Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 17 íþróttir Iþróttir Áhöfnin á Evu 2. sem kom fyrst i mark í Vestmannaeyjum. Alþjóðleg siglingakeppni á skútum: Eva f rá Kef lavík kom f yrst til Eyja Á dögunum lauk alþjóölegri sigl- ingakeppni á skútum og siglinga- leiöin var Reykjavík-Vestmanna- eyjar. Þar uröu keppendur aö leysa ýmsar þrautir og lauk keppninni með siglingu við Eyjar. Alls lögðu tíu skútur upp í keppn- ina en sjö komust alla leiö. Keppt var með forgjöf, sem ræðst af stærð skútunnar og seglastærð og var sigurvergari Sigurður Óli Guðna- son á skútunni Ör frá Vestmanna- eyjum. Auk þess var keppt í ýms- um þrautum þegar komið var til Eyja. Keppa átti síðasta keppnis- daginn í siglingu viö Eyjar en sá hluti keppninnar var felldur niður vegna veðurs. Skall á algjört logn þannig að skúturnar komust hvorki lönd né strönd. Skúturnar lögöu upp frá Reykja- vík kl. 13 og kom fyrsta skútan til Eyja kl. rúmlega 6 á morguninn eftir. Eva 2 úr Keflavík kom fyrst í mark en Ör frá Vestmannaeyjum varð í þriðja sæti en forgjöfin tryggði henni fyrsta sætið. Askell Agnarsson, skipstjóri á Evu, sagði að siglingin til Eyja hefði gengið mjög vel, góður byr mestallan tím- ann. Þó lentu þeir í logni þegar komið var að Þrídröngum vestan við Eyjar. Ör fékk aftur á móti stöð- ugan byr. Skipstjórar beggja skút- anna voru sammála um að aðstæð- ur hefðu verið eins góðar og á var kosið. Þetta er lengsta keppni í siglinu á stórum skútum sem haldin hefur verið hér við land en leiðin er um 110 sjómílur. Stefnt er að því að þessi keppni verði haldin árlega og á að kynna hana fyrir erlendum siglingaköppum með það fyrir aug- um að fá þá til að taka þátt í keppn- inni á næsta ári. Siglt inn i Vestmannaeyjahöfn fram hjá Heimakletti. DV-myndir ÓG EyjóKur leigður á 12 milUónir Eyjólfur Sverrisson er að vonast eftir að skrifa undir samning við tyrkneska liðið Beskitas í vikunni. Að sögn Eyjólfs á aðeins eftir að ganga frá smá- atriðum en Stuttgart og Beskitas hafa komist að samkomulagi um eins árs leigusamning og að honum loknum fengi Beskitas forkaupsrétt að Eyjólíi. „Mér skilst að Beskitas greiði Stutt- gart eins árs leigusamning að upphæð 12 milljónir íslenskra króna. Eftir hann vilja forráðamenn Beskitas fá forkaupsrétt á mér. Ég bíð spenntur eftir að fá þessi mál á hreint en um leið og það gerist er ég farinn til Istan- bul til æfmga,“ sagði Eyjólfur Sverris- son í samtali við DV í gær. Eyjólfur Sverrisson. Jack Charlton. Charlton hættur? Nokkrar líkur eru taldar á því að Jack Charlton hætti sem þjálfari írska lands- hðsins í knattspymu eftir heimsmeistara- keppnina. Hann hef- ur stjórnað Uði íra frá 1986 með alveg einstökum árangri. Alþjóða knatt- spymusambandið, FIFA, dæmdi Charl- ton í eins leiks bann á HM sem kunnugt er fyrir að rífast of harkalega í dómur- um frá hliðarlín- unni. Einnig dæmdi FIFA hann til að greiða rúmlega millj- ón króna í sekt. Talið er að ákvörðun FIFA, sem Charlton segir vera hreina móðgun við sig, ásamt öðru, verði þess valdandi að Charlton hætti. Al- menningur á írlandi sýndi álit sitt á ákvörðun FIFA í verki. í gær höfðu safnast rúmlega 10 milljónir króna til handa Charlton og hann sagði í gær að hann myndi gefa all- ar þessar milljónir til góðgerðarmála. „Ég ætla að greiða mina sekt úr eigin vasa,“ sagði „Gírafíinn í gær. Forkólfar írska knattspyrnusam- bandsins mega ekki til þess hugsa að Charlton hætti. Forráðamenn sam- bandsins hafa lýst yfir því að allt verði gert til þess að fá Charlton til að halda áfram enda hefur hann náð einstökum árangri með írska landsliðið. Louis Kilcoyne, sem tekur við forsetaembætt- inu hjá írska knatt- spyrnusambandinu í þessum mánuði, bíð- ur spenntur eftir ákvöröun Charltons eftir HM: „Það yrði hræðilegt fyrir Ír- land ef hann hætti. Það verður erfitt fyr- ir mig og enn erfið- ara fyrir þann sem tekur hugsanlega við af honum." Þess má geta að Charlton sótti um stöðu landsliðsþjálf- ara Englands fyrir tíu árum en þá gerði enska knattspymu- sambandið ekki svo mikið sem að svara umsókn hans. HM-FRÉTTIR Raducioiu eftirsóttur Ensku úrvalsdeUdarliðin Tott- enham og Everton hafa sýnt rúm- enska sóknarmanninum Florian Raducioiu mikinn áhuga en þessi snjalli sóknarmaður hefur sýnt góða takta með landsliöi Rúmena á HM. Raducioiu er á mála hjá AC Milan en hefur ekki náð að festa sig í liðinu. Brákaðist á höfuðkúpu Höfuðkúpa bandariska lands- liðsmannsins Tap Ramosar brák- aðist þegar hann fékk þungt oln- bogaskot í höfuðið frá Leonardo hinum brasilíska í leik Banda- ríkjanna og Brasiliu í fyrrakvöid. Leonardo á yfir höíði sér leik- bann frá einum leik til þriggja og verði niöurstaðan 3 leikir spilar liann ekki meira með á HM. neimsom Ksmos Leonardo lieimsótti Ramos á sjúkrahúsið í gær ásamt forseta brasilíska knattspyrnusam- bandsins. íæonardo segir að þetta hafi litið illa út í sjónvarpinu en í raun hafi hann ekki gert þetta af ásettu ráði. Leonardo og Ram- os spjölluðu saman í 15 mínútur og varð vel til vina. Tapaði konunni Albanskur knattspyrnuáhuga- maður tapaði konu sinni í veð- máli um síðustu helgi. Hann veöj- aði á að Argentínumenn myndu vinna sigur á Búlgörum í riöla- keppninni en annað kom á dag- inn. Sá sem vann veðmálið tók konuna frá karlinum sem hefur nú kært máliö til lögregluyfir- valda í Albaníu. Escobarritaðibréf Kólumbíski landsliðsmaöurinn Escobar sem var drepinn í heima- landi sínu eftir komu landsliðsins til Kólumbíu ritaði lesendabréf til stærsta dagblaðs Kólumbíu deg- inum áður en hann var drepinn. Þar sagði hann að þessi útreið Kólumbíu á HM væri enginn líf- látsdómur og liðið kæmi reynsl- unni ríkara til leiks að nýju. Fékk hjartaslag og lést 43 ára gamall Argentínumaður lést á heimili sínu á sunnudags- kvöld. Þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar maðurinn var að fylgjast með leik Argentinumajma og Rúmena í sjónvarpinu fékk hann hjartaslag og lést skömmu síðar. Maðurinn fékk hjartaslagið þeg- ar Rúmenhm Hagi skoraði þriöja mark Rúmena í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Olajuwon mætts Körfuboltasnillingurinn Hake- em Olajuwon heimsótti landa sína, Nígeríumenn, á hóteliðfyrir leik þeirra gegn ítölum í gær og fyldist síöan með leiknuro. Oljuwon hefur mikinn áhuga á knattspyrnu en hann lék á sínum yngri árum sem markvörður með háskólaliði í Nígeríu. „Þegar ég var að alast upp í Nígeríu var draumur minn aö fá að fylgjast með heímsmeistarakeppninni og ég er mjög ánægður að þessi draumur er nú orðinn að veru- leika,“ sagði Olajuwon. Yekiniósáttur Hinn frábæri framherji