Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Nóbelsskáld yið nýjar aðstæður Bretland Skáldsögur: 1. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 2. John Grisham: The Client. 3. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 4. Tom Clancy: Without Remorse. B. Wilbur Smith: River God. 6. Jilly Cooper: The 'Man Who Made Hus- bands Jealous. 7. John le Carré: The Night Manager. 8. Barbara Taylor Bradford: Angel. 9. Thomas Keneaily: Schindler’s List. 10. Carol Shields: The Stone Diaries. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wíld Swans. 2. J. McCarthy 8< J. Morrell: Some Other Rainbow. 3. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 4. Alan Clark: Diaries. 5. Russell Davis: The Kenneth Williams Diaríes. 6. Brian Keenan: An Evil Cradling. 7. Bill Bryson; Neither here nor there. 8. Nick Hornby: Fever Pitch. 9. Blake Morrison: And when Díd You Last See Your Father? 10. Howard Rheingold: Stereogram. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Dorothy L. Sayers: Peter Wimsey i Oxford. 3. Alice Walker: ; Andetem plet. 4. Troels KlOvedal: Oerne under vinden. 6. Dan Turéll: Vrangede billeder. 6. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 7. Bret Easton Ellis: American Psycho. (Byggt á Politik«m Sondag) Síðustu árin hefur Nadime Gordi- mer verið langkunnust suður-afr- ískra rithöfunda, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Hún er líka sá eini þeirra sem hlotið hefur eftirsóttustu viðurkenningu rithöfunda, bók- menntaverðlaun Nóbels. Verk Gordimers hafa óneitanlega verið samofm harmsögu Suður-Afr- íku síðustu áratuga. Þau taka á þeim hörmungum sem aðskilnaðarstefnan leiddi ytir hvíta menn og svarta; fiaUa um mannlegar hörmungar í heimi apartheid sem nú er horfinn. Margir velta því fyrir sér hvaða áhrif afnám aðskilnaðarstefnunnar og valdataka svarta meirihlutans undir forystu Nelsons Mandela muni hafa á skáldskap hennar. Barðist gegn apartheid Gordimer studdi aila tíð réttinda- baráttu svertingja í Suður-Afríku. Áratugum saman átti hún ekkert pólitískt heimih, eins og hún hefur sjálf komist að orði, eða allt þar til Afríska þjóðarráðið, ANC, fékk loks- ins að starfa með löglegum hætti eft- ir 30 ára ofsóknir. Hún gekk í þessi samtök Nelsons Mandela í febrúar árið 1990. Stuðningur hennar við jafnrétti og meirihlutastjórn hófst þegar á sjötta áratugnum. „Þá sá ég mótsögnina í óánægju vina minna með apartheid og gjöröum þeirra sem rithöfundar og listamenn," segir hún. „Þeir sáu vandamálin en gerðu ekkert til að takast á við þau.“ Atburðir ársins 1956 skiptu miklu Nadime Gordimer með nóbelsverð- launapeninginn. Umsjón Elías Snæland Jónsson máli fyrir hana. Þá voru hátt á annað hundrað einstaklingar ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir börðust gegn apartheidstefnunni. Fjölda- morðin í Sharpeville í byrjun sjö- unda áratugarins höfðu einnig mikil áhiif. Gordimer fór í vaxandi mæli að gagnrýna stefnu stjómvalda í verkum sínum. Og hún hjálpaði vin- um sínum sem lentu í útistöðum viö valdhafana; veitti þeim húsaskjól eða hjálpaði þeim til að komast úr landi. „Ég varð þátttakandi," segir hún nú um þetta tímabil í lífi sínu. „Ég áttaði mig betur á því sem var að gerast og gerði mér grein fyrir því að það varð að berjast opinskátt gegn aðskilnaðarstefnunni. En ég gat ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki." Frelsið og framtíðin En nú þegar apartheid er fyrir bí og Nelson Maldela kominn til valda - hvaða áhrif hefur það á ritstörf hennar? Þannig hafa margir. blaða- menn spurt Gordimer að undan- fomu. „Af hverju spyrjið þið allir um það? Þetta er heimskuleg spurning," segir hún. „Lífið heldur áfram þótt eitt stjórnmálakerfl taki við af öðm. Mannfólkið er áfram mannfólk. Vandamálin eru þau sömu. Persónu- leg vandamál, metnaður, þarfir, ástríður. Það breytist ekki. Apart- heid hefur verið eins konar rammi sem hefur haft mikil áhrif á okkur. Nú mun þjóðfélagið mótast á annan hátt. Rithöfundar hljóta að skrifa um það sem gerist." Hún leggur einnig áherslu á mikil- vægi þess að vernda frelsið til að skrifa og taka þátt í þjóöfélagsum- ræðunni í hinni nýju Suður-Afríku: „Við verðum að hafa augu og eyru opin,“ segir hún, „og vera tilbúin að mótmæla kröftuglega ef vegið verður að tjáningarfrelsinu." Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. ScottTurow: Pleading Guiity. 2. Kevin J. Anderson: Dark Apprentice. 3. John Grisham; The Clíent. 4. Robert Ludium: The Scorpio lllusion. 5. E. Annie Proulx. The Shipping News. 6. Michael Crichton: A Case of Need. 7. Mary Higgins Clark: l’ll Be Seeing You. 8. Judith McNaught: Perfect. 9. Anne Rivers Siddons: Hill Towns. 10. Patricia D. Cornwell: Cruel 8i Unusual. 11. Lawrence Sanders: McNally's Risk. 12. Susan Isaacs: After All These Years. 13. Dean Koontz: The Funhouse. 14. John Grisham: A Time to Kill. 15. John Le Carré: The Night Manager. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 3. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. M. Hammer 8i J. Champy: Reengineering the Corporation. 6. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 7. Lewis B. Puller Jr.: Fortunate Son. 8. Maya Angelou: I Knowwhy theCaged Bírd Sings. 9. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 10. Cornelius Ryan: The Longest Ðay. 11. Peter Mayle: A Year in Provence. 12. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 13. Cornel West: Race Matters. 14. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 15. Deborah Laake: Secret Ceremonies, (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Fimm mánaða göm- ul böm geta reiknað Tilraunir sýna að smábörn geta meira en maður gæti ætlað í fyrstu, svo sem reiknað eínföld dæmi í huganum. Aukin tíðni fæðingargalla Fransklr læknar hafa komist að því að alvarlegir fasöingargall- ar eru tíðari meðal svokallaðra glasabarna en almennt gengur og gerist Pierre Leqiúen, bamalæknir við sjúkrahús í Lille, sagði á ráð- steínu um tæknifrjóvgun að al- varlegir fæðingargallar heföu komiö í ljós í 5,1 prósenti 394 barná ■ sern voru rannsökuð í þessu skyni. Meðaltalið fyrir alla hópa er tvö prósent. Um 200 þúsund glasaböm fæð- ast á hveiju ári í heiminum. Lequien sagði að niöurstöðumar köUuðu á frekari rannsóknir en ekki væri neín ástæöa til ótta. Fólkámat- seðlinum Prakkar eru þekktir fyrir mat- argerðarlist sína en þaö kemur líklega flestum á óvart að heyra aö mannakjöt hafl eínnig veriö á matseðflnum i því ágæta landi, að vísu fyrir langalöngu. í stoinaldarhelli einum í Agris í vesturifluta Frakklands hafa vísindamenn fundið mannabein í sorphaug frá steinöld. Nokkur beinanna voru skorin í stykki, /. líklega til að steinaldannennimir gætu sogið i'n- þeim merginn. Ónnur bein báru þess merki að aUt kjöt heiði verið skaflð af þeim með tlnnusteinsflogu. Umsjon Guðlaugur Bergmundsson Svo virðist sem ungböm, allt niður í fimm mánaða gömul, geti fram- kvæmt einfaldan reikning, bæði samlagningu og frádrátt. Það er aö minnsta kosti skoðun sálfræðingsins Karen Wynn sem skrifaði um til- raunir sínar í tímaritið Nature. Á undanfórnum tuttugu áram hef- ur þekking manna á getu korna- barna aukist til muna. Við vitum t.d. að löngu áður en böm ná sex mánaða aldri geta þau greint á milli hluta út frá lögun þeirra, stærö og lit. Börnin vita einnig að hlutir halda áfram að vera til þótt þeir séu faldir og þau geta meira aö segja skynjað hvort varir þess sem þau eru að hlusta á hreyfast í samræmi við það sem þau heyra. Én börnin geta gert meira en að skynja umhverfið í kringum sig því rannsóknir og tilraunir Karen Wynn eru sterk vísbending um að börnin átti sig á fjölda hluta sem eru saman í hóp. Þau gera sér grein fyrir þegar breytingar hafa orðið þar á, að minnsta kosti þegar lágar tölur eiga í hlut, aiveg óháð því hvort innbyrð- is afstöðu hlutanna hafl verið breytt líka. Þau geta jafnvel sagt til um hvort fjöldi trommutakta sem spilað- ur er fyrir þau komi heim og saman viö fjölda hluta sem þau sjá á skjá fyrir framan sig á sama tíma. Það þarf því meira til en skynjun- ina eina til að sjá að jafn margir hlut- ir em í tveimur hópum þrátt fyrir róttækan mun á útliti þeirra. Við tilraunir sínar notaði Wynn aðferðir sem hafa reynst vel til þessa. Börn hafa tilhneigingu til aö horfa fremur lengi á hluti sem þeim eru nýir eöa óvæntir. í fyrstu tveimur tilraununum fylgdust bömin meö því þegar hendi lét einn eða tvo hluti á borð og síðan var tjald sett fyrir. Þá sáu bömin sömu höndina annað- hvort bæta við hlut eða taka burtu á bak við tjaldið. Tjaldið var að lokum tekið burt og þá gátu börnin séð hversu margir hlutir lágu á borðinu. í helmingi tilfella var íjöldinn sá sem hann átti að vera en í hinum helm- ingnum ekki. I síðara tilvikinu sáu börnin tvo hluti í stað eins eða einn hlut þegar þeir hefðu átt að vera tveir. Karen Wynn skýrir frá því að böm- in hafi greinilega horft lengur á ranga hópinn en hinn rétta. Hún dregur af því þær ályktanir að þau hafi búist viö að sjá réttan fjölda hluta og þau hafi því orðiö hissa að sjá annað. Wynn segir að börnin hljóti því að hafa reiknaö út í hugan- um. Brennivín og kynlíf kvenna Vísindamenn hafa loks skýrt það sem kvennabósar hafa lengi vitaö en aldrei skilið til fullnustu, Jú, áfengi getur virkað sem kyn- örvandi á konur þar sem það eyk- ur framleiðslu á kynhormónum. Það hefur löngum verið vítað að brennivín deyfir kynhvöt karia og því lék mönnum forvitni á aö vita hvers vegna áhrifm á konur væru önnur. Finnskir og japanskir læknar segja í bréfi til tímaritsins Nature að þeir hafx komíst að því að áfengið eykur testósterónfram- leiðslu sem nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að tengist kyn- örvun kvenna. Áhrifin voru þó aðeins greinileg meðal kvenna sem voru með egglos og því á frjóu tímabili í tíðahringnum. Átveimur jafnfljótum Breskir og hollenskir vísinda- menn hafa fundið vísbendingar um að fyrstu mennirnir sem gengu uppréttir á tveimur fótum hafi öðru hverju svikið ht og far- iö um á öllum fjórum og klifrað í trjánum. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir koma fram. Nýju vísbendingamar fengust þegar sneiðmyndir vom teknar af innra eyra af steingerð- um fmmmönnum og horin vom saman jafnvægiskerfl þeirra og nútímamannsins. í ljós kom að nokkur munur var þar á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.