Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ekki svona vandræðaleg
Það var ekki laust við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
væri vandræðaleg á svip á myndinni sem DV birti af
henni á dögunum við borgarstjórajeppann glæsilega.
Upplýst er að Ingibjörg Sólrún notar þetta fullkomna
farartæki á ferðum sínum um höfuðborgina og til og frá
vinnu. Ýmist ekur hún sjálf eða hefur einkabílstjóra vlð
stýrið.
Ástæðan fyrir vandræðasvipnum er auðvitað sú að
munaðarjeppi er ekki alls kostar í samræmi við þá ímynd
sem menn hafa af hinum nýja borgarstjóra Reykjavíkur.
í kosningabaráttunni talaði hún í hneykslunartón um
borgarstjórastarfið sem „montembætti“. Eftir að hún var
sjálf orðin borgarstjóri var það eitt fyrsta verk hennar
að lýsa því yfir að viðhafnarbifreið embættisins yrði seld
eða komið fyrir á safni. Að vonum bjuggust því margir
við að sjá hana á reiðhjóli eða í strætisvagni. Allra síst
áttu menn von á að torfærujeppi af dýrustu og fínustu
gerð yrði fyrir valinu til innanbæjaraksturs borgarstjóra.
Meðal þess fólks, sem stundum er kallað „vinstri sinn-
aðir menntamenn“ og einkum er áberandi innan
Kvennahstans og Alþýðubandalagsins, er litið á „for-
stjórajeppaná' svonefndu sem táknmynd karlrembu og
kapítalisma. Það er nánast skilgreiningaratriði um eig-
endur slíkra bifreiða, að þeir séu óvinir alþýðunnar og
ljón í vegi jafnréttis og bræðralags. Um þessi viðhorf
hafa birst hálærðar greinar í blöðum og tímaritum vinstri
manna.
Engu skal hér spáð um það hvaða afleiðingar jeppa-
notkun Ingibjargar Sólrúnar hefur fyrir póhtíska framtíð
hennar og vmsældir í röðum vinstri manna. Þeir máttu
svo sem búast við ýmsu af henni. Á Alþingi sýndi hún
til dæmis það fádæma hugrekki að ganga gegn stahsystr-
um sínum í Kvennahstanum, þegar aðildin að evrópska
efnahagssvæðinu var til umtjöllunar. Þegar hún í upp-
hafi þings dró sæti við hhð Hjörleifs Guttormssonar,
helsta hugsuðar vinstri manna, hafnaði hún plássinu
afdráttarlaust og kaus í staðinn að sitja við hlið Björns
Bjamasonar. Og þegar hún eygði von um þátttöku 1 ríkis-
stjóm eftir þingkosningamar síðustu lét hún sig ekki
muna um að ýta th hhðar helsta baráttumáh Kvennahst-
ans, sem var að stöðva byggingu nýs álvers.
Hægur leikur er að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir
það bh sem er á milh orða og athafna, ímyndar og veru-
leika. Meiri ástæða er þó th að fagna því að borgarstjór-
inn nýi skuh gefa hleypidómum og minnimáttarkennd
samherja sinna langt nef þegar á reynir. í hugum ahs
þorra fólks er embætti borgarstjórans í Reykjavík líklega
þriðja virðingarmesta staða í landinu, á eftir embætti
forseta íslands og forsætisráðherra. Það skiptir máh
hvemig þeir einstakhngar, sem þessum embættum gegna
hverju sinna, ganga fram og haga sér. Það skiptir máh
hvemig þeir em klæddir, hvernig þeir tala og hvert við-
horf þeirra og verðmætamat er. Þeir em öðrum fyrir-
mymhr.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að hún æth að
vera borgarstjóri allra Reykvíkinga, ekki bara vinstri
sinnuðu kennaranna og félagsráðgjafanna í R-hstanum.
Úr því að hún treystir sér th að aka um á lúxusjeppa,
ætti hún að endurskoða áformin um að leggja viðhaíhar-
bifreiðinni. Reykvíkingar vhja vera stoltir af borgarstjóra
sínum. Þeim finnst það áreiðanlega hæfa virðingu emb-
ættisins að aka um í fahegri og sérstæðri bifreið. Ingi-
björg Sólrún þarf ekki að vera vandræðaleg á svip.
Guðmundur Magnússon
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994
Nýr framsóknar-
áratugur og fær-
eysk leið farin?
Flest bendir til þess aö Framsókn-
arflokkurinn sé á leið í ríkisstjóm.
Samstarf stjómarflokkanna hefur
gliönað. Margir spá haustkosning-
um. Ástandið í Alþýðuflokknum er
slæmt. Þegar kemur til kosninga
eru líkur á opnum klofningi. Jó-
hanna Sigurðardóttir mundi leggja
Jón Baldvin í opnu próíkjöri í
Reykjavík og fella hann úr fyrsta
sæti. Vinsældir hennar era svo
miklar en Jón er óvinsæll. Menn
Jóns munu því reyna að hafa lokað
prófkjör. Þá er líklegast og nær
gefið að Jóhanna mundi standa fyr-
ir sérframboði.
Alþýðuflokkurinn steinlægi því í
kosningum. Hvort sem kosið verð-
ur í haust eða næsta vor verður
ekki til staðar sami þingmeirihluti
og nú er.
Ýmsir sjálfstæðismenn hafa um
skeið borið víumar í framsóknar-
menn og viljað fá þá í ríkisstjórn
með sér. Formennska Halldórs Ás-
grímssonar í Framsóknarflokkn-
um gerir slíkt stjórnarmynstur lík-
legra. Framsóknarmenn munu
hvort sem er eiga állra kosta völ
eftir kosningar. Þeir geta unniö til
hægri eða vinstri að vild. Flokks-
eigendur í Framsóknarflokknum
vilja ólmir í ríkisstjóm. Framsókn
þolir flla við utan stjómar þar sem
bitlingarnir eru færri. Flokkurinn
hefur lengi komið vel út í skoðana-
könnunum. Hann vann á í sveitar-
stjómarkosningunum og mun
vinna fylgi í væntanlegum þing-
kosningum. Því er líklegt að stefni
í nýjan „framsóknaráratug".
Framsókn getur komist í stjóm og
setið þar lengi. Við fylgistap Al-
þýðuflokksins opnast möguleik-
arnir á að Framsókn ráði mestu.
Kosningavíxlar
Núverandi stjórnarflokkar hafa
inni á milli reynt aðhald enda ekki
vanþörf á. Munum að skuldir okk-
ar em ámóta og skuldir Færeyinga
voru á hvert mannsbarn fyrir örfá-
um árum. Nú nálgast kosningar og
vafalítið að aðhaldið verður minna.
Gefnir verða út kosningavíxlar.
Ríkisstjórninni hefur lítið miðað.
Fjárlagahallinn fer langt fram úr
áætlunum. Þetta mun líklega enn
versna á næsta ári þótt mikil þörf
sé á að eyða hallanum skipulega á
nokkrum árum. Ríkisstjórnin
skelflst atvinnuleysið sem er stöð-
ugt. Stjórnin mun þegar kosning-
arnar nálgast grípa til ráða sem
munu steypa þjóðarbúinu í meiri
skuldir. Lengi getur vont versnað.
Stjórnarandstæðingar hafa opin-
KjaUariim
Haukur Helgason,
ritstjóri Úrvals
skátt talað um að „slá erlend lán“
til að lyfta efnahagnum og draga
úr atvinnuleysinu. Valdataka
Framsóknarflokksins mundi hk-
lega færa okkur nýjan framsóknar-
áratug þótt reynslan af hinum fyrri
sé afar slæm. Þá var sólundað og
skuldir og greiðslubyrði stórhækk-
uö. Nú mætti búast við nýjum
veisluhöldum. Með öðrum orðum:
Færeyska leiðin yrði farin.
Skuldamet
Þetta mundi gerast þótt skulda-
metin hafl falhð síðustu ár og
skuldir náð sögulegri hæð. Jafnvel
í fyrra varð aukning miðað við
framleiðslu þótt jöfnuður næðist í
viðskiptum við útlönd. Erlendar
skuldir jukust sem hlutfall af
landsframleiðslu upp í 55,8 prósent
borið saman við 49,5 prósent árið á
undan. Greiðslubyrði þeirra sem
hlutfall af útflutningstekjum fór úr
26,3 prósentum á árinu 1992 í 27,8
prósent árið 1993. Við tækjum
mikla áhættu yrði færeyska leiðin
farin.
Haukur Helgason
„Ýmsir sjálfstæðismenn hafa um skeið borið viurnar í framsóknarmenn
og viljað fá þá i rikisstjórn með sér,“ segir Haukur Helgason meðal
annars.
„Flokkseigendur í Framsóknarflokkn-
um vilja ólmir í ríkisstjórn. Framsókn
þolir illa við utan stjórnar þar sem bitl-
ingarnir eru færri.“
Skoðanir armarra
Ótti við fjármagnið
„Landið geymir gífurlega orku í vatnsföllum og
iðrum jarðar. Þessi orka er ekki nema að litlu leyti
nýtt. Þar kemur til ótti við erlent fjármagn. Engu
er hkara en margir íslendingar og jafnvel stjóm-
málamenn sem vilja láta taka sig alvarlega, telji allt
erlent fjármagn af hinu illa, nema lán auðvitað...
Ekki er enn ljóst hvort bein orkusala til Evrópu er
möguleg, en uppbygging íslenskra orkufrekra iðju-
vera er kostur sem verður að taka alverlega til athug-
unar.“ Úr forystugrein Tímans 5. júlí.
Skortur á aga
„Góö skipulagning er ákveðin tegund aga, en ein-
att sjáum við þess merki í daglegu lífi, að skipulags-
leysi gerir það að verkum að vinnubrögð verða
ómarkviss og sundurlaus og árangur vinnunnar þar
af leiðandi mjög takmarkaður. Þetta skilar sér svo
út í þjóðfélagið á þann hátt, að við leggjum fram
ótrúlega mikinn fjölda vinnustunda, en sökum lélegs
undirbúnings, aga- og skipulagsleysis, verður fram-
legðin á engan hátt í samræmi við fjölda vinnu-
stunda.“ Úrforustugrein Mbl. 5. júlí.
Vandi íslenskra fyrirtækja
„Deilunum í eigendahópi íslenska útvarpsfélags-
ins er tæplega að fullu lokið þrátt fyrir yfirlýsingar
nýkjörins stjómarformanns um aö engar blokkir séu
á Stöð 2. Enn kraumar undir vegna sölu fráfarandi
meirihluta á hlutabréfum í Sýn og ósætt ríkir um
starfslokasamning sem fráfrarandi stjóm gerði við
fráfarandi útvarpsstjóra fyrirtækisins. í átökum
stjórnarmanna Islenska útvarpsfélagsins endur
speglast vandi íslenskra fyrirtækja sem lenda í tíma-
bundnum rekstrarerfiðleikum."
Úr forystugrein Alþbl. 5. júlí.