Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994
3
Fréttir
Prófessor Þorvaldur Gylfason um efnahagshorfumar:
Fjarstæða að kreppunni
sé lokið hér á landi
- stjómvöld veröa fyrst að uppræta hinn heimatilbúna vanda
Þróun nokkurra hagstærða í aðildarríkjum
OECD árið 1995
JP .£* d
<o <•
Heimild: OECD Economic Outlookjúní 1994
uxa?
„Kreppunni lýkur ekki fyrr en ís-
lensk stjórnvöld vega aö rótum efna-
hagsvandans sem er heimabakaður
aö mestu leyti. Aö halda því fram aö
kreppunni sé lokið er fjarstæða,"
segir Þorvaldur Gylfason, prófessor
í hagfræði við Háskóla íslands.
í vikunni boðaði Davíð Oddsson
forsætisráðherra til blaðamanna-
fundar til að kynna mat Þjóðhags-
stofnunar á efnahagshorfunum hér
á landi. í drögum að nýrri þjóðhags-
áætlun fyrir næsta ár er gert ráð
fyrir að landsframleiðslan standi í
staö í ár en síðan taki við nokkurra
ára samfellt hagvaxtartímabil. Gert
er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist
um 0,1 prósentustig og verði 5,3 pró-
sent.
Falsmynd á kosningaári
Þorvaldur hefur takmarkaða trú á
útreikningum Þjóðhagsstofnunar og
bendir á að undanfarin ár haíi stofn-
unin nánast undantekningarlaust
spáð hagvexti innan þriggja ára.
Raunin hafi hins vegar verið sú að
landsframleiðsla á mann hafi stöðugt
dregist saman undanfarin sjö ár.
Blaðamannafund Davíðs segir Þor-
valdur bera keim af því að kosningar
séu í nánd. Slíka blaðamannafundi
séu menn jafnvel hættir að halda í
Kreml.
Þorvaldur tekur undir það áht
Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu (OECD) að nú sé byrjað að
rofa til í efnahagslifi Bandaríkjanna
og Evrópu. í því sambandi bendir
hann á að í Bandaríkjunum sé starf-
andi góð ríkisstjórn með góða efna-
hagsráögjafa. Fyrir vikið hafi stjórn-
völd öðlast tiltrú manna í einkageir-
anum og eflt bjartsýni meðal fólks.
Réttmæt bjartsýni ytra
Að sögn Þorvalds er svipað upp á
teningnum í Evrópu. Innan Evrópu-
sambandsins hafi einstök aðildar-
ríki, ásamt framkvæmdastjórn ESB,
byrjað að takast á við djúpstæðan
skipulagsvanda sem valdið hefur
miklu og langvinnu atvinnuleysi og
litlum hagvexti innan sambandsins.
Jafnframt fari skilningur manna
dagvaxandi á því að taka þurfi á
landbúnaðarvandamálinu. Og í
Austur-Evrópu segir Þorvaldur að
menn hafi hrundið í framkvæmd
róttækum efnahagsumbótum, til
dæmis í Rússlandi þar sem um 70
prósent af atvinnulífinu eru komin í
hendur einkaaðila.
Veikt haldreipi
„Bæði vestanhafs og í Evrópu hafa
menn réttmæta ástæðu til þess að
vera bjartsýnir. Því miður á ekki það
sama við hér á íslandi. Að vísu mun
nýtt góðæri í Evrópu og Ameríku
getað orðið okkur nokkur lyftistöng
en það þarf miklu fleira að koma til.
Við verðum að horfast í augu við að
aðalástæða þeirrar djúpu og lang-
vinnu efnahagslægðar sem við höf-
um átt við að glíma undanfarin sjö
ár er heimatilbúinn vandi. Það er
ekki fyrr en við erum tilbúin að tak-
ast á við þennan vanda að við getum
fyllst réttmætri bjartsýni aftur.“
Þorvaldur segir það veikt haldreipi
fyrir íslenska stjórnmálamenn, sem
auðveldlega geti slitnað, að einblína
á efnahagsbatann úti í heimi. Nær
væri að takast á við rót vandans hér
heima. í því sambandi nefnir hann
margra ára ábyrgðarleysi í hagstjórn
og margþættan skipulagsvanda í rík-
isfjármálum, í bankamálum, á
vinnumarkaði og síðast en ekki síst
í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál-
um.
Kyrrstaða getur leynt á sér
„Á þessum vanda þarf að taka ef
við ætlum að hætta að dragast aftur
úr öðrum þjóðum. Kyrrstaða getur
leynt á sér ef heimurinn í kringum
okkur stendur kyrr líka. En þegar
heimurinn í kringum okkur er kom-
inn á fleygiferð, og þá er ég ekki bara
að tala um uppganginn í Bandaríkj-
unum og Vestur-Evrópu heldur líka
þær róttæku efnahgasumbætur sem
verið er að hrinda í framkvæmd í
Austur- Ewrópu, verður kyrrstaða
okkar þeim mun hættulegri."
Verð frá 1.290.000 kr. á götuna!
SCOUPE TÚRBÓ
...og gamanið hefstfyrir alvöru
Láttu drauminn rætast - fáðu þér fallegan sportbíl
og njóttu þess að vera úti að aka.
Hyundai Scoupe er hannaður fyrir þá sem hafa
yndi af akstri og þora að vekja athygli. Útlitið er
ferskt og sportlegt og þýður akstur bílsins í
samræmi við mjúkar bogadregnar línur hans.
• Álfelgur
• Vindskeið með
bremsuljósum
• Útvarp, geislaspilari
og 4 hátalarar
• Leðurklætt stýri
• 1500 cc
• 116 hestöfl
i HYunona
...tíl framtíðar
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36