Níger- íumanna Rashidi Yekini sagði í viðtali eftir leikinn að hann væri og hefði alltaf veriö mjög ósáttur við Westerhof þjálfara. „Mér lík- ar ekki við hann og honum ekki við mig,“ sagði Yekini en hann gagnrýndi Westerhof bæði fyrir hvernig Iiann slillti upp liðinu og hvernig hami lagði leíkiim upp. Jón til Mexíkó Jón Þ. Sveinsson leikur ekki meira með 1. deildar hði FH í knattspyrnu á þessu keppnis- tímabili. Jón hélt af landi brott í gær en hann er á leið til Mexíkó þar sem hann ætlar að spila innanhúss- knattspyrnu með mexíkönsku fé- lagi næstu mánuðina. Jón var í námi í Bandaríkjunum á síðasta ári og þar kynntist hann þjálfara sem nú er við stjórnvölinn hjá félagsliði í Mexíkó sem fékk hann til aö koma út. Jón hefur leikið 5 af 7 leikjum FH í 1. dehdinni í stöðu varnar- og miðjumanns. 8. umferö i Trópí- deildinni hefst í kvold ou lýkur síðan annað kvold Spá- maður uin- ferðarinn- ar er Pétur Ormslev, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður með Fram um árabil. Pétur var um hríö atvinnuknattspyrnu- maður hjá þýska hðinu Fortuna Dusseldorf. Valur - Breiðabltk 1-1 Bæöin liðin hafa verið í vandræð- um á mótinu. Næstu leikir fyrír Breiðabhk eru að mínu mati hreinir úrshtaleikir fyrir þá upp á framhaldið. Þetta verður bar- áttuleikur þar sem ekkert verður gefið eftir. Stjarnan - FH 2-2 Gengi Stjörnunnar hefur verið nokkuö köflótt til þessa. Liðið verður að fara að gera eitthvað til að rétta úr kútnum. FH-liðinu hefur vegnað vel og leggur tölu- vert í sölurnar fyrir aö halda áfram á sömu braut. Fram - ÍBV 3-1 í þessum leik á heimavöllurinn eftir að vega þungt og ráða úrslit- um að mínu mati. Bæöi hðin þurfa nauðsynlega á stigum að halda en það er mín tilfinning að Framarar vinni sigur í fjörugum leík. ÍA-ÍBK 2-0 Skagamenn eru erfiðir heim að sækja og sýnast lfldegri gegn Keflvíkingum sem mæta i leikinn með nýjan þjálfara. Ég held að Keflvíkingar verði stór biti fyrir Skagamenn. Þór-KR 0-1 Þetta verðtir jafn leikur sent gæti fariö á báða vegu. KR-íngar verða að vinna til að dragast ekki aftur úr toppliðunum. Þórsarar gefa ekkert eftir og í raun verður þetta mjög tvísýnn leikur. :;; Búlgaría tryggði sér í fyrsta skipti sæti í 8-liða úrslitum á heimsmeistaramóti í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið lagði Mexíkó að velli eftir framlengdan leik og vitaspyrnukeppni. Fögnuður leikmanna liðsins var mikill þegar sigurinn var í höfn en Búlgarar mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum. Mikill fögnuður braust að vonum út í Sofiu, höfuðuborg Búlgaríu, í nótt og var fólk enn að dansa sigurdansinn á götum borgarinnar snemma í morgun. Simamynd Reuter Tímamót í Búlgaríu Búlgaría 18-liða úrslit 1 fyrsta skipti eftir sigur gegn Mexíkó í vítakeppni. ítalir áfram Landslið Búlgaríu tryggði sér í gær- kvöldi þátttökurétt í 8-liða úrslitum HM í knattspyrnu með sigri á Mexíkó eftir vítaspyrnukeppni. Þetta er í fyrsta skipti sem Búlgarar ná svo langt í keppninni en þeir mæta heimsmeist- urum Þjóðverja í 8-liða úrshtunum. Leikurinn var æsispennandi, einum leikmanni úr hvoru liði var sýnt rautt spjald í síðari hálfleik og framlengja varð leikinn. Ekkert var skorað í fram- lengingunni og vítaspymukeppnin var söguleg. Mihaylov, markvörður Biilg- ara, varði tvær vítaspyrnur og Campos í marki Mexíkó eina. Þegar upp var staðið sigraði Búlgaría 3-1 í vítakeppn- inni og 4-2 samanlagt. Búlgaría Mexíkó (1) (1) 4 (1) (1) 2 1-0 Stoichkov (7.) 