Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Pólitískur hámarksafli Sjávarútvegsráðherra og ríkisstjómin komust að póli- tískri niðurstöðu, þegar leyfður var 155.000 tonna þorsk- aíli á næsta fiskveiðiári, 25.000 tonnum meiri afli en Hafrannsóknastofnunin haíði lagt til. Niðurstöðuna verð- ur að skilja í ljósi þess, að kosið verður að ári hðnu. Reikningsmenn stjórnarinnar telja, að niðurstaðan feh í sér, að svonefnd kreppa dýpki ekki á síðari hluta þessa árs og fyrri hluta hins næsta, heldur verði örhtih hagvöxtur upp á tæpt prósent. Það jafngildir um leið friði á vinnumarkaði og stöðugu krónugengi á þessum tíma. Það verður gott fyrir atvinnulífið að búa við stöðugar og friðsamar aðstæður í eitt ár. Það stuðlar enn frekar að sæmilegu jafnvægi í þjóðarbúskapnum, þegar ríkis- stjómin leggur störf súrí dóm kjósenda að ári hðnu. í ljósi ahs þessa er 155.000 tonna ársafli skhjanlegur. Niðurstaðan stuðlar hins vegar ekki að auknum þorsk- afla í framtíðinni. Hún felur í sér, að hrygningarstofn þorsks stækkar ekki upp úr því lágmarki, sem hann er kominn í um þessar mundir. Tihagan um 130.000 tonna veiði fól hins vegar í sér, að þessi stofn mundi vaxa. Th em þeir, sem telja, að hrygningarstofninn megi vera eins hthl og hann er. Sveiflumar séu svo miklar í lífrík- inu, að þorskstofiiinn verði fljótur að jafiia sig, ef aðstæð- ur í sjónum batni á nýjan leik. Þeir telja þær aðstæður skipta miklu meira máh en magnið af veiddum þorski. Þetta em áhættusamar hugleiðingar. Tvær nágranna- þjóðir okkar hafa gengið miklu harðar fram í þorskveið- um en við. Þær hafa ekki haft strangt kvótakerfi. Þetta era Færeyingar og Kanadamenn. Aflinn hrundi hjá þeim báðum og þorskur var á endanum friðaður við Kanada. Eftir fimm ára friðun við Nýfundnaland í Kanada em engin merki þess, að þorskstofninn hafi tekið við sér. Sumir segja þetta sýna gagnsleysi friðunar, en ríkjandi skoðun er, að þetta sé afleiðing fyrri ofveiði. Ákveðið hefur verið að friða þorskinn í fimm ár í viðbót. Óneitanlega væri slæmt fyrir okkur að lenda í svip- aðri stöðu og Færeyingar, svo ekki sé vísað th ástandsins á austurströnd Kanada. Erfitt er að hugsa sér ísland án þorskveiða, þótt við höfum ef th vhl gott af að læra að komast af án þess að setja aht traust okkar á þorskinn. Ekki er nýtt, að ráðamenn þjóðarinnar telji sig þurfa að leyfa meiri þorskveiði en fiskifræðingar ráðleggja. Eitt frægasta dæmið er Steingrímur Hermannsson, sem var einu sinni sjávarútvegsráðherra og sagði, að meira máh skipti, hvað þjóðin þohr, en hvað þorskurinn þolir. Um langt árabh hefur á hverju á*ri verið leyft að veiða meira en fiskifræðingar hafa lagt th og um jafnlangan tíma hefur raunverulegur afh á hverju ári farið langt upp fýrir leyfilegt magn. Eðhlegt er að telja tengsh vera milh þessa og hnignunar þorskstofnsins á sama tíma. Ljósi punkturinn í niðurstöðu sjávarútvegsráðherra er, að hún tekur inn í myndina þann afla, sem áður var utan kvóta. Er það í samræmi við ný lög, sem Alþingi setti í vetur. Því má gera ráð fýrir, að hin leyfðu 155.000 tonn séu raunveruleg tala, en ekki bara bókhaldstala. Sægreifar stóm skipanna kvarta yfir hlutdehdinni, sem trhlukarlar fá af hehdarkvóta. Þorskafh hinna síðar- nefndu er ekki skertur, en þorskafh sægreifanna hins vegar um 17%. Þetta táknar, að póhtíkusar hafa uppgötv- að, að trihukarlar hafa fleiri atkvæði en sægreifar. Þannig hafa stjómvöld fundið málamiðlun, sem ekki verður mjög umdehd. Tekið er tihit th ýmissa póhtískra sjónarmiða. Þorskurinn einn var ekki spurður áhts. Jónas Kristjánsson Halldór Ásgrímssson, formaður Framsóknarflokksins. - „ ... leystur úr álögum eignarhalds erfðanna í flokkn- um ...“ - Steingrimur Hermannsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins. - „ . . tindáti viss tímabils i stjóm- málasögu landsins". Að tindátanum gengnum Heimurinn er í hugarfarinu, ekki í munninum. Þess vegna segja menn ýmislegt í ósamræmi við það sem hugarfylgsnin geyma. Fyrir bragðið þrengir að sáúnni, og sá sem þetta gerir gengur um sem svefngengill. Sumir stjórnmála- menn tala þannig að halda mætti að orð þeirra væru í samræmi við ákveðna heimssýn eða stefnu, en það er ekki, ef hugarfariö er annað. Afturgöngur fortíðarinnar Öllum ætti að vera fagnaðarefhi að sjá og heyra hvað það hefur birt mikið yfir hinum nýja formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ás- grímssyni. Engu er líkara en hann hafi verið leystur úr álögum eign- arhalds erfðanna í flokknum þegar Steingrímur Hermannsson hvarf til fjármálavitsins. Fram að þessu hafði Halldór verið eins konar svefngengiE, maður haldinn illum en rólegum öndum. Hann gekk um vegi kvölds þessarar aldar svipað- ur efni í þunglamalegt nátttröll ís- lenskra stjómmála. Nú blómgast hann og viðkunnan- legt bros virðist koma að innan frá ljúfri skapgerð og leika feimnis- lega, ekki bara um andlitið, heldur viðhorf hans til stjórnmála, lands- mála og heimsins. Hann heldur ennþá aftur af brosinu, eitthvað í honum segir að hann megi ekki taka stökkbreytingu, það kunni að vera of áberandi og auöséð að Steingrímur hafi hvílt á honum eins og legsteinn á leiöi löngu dá- inna hugsjóna. Honum er óhætt aö gefa gleðinni lausan tauminn. Við vitum að það leika lausum hala svo margar aft- urgöngur fortíðarinnar í samfélag- KjáUarmn Guðbergur Bergsson rithöfundur inu að þær verða ekki kveðnar í kútinn fyrr en á næstu öld og þá kannski með efni i nýjar afturgöng- ur. Pólitísk sjálfsfróun? Kveðjuathöfnin á Alþingi og ræða Steingríms Hermannssonar var skemmtilega skrýtin. Hann lýsti sér sem manni sem hefði stað- ið við gægjugat stjómmálanna, þótt hann sé sonur stjómmálamanns, arftaki hans og flokksformaður. Skömmu áður hafði vikublaðið Eintak birt niðurstöðu rannsókna á kynhegðun íslendinga, í ljós kom að næstum enginn hafði áhuga á gægjum í kynferðismálum. Þá vaknar spumingin: Beinist gægjuþörfin að stjóm- málunum, úr því dæmin sanna að í nýgengnum kosningum vora næstum allir kjósendur sumstaðar á landinu á framboöslistum, líkt og þeir vildu stunda pólitíska sjálfsfróun? Til að kóróna siðfágunina var Steingrími færður tindáti úr hendi forsætisráðherra, sem hann sagði spottskur að dátinn merkti að leið- toginn væri „riddari". Hann breiddi þannig yfir þá skoðun að þiggjandinn sé tindáti viss tímabils í stjómmálasögu landsins. Ekki veit ég hvað Steingrímur hugsaði, en mig grunar fastlega að táknfræðingar í bókmenntmn við Háskólann mundu kalla þetta „misvísun tákna og talaðra orða“, fengju þeir að fjalla um texta ráð- herrans og svipta hann sérhverri von um nóbelsverðlaunin. Guðbergur Bergsson „Heimurinn er 1 hugarfarinu, ekki 1 munninum. Þess vegna segja menn ýmislegt í ósamræmi við það sem hug- arfylgsnin geyma. Fyrir bragðið þreng- ir að sáhnni... “ Skoðanir aimarra Vonandi endist viljinn „Samfylkingin gegn Sjálfstæðisflokknum í borg- hmi skýrist fyrst og fremst af þeim langa tíma sem hann hefur haft þar tögl og hagldir og byggt upp sitt valdakerfi. Sú þörf að brjóta það upp vék flokks- hagsmunmn til hliöar og þjappaði fólki sam- an... Það er vandi fyrir Reykjavíkurlistann að spila úr sigrinum og þaö hvílir mikil ábyrgð á þvi fólki sem tekur forustuna í borgarmálunum nú. Það skipt- ir miklu máli að sá samstarfsvilji, sem fram kom í kosningunum, endist.“ ÚrforystugreinTímans. Undir forystu Árna „Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvað eftir annað á 60 árum haldið meirihluta sínum í Reykjavík... Þeg- ar saman fara erfiðar aðstæður í landsmálum og gjörbreyttar aöstæður í framboðsmálum í höfúðborg- inni, verður það að teljast umtalsvert afrek að sjálf- stæðismenn náðu eins langt og raun bar vitni. Ámi Sigfússon borgarstjóri hefur haft sóma af framgöngu sinni í þessum kosningum. Þar er kominn fram á sjónarsviðið í Sjálfstæðisflokknum forystumaður, sem fylgzt verður með á næstu árum.“ Úr forystugrein Mbl. 31. maí. Vandi Reykjavíkurlistans „Mikill vandi bíður nú Reykjavíkurlistans. Mikil ábyrgð hvílir á listanum og ekki síst á herðum hins glæsilega leiðtoga hans, verðandi borgarstjóra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ekki aðeins bíður hennar og Reykjavíkurlistans að sljóma borginni betur en sjálfstæðismenn og mæta óskum borg- arbúa. Reykjavikurlistinn hefur leyst úr læðingi pólitískt samfylkingarafl sem gæti markað þáttaskil í íslenskum stjómmálum og umbylt íslensku flokka- kerfi.“ ÚrforystugreinAlþýðubl.31.maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.