Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994
Fréttir
Skýringa leitað á uppruna Miðhúsasilfursins:
Borgarstjóri:
Kemur á óvart
að sjá litað
gler í Iðnó
Margrét Hallgrímsdóttir borgar-
minjavöröur leggur til að nýja gler-
byggingin við Iðnó verði fjarlægð þar
sem litaða glerið í byggingunni sé í
ósamræmi við húsið og ekki viö
hæfi. Þetta kemur fram í greinargerð
frá borgarminjaverði sem lögð var
fyrir borgarráð í gær. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri segir að
ákveöið verði í næstu viku hvort
glerið verði fjarlægt strax eða látið
standa óhreyft í vetur og hugsanlega
rifið næsta vor. Kostnaður við nýtt
gler verður tæpar fimm milljónir
króna.
„Mér finnst þetta gler ekki koma
nógu vel út og ég er mjög undrandi
á þessu. Það kemur mér á óvart að
sjá þetta svona og mér fmnst það
ekki hæfa byggingunni vel. Fjallað
verður um málið í borgarráði næsta
þriðjudag og þá verður væntanlega
tekin ákvörðun í málinu en við vild-
um gefa Hjörleifi Kvaran borgarlög-
manni og Magnúsi Sædal byggingar-
fulltrúa, sem var upphaflegur bygg-
ingarstjóri, tækifæri til að taka sam-
an einhverja greinargerð um þetta,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
„Það virðist ekki hafa verið óvenju-
legur framgangsmáti á þessu máli.
Þegar teikningamar voru lagðar fyr-
ir byggingarnefnd var ekkert sagt til
um litinn á því en það var svo hönn-
unarstjómin sem tók ákvörðun í
þessu máli, ekki endurbyggingar-
nefndin sjálf, svipað og í Perlunni og
sundlauginni í Arbæ. Hins vegar er
þetta óvenjulegra því þarna er ekki
um nýbyggingu að ræða heldur end-
urbyggingu á gömlu húsi og því hefði
þurft að fara nákvæmar út í litaval,
efnisnotkun og slíka hluti," segir
hún.
Umboðsmaðurráð-
innánæstaári
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að ekki verði ráðið í
stööu umboðsmanns borgarbúa á
þessu ári þar sem ekki sé gert ráð
fyrir stöðugildinu á fjárhagsáætlun
en búast megi við að ráðið verði í
starfið á næsta ári.
„Það er það langur tími til stefnu
ennþá að erfitt er aö segja til um það
núna hvemig verður staöið að þess-
ari ráðningu," segir borgarstjóri.
gripir þeir er fundust á Miðhúsum
hafi verið í eigu móður Mattheu. Að
sögn hans var silfureign fólks lítil
og átti fólk nær eingöngu klæðasilfur
og skeiðar. Munimir sem fundust
em að sögn Þórs frá ólíkum tímum
og telur hann mjög ólíklegt að munir
frá víkingatímanum hafi varðveist í
einkaeigu svo lengi. Ekki er búið að
ákveða hvenær aðrir fræðimenn
verða fengnir til að rannsaka silfrið.
Aö sögn Árna Gunnarssonar, skrif-
stofustjóra í menntamálaráðuneyt-
inu, hefur ráðuneytið farið fram á
að kannaðir verði eiginleikar silfurs-
ins. Því var beint til þjóðminjaráðs
og Þjóðminjasafns að fá aðra sér-
fræðinga til að segja sitt álit á mál-
inu. Fráfarandi þjóðminjaráð gerði
samþykkt um að ráðuneytið ætti að-
ild aö þessari könnun en ekki er
búið að skipa nýtt þjóðminjaráð.
Stuttar fréttir
„Þaö eina sem ég veit um þetta er
það sem móðir mín sagði mér. Ætli
nokkuð hafi verið gert í þessu. Þaö
er erfitt að sækja þetta þegar engu
er til að dreifa nema sögusögnum,"
segir Einar Þórarinsson á Fljóts-
bakka í samtali viö DV.
Einar er sonur Mattheu Einars-
dóttur, sem Vísir ræddi við í sept-
ember 1980. í þeirri frétt blaðsins
kom fram aö móðir Mattheu hefði
týnt silfursjóði, sem hún hefði erft
eftir móðursystur sína, á leið yfir
Fjarðarheiði um síðustu aldamót.
