Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Fréttir Hrun blasir hvarvetna við á Vestfjörðum: Bankarnir hvetja fyrir- tæki til nauðasamninga - mun þýða ^öldagjaldþrot þjónustufyrirtækja Hrun sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum Suðureyri Flateyri A fimm árum hafa verið seldir í burtú sjö ísfisk- simnan Isafjarðardjúps. „Bankamir hvetja fyrirtæki til nauðasamninga og ef sú leið verður farin mun það leiða til flöldagjald- þrota hjá þjónustufyrirtækjum á Vestfjörðum. Þetta mun leiða til keðjuverkunar þar sem þjónustufyr- irtækin em það illa farin vegna gjald- þrota undanfarinna ára,“ sagði áhrifamikili ráðamaður á Vestfjörð- um í samtali við DV. Byggðavandi á Vestfjörðum er að taka á sig skýra mynd. í fjórðungn- um er varla hægt að finna fyrirtæki sem skilar hagnaði. Almennt er ekk- ert hinna stærri fyrirtækja, sem em bæði i útgerð og vinnslu, rekið með hagnaði. Flest fyrirtækjanna em í alvarlegum rekstrarerfiðleikum, sum eru þegar lokuð, önnur í greiðslustöðvun. Öll eiga við ein- hvem rekstrarvanda að stríða, allt frá Patreksfírði í vestri að Hólmavík í austri. Þau fyrirtæki sem best standa em augljóslega þau sem eingöngu eru með útgerð á sínum snæmm. Þar ber hæst góða afkomu Hránnar h/f sem á aflaskipið Guðbjörgu ÍS. Togaraút- gerð ísafjarðar hefur líka skilað góðri afkomu en það fyrirtæki á rækjufrystiskipið Skutul. Hólma- drangur h/f á Hólmavík, sem á sam- nefndan frystitogara, hefur líka að mestu staðið af sér þá kreppu sem virðist nú ætla að gera út af við all- flest fyrirtæki á Vestflörðum. Gunn- vör h/f á ísafirði, sem rekur frystitog- arann Július Geirmundsson, virðist einnig standa sæmilega þrátt fyrir eitthvert tap sl. ár. Ef htið er yfir svæðið í heild má strax sjá þá þróun að ísfisktogaraút- gerð er að hverfa. Fyrir fimm ámm var togarútgerð á öllum helstu þétt- býlisstöðum á Vestfjörðum. Nú er enginn ísfisktogari utan ísafjarðar- djúps og reyndar aöeins tveir frysti- togarar; Hólmadrangur og Sléttanes. Það síðamefnda í eigu Fáfnis, sem situr á þeirri tímasprengju sem greiðslustöðvun hlýtur að teljast. Þar ræðst á næstu vikum hvort tekst að aftengja sprengjuna eða gjaldþrot verður sem kallar á brottnám togar- ans. Þar með færi síðasti togarinn af svæðinu frá Patreksfirði að ísa- fjarðardjúpi. Ef nánar er skoðaö ástandið á einstökum stöðum þá kemur í ljós að hrun atvinnufyrir- tækja er fremur regla en undantekn- ing. Patreksfjörður Tveir togarar hafa veriö seldir í burtu; Sigurey til Hafnarfjarðar og Látravík til Ísaíjarðar. Stærstu fyrir- tæki staðarins em Oddi h/f og Straumnes h/f. Bæði þessi fyrirtæki hafa að undanfomu verið rekin með tapi. Veruleg bátaútgerð er frá Pat- reksfiröi en kvótaskeröingar á þorski era verulegar. Bíldudalur Togarinn Sölvi Bjamason hefur verið seldur og Sæfrost h/f, stærsta fyrirtækinu á staðnum, lokaö vegna rekstrarerfiðleika. Tálknafjörður Togarinn Tálknfirðingur hefur verið seldur með helming af kvóta. Stærstu fyrirtækin em Hraðfrysti- hús Tálknafjarðar og Þórsberg h/f, bæði rekin með tapi. Þingeyri Togarinn Framnes hefur verið seldur. Eftír stendur frystitogarinn Sléttanes. Fáfnir h/f, stærsta og eina sjávarútvegsfyrirtækið, í greiðslu- stöðvun með 130 milljóna króna tap í fyrra. Flateyri Togarinn Gyllir hefur verið seldur. Stærstu fyrirtækin, Hjálmur h/f og Kambur h/f, voru rekin meö tapi sl. ár. Hjálmur er hættur fiskvinnslu og Kambur tekinn við. Suðureyri Togarinn Elín Þorbjamardóttír hefur verið seldur. Stærsta fyrirtæk- ið, Fiskiðjan Freyja h/f, var rekin með tapi sl. ár. Bolungarvík Gjaldþrot Einars Guðfinnssonar h/f er tiltölúlega nýafstaðið. Tvö fyr- irtæki spmttu úr rústunum; Þuríður h/f, sem yfirtók húsakost fyrirtækis- ins, og Ósvör h/f sem keypti togarana Dagrúnu og Heiðrúnu. Fyrirtækin hafa ekki unnið saman og hefur stærstur hluti afla skipanna farið í Fréttaljós burtu. Minni fyrirtæki eru í alvarleg- um vanda. Djúpfang h/f er komið í þrot og nýir aðilar hafa tekið við rekstri þess. Fiskverkun Magnúsar Snorrasonar er í greiðslustöðvun. Fiskvinna á Bolimgarvík er ekki nema svipur hjá sjón miðað viö það sem áður var. Hnífsdalur Hraðfrystihúsið h/f og Miðfell h/f, sem eru rekin sameiginlega og gera út ísfisktogarann Pál Pálsson, eru eftir því sem næst verður komist einu fiskvinnslufyrirtækin sem skila hagnaði á landvinnslu á Vestfjörð- um. Þá er í Hnífsdal rækjuverksmiðj- an Bakki h/f sem talin er í þokkaleg- um rekstri. Leiti h/f, sem er lítið fisk- vinnslufyrirtæki, lagði niður fisk- vinnslu á síðasta ári og við tók Fisk- verkun Ásbergs sem rekin er af sömu aðilum. ísafjörður Almennir erfiðleikar era í fisk- vinnslunni. Tvö stærstu fyrirtækin; Noröurtanginn h/f og íshúsfélag ís- firðinga h/f, eiga í erfiðleikum. Ekki mun það létta á erfiðleikum íshúsfé- lagsins að ný Guðbjörg, sem væntan- leg er, mun verða frystískip. Guð- björgin hefur séð íshúsfélaginu fyrir hráefni undanfarin ár. Almennt mun þetta nýja frystiskip setja strik í reikninginn hvað varðar land- vinnslu á ísafirði þar sem 4000 tonna kvóti flyst á haf út. Sama sagan er i rækjuvinnslunni, þar em erfiðleikar en þó mismunandi milli fyrirtækja. Umræða hefur verið um sameiningu annars vegar íshúsfélagsins og rækjuvinnslunnar Rits h/f og hins vegar Norðurtangans, Freyju h/f á Suðureyri og Frosta h/f í Súðavík. Súðavík Frosti h/f er langstærsti atvinnu- rekandinn á Súðavík. Það fyrirtæki á í erfiðleikum og hefur verið rekið með tapi. Samstarf er milli Frosta og Norðurtangans og landar Bessi, togari Frosta, bolfiski til vinnslu í Norðurtanganum. Guðbjartur, ann- ar tveggja togara Norðurtangans, veiðir rækju fyrir Frosta. Hólmavík og Drangsnes Þessir staöir skera sig úr á Vest- fjörðum þar sem jafnvægi virðist ríkja í rekstri sjávarútvegsfyrirtækj- anna. Rækjan er stór þáttur í at- vinnulífinu og báðir staðimir byggja að miklu leyti á bátaútgerð. Samein- ing Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hraðfrystihúss Drangsness og Hólmadrangs h/f er í umræðunni en þetta em stærstu fyrirtækin á stöð- unum. Það virðist sama hvar borið er nið- ur á Vestfjöröum, alls staðar blasir við hrun sjávarútvegsfyrirtæKja. Leiðir til lausnar virðast fáar og eng- in sársaukalaus. Verði farin Þingeyr- arleiðin mun það þýða gjaldþrot þjónustufyrirtækja, leið undanskot- anna, þ. e. nýtt nafn og númer mun hafa sömu afleiðingar. Vestfjarðaað- stoðin er ekki líkleg til að duga nema takmarkað og gjaldþrot mun leiða til þess að skip og kvóti verða seld í burtu. Lögreglan berst gegn ólöglegri garöaúöun: Skemmdarverk unninábílog eiturtanki - sakamenn frægir fyrir vatnsúðun, segir Grímur Grímsson „Ég vinn við garðaúöun og keyri pickup-bíl með eiturtank í afturdragi milli garða. Aðfaranótt sunnudags var skoriö á leiðslumar frá eitur- tankinum, slöngumar sem ég nota við úðunina og stungið á afturdekkin á bílnum. Það vildi svo vel til aö tank- urinn var tómur því að annars hefði getað orðið umhverfisslys. Þegar ég kom út um morguninn var búið að skrúfa fyrir tankinn en ég hafði skil- ið hann eítir opinn kvöldið áður. Ég óttast að samkeppnisaðili minn hafi gert þetta því ég sá hann sniglast við heimili mitt um kvöldið," segir Grím- ur Grímsson garðaúðunarmaður. Grímur varð fyrir fjárhagslegu tjóni upp á tugi þúsunda þegar skemmdarverkin vora unnin á bíl hans og eiturtanki þar sem hann stóð í Þingholtunum á sunnudagskvöldið en Grímur var frá vinnu í tæpa tvo daga á eftir eða þar til búið var að gera við skemmdimar. Hann kærði skemmdarverkið til lögreglunnar en hún hefur ekkert getað gert í málinu. „Það er hörð samkeppni í garðaúð- uninni og nokkrir sakamenn sem em frægir fyrir að úða vatni. Lögreglan er á eftir þeim til að reyna aö stoppa þá og það er sennilega þess vegna sem þeir hafa gripið til þessa örþrifa- ráðs. Garðaeigendur athuga ekki að fá að sjá skírteini þessara manna og kanna ekki hvort þeir skilja eftir nöfn og heimilisfóng í göröunum, eins og þeir eiga að gera,“ segir Grím- ur. Grímur Grímsson garðaúðunarmaður varö fyrir tjóni upp á tugi þúsunda þegar skorið var á slöngur og hjólbarða á pickup-bil hans i Þingholtunum um siðustu helgi. Grimur var frá vinnu i tæpa tvo daga vegna þessa og telur að samkeppnisaðili hafi gripið til þessa örþrifaráðs. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.