Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 13
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
13
Burðarásar með betlistaf
„Nú hefur ríkisstjórnin ákveöið hundr-
uð milljóna aðstoð við þessa ágætu
menn án þess að séð verði að almenn-
ingur á Vestíjörðum hafi verið spurður
álits á slíkum ölmusum..
„Ætla má að vestfirskum almenningi hefði komið betur ef reynt hefði
verið að laga grundvöll sjávarplássanna með kvótatilfærslum," segir
sá sem hér skrifar vestan af fjörðum.
Enn á ný eru forsvarsmenn fisk-
vinnslu og útgerðar, og nú á Vest-
fjörðum, farnir af stað með betlistaf
til ríkisvaldsins að heija út fé til
bjargar illa komnum fyrirtækjum
sem í þessu tilfelli eru oftar en ekki
burðarásar atvinnulífsins á viö-
komandi stöðum.
Forsvarsmenn umræddra fyrir-
tækja og sveitarfélaga hafa verið
óþreytandi við að útskýra fyrir
fólki hvað úrskeiðis hefur farið og
ber þar fyrst að telja hreint skelfi-
legt kvótakerfi, kolvitlausa gengis-
skráningu, verðfall á erlendum
mörkuðum, voðalega vaxtastefnu
og stjórnvaldsaðferðir án þess að
þær sé tíundaðar nánar. Enginn af
þessum forsvarsmönnum minnist
á illa rekin fyrirtæki, illa grundaða
og fljótfærnislega ákvarðanatöku
og enginn talar um að yfirbygging
fyrirtækjanna sé of mikil. Nei, það
er ríkið og aftur ríkið sem er að
keyra þetta allt til andskotans.
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið
hundruð milljóna aðstoð við þessa
ágætu menn, án þess aö séð verði
að almenningur á Vestfjöröum hafi
verið spurður álits á slíkum ölmus-
um enda vestfirskur almenningur
ekki vanur þvi að vera ölmusuþeg-
ar á framfæri ríkisins og hefur
reynslan af því þegar ríkið hefur
vaiið úr fyrirtæki til að reisa þau
úr öskustónni verið ansi döpur og
vart til eftirbreytni fallin.
Pólitískar hafvillur
Stjórnmálamenn sem fara þá leið
í vinsældaöflun að ausa reglulega
heilum og hálfum milljörðum, í það
að bjarga fyrirtækjarekendum hér
og þar úr skítnum, hljóta að vera
komnir í verulegar pólitískar haf-
villur og ættu aö reyna nýjar að-
ferðir við að ná landi heldur en
sértækar vinareddingar. Núver-
andi ríkisstjórn eyddi reyndar
fyrsta starfsári sínu í að gagnrýna
slíkt þótt hún hafi sjálf verið á kafi
í slíkum aðgerðum síðan.
Kjallaririn
Guðmundur Sigurðsson
bifreiðarstjóri
Ætla má að vestfirskum almenn-
ingi heföi komið betur ef reynt
hefði verið að laga grundvöll sjáv-
arplássanna með kvótatilfærslum
til Vestfjarða í gegnum hagræðing-
arsjóð eða með hverri annarri
þeirri leið er heppileg væri. Þess
bæri þó að gæta að stóru skuldugu
fyrirtækin fengju ekki til sín allan
umráðarétt yfir slíkum kvóta, vel
mætti hugsa sér að sveitarfélögin
hefðu hönd í bagga með útdeilingu
á svoleiðis bjargráðakvóta en auð-
vitað er það engin endanleg lausn
vegna dæma um aö sömu menn
stjórni bæði sveitarfélögunum og
viðkomandi fyrirtækjum.
Dreifing ölmusunnar
Þaö eru mörg dæmi um að betra
hefði verið að veita nýjum aðOum
eðlilega fyrirgreiðslu til atvinnu-
reksturs heldur en að vera að
púkka upp á ónýt fyrirtæki, eins
og virðist eiga aö gera nú. Það er
skrítið að þau fyrirtæki i sjávarút-
vegi og fiskvinnslu sem best ganga
skuli geta þrifist undir þessum
kringumstæðum því ljóst má vera
að sama ríkisstjómin hlýtur að
setja vel reknum fyrirtækjum
starfsramma jafnt sem hinum verr
reknu.