Matthea lést árið 1985.
í Vísi 13. september 1980 gerðu
menn því skóna að silfursjóðurinn
frá Miðhúsum væri ekki annað en
erfðasilfur móður Mattheu en ekki
fomt víkingasilfur.
Eins og fram hefur komið skilaöi
breskur sérfræðingur nýlega skýrslu
skiptabókum frá þessum tíma, ef
vera kynni að hún kæmi heim og
saman við það silfur sem faimst á
Egilsstöðum. í ljós kom að engin
búskipti höfðu farið fram á búi
Guðnýjar Oddsdóttur, sem lét eftir
sig silfrið, þannig að lítil von er tíl
þess aö finna megi lýsingu á því.
Guðný þessi dó 29. nóvember 1885.“
Einar segir að hann og systkini
hans hafi rætt um sjóðinn á sínum
tíma og þau hafi reynt að finna út
hvað um var að ræða en ekkert orð-
ið ágengt. Hann segist ekki vita
hvaða munir þetta hafi verið en um
hafi verið að ræða ættargripi.
„Þessa sögu heyrði ég fyrir löngu
en þá fylgdi henni að þar hefði mest-
megnis verið um silfurskeiðar að
ræða,“ segir Þór Magnússon þjóð-
minjavörður.
Þór segir það ekki geta staðist að
Mikill hiti var i mönnum á starfsmannafundi Islenska útvarpsfélagsins i hádeginu í gær. Þar var á endanum sam-
þykkt að taka boði Jóhanns Óla Guðmundssonar um stjórnarsæti fyrir fulltrúa starfsmanna. Hinn brottrekni frétta-
maður Eggert Skúlason, sem hér sést smeygja sér fram hjá Elinu Hirst fréttastjóra við upphaf fundarins i gær,
mun því áfram sitja í stjórn íslenska útvarpsfélagsins fyrir hönd starfsmanna. DV-mynd BG
Atkvæðagreiðsla starfsmanna á Stöð 2:
Samþykktu stjórnarsetu
- 68 með, 44 á móti - stjóm starfsmannafélagsins sagði af sér
Starfsmenn íslenska útvarpsfé-
lagsins, sem rekur Stöð 2 og Bylgj-
una, samþykktu í atkvæðagreiðslu í
gær að taka boði Jóhanns Óla Guð-
mundssonar, forstjóra Securitas og
eins stærsta hluthafans í íslenska
útvarpsfélaginu, til starfsmannafé-
lagsins um stjómarsetu með 68 at-
kvæðum gegn 44. Níu sátu hjá. Fund-
ur starfsmanna hófst í hádeginu í
gær og dróst hann til rúmlega tvö.
Mikil átök voru á fundinum og marg-
ir tóku til máls. Höfðu menn á orði
að fundurinn hefði líkst framboðs-
fundi. Stjórn starfsmannafélagsins
sagði af sér eftir fundinn.
Eggert Skúlason fréttamaður verð-
ur því áfram stjórnarmaður í Is-
lenska útvarpsfélaginu og getur setið
þar til á næsta aðalfundi sem undir
eðlilegum kringumstæðum á ekki að
halda fyrr en í mars á næsta ári. Það
gæti hins vegar allt breyst ef Jóhann
Óli Guðmundsson selur bréfin. Ljóst
er hins vegar að brottrekstur Eggerts
af fréttastofunni stendur. Elín Hirst
fréttastjóri sagði Eggert upp störfum
í fyrradag vegna þess að hann féllst
ekki á að segja sig úr stjórn íslenska
útvarpsfélagsins.
Elín segir að á fréttastofunni sé
viðhorfið það að ekki sé rétt að frétta-
menn taki sæti í stjórn. Fólk sé hins
vegar ekki á móti því að starfsmenn
eigi fulltrúa í stjórn. Sá fulltrúi verði
hins vegar að koma úr annarri deild
fyrirtækisins. Hún segir að um tvö
mál sé að ræða, annars vegar spum-
inguna um sérstöðu og sjálfstæði
fréttastofunnar og hins vegar um
hvort starfsmenn eigi að eiga fulltrúa
í stjórn.
