Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
Neytendur
Dæmi um innflutning
á blöðum (hagkvæmt) Daily Mirror (150 g) (óhagkvæmt) Sunday Times dkg)
Innkaupsverð 23,30 99,00
Fl. og erl. höndlunark. 67,00 215,00
Sölulaun til bóksala 41,70 85,50
Virðisaukaskattur 23,30 48,00
Dreifing og innheimta 34,70 - 57,50
Smásöluverö 190,00 390,00
DV kannar markað erlendra dagblaða hér á landi:
Erlend dagblöð hafa
hækkað í verði
- annar dreifíngaraðilinn hefur breytt verðútreikningnum
Nokkuð hefur borið á kvörtunum
til neytendasíðunnar þess eðlis að
smásöluverð erlendra blaða, eins og
t.d. Sunday Times og Sunday Tele-
graph, haíi hækkað um hátt í hundr-
að krónur eintakið. Tvö fyrirtæki,
Hið íslenska Boðfélag og I.B.-Blaða-
dreifmg hf., annast útbreiðslu blað-
anna hér á landi (hvort fyrir sig er
með í kringum 35 titla) og dreifa í
bókaverslanir, söluturna, hótel og
jafnvel mat- og gjafavöruverslanir
strax á útgáfudegi. Einar Guðjónsson
hjá Boðfélaginu sagði aðspurður að
langflestir sinna titla heföu ekkert
hækkað í tvö ár og fullyrti að erlend-
is væru erlend dagblöð miklu dýrari.
Hjá I.B.-Blaðadreifmgu fengust aðrar
upplýsingar.
Þyngdin ræður verðinu
„Fragtin hækkaöi um 12% þann 1.
febrúar síðastliðinn sem varð til þess
að við fórum að endurskoða útreikn-
inga okkar á smásöluverðinu og gáf-
um út nýja verðskrá 1. maí. Áöur
reiknuðum við smásöluverð út frá
söluverði blaðanna í viðkomandi
landi en nú reiknum við það út mið-
rVARANLEG~\
| V/ÐGERÐ! |
Þessa viðgerð framkvæmir
Þú best með PLASTIC PADDING
CHEMICAL METAL!
Rýrnar ekki, springur ekki
Grimmsterkt á 10 mínútum.
FYLLIR-UMIR-ÞETTIR
að við þyngd blaðanna. Það gefur
miklu réttari mynd af því hvað við
erum að borga fyrir að fá þau til
landsins því í raun höfum við verið
að borga með stórum hluta þeirra í
langan tíma. Þetta er nokkuð sem
átti aö vera löngu búið að reikna út
og koma í gegn,“ sagði Guðmundur
Sigmundsson, framkvæmdastjóri
I.B.-Blaöadreifingar hf.
„Sunday Times er t.d. mjög óhag-
stætt, tæpt kíló að þyngd og flug-
fragtin kostar 215 kr. á blað. Það
ætti í raun að kosta 500 krónur en
okkur er bara ekki stætt á því að
hækka það svo mikið í einu stökki,“
sagöi Guömundur. Aðspurður sagð-
ist hann þó að meðaltali fá 20-30
krónur í sinn vasa fyrir hvert blað,
þ.e. ef ekki væri mikið um endur-
sendingar. Flugleiðir taka hins vegar
50-215 krónur á hvert blaö og er þá
innifalinn höndlunarkostnaöur er-
lendis.
„Við þurfum alltaf að greiða fyrir
fragtina, jafnvel þó við fáum 50%
blaðanna endursend til okkar. Við
verðum að gera ráð fyrir slíkum af-
fólium viö verðútreikninginn," sagði
Guðmundur. Hann sagði að ef Utið
væri á löndin í kring, þar sem fragtin
væri miklu ódýrari, væru blöðin á
svipuöu verði og stundum dýrari.
„Danska BT kostar t.d. 220 kr. hér
en 262 kr. í Svíþjóð, Ekstrabladet 220
hér en 244 kr. í Svíþjóð og PoUtiken
240 kr. hér en 244 kr. í Svíþjóð," sagði
Guðmundur. Aðspurður hvort hann
teldi Flugleiðir nýta sér einokunar-
aðstöðuna til að hækka fragtina taldi
hann svo ekki vera. „Við höfum átt
ágætt samstarf við þá en þeir hafa
auðvitað aUtaf tilhneigingu til þess
af því að þeir eru einir.“
Fragtin hefur hækkað
„Flutningsgjaldið sem við höfum
tekið fyrir blöðin hefur verið í ís-
lenskum krónum en okkar ílutnings-
gjöld eru skráð í erlendri mynt svo
með hækkun á fragtinni er fyrst og
fremst verið að taka tiUit til gengis-
breytinga á síðustu tveimur árum en
fragtin hefur ekki hækkaö í langan
tíma,“ sagði Amgeir Lúðvíksson,
forstöðumaður fragtdeUdar Flug-
leiöa, í samtati við DV.
Aðspurður sagði hann að vel mætti
vera aö fragtin erlendis væri lægri.
„En ég held að þá sé verið aö flytja
þetta í miklu meira magni en við
gerum. Við erum með margar og
ilrralí,, y ITríbimr
„Það er nú svolítið sérstakt að vera staddur í Reykjavík klukkan þrjú siðdeg-
is og lesa þar Financial Times sem kom út í Frankfurt klukkan tíu um
morguninn. Það hlýtur að kosta eitthvað," sagði einn viðmælandi blaðsins.
DV-mynd GVA
smáar sendingar sem er frekar óhag-
kvæmt fyrir alla aðUa. Við teljum
okkur veita þarna alveg sérstaka
þjónustu því við flytjum blöðin sem
farangur, ekki sem fragt, sem gerir
aUa afgreiðslu mjög auðvelda og ein-
falda og heldur um leið niðri kostn-
aði. Þannig þarf ekki að fara með
þetta í gegnum einhverja flutnings-
miðlara og aUs kyns pappírsútgáfu.
Við teljum þetta því mjög hagkvæmt
og sjáum ekki ástæðu til að lækka
verðið,“ sagði Arngeir. Hann sagði
megnið af erlendu blööunum koma
með morgunvél frá Kaupmannahöfn
sem lendir á hádegi í Keflavík. Því
væru blöðin yfirleitt komin í verslan-
ir seinni partinn sama dag.
Sértilboð og
afsláttur:
Fjarðarkaup
Tilboðin gilda til fóstudags.
Þarfæst kínakál á 125 kr. kg, jarð-
arber, 250 g, á 125 kr., samloku-
kex, 300 g, á 89 kr., stór hrísp. á
109 kr., Libero á 795 kr., Up & Go
á 645 kr., afa- og polobohr á 898
kr., vinnuskyrtur á 842 kr.,
kindainnralæri á 975 kr., rauð-
vínsi. lambalæri á 669 kr. kg,
djúpkrydd. lambahr. á 669 kr. kg
og Tork pappír, 2 rúliur, á 498 kr.
10-11
Tilboðin gilda tU þriðjudags.
Þar fæst BKI lúxuskaffi, 500 g, á
198 kr„ Pampers á 798 kr„ EgUs
appelsín, 'h 1, á 48 kr„ Kim's
kart.fl., 250 g, á 198 kr„ KEA grill-
pylsur á 588 kr. (kynning um
helg.), 4 maísstönglar á 189 kr. og
LU Prince kremkex á 69 kr.
Bónus
Tilboðin gilda til flmmtudags.
Þar fæst frá Kjarnafæði: skinka
á 759 kr. kg, beikon á 659 kr. kg,
bjúgu á 299 kr. kg, grillsn. á 679
kr. kg og sænsk pylsa/beikon-
pylsa á 292 kr. kg. Einnig Asda
mýk.efhi, 21, á 79 kr„ Asda upp-
þv.lögur, 500 ral, á 24 kr„ nektar-
inur á 97 kr. kg, Frón Heima er
best kex á 55 kr„ Ömmu flatk. á
29 kr„ SvaU, 6 stk„ á 89 kr„ Emm-
ess ísstaur, 7 stk„ á 197 kr„ Siríus
rjómasúkkui., 4x100 g, borgar 3
en færð 4, Rosti skálasett, 3 stk„
á 259 kr„ After eight, 200 g, á 179
kr. og HM tilboð: 6x2 i kók, leður-
bolti, HM blaðið á 1.399 kr. 10%
afsl, af öUu kjöti og 5% 5% afsl
af uppvigtuðum ostum.
Garðakaup
Tilboðin giida tU laugardags.
Þar fást tómatar á 59 kr. kg,
Garðabæjar griiUeggir á 499 kr.
kg, svínarifjast. á 449 kr. kg,
kjúklingar á 597 kr. kg, Amo
kornflex, 1 kg, á 269 kr. kg, plóm-
ur í öskju á 129 kr. kg og rauð og
græn paprika á 399 kr. kg. Afmæl-
istilboð Kötlu, 10% afsl. af öilum
vörum.
Kjöt og fisk-
ur
TUboðin giida til mánudags.
Þar fæst lambalæri á 488 kr. kg,
lambahr. á 478 kr. kg, svínahn. á
689 kr. kg, svínasíða á 395 kr. kg,
kínverskar súpur, 39 g, á 39 kr„
ananassneiðar, 227 g, á 35 kr„
EstreUa skrúfur, 90 g, á 115 kr„
Royal Oak grUlkol, 4U kg, á 298
kr. og 2% kg á 175 kr.
F&A
Tiiboðin gilda til miðviku-
dags. Verð miðast við stað-
greiðslu. Þar fæst Mömmupizza á
319 kr„ Fairy Excel Plus upp-
þv.lögur, 500 ml, á 105 kr„ Jaffa
appels.þykkni, 31, á 299 kr„ Mars,
Snickers, Twix og Bounty á 39
kr„ jakkafót (uliarbl.) á 9.950 kr.
og regnhlífarkerra á 1.690 kr.
Hagkaup
Tilboðin gilda til miðviku-
dags. Þar fást grillhamb. (2x150
g) á 189 kr„ vatnsmel. á 79 kr. kg,
mangó á 59 kr. stk„ avocado á 69
kr. stk„ Heinz tómatsósa, 794 g, á
119 kr„ Myllu hamb.brauð, 2 stk„
á 29 kr„ Veno kex, 3 teg„ á 129
kr„ Sun Quick appels.þykkni, 840
ml, á 269 kr„ Silhouette dömub.,
2 teg„ á 199 kr„ Kim’s kart.flög-
ur, 2 teg. 175 g, á 189 kr„ tómatar
á 79 kr. kg, ananas á 79 kr. stk„
Jonagold epU á 79 kr. kg og Shop
Rite griffkol, 4% kg, á 229 kr.