1-1 Garcia (18.) Vítaspyrnukeppni 2-1 Boncho Genchev 3-1 Daniel Borimirov 3- 2 Claudio Suarez 4- 2 Yordan Lechkov Baggio bjargaði ítölum ítalir sýndu ótrúlega seiglu með því að bera sigurorð af Afríkumeisturum Níg- eríu í gær, 2-1. Roberto Baggio reyndist hetja ítalanna. Hann jafnaði metin skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggði Itölum svo sigur með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. „Við vorum aðeins tveimur mínútum frá þvi að slá þetta frábæra lið ítala út úr keppni. Við gerðum okkar besta en heppnin var ekki á okkar bandi,“, sagði Clemens Westerhof, hinn hollenski þjálfari Nígeríumanna, eftir leikinn, mjög svo stoltur yfir frammistöðu sinna manna. „Fyrir keppnina sagði ég að við vær- um komnir hingað til að koma á óvart og ég held að svo hafi verið," sagði West- erhof sem stjórnaði sínum síðasta leik með Nígeríumönnum en hann hefur þjálfað landslið þeirra undanfarin 5 ár. „Ég var búinn að ákveða að hætta með liðið eftir keppnina og þessi 5 ár hafa verið góður tími. Eg er stoltur yfir því að hafa fengið tækifæri til að þjálfa landsliö Nígeríu þennan tíma. Núna ætla ég að fagna afmæli konu minnar og fara með 12 ára son minn í Disney- world,“ sagði Westerhof. Italía Nígería 0-1 Amunike (26.) 0-1 R. Baggio (89.) 2-1 R. Baggio (102.) (0) (1) 2 (1) (1) 1 Leikið að Hlíðarenda Leikur Vals og Breiðabliks í Trópí-dehdinni í knattspyrnu fer fram að Hhðarenda klukkan 20 í kvöld. Leika átti á Laugardalsvehi samkvæmt mótabók KSÍ. Skagamenn hafa ákveðið að efha tii hópferðar á leik IA og IBV í Trópí-deildinni sem fram fer í Vestmannaeyjum á mánudaginn. Þeim sem áhuga hafa á að fara í þessa ferð er bent á að hafa samband við skrifstofu knattspymudeildar ÍA sem fyrst í síma 93-13311. KR-ingar verða meö hópferð til Akureyrar á morgun kl. 15.30. Skrán- ing er í síma 27181 og einnig hjá Eiríki á Greifanum í síma 22077. KR-ingar veröa einnig með hópferð á bikarleikinn um miðjan mánuðinn gegn Akurnesingum. Evrópumót í goKi Evrópumót unghnga 19-21 árs í golfi fer fram í Danmörku dagana 6.-10. júli. Sveit íslands skipa: Þóröur Ólafsson GL, Sigurpáll Sveinsson GA, Vilhjálmur Ingi- bergsson NK, Öm Amarson GA, Tryggvi Pétursson GR, Tómas Jónsson GKJ. Magnús genginn í FH Magnús Ámason, markvörður Hauka undanfarin fjögur ár, er geng- inn í raðir FH-inga og mun verja mark hðsins í 1. deildinni í hand- knattleik á næstu leiktíð. Magnús, sem gekk th liðs við Hauka fyrir fjór- um árum frá FH, tekur stöðu Berg- sveins Bergsveinssonar landshðs- markvarðar sem á dögunum fór frá FH th Aftureldingar. „Þetta var erfið ákvörðun en kannski eðlileg og ég taldi betri kost að fara til FH en vera áfram í Hauk- um. Ég hef átt mjög góðan tíma hjá Haukum, sérstaklega á síðasta keppnistímabhi, en nú tekur við spennandi tími hjá mínu gamla fé- lagi. Það var ekkert endhega á dag- skrá að skipta aftur yfir í FH. Ég sá ekkert fram á það aö Bergsveinn væri á förum í bráð en þegar leitað var th mín ákvað ég að skipta að vel athuguðu máh,“ sagði Magnús Árna- son við DV í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.