Samkvæmt heimildum DV mun
Jóhann Óli Guðmundsson hafa sett
þau skilyrði fyrir því aö starfsmenn
fengju að sitja í hans umboði að karl-
maður af fréttastofu yrði aðalfulltrúi
og kona úr starfsmannafélaginu yrði
varafulltrúi. Mun hann hafa viljað
fá annað hvort Eggert Skúlason eða
Kristján Má Unnarsson.
Grein sem birtist í Vísi 13. september 1980.
þar sem því er haldið fram að hluti
Miðhúsasilfursins sé miklu yngri en
upphaflega var talið.
Engar lýsingar á erfðagóss-
inu
í Vísi frá 1980 segir:
„Litlar líkur eru á því að hægt verði
að fá úr því skorið hvort silfur það,
sem fannst á Egilsstöðum nýlega, sé
erfðagóss sem týndist á Fjarðarheiði
um síðustu aldamót....
Blaðamaður Vísis freistaði þess að
finna lýsingu á silfursjóðnum í
Sjóbjörgunarflokkur
Borgarráð samþykkti i gær að
heimila Slökkviliði Reykjavíkur
að koma á fót sjóbjörgunarflokki.
Stefnt er að því að hafa minnst
einn kafara úr flokknum á vakt
hverju sinni. Einnig var sam-
þykkt að koma á fót neyðarflokki
á landi.
Engar gæðakröfur eru gerðar
til smokka hér á Iandi og mun
ísland vera eina landið sem leyfir
sölu á hvaða smokkum sem er.
Tímtnn hefur eftir Kjartani Val-
garðssyni heildsala aö kæruleysí
heilbrigöisyfirvalda sé vitavert.
Hagrættmeðlokun
Bilanaþjónusta Pósts og síma
er lokuð um helgar, eftir klukkan
18 á fóstudögum. Um er að tæða
hagræðíngaraögerö til aö ná nið-
ur kostnaði hjá fyrirtækinu. Al-
þýðublaðið greindi frá þessu.
Fulltrúar R-listans i borgarráði
vilja að bygginganefnd aldraðra
verði aflögð. Þess í stað vilja þeir
að félagsmálaráð borgarinnar
taki við verkefnum nefndarinn-
ar. Máliö verður afgreitt í borgar-
stjórn.
Vinnubrögð gagnrýnd
Iðrúánasjóður braut ekki lög í
samskiptum sínum við bygginga-
félagið Ós. Þá mismunaði sjóður-
inn ekki aðilum svo bótaskylt sé.
Þetta er niöurstaða Ríkisendur-
skoðunar en engu að síður eru
vinnubrögð sjóðsins gagnrýnd.
Eingreiðslan afgreídd
Á fundi ríkisstjórnarinnar í
gær var endanlega ákveðið að
greiða atvinnulausum 6 þúsund
króna eingreiðslu eins og aðrir
launþegar fengu i júní.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir fjár-
festingar hér á landi of litlar. Því
sé hætt við að atvinnuleysi kunni
að aukast. RÚV hafði þelta eftir
honum.
' tr EglixstaOaslltrtO lönou tíni enoBBossf __
EKKI WSIÚPWLŒ
litlar llkur en» * þvl-
7,»“ ðr þvl ikortö bvort
ryndiil * FjirftaheiBi um ilbuitu
um Bm». rifjiBUt þ»B «PP
M»ttheu EtnirvlBltur » Fl£l»
UkU. »B múBir benmr Jenlni
JóMdBttir, h»rti eHl liUunjfiB
eftir mBbunyitur »*£••
honum t leiB ylir FjirB»hei6i
SpurBiit »tdrei ttl h»ns me.r.
i ilIfunjðBnuro f
tUptabfikum fr» þ«*um
ver» kynni »B hðn k*mi heuri °*
um, n v iB þ»B wlfur »em Uniu»»
EgJsíöBunv 1 l>» kom »6 «n*m
buskipli hófBu f»nB fr»m * bui
eflir siKilllrtB. Þ*n"1* "'j 'jVmu t
" U1 þ«»s ““^november
þvl GuBny' þem dö l»- 00
Erfðasilf ur tapaðist á
Fjarðarheiði á 19. öld
- Vísir ræddi áriö 1980 við dóttur konunnar sem tapaði sjóðnum