Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
Fréttir
Lögreglustjóraembættið að klára vegabréfalagermn:
Gleymdist að panta ný bréf
- erfiðleikum bundið að fá vegabréf
„Það gleymdist aö panta ný,“ sagði
starfsstúíka á skrifstofu lögreglu-
stjórans í Reykjavík er blaðamaður
DV hugðist fá vegabréf í gær. Sá sem
hyggst fá nýtt vegabréf í snatri er
fyrst spurður hvort hann eigi ekki
gamalt vegabréf sem hægt sé að end-
umýja.
Ef viðkomandi á ekki gamalt vega-
bréf og verður að fá nýtt strax getur
málið hins vegar versnað því vega-
bréfalagerinn er tómur. Hafdís Ein-
arsdóttir, aðalgjaldkeri hjá embætt-
inu, sagði í samtali viö DV í gær að
hún vissi hreinlega ekki hvemig tek-
ið væri á slíku. Hún sagðist þó búast
við að til væm nokkur bréf til að
nota í neyðartilfellum. Venjulegur
afgreiðslufrestur á vegabréfum er
annars ein vika.
„Það má kannski segja að vitneskj-
an um bága lagerstöðu hafi komið
fullseint frá embættunum víða um
land, þó svo við séum ekki að firra
okkur ábyrgð. Við töldum um ára-
mótin að lagerstaðan væri nægjan-
lega góð og því nóg að fá ný bréf nú
í vor en þá bjuggumst við ekki við
þessari seinkun á afgreiðslunni,"
segir Hjalti Zóphaníasson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu. Ný
sending af vegabréfum átti að berast
frá Bretlandi fyrir 4-5 vikum að sögn
Hjalta en ekki er von á henni fyrr
en 10. júní. Hjalti segir að ástandið
sé erfitt en þolanlegt hjá flestum
Umboðsmaður borgarbúa:
Ekkibúiðaðráð-
stafa embættinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýr
borgarstjóri Reykvíkinga, segist bú-
ast við að auglýst verði eftir umsókn-
um í stöðu umboðsmamis borgarbúa
fljótlega eftir að Reykjavíkurlistinn
tekur við völdum í borginni.
„Við flytjum örugglega tillögu um
þetta fljótlega. Það veröur auglýst því
að við viljum sjá hverjir verða í boði.
Við höfum enga ákveðna einstakl-
inga í huga,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Nýr meiriMuti á Dalvík:
embættum en fyrirséð að ástandiö
hefði getað oröið slæmt í Reykjavík.
Þess vegna hefði reglugerð verið
breytt nýlega þannig að nú má fram-
lengja gömul vegabréf um 1 ár.
Hjalti segir að áður hafi orðið töf á
þessum sendingum frá Bretlandi,
raunar alveg frá því að nýju vega-
bréfin komu fyrst árið 1987, og það
sé auðvitað ekki nógu gott. Hins veg-
ar sé ekki hægt að prenta vegabréfin
hérlendis vegna þess að um gæða-
prentun er að ræða, hhðstæða pen-
ingaprentuninni.
Vandaður og sparneytinn 5 dyra jeppi
Q Beinskiptur / sjálfskiptur
5) Vökvastýri
:£) Rafdrifnar rúðuvindur,
læsingar og speglar. / )
SUZUKI BÍLAR HR
Skeifunnl 17 • Sfml 685100
ffnfcíiTsKÍntuft
„Ég á ekki von á öðru en að þetta
sé að ganga upp. Það eru 2-3 mál sem
þarf að skoða aðeins betur. Þetta
verður góður og starfsamur meiri-
hluti," segir Kristján Ólafsson, odd-
viti framsóknarmanna á Dalvík, en
framsóknarmenn eru langt komnir í
meirihlutaviðræðum sínum við I-
hsta sem fram var borinn af ýmsum
vinstrimönnum.
„Ég játa því hvorki eða neita,"
sagði Kristján þegar hann var spurð-
ur hvort hann væri sjálfur næsti
bæjarstjóri. Hann neitaði þvi hins
vegar að Svanfríður Jónasdóttir,
oddviti I- listans, yrði bæjarstjóri.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Fjárhagsút-
tekt gerð á
svipaðan hátt
og1982
„Við erum aö fara yfir hvemig
þetta var gert 1978 og 1982 en það var
endurskoðunarskrifstofa Ólafs Nils-
sonar sem gerði úttektina þá. Ég veit
ekki hvort það verður sama skrif-
stofa sem gerir þetta fyrir okkur en
sambærilegt verður gert. Við höfum
enga sérstaka skrifstofu í huga,“ seg-
ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýr
borgarstjóri í Reykjavík, um úttekt á
fjárhagsstöðu borgarinnar.
Leiðrétting
í kjaharagrein Ingvars Gíslasonar,
fyrrv. ráðherra, sem birtist í DV í
gær, urðu þau mistök að orð misrit-
aðist á einum stað og samhengi shtn-
aði á öðrum. Hér með leiðréttist
þetta.
1. í stað orðsins „brúa“ átti að
standa brúka.
2. Næstsíðasta setning greinarinn-
ar átti að vera þannig: „Fuhveldis-
hugsjónin er í dauðateygjunum á 50
ára afmæli lýðveldisins." - Þessi
setning var þó óbreytt sem mynda-
texti með greininni. - DV biður Ingv-
ar afsökunar á mistökunum.
Ákveðið hefur verið að efna til verðlauna-
samkeppni um nafn á Bónus Radíó-karlinn.
Dómnefnd mun síðan velja bestu tillöguna.
Æskilegt er að nafnið tengist eða geti á ein-
hvern hátt tengst verðlaginu í Bónus Radíó,
sem er lœgra en algengt er.
Komi fleiri en ein tillaga að því nafni sem
verður valið, verður hlutkesti látið ráða um
hver hlýtur 1. verðlaunin, sem eru vandað
29" Samsung Nicam Stereo-sjónvarpstœki
með 40W magnara, ísl. textavarpi, aðgerða-
sfýringum á skjá og þráðl. fjarstýringu, auk
margs annars. Einnig verða 15 ferðaútvarps-
tœkií aukaverðlaun.
Síðasti skiladagur er 6. júní og verða
prslit tilkynnt í þœtti Önnu Bjarkar
á Bylgjunni, fimmtudaginn 9. júní
1. verðlaun eru
29" Nicam Stereo-
sjónvarpstœki með ísl. textavarpi
Mín tillaga er:
Nafn:____________
Heimili:
Sími:
Vinsamlegast sendið tillögurnar til:
Bónus Radíó,
Grensásvegi 11,
108 Reykjavík.
Munið ! Síðasti skilafrestur er 6. júní 1994.