Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 36 íþróttir Romario hefurfram að þessu verið í hópi bestu leikmanna á heimsmeistara- mótinu. í dag mun mæða mikið á honum og félaga hans, Bebeto, í fremstu víglínu Brasilíu gegn Þjóðverjum. Heimsmeistarakeppnin í knattspymu: Bebeto lofar nýfæddu barni sínu sigri gegn Hollandi - 8-liöa úrslitin fara fram um helgina Hvaða þjóðir leika til úrslita á HM og hverjir hampa titlinum? Ásgeir Elíasson: Brasilíumenn og Þjóðverjar leika til úrslita og Brasil- íumenn verða heimsmeistarar. Atli Eðvaldsson: Þjóðverjar og Svíar og Þjóöverjar hampa síðan heims- meistaratitlinum. Valtýr Björn Valtýsson: Ég skýt á Brasilíumenn og ítali og heimsmeist- aratitilhnn fellur síðan ítölum í skaut. Ormarr Örlygsson: Brasilíumenn og Þjóðverjar og ég vona að Brassamir vinni titilinn. Ólafur Þórðarson: Þjóðverjar og Rúmenar og ætli Þjóðverjar vinni ekki eina ferðina enn. Þorgrímur Þráinsson: Ég tippa á úr- slitaleik á milh ítala og Brasihu- manna og ætli ítalir fari ekki með sigur af hólmi. HM-FRÉTTiR Mattháus jafnar metið Lothar Mattháus sagði í gær allar hkur á því að hann iéki með þýska höinu gegn Búlgaríu á morgun. Hann leikur þá 21. iandsieik sinn í úrshtum HM en þetta er fjórða keppni hans á ferl- inum. Á morgun klæðist hann lands- iiöspeysunni í 117. sinn og hefur enginn annar útileikmaður leikið fieiri landsleiki. Aöeins Peter Shiiton og Pat Jennings léku fieiri leiki. Hógværðin uppmáluð Lothar Mattháus er hógværðin uppmáluð eins og hann er annál- aður fyrir. Hann segir að metið skipti sig engu máh, mestu skipti aö þýska liðið nái árangri í keppninni og fari helst aha leiö. Hann segir að hann æth að taka sér gott frí eftir keppnina og ræða framtíð sína með landsliöinu við tjölskyldu sína. Hollendingar óhressir Hohendingar er ekki hressir með að leika gegn Brasilíu í Dah- as í dag. Hitinn er mestur í Ðallas á þeim stööum sem keppnin fer fram. Leikmenn hafa kvartað sáran yfir hitanum og rakanum. Holl- endingar telja að það komi Bröss- um til góöa aö leika í Dallas enda vanari hitanum heiman frá en Hollendingar. Niu dómarareftir Níu dómarar er enn eftir í Bandaríkjunum og eiga þelr ahir jafna möguleika á aö fá leiki sem eftir eru í keppninni. Þess má geta að Mexíkaninn, sem dæmdi leik Ítalíu og Nígeríu, og Sýrlend- ingurinn, sem dæmdi leik Búlg- aríu og Mexíkó, fengu báðir að pakka niður í tösku og halda heim á leið. Fimmtímaseinkun Hohenska liðið tafðist um fimm klukkutíma á flugvelhnum í Or- lando en þaðan flaug hðið th Dali- as. Hollenskur blaðamaöur grín- aðist meö það i vopnaskoðuninni að hann væri með sprengju í fór- um sínum. Öryggisverðirnir tóku mann- inn alvarlega og kerfið fór af stað og úr varð ahsheijar leit sem kostaði nærri fimm tíma seinkun á fluginu. Gott gengi Evrópu Evrópuþjóðirnar á HM hafa slegið í gegn og segja fræðingar að langt verði þangað til sjö þjóð- ir frá Evrópu vinni sér aftur sæti í 8-liða úrslitum. Bobby Charlton segir að þriggja stiga reglan hafi komið Evrópu til góða því aö hðin þaðan leggi meira upp úr sóknar- leiknum. Hann hrósar þó Nígeríu í há- stert og segir að þess verði ekki langt aö bíða aö lið þaðan fari aha leið. Tími Brassanna kemur Bobby Charlton segir enn frem- ur að Brashía hafi enn ekki sýnt í keppninni hvaö í raun búi í liö- inu. Aðeins Romario og Bebeto hafi sýnt sínar bestu hliðar. Liöið hafi þó enn tækifæri og það kæmi honum ekki á óvart að liðið fengá tithinn að þessu sinni. Hagi verið bestur Að mati Bobbys Charltons hef- ur Gheorghe Hagi verið besti leikmaður keppninnar og einnig hefur hann hrifist að Jurgen Khnsmann. Bobby bætti við að honum fýndust dómararnir vera fuh spjaldaglaðir. Að loknu þriggja daga fríi í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu bíða knattspyrnuáhugamenn eflaust óþreyjufullir eftir því að boltinn fari aftur af stað í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í 8-liða úrslitum í dag. Klukkan 17 leika Spánverjar og ítalir og klukkan 20.30 hefst viðureign Hohendinga og Brasihumanna. Á morgun leika síðan Búlgarar og Þjóðverjar klukkan 17 og um kvöldið klukkan 20.30 leika Rúmenar og Svíar. Liðin hafa notað vikuna til léttra æfinga og leikmenn, sem átt hafa í meiðslum, hafa verið hvhdir th að þeir gætu verið leikhæfir um helg- ina. Það hefur komið fram í viðtölum við þjálfara þjóöanna sem eiga sæti í 8-liða úrshtunum aö þó nokkur tími æfinganna hafi farið í að æfa vita- spymur. Meiri líkur eru á því að ein- hverja leikina þurfi að útkljá með framlengingu og jafnvel vítaspymu- keppni. „Við með sterkara iið“ Roberto Baggio, hetja ítala frá leikn- um við Nígeríu, segir að ítalska liðið hafi ekki enn þá sýnt raunverlega hvað búi í liðinu. „Við sýndum gífur- legan styrk þegar við unnum Níger- íumenn einum færri og ég held að úrshtin í þeim leik hafi gefið liðinu byr undir báða vængi. Við erum með sterkara lið á pappírnum en Spán- verjar en það má alls ekki vanmeta spánska hðið og raunar ekkert hð sem komið er aha leið í 8-liða úrsht. Við verðum að hafa í huga að átta bestu hð heimsins era komin í átta hða úrsht og ekkert lið getur fyrir fram bókað sigur,“ sagði Roberto Baggio. „Ég geri mér fuhkomnlega grein fyrir því að leikurinn gegn ítölum verður erfiður. Ég er ánægður með frammistöðu hðsins th þessa. Við erum komnir í 8-liða úrslit, nokkuð sem margir áttu ekki von á. Liðið er blanda af reyndari mönnum og þeim sem búa yfir lítilli reynslu með landshðinu. Þetta hefur komið vel út en spurningin er hvort þetta næg- ir okkur áfram í undanúrshtin. Öh viðbót úr þessu verður stórkostleg fyrir spænska knattspymu," sagði Clements, þjálfari Spánverja. Hinn baneitraði Bebeto er bjart- sýnn á að Brasihumenn leggi Hoh- endinga að velh. Bebeto var í sjöunda himni í fyrradag en þá fæddi eiginkona hans þriðja bam þeirra. Bebeto sagði við fréttamenn að hann lofaði nýfædda baminu sínu sigri gegn Hollendingum. „Ekkert annað en sigur“ „í mínum huga kemur ekkert annað th greina en sigur gegn Hohending- um. Hollenska hðið leikur opinn sóknarleik, markvissari en þau hö sem við höfum leikið gegn th þessa í keppninni. Ég held að við fáum meira pláss th að leika en áður. Við erum ákveðnir að sigra og tryggja okkur sæti í undanúrslitum í Los Angeles," sagði Carlos Alberto Par- reira, þjálfari Brasihu. Rúmenar eyddu næstum öhum sín- um æfingatíma í gær'i vítaspymur en æfingin fór fram fyrir luktum dyrum. Aimenningi og fréttamönn- um var haldið frá æfingasvæðinu. Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmena, bjóst ekki við miklum breytingum á liðinu frá síöasta leik. Florin Raduci- oiu kæmi inn aö nýju. Thomas Ravelli stendur í marki Svía í 115. skipti og jafnar þannig met Bjöms Nordqvists. „Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þessa lands- leikjajöfnun en meira um leikinn sjálf- an sem skiptir meira máh,“ sagði Ra- vehi markvörður, elsti leikmaður sænska hðsins, 35 ára að aldri. HM-FRÉTTIR Zolafékk2leiki Gianfranco Zola fékk tveggja leikja bann vegna brottreksturs- ins gegn Nígeríu. Að auki var hann dæmdur til að greiða 280 þúsund króna sekt. Dómur þessi þykir í meira lagi harður. Búlgar- inn Emh Kremenliev fékk eins leiks bann og 120 króna sekt. Hálf milljónísekt Argentínumