Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
17
Fréttir
Þingvellir:
Ágreiningur kom upp um hvíta-
sunnuhelgina um reglur er varða
umgengni við Þingvallavatn.
Þjóðgarðurinn og Veiðifélag Þing-
vallavatns vinna saman að því að
framfylgja reglum um bann við um-
ferö sjóþotna á vatninu. Hins vegar
sáust sjóþotur á vegum Hótel Val-
hallar fyrir stuttu. Sjóþotuleigan var
auglýst um hvítasunnuhelgina og
þann dag þeyttust þotumar um vatn-
ið. Þetta þótti þjóðgarðsverði ótækt
þar sem hávaðinn frá þotunum trufl-
aði fólk í friðsömum hugleiðingum.
Einnig trufluðu þoturnar stanga-
veiðimenn sem vom við veiðar sínar
á vatninu.
„Málið leystist þar sem Valdimar í
Valhöll ákvað að fara að ráðum þjóð-
garðsvarðar og hætta við þetta fyrir-
tæki. Það gengur náttúrlega ekki að
hafa sæþotur á Þingvallavatni því
þar er allt friðað, það er varptími og
hávaðinn og lætin frá þotunum er
geysilega mikill. Ég sá aumingja
veiðimennina sem vora að upplifa
fegurð himinsins og jarðarinnar,
flýja,“ sagði Hanna María Péturs-
dóttir þjóðgarðsvörður við DV.
„Það er markmið okkar hér á Þing-
völlum að fólk geti komið hingað til
þess að upplifa náttúruna, kyrrðina
og fuglasönginn," sagöi hún.
DV haföi einnig samband við for-
mann veiðifélags staðarins, Svein-
björn Einarsson, og hafði hann sömu
sögu að segja. „Veiðifélagið getur
ekki gefið leyfi til þess að fólk sé á
sæþotum á Þingvallavatni þar sem
fólk er að veiða,“ sagði Sveinbjörn.
Þoturnar sáust hjá Valhöll og hafði
þjóðgarðsvörður samband við Valdi-
mar Jónsson, hótelstjóra í Valhöll,
og bað hann að fjarlægja þotumar.
Þegar DV hafði samband við Valdi-
mar kannaðist hann ekki við að hafa
rekið sjóþotuleigu á Þingvöllum.
„Ég setti ekki upp neina sjóþotu-
leigu. Það kom hingað maður um
síðustu helgi og spurði hvort hann
mætti nota aðstöðuna frá bryggjunni
og það var alveg sjálfsagöur hlutur
af minni hálfu. Þau komu síðan hing-
að frá þjóðgarðinum og fannst þetta
ekki henta.
Davið Patriksson frá Keflavík og Guðbjörg Pétursdóttir frá Selfossi stíga
um borð i eitt varðskipanna.
Landhelgisgæslan:
Unglingar í fræðsluferð
„Landhelgisgæslan hefur boðið
ungu fólki á grunnskólaaldri á öllu
landinu að fara með varðskipum í
fræðslu og kynningarferð. Ung-
mennin fara í eina 16 daga ferð með
varðskipunum," segir Jón Magnús-
son hjá Landhelgisgæslunni.
Samband íslenskra sveitarfélaga
sneri sér til grunnskóla um að út-
nefna grunnskólanema sem luku
prófi í vor. Fræðslu- og kynningar-
ferðirnar standa yfir í júní og júlí og
er um að ræða 16 daga ferðir. Ungl-
ingarnir taka þátt í öllu starfi um
borð til þess að fá að kynnast starf-
seminni.
Brú á Héraðsvötn í smíðum:
Tvær 100 metra
akreinar og gangstígur
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum;
Hafin er vinna við byggingu nýrrar
brúar yflr vestari ós Héraðsvatna.
Undirbúningur verksins hófst í haust
en þá var lagður vegur vestan frá Borg-
arsandi að brúarstæðinu og gert plan
sem brúin er byggð á. Hún er því byggð
á þurru en aö smíði hennar lokinni
verður vötnunum veitt undir brúna
og hafist handa við vegalagningu aust-
an brúarinnar.
Nýja brúin verður 100 metra löng og
9,5 metrar á breidd. Auk tveggja ak-
reina veröur gangstígur á brúnni sem
gerður er vegna þess hvað mannvirkið
er nærri þéttbýh og vinsælu útivistar-
svæði bæjarbúa á Sauðárkróki.
Brúin, sem byggð verður úr stein-
steypu, mun hvíla á fjórum aðalundir-
stöðum en því til viðbótar 54 steyptum
staurum sem hver um sig hefur verið
rekinn 22 metra niður. Heildarkostn-
aður við brúna er áætlaður 65 millj.
króna og fyrirhugað að taka hana í
notkun í október nk.
Það er brúarvinnuflokkur frá
Hvammstanga sem annast smíðina.
Yfirsmiður er Guðmundur Sigurðsson.
Unnið við að ramma niður staura
í brúna með stórum krana.
DV-mynd örn
Tjamarálftir verpa við Elliðavatn:
Hreiðrin í hættu vegna rigninga
„Núna era tvö pör sem verpa á Elliðavatni í Reykjavík. mikið í rigningunum.
túnunum við Elliðavatn. Þau eru Tvöálftapörhafahreiðraðumsig „Við fóram að hafa áhyggjur af
örugglega af Tjöminni þvi að þau á engjunum fyrir framan bæinn því að hreiðrin væra að fara í kaf
eru svo gæf. Það er meira aö segja Elliöavatn. Hanna Björk hefur hjá álftunum. Efþaö hækkar meira
hægt að gefa öðru parinu brauð,“ miklar áhyggjur af því að hreiðrin í vatninu er eins víst að flæði yfir
segir Hanna Björk Reynisdóttir, fari i kaf vegna þess að vatnsyfir- þau. Annað hreiðrið er þó í meiri
eiginkona eftirlitsmanns á bænum borð EUiðavatns hefur hækkað svo hættu en hitt,“ segir Hanna.
'
ÓRVALSFEM
ÍÍflLSSIIÐ
y meo / /
V ,\
Sumarleikur tímaritsins Úrval og
ferðaskrífstofunnar ÚrvalÚtsýn
Tímaritið Úrval efnir til samkeppni um
skemmtilegustu frásögnina í samvinnu við
ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn. Samkeppnin er
ætluö öllu fólki, ungu sem öldnu, sem hefur frá
einhverju skemmtilegu aö segja. Setjist nú
niður og setjið á blaö atvikin eða
uppákomurnar sem þú eöa þínir hafið getað
gert góðlátlegt grín að. Sögumar, sem mega
ekki vera lengri en 80 orö, verða síðan birtar í
júlí-ágúst hefti tímaritsins Úrval.
Höfundur skemmtilegustu sögunnar hlýtur í
ritlaun vikudvöl fyrir tvo á sólarhótelinu Barcelo
Cala Vinas á perluströnd Miðjarðarhafsins, Cala
Vinas. Barcelo Cala Vinas er á undurfögrum og
notalegum stað á Mallorca, 'rétt við
Magaluf-ströndina. Einnig eru í verðlaun 20
ársáskriftir að tímaritinu Úrval.
Sendiö frásögnina til: Tímaritiö
Úrval-Sumarleikur, Þverholti 11,105
Reykjavík.
y
ílwuril l'vrír ullu