Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 Davíð Oddsson. Bjartir tímar fram undan „Það bendir flest til þess að við séum komnir að endimörkum kreppunnar. Það eru engin tákn um að hún eigi eftir að dýpka. Þvert á móti eru tákn um að hún fari að slakna," segir Davíð Odds- son í DV. Vil ekki að fréttamenn séu í stjórn „Ég vil ekki að fréttamenn Stöðv- ar 2 séu í stjóm íslenska útvarps- félagsins. Ég vil halda okkur fyrir utan til að tryggja áframhaldandi Ummæli sjálfstæði fréttastofunnar," segir Elín Hirst fréttastjóri í DV. Þrýst á Elínu „Ég hef það á tilfinningunni að það hafi verið þrýst á Elínu. Mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt fyrir hana vegna þess að við höf- um alltaf verið vinir og ég óttast að þetta muni skaða fréttastofuna verulega," segir Eggert Skúlason fréttamaður í DV. Ákveðinn í að hætta „Ég var ákveðinn í að hætta eftir síðasta árið með KR en fór þá norður. Eftir það tímabil var ég endanlega hættur og þá gekk ég til liðs við FH,“ segir Stefán Am- arson markmaður í Morgunblað- inu. ÁstandíRúss- landi og fram- tíðarhorfur Haukur Hauksson, fréttaritari i Moskvu, verður gestur MÍR í félagsheimilinu, Vatnsstíg 10, í kvöld kl. 20.30 og flytur spjall um ástand mála i Rússlandi og fram- tíðarhorfur. Haukur hefur stund- að nám í Moskvu nokkur undan- Fimdir farin ár og hefur hann á þessum árum sent Ríkisútvarpinu fréttapistla um hin margvíslegu efhi, en mesta athygli vöktu frá- sagnir hans af atburðum í fyrra- haust þegar til mikiila deilna og átaka kom milii Jeltsíns, forseta Rússlands, og lögggjafarþingsins. Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. Kvennakvöid Kvennaklúbbur íslands veröur með kvennakvöld á Café Royal í kvöld kl. 21.00. Sigurður Guð- laugsson reikimeistari veröur með fyrirlestur um heilun og ilm- oliur og hvað þær geta gert fyrír okkur. Aðgangur ókeypis. Kon- um á öllum aldri heimil þátttaka. Það er rétt að láta hver annan vita af þessu. Gætum tungunnar Rétt væri: Það er rétt að hver láti annan vita að þessu. Sólin skín á Suður- og Vesturlandi Hægviðri og austan gola er á land- inu. Yfir daginn verður léttskýjað til Veðriðídag landsins, einkum sunnanlands og vestan. Þokuloft verður við sjávar- síðuna um landið norðan- og austan- vert og ef til vill víðar aö næturlagi. Hiti verður víða 8-9 stig með norður- og austurströndinni en allt að 18-22 stig inn til landsins. Á höfuðborgar- svæðinu verður hæg breytileg átt og lengst af léttskýjað. Hiti 11-17 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.48. Sólarupprás á morgun: 3.18. Síðdegisflóð í Reykjavík 17.08. Árdegisflóð á morgun: 5.27. Heimild: Almanak Húskólnns. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri þoka 8 Galtarviti þoka 5 KeflavíkwQugvöllur mistur 11 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 9 Raufarhöfn þoka 8 Reykjavík mistur 13 Vestmannaeyjar léttskýjað 13 Bergen léttskýjað 14 Helsinki léttskýjað 16 Kaupmannahöfh skúr 14 Ósló léttskýjað 18 Stokkhólmur léttskýjað 16 Amsterdam skýjað 15 Barcelona mistm- 23 Berlín léttskýjað 18 Chicago mistur 25 Frankfurt mistur 18 Glasgow mistur 13 Hamborg þokumóða 16 London skýjað 14 LosAngeles - skýjað 17 Madríd heiðskírt 19 Malaga mistur 26 MaUorca léttskýjað 24 Montreal skýjað 22 New York skýjað 25 Nuuk rigning 6 Orlando alskýjað 25 París skýjaö 17 Róm þokumóða 23 Valencia þokumóða 22 Halldór Jóhannsson, söluaðili miða á HM í handknattleik: „Auðvitað tek ég einhveija áhættu með þessu. Hún er hins vegar miklu núnni nú eftir að búið er að draga 1 riðlana og þeir eru jafngóðir og þeir eru,“ segir Hall- dór Jóhannsson, Iandslagsarkitekt á Akureyri, en hann hefur samið við Handknattleikssamband ís- lands um aö annast sölu að- Maður dagsins göngumiöaá heimsmeistarakeppn- ina sem fram fer hér á landi á næsta ári. Halldór er Reykvíkingur. Eför stúdentspróf frá MR lá leiö hans til Toronto í Kanada þar sem hann lauk námi sem landslagsarkitekt árið 1984. „Þá fluttumst viö til Ak- ureyrar en konan min er þaðan og það réð miklu,“ segjr Halldór. „Þessi miðasala er spennandi verkefni. Áhugi er mjög mikill, bæði er aö ísland er í góðum riðli sem möguleiki er aö vinna og það eykur áhugann hér innanlands. Halldór Jóhannsson. DV-mynd gk Eins er mjög mikill áhugi erlendis og sem dæmi um það hafa sænskir aðilar sýnt miðunum áhuga og er þá verið að tala um 800 miða.“ Halldór vakti athygli þegar hann gerði samninga um sölu í Evrópu á aðgöngumiðum á heimsmeístara- keppnina í knattspymu sem nú stendur yfir. „Mér fannst upplagt að nýta þá reynslu sera ég hef feng- ið af þessu í sambandi við HM í handknattleik og eftir að ég hafði fengið að skýra mínar hugmyndir fyrir forráðamönnum keppninnar náðust samningar." Halldór er sjálfur ekki ókunnug- ur handknatfieik því hann lék á sínum tíma bæði með KR og síðan með KA eftir að hann fluttist norð- ur. „Já, íþróttir eru áhugamál en áhugamálin tengjast einnig um- hverfismálum og ferðaþjónustu," segir Halldór sem hefur einmitt keypt ferðaskrifstofuna Ratvís ásamt öðrum aöila. „Annars hef ég gaman af því sem ég er að gera hveiju sinni," segir Halldór. Hann er giftur Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur og eiga þau dótt- inina Önnu Rósu, sem er 9 ára, og soninn Sigurgeir sem er 2 ára. Myndgátan Fjandakom Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn H)á langflestum golfklúbbum landsins hefst í dag meistaramót klúbbanna og er þetta yfirleitt fjögurra daga mót sem lýkur á laugardaginn. Gífurlegur íjöldi íþróttir kylfinga tekur þátt í þessum mót- um en flestir munu þeir vera hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, vel á annað himdrað manns, Keppt er í öllum flokkum, allt frá eldri öld- ungum, sem eru 65 ára og eldri og niður í krakkaflokka þar sem keppa krakkar 14 ára og yngri. Mest er spennan í meistaraflokk- um karla og kvenna en mikill heiður fylgir því að vera meistari síns klúbbs. Áttunda umferðin í Trópídeild- inn hefst í kvöld og er einn leikur á dagskrá, Valur tekur á móti Breiöabliki á velli sínum að Hlið- arenda. Skák Vladimir Kramnik sigraði á atskák- móti PCA í New York sem lauk um síð- ustu helgi. Kramnik lagöi Judit Polgar í átta manna úrslitum, síðan Vassily Ivantsjúk og loks sjálfan Kasparov í úr- slitaeinvigi - vann seinni skákina í 74 leikjum en þeirri fyrri lauk með jafhteíli. Þessi staða kom upp í skák Kramniks, sem hafði hvítt og átti leik, og Judit Polg- ar. Hvað leikur hvítur? 25. Ha7! Db4 26. Hb3 og Judit gafst upp. Drottningin er fallin. Jón L. Árnason Bridge Engin regla án undantekninga, segir máltækið og það á sannanlega við hér í þessu dæmi. I vöm er það nánast regla að koma í veg fyrir trompanir sagnhafa ef tækifærið býðst. Sagnir gengu þannig í spilinu, austur gjafari og aliir á hættu: ♦ KD1085 V 10 ♦ KG10943 + 8 ♦ 763 V Á76 ♦ D876 + G94 ♦ 42 V D943 ♦ 5 + ÁKD753 Austur Suður Vestur Norður Pass 1+ IV l* 2f 3+ p/h Vestur spiiaði út hjarta, austur drap á ásinn og þegar hann sá blindan, var hann trúr reglunni og spilaði trompi. Suður tók þrisvar tromp og spilaði tígli. Vestur setti litiö spil og sagnhafi hitti á aö setja kóng- inn. Þá trompaði sagnhafi tígul heim og spilaði spaöa. Enn setti vestur lítið spil og drottningin i blindum átti slaginn. Enn var tíguil trompaður heim og spaða spilað og vestur var endaspilaður. Hann varö annaðhvort að gefa slag á spaðakóng eða hjartadrottningu. Spilaformiö var sveita- keppni og samningurinn var sá sami á hinu borðinu, en þar spilaði austur betri vöm. Vestur spilaði út hjarta í upphafi, austur drap á ás og spilaði áfram hjarta! Sagnhafi þóttist himin hafa höndum tek- ið aö geta notað einspilið í trompi en það var skammgóður vermir. Nú var að kom- ast heim á hendina og næst var spaða- kóngur reyndur. Vestur setti lítið en átti slaginn á ás þegar spaðadrottningu var spilað úr blindum. Þá tók vestur hjarta- kóng og gaf vestri hjartastungu. Austur spilaði síðan tigli til baka á ás vesturs og vestur spilaði fimmta hjartanu sem austur trompaði á laufgosa! Þannig varð lauftían sjötti slagur vamarinnar. ísak öm Sigurðsson f KG852 ♦ Á2 .1. 1ACO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.