Þó er nú hvað hlálegast að vanda-
málið viö dreifingu ölmusunnar
skuli vera það að Byggðastofnun
skuli ekki vera þess umkomin að
skipa fulltrúa í framfærslunefnd
þá er meta skal hverjir skuli fá
mikla ölmusu, hverjir htla og
hverjir alls enga, reyndar hafa þær
raddir heyrst að þegar sé búið að
ákveöa alla skiptingu ölmusunnar
og að jafnvel þeir sem mest muni
úr býtum bera séu hönnuðir að
þeirri skiptingu.
Guðmundur Sigurðsson
Og hver kennir öðrum
Ekki ósjaldan þeytast stjóm-
málamenn okkar um landið og
kynna helstu baráttumál sín, hver
um sig. Helstu baráttumál stjórn-
arandstöðu eru að venju þau að
komast sem fyrst í ráðherrastól,
enda má nú segja að sumir hveijir
séu fyrir löngu farnir að líta á hann
sem hluta af sjálfum þeim, sem
þeir séu bornir til og með eilífan
erfðarétt. Það er því ekki óalgengt
að þeir sem hveiju sinni eru í
stjórnarandstöðunni geri að fund-
arefni eitthvað í þessa veru: „Ráð-
þrota ríkisstjórn - breytinga er
þörf.“
Nú eru þessir stjórnmálamenn
okkar yfirleitt öngvir hálfvitar, en
þeir virðast líta á þegnana almennt
sem undirmáls á þvi sviði. Þeir
gera sér nefnilega í hugarlund að
hægt sé að telja okkur trú um að
sú óáran sem gengur yfir okkur,
ef um einhverja óáran er að ræða,
sé eitthvert fyrirbæri sem hafi
myndast allt í einu. Þeir vilja telja
okkur trú um að þeir sjálfir hafi
hvergi komið þar nærri. Þeir eru
eins og pörupiltarnir sem kenna
öörum um strákapörin. En við vit-
um bara betur.
KjaUaiinn
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Stundarhagsmunir ofar öllu
Við vitum vel að fiskstofnarnir
við landið hrundu ekki á einni
nóttu, við vitum að þetta er þróun
áraraða og að þar eiga margir
þeirra sem nú eru í stjómarand-
stöðu ekki lítinn hlut að máli, þeir
sem hafa sett stundarhagsmuni of-
ar öllu öðru til þess eins að stand-
ast sem lengst valdabaráttuna. Við
vitum líka að landbúnaðurinn hef-
ur heldur ekki hrunið eins og hendi
væri veifað, þetta er afleiðing af
áratuga vitlausri byggðastefnu. ís-
lenskur landbúnaður er nú að
miklu leyti í rúst þar sem þar hefur
flest leikið lausum hala allt of lengi.
Bændur hafa getað sett á eftir því
sem hey voru fyrir hendi. Þeir voru
öruggir með það að fá fullt verð
fyrir afurðir sínar. Verðið sem við
ennþá greiðum fyrir þær afurðir
er svo hátt að ótilneyddir mundu
landsmenn ekki líta við þeim, þrátt
fyrir allar niðurgreiðslur og aðrar
hundakúnstir, sem er heldur ekk-
ert nema önnur aðferð til að seilast
í vasa skattborgaranna. Markaðs-
hyggja í landbúnaði hefur ekki átt
upp á pallborðið hjá ráöamönn-
um.
Austur af almannafé
Það sama hefur verið að gerast í
sjávarútvegi, þar hefur verið ausið
ómældum fjármunum í útgerðir og
fiskvinnslufyrirtæki á stöðum þár
sem hefur verið vita vonlaust að
halda uppi rekstri. Mörg þessara
fyrirtækja eru nú farin, eða að fara,
á hausinn þrátt fyrir allan þennan
austur af almannafé og er aö vísu
vonum seinna, en þrátt fyrir það
er ennþá verið að halda uppi von-
lausum stöðum þar sem augljós-
lega er ekkert framundan annaö
en gjaldþrot og vonleysi. Það er
aðeins verið að lengja þann gálga-
frest sem augljóslega blasir við.
Benedikt Gunnarsson
„Þeir gera sér nefnilega í hugarlund
að hægt sé að telja okkur trú um að sú
óáran sem gengur yfir okkur... sé eitt-
hvert fyrirbæri sem hafi myndast allt
íeinu.“
Ahrif veiða á stofnstærð
hrognkelsa
ræðstekkiaf
veiðum
„Eins og
þessar veiðar
hafa verið
stundaðar til
þessa er ekki
líklegt að þær
hafi úrslita-
áhrif á við-
komu hrogn-
kelsastofna. vWálmur Þor-
Orsök þess- *‘elnsson liskHræð-
ara miklu ingur'
sveiflna í hrognkelsagengd er að
finna í einhverjum umhverfis-
þáttum frekar en í veiðunum
sjálfum. Grásleppan og rauðmag-
inn koma ekki inn i þær veiöar
sem að þeim beínast fyrr en þau
eru kynþroska og ganga á hrygn-
ingarsvæði til hrygningar. Of-
veiöi sem stafar af of mikilli sókn
í ókynþroska fisk er því ekki til
staðar í grásleppuveiðunum sjálf-
um. Þegar grásleppan er kotnin
yfir viss stærðarmörk verða nátt-
úruleg affoll mjög há eftir hrygn-
ingu. Náttúruleg dauösfóll eftir
hrygningu eru mun áhrifameiri
en veiðarnar.
Ýmislegt bendir til þess að áður
en veiðar hófust á grásleppu að
einhverju ráði hafi miklar sveifl-
ur komið fram í þeim litlu veiðum
sem stundaðar voru. Bjarni Sæ-
mundsson segir t.d. að algjört
grásleppuleysi hafi verið viö
Faxaflóa og Breiðaijörð um alda-
mótin síðustu. Ýmsar athuganir
hafa sýnt að talsvert af þeirri grá-
sleppu sem veiðist hafi náö að
hrygna að einhverju leyti. Mikið
verður vart við hrognkelsaseiði á
grunnslóð og geta menn séð þau
í þarabrúskum sem festast í net-
um. Töluvert sést af þessum seið-
um, t.d. í Faxafióa, þrátt fyrir það
mikla veiðiálag sem þar er.“
Enginn vandi
aðofveiða
grásleppu
„Það er
hægt að of-
veiða grá-
sleppu. Það
hefur sýnt sig
að menn hafa
hreinsað upp
svæði þar
sem grá-
sleppuveiðar
hafa verið vM***»t.
stundaðar tfl
margra ára, síöan hefur orðiö
geipileg fjölgun neta á þessum
svaeðum sem hefur leitt það af sér
að ekki hefur fengist þar grá-
sleppa. Þetta sannar að um of-
veiði er aö ræða þar sem grá-
sleppan er staðbundinn fiskur.
Heildarveiðin tvö síðustu ár tal-
ar sínu máli þegar litið er til fiölg-
unar neta i sjó undanfarin sjö ár.
Fyrir Noröurlandi eru svæði sem
ekkert hafa gefið af sér eftir að
sókn með fjölgun neta jóksL Það
eru mörg svæði í dag sem ekkert
gefa af sér vegna þessa.
Varðandi samkeppni sels og
manns um veiðina er Ijóst að hún
er talsverð en ég er ekki á þeirri
skoöun að selurinn éti jafhmikiö
og við veiðum.
Dragnótaveiöar eru örugglega
til skaða, sérstaklega þar sem fer-
ið er með dragnótina alveg upp í
jQöru."
Guöni Ásgrímsson