið að bíða eftir því að hún færðist vestar. Mér hst vel á veiðar ef sýnt er að stofninn fer stækkandi og torfumar koma vestar," segir Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Shdarútvegs- nefndar, en rannsóknarskipið Bjami Sæmundsson fann stórar torfur af íslandsshd norðaustur af landinu við 200 mhna landhelgismörkin. Að sögn Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar, er þetta í fyrsta skipti sem shdin kemur inn í lögsöguna frá 1968. Sgurður Sverrisson, DV, Akranesi; Frumviöræður oddvita Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta á Akranesi hófust síðdegis í gær. Framsóknar- flokkur hafnaði í fyrrakvöld mála- Þjóðhátíðamefnd boðaöi th blaða- mannafundar á Þingvöhum í gær. Á fundinum vom meðal annars veitt verðlaun í samkeppninni um ís- landslagið sem samiö var í tilefni þjóðhátíðar. Sigurlagið reyndist vera leitan Alþýðubandalags um myndun meirihluta. Guðbjartur Hannesson, oddviti Al- þýðubandalagsins, sagði í viðtali við DV í gær að kæmi í ljós að grundvöh- ur væri fyrir myndun meirihluta flokkanna yrði fundur boðaður í „Þetta fagra land“ eftir Valgeir Skag- fjörö í flutningi Eghs Ólafssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur. í öðm sæti var lag þeirra Tryggva Bald- vinssonar og Jóhanns G. Jóhanns- sonar. kvöld hjá Alþýðubandalagi. Þar yrði farið fram á formlegt umboð th myndunar meirihluta með sjálfstæð- ismönnum. Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur vora í minnihluta bæjar: stjómar á nýhðnu kjörtímabih. Á Formaður dómnefndar íslandslags var Jónatan Garðarsson og með hon- um í nefndinni vom Bjöm Ámason, Þórir Baldursson, John Speight og Þuríður Pálsdóttir. kjörtímabihnu 1986-1990 sat Alþýðu- bandalag í meirihluta með Fram- sóknarflokki. Sjálfstæðisflokkiu-hef- ur hins vegar verið í minnihluta aht frá árinu 1986. Ummæli Hrafns: Umfjöllun ekki lokið Stjórn Lögmannafélagsins fjall- aði í gær um ummæh þau sem Hrafn Bragason, forseti Hæsta- réttar, lét faha á málþingi lög- manna síðasthðinn fóstudag. Á þinginu talaði Hrafn um „sjúkan lögmann" eins og fjöldi heimhdarmanna DV fuhyrðir eða „sjúka lögmenn" eins og hann segist sjálfur hafa sagt. Ragnar Aöalsteinsson, formaður Lögmannafélagsins, sagði enga niðurstöðu hafa fengjst og umfjöll- un um máhð væri ekki lokið. Hins vegar hefði afstaða Lögmannafé- lagsins komið fram í bréfi sem það lét frá sér fara 1. mars síðasthðinn vegna bréfaskrifa Hrafris. Hins vegar sagði hann máhð viðkæmt og það væri í „gerjun". Stuttar fréttir HagkaupíSamskip? Hagkaup og Samherji íhuga nú hlutafjárkaup í Samskipum en stefnt er aö mörg hundrað mhlj- óna króna hlutafjáraukningu. Mbl. greindi frá þessu. Aukin Rússaviðskipti Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða fyrir viöskiptum íslend- inga við rússnesk fyrirtæki. Sjö ráðhermm er falið að gangast fyrir umhótum í 12 liðum. Fiskurákrók Fiskiðja Sauðárkróks hefur samið viö þýska útgerö um að landa 1000 tonnum af fiski á Sauö- árki'óki. RÚV greindi frá þessu. Norðmennveiða Norðmenn stefria að fimmfalt meiri veiði úr norsk-íslenska síld- arstofriinum en fyrir tveimur ámm. Með sama áframhaldi gæti södin aftur hætt að sækja á ís- landsraið í ætisleit. RÚV greindi frá þessu. Eituríkræklingi Hohustuvemd ríkisins hefur varað fólk við að tina skelfisk í Hvalfirðinum.. Eiturefrii hafa mælst f skelfiski úr Hvalfirði og vitaö er um dæmi þess að slik eiturefni hafi dregiö fólk th dauöa. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Kjaradeiiulokið Tveggja ára hlskeyttri kíara- dehu Rafiönaðarsambands ís- lands og Landsambands ís- lenskra rafverktaka er lokið. Undirritaöur var nýr kjarasamn- ingur sem ghdir th ársloka. Þetta kom fram í Ríkissjóvarpinu. Meirihlutamyndun á Akranesi: Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisf lokkur ræða saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.