Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 15 Erlend fjárfesting breytti miklu Viðskiptaráðherra plantaði út nýrri nefnd í mars til þess að gera gangskör að kynningu á þeim kost- um sem hann hlýtur að halda að kith erlenda fjárfesta til þátttöku í íslensku atvinnulífi. Og ráðherr- ann var ekkert að tvínóna, því hann hafði þegar samið um að Út- flutningsráð íslands legði til her- bergi með mannskap til þess að annast þessa kynningu fyrir 5 milljónir króna til næstu áramóta. Herbergið yröi væntanlega opnaö í maí og salan hæfist þar með. En hvað er til sölu, sem útiend- ingar vilja fjárfesta í? Það hefur hingað til vafist fyrir þessum áhugaverðu útlendingum aö skynja svarið við þessari spurn- ingu. Og á meðan ekkert er í raun og veru til sölu meö þeim kostum og kynjum sem alþjóðlegir fjárfest- ar hafa áhuga á, má spyrja hvort ástæða sé til þess að gera þessa gangskör. Og það má líka spyrja hvort sá ráðherra sé með öllum mjalla sem heldur að 5 milljónir íslenskra króna skipti einhverju máh í þessu efni. Peningaflóð - en ekki hingað Erlend fjárfesting hefur lengi flætt mhli landa og álfa í meira eða minna mæh og nú er það almenn skoðun að slík alþjóðleg blanda um rekstur og framfarir í atvinnulífi KjaUarinn Herbert Guðmundsson félagsmálastjóri Verslunarráðs íslands muni skipta sköpum fyrir þær þjóðir, sem eiga sér velmegunar ellegar uppreisnar von á næstu misserum og árum. Þarna eru ekki aðeins peningar í húfi, heldur og ekki síður þekking og frumkvæði, sem skipta um aðsetur th og frá. Fjöldi manns í heiminum hefur þann starfa að leita eftir arðvæn- legum fjárfestingarkostum af öll- um toga. Það mætti vera meiri óheppnin ef þessu þrautþjálfaða alheimshði í leit að gróðavænlegum tækifærum í at- vinnurekstri hefði gersamlega sést yfir ísland. Sári sannleikurinn er sá að þessir útsendarar hafa margir hverjir vegið og metið ísland, og aha vega lengst af og nú sem land án réttra aðstæðna og án nauðsynlegra fyrirheita um úrbætur. Pólitísk ringulreið Ef við ætlum að ná áhuga er- lendra fjárfesta á íslensku atvinnu- lífi þarf margt að breytast umfram þær lagfæringar sem gerðar hafa verið síðustu misseri í þágu jafn- ræðis innan EES. Umfram allt er óhjákvæmhegt að við temjum okk- ur fljótt skynsamlega afstöðu til þess að við erum ekki lengur í ein- angruðu umhverfi, víggirtu af sjó og eigin geðþótta. í stað þess að standa í stappi gegn ímynduðum erlendum áhrifum og berjast í mó- gröfum innanlands um smákökur, verðum við að gerast ghdir þátttak- endur í alþjóðlegri baráttu um fé og frama. Það gerist ekkert á meðan ekki er hægt aö kynna starfsumhverfi íslensks atvinnulífs án þess að gera fyrirvara um hnnulausan skæru- hernað í kjarasamningum og sí- fehdar skyndiákvarðanir löggjaf- ans, jafnvel einnig framkvæmda- valdsins, sem breyta eða jafnvel umturna grundvelh í rekstri fyrir- tækja og þjóðfélagsins eins og veif- að sé hendi. Af sömu ástæðum eiga íslenskir fjárfestar álíka óhægt um vik að gerast þátttakendur í at- vinnulífi erlendis. Ráð fyrir nefnd Markaðssetning íslands th fjár og frama fæst ekki fyrir starf enn einnar nefndarinnar um að finna upp hjóhð. Og ekki fyrir íghdi eins Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra. - Skipta 5 milljónir króna - ígildi eins forsetabils - einhverju máli í þessu efni? forsetabíls. Ótal úttektir, skýrslur og yfirlýsingar koma fyrir ekki á meðan erlendir fjárfestar á þönum um heiminn eftir tækifærum virða okkur nánast ekki viðlits. Við skul- um ekki gera okkur svo heimsk, að þeir viti ekki af okkur. Viðmót og áhugi þessara mikh- vægu framherja í alþjóðlegu at- vinnu- og viðskiptalífi mun ekki taka neinum stakkaskiptum fyrr en við höfðum raunverulega til þeirra. Th þess að skynja og finna þann grundvöh þörfnumst við upp- lýsinga um óskir þessara aðila og ráðgjöf af þessum alþjóðlega fjár- festingamarkaði. Ofangreindum 5 milljónum króna væri betur varið til þess að reyna að koma ráðherr- um og Alþingi í skhning um kjarna þessa máls, að byrja á byrjuninni. Herbert Guðmundsson „Það gerist ekkert á meðan ekki er hægt að kynna starfsumhverfi íslensks atvinnulífs án þess að gera fyrirvara um linnulausan skæruhernað 1 kjara- samningum og sífelldar skyndiákvarð- anir löggjafans... “ Sá yðar sem syndlaus er Það hefur ekki tíðkast í íslensk- um fjölmiðlum að fjalla um einka- mál einstaklinga á þann hátt sem algengur hefur verið í öðrum lönd- um þar sem ekkert er friðheilagt og frægt fólk er hundelt af blaða- mönnum og ljósmyndurum. Nú hafa þau tíðindi gerst að nokkrir íslenskir fjölmiðlar hafa gert hjónaskhnaðarmál tveggja ein- stakhnga að blaðamat, með frétta- flutningi og leiðaraskrifum sem verða að teljast einsdæmi í sögu íslenskrar blaðamennsku. Eintak og Stöð 2 hafa velt sér upp úr mál- inu og Guðmundur Magnússon, nýráðinn fréttastjóri DV, telur sig þess umkominn að fella siðferðis- dóm yfir umræddum einstakling- um, vegna þeirrar stöðu sem þeir gegna, í anda hins „móralska meirihluta" sem um árabh hefur hrellt Bandaríkjamenn með of- sóknum, boðum og bönnum. Erfið tilfinningamál Mönnum hefur löngum hætt th að sýna dómhörku þegar hegðun ann- arra á í hlut enda var fólki refsað grimmhega fyrr á öldum fyrir það sem skhgreint var sem yfirsjón í sið- ferðismálum. Mikið vatn er runnið th sjávar frá þeim tíma og því kemur það mjög á óvart að upplifa það nú að fjölmiðlar setjist í sæti stóradóms og kalli fólk syndara, fallna engla og bendi með yfirlæti á að freistingar séu til að standast þær en ekki th að faha fyrir þeim. Kjallaiinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík Allir þeir sem þekkja th hjóna- skilnaða vita að það eru einhver erfiðustu mál sem fjölskyldur ganga í gegnum, þau snerta ekki aðeins þau hjón sem í hlut eiga, heldur einnig böm þeirra og fjöl- skyldur. Að mínum dómi gengur fréttaflutningur af skhnaðarmáh prestanna tveggja út yfir aht vel- sæmi og er viðkomandi fjölmiðlum th ævarandi skammar. Það er vissulega hlutverk fjölmiðla að flytja fréttir og aö veita opinberum aðhum aðhald, en þeir verða að kunna sér hóf og átta sig á því hve- nær fréttir meiða einstakhnga og hvaða mál eiga ekki heima í fjöl- miðlum. Erfið tilfinningamál og uppgjör einstakhnga við líf sitt eiga ekki erindi th annarra en þeirra sem máhð við kemur, sama hvort um er að ræða presta eða aðra. Efnahvörf ástarinnar í þúsundir ára hefur verið reynt að koma böndum á tilfinningalíf mannfólksins með lögum og siða- lögmálum, með takmörkuðum ár- angri þó. Maöurinn er ekki vél, hann hagar sér sjaldnast í takt við það sem köld skynsemi segir hon- um og það er staðreynd að viö get- um ekki haft fuha stjórn á tilfinn- ingum okkar. Þar er á ferö efna- fræði sem jafnvel vísindi nútímans hafa ekki náð tökum á og enginn skhur fullkomlega, allra síst efna- hvörf ástarinnar. Öh trúarbrögð, sagnasjóöir og bókmenntir heims- ins ganga meira og minna út á bar- áttuna við breyskleika mannsins, aht frá freistingunni fyrstu í aldin- garðinum Eden. Hver er þess um- kominn að dæma um hvaö rétt er og hvað rangt í mannlegri hegðun? Grundvöllur kristilegs siðgæðis er umburðarlyndi. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Jesús sagði: Dæmið ekki svo að þér verð- iö ekki dæmdir, og þegar honum var bent á vændiskonuna sem lýð- urinn vhdi grýta sagði hann: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þetta ættu starfsmenn fjölmiðla aö hafa í huga og forða okkur frá þeirri sorpblaðamennsku sem eyðhagt hefur líf fjölda einstakl- inga í ýmsum löndum. „Móralski meirihlutinn“ á ekkert erindi hing- aö, hvað þá að viökvæm einkamál séu notuö th sölumennsku í okkar litla samfélagi. Við eigum að standa vörð um rétt og virðingu einstakl- inganna og því er mál að linni. Ég vona svo sannarlega að fjölmiðlar láti hér staðar numið, en þvi miður hefur þegar verið gengið of langt. Kristín Ástgeirsdóttir „Maðurinn er ekki vél, hann hagar sér sjaldnast í takt við það sem köld skyn- semi segir honum og það er staðreynd að við getum ekki haft fulla stjórn á tilfmningum okkar.“ |IA1 raeo 00 ámóti Endurskoðun samnings- ákvæða umvinnutima „Við höfum býsna fomfá- leg ákvæði í mörgum kjarasamn- ingum sem kveða ein- göngu á um skiptingu sól- arhringsins í dag- og yfir- vinnu. Það er eðihegt að greiöa hátt álag fyrir yfirvinnu, meðal annars th að fyrirbyggja þaö að yfirvinnan sé misnotuð th aö jafna vinnuna. Þar er líka verið að greiöa fyrir tvo þætti, annars vegar fýrir viö- bótarálag sem felst í því að bæta við sig umframvinnu og hins veg- ar fyrir að vinna á afbrigðhegum tíma. Þaö er alveg ljóst að í mörg- um greinum væri hægt að láta framleiðslutækin snúast lengur og skapa störf fyrir fleira fólk ef hægt væri að ráða fólk í vakta- vinnu á eðhlegum kjörum. Þá er ég-að'tala um kannski 10 th 20% hærra kaup en ekki 80% hærra en það sem gerist á deginum. Ég er hér sérstaklega að horfa til sjávarútvegsins. Við höfum dæmin um það að störf hafi farið forgöröum, th dæmis flust út á sjó, vegna þess að ekki voru fáan- legir samningar sem gáfu færi á að ráða fólk í vaktavinnu á eðh- legum kjörum. Við vinnuveitendur þurfum líka að vera sveigjanlegri. Við þurfum meiri möguleika á aö vinna lengur á einum árstíma en öðrum. Við þurfum að horfa meira til þess að þjóna viðskipta- vinunum og elta uppi möguleika markaðarins. Thlaga okkar um endurskoðun snýst um að skapa störf.“ Ekki vettvang- urASf „Ef það er vhji VSÍ að nota næstu kjarasamn- inga og samn- inga um vinnutíma th þess' að þrengja enn frekap- að Halldór Grönyold, launum fólks, skrifstolusljóri ÁSÍ. til að mynda með að lækka yfirvinnuálag eða annað slíkt, þá er alveg Jjóst að á það getur verkalýðshreyfingin ahs ekki fahist. Hins vegar ef VSÍ er að fahast á það sem ýmis verkalýðsfélög hafa verið með á oddinum upp á síðkastið, að það beri að ganga th sérkjaraviðræðna við einstaka aðhdarfélög og sambönd um þeirra sérmál, þá kann vel að vera að ákvæði um vinnutíma geti verið þar inni í. Það er hins vegar ljóst að það verður ekki gert á vettvangi ASÍ enda eru vinnutímareglur i kjarasamning- um með mismunandi hætti frá einu félagi til annars. Þaö verður að vera mat þessara félaga og sambanda hvort þau eru tilbúin að ganga th slíkra samninga og á hvaða forsendum það er gert. Svar mitt er því tvíþætt. Annars vegar kemur ekki th greina að ASÍ eöa heildarsamtökin serpji um vinnutíma ef það sem býr að baki er að lækka tekjur fólks. Hins vegar ef VSÍ er að bjóða ein- staka aðhdarfélögura og sara- böndum sérkjaraviðræður þar sem meðal annars mætti ræða vinnutímann þá er þaö að sjálf- sögöu val hvers félags fyrir sig.“ Þórarinn V. Þórar- insson, fram- kvaBmdastjóri VSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.