Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 Ertu hlynnt(ur) hvalveiðum? Herdís Sigurbergsdóttir: Já. Sigríður Dóra Gísladóttir: Já, þær eru 1 góðu lagi í hófl. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir: Já, það er til svo mikið af hvölum. Guðrún Hjálmarsdóttir: Já, já. Stefán Runólfsson: Já, undir vísinda- legu eftirhti. Guðlaugur Nielsson: Þetta er allt spuming um hagsmuni. Lesendur Lúsug var íslenska moldin Anna skrifar: Fyrir nokkrum árum eyöilögðust plöntur mínar vegna lúsa og var auð- velt að rekja þennan kaupbæti til moldar sem ég keypti. Ég tók mig því til og bakaði alla moldina. Það er seinlegt verk og leiðinlegt en vel framkvæmanlegt. Ég tók svo það ráð að kaupa erlenda mold sem auðvitað var bæði dýrari og vandfundari. Það er óneitanlega hlægilegt að hér á ís- landi þurfi maður að kaupa danska mold. Eftir þetta döfnuðu plöntur mínar vel í nokkur ár og aldrei bar á lús. Þar kom þó að ég fór að verða kæru- lausari og keypti íslenska mold á ný. Það gekk um hríð og ég held að ég hafi þá oftast keypt grænu pokana sem margir kannast við úr Hruna- mannahreppi. Blómin döfnuðu. En samkvæmt spakmæhnu: hafa skal það sem hendi er næst, keypti ég aðra íslenska mold síðastliðið vor og nú tóku hlutimir að gerast hratt. - Vefjanet var komið á eina plöntuna sem strax var hent. Síðan eru plönt- urnar ein og ein að faUa í valinn. Nú er ég reið. Þessi blóm sem mér hefur þótt vænt um og gætt af um- hyggju sýkjast eitt af öðru. Hvers vegna þarf íslensk framleiðsla svona oft að vera vafasöm? Þegar við velj- um íslenskt veit maður aldrei hvað maður hreppir. Það þýðir ekkert að segja eins og einum blómasalanum Plastrósirnar eru þó örugglega lúsarlausar, eða hvað? varð að orði - að maður geti aldrei verið 100% öruggur! Ég var þaö á meðan ég keypti erlendu moldina og aldrei bar á skorkvikindum enda moldin örugglega ekki send á mark- aðinn nema undir ströngu eftirliti. Hér dettur einhverjum gaurnum í hug að setja upp fyrirtæki og verða ríkur. En bæði ábyrgðina og eftirUtið vantar. Við blómakonurnar sitjum eftir með sárt ennið. Við rogumst heim með moldarpoka en við fáum bara lús í kaupbæti. Ég hef talað við nokkrar konur sem hafa lent í því sama og ég. Kannski ég endi eins og ein vinkona mín, með plastrósir uppi um alla veggi. - Nei, ég held að ég hafi híbýUn min heldur blóma- og moldarlaus. Vilja ekki tveggja f lokka kerf i K.R.P. skrifar: Nokkuð hefur verið rætt um það hvort tímabært sé að hugsa alvarlega um að koma á tveggja flokka kerfi hér í stjórnmálum. ÚrsUt sveitar- stjómarkosninganna síðustu gáfu umræðunni lausan tauminn á ný. - Ekki síst úrsUt kosninganna hér í Reykjavík. - Eitt dagblaöanna spurði gagngert nokkra þekkta stjórnmála- menn úr þremur flokkum hvort úr- sUt kosninganna hér í Reykjavík bæri að túlka sem kröfu um upp- stokkun í flokkakerfinu. Þeir sem spurðir voru sögðu það af og frá. Um þetta gátu þeir þó verið sammála þótt ekki Uggi leiðir saman á öðmm sviðum. Tveir hinna þriggja sem spurðir voru (frá Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi) sögðu að svona úrsUt hæri ekki að túlka sem neina kröfu í þessa átt. Þingmaður Alþýðubanda- lagsins sagðist ekki hafa orðið var við nein sUk sjónarmið þótt árangur samfylkingar í Reykjavík hefði verið ágætur. - Þingmaður Framsóknar sagði það skoðun sína að með Reykjavíkurframboðinu hefðu flokkarnir verið með ákveðið markmið í huga, annað ekki. Ekki væri tímabært að velta vöngum yfir frekara samstarfi flokka á Alþingi eða í ríkisstjórn. Þetta sýnir okkur að alþingismenn eru flestir á móti því að koma hér á tveggja flokka kerfi. Einkum þing- menn dreifbýUsins. Það túlkar þó engan veginn áUt almennings í land- inu, og þeir þingmenn sem eru því hlyntir að skoða áfram möguleikann á tveggja flokka kerfi eiga að ýta á um athugun á því meðal flokkanna í landinu og ekki síst almennings. I þessu máli mætti beita skoðana- könnunum og í ýmsu formi, líkt og um úrsUt kosninganna. Árni Kristjánsson skrifar: Það hefur ávallt tíðkast að auglýsa og selja nýja (ókeyrða) bíla af eldri árgeröum á lægra verði en nýjustu árgerðirnar. Líka hér á landi. Þá hefur venjulega verið tekið fram sér- staklega að um eldri árgerðir sé að ræða (t.d. síðasta árs eða ársins þar áður ef um það er að ræða). - Það færist nú í vöxt hér á landi að nýir (ókeyrðir) bílar séu auglýstir án þess að taka fram sérstaklega að um eldri árgerðir sé að ræða. Þetta kemur að vísu í ljós þegar væntanlegir við- skiptamenn koma á staðinn og málin eru rædd frekar. Annað atriði kemur svo líka inn í sölumál nýrra bifreiða og það er þeg- ar síðasta eintak ákveðinnar gerðar . or boðið til sölu. Oft eru bílar fram- leiddir svo til óbreyttir ár eftir ár, ef til vfil með nokkrum-minniháttar áherslubreytingum í búnaði en ekki útUti. Að því kemur þó að viðkom- andi bíltegund dettur út hjá framleið- anda og algjörlega ný tekur við. Þá er mikUvægt fyrir væntanlega kaup- endur að vita hvort sú bUtegund sem auglýst er sé síðasta árgerðin sem framleidd er eða ekki. Bíltegund sem ekki er framleidd lengur á nefnfiega ekki eins mikla möguleika á vara- hlutaþjónustu og sú nýja sem tekur við. „Bíllinn getur veriö jafn góöur og jafnvel betri þótt tegundin sé ekki fram- leidd lengur," segir m.a. i bréfinu. Vissar bUtegundir sem nú eru aug- lýstar nokkuð hér á landi eru ein- mitt þær sem þegar er hætt að fram- leiða. Þetta eiga viðskiptavinir kröfu á að vita, og það strax í auglýsingum. BíUinn getur verið jafn góður og jafn- vel betri þótt hann verði ekki fram- leiddur lengur. Áralöng reynsla er þó fyrir hendi sem ekki er til staðar um nýjan bU. En gamfir bílar verða aldrei nýir og eldri árgerðir ætti að selja með verulegum afslætti þótt nýjar séu og ókeyrðar. Gömlu, nýju bflarnir auglýstir Hvaða persónuskilríki? Ásbjörn hringdi: Um sl. helgi var iögð áhersla á það við kjósendur að þeir sýndu persónuskilríki við komu í kjör- deildir. Ekkert nema gott um það að segja, nema hvað þaö eru eng- in sérstök persónuskilríki í gangi í þessu þjóðfélagi. Menn eiga jú vegabréf, ökuskirteini, banka- kort með mynd, eða annað sem kynni aö sanna hver maðurinn er. En þetta er ekld algilt. Sumir eiga ekkert slíkt skilríki og hafa aldrei átt. Það hefur aðeiits einu sinni verið gefið út nafnskírteini hér á landi - fyrir unglinga - en ekkí aðra. Og því skírteini var ekki einu sinni ætlað að bera mynd. - Hvað er þá verið að tala um persónuskilríki? Þiðfáið loðnuístaðinn! Stefáu Gunnarsson skrifar: Emt ein svarta skýrslan um enn minni leyfilegan þorskafla. Allir harma þessa ákvörðun. Þeir sem eiga að stjórna þessu öllu segja sent svo að þetta sé slæmt en það sé bara ekki hægt að játast undir svona mikla skerðingu. En svo. er bent á annað; loðnuna. Hafró segir að við fáum loðnuna í stað- inn fyrir þorskinn. Tæplega eina og hálfa mifljón tonna! Og svo síldina, rúmlega 120 þúsund tonn. Já, hvaða viljum við meira? En hvað skyldu þeir nú segja á Vest- fjörðum? Dauðadómurinn uppkevðinn? Þeir fá nú karutski farseðil hingað suður og geta þá dáið hér. Það er mikill rnunur. Dugandi ræðismaður Elísabet hringdi: Það er mikið happ aö hafa ræð- ismenn um allar koppagrundir á erlendum vettvangi, eínkanlega á tímum kosningá heima er landar okkar leita til þeirra til að neyta réttinda sinna um framgang stjómarfars í landi sínu. Nú hef- ur ræðismannsskrifstofa íslands í HoUandí með trassaskap sínum og handvömm eyðilegt atkvæði hóps íslendinga sem þar búa. - Þarna er dæmi um einn dugandi ræðismann sem ætti að verð- launa fyrir vikið, t.d. með því að bjóða honum í laxveiði i sumar. Þeir eru fleiri ræðismennirnir sem verðlauna þyrfti með lax- veiðitúr fyrir leti, kæruleysi og afskiptaleysi af íslenskum afdrif- um erlendis. drottins Ólafur Árnason skrifar: Gármigarnir sögðu daginn eftir að úrslit kosninga hérí Reykjavik voru opinber og sem var mikiU regndagur - raunar eíns og hellt væri úr skýjum - aö nú gréti Reykjavíkurborg af sorg út af tapi sjálfstæðismanna. Einn góður og gegn stuðningsmaður R-listans lét þetta ekki á sig fá en svaraði að bragði: „Nei, nú hefur drottinn hafið hreingerningu á Reykjavík og henni verður fylgt eftir af R- Ustamönnum allt kjörtímabilið.“ Kærum WHOtil Þjóðverja Einar Jóhannesson hringdi: Úrþví Alþjóða heilbrigðisstofn- unin, WHO, telur ísland vera of lítið til að miðla upplýsingum um meðallífslíkur, ungbarnadauða og fleira sem máli skiptir í niður- stöðum heilbrigðismála, skulum við ekki virða viðlits heimsókn framkvæmdastjóra Evrópusvæð- is WHO hinn 10. júní. Víð skulum kæra máliö til sterkasta aöilans i Evrópusamstarfmu, Þjóðverja. og sjá hvað þeir gera fyrir okkur. Þéir hafa, einir þjóða, veriö hlynntir okkur Islendingum gegnum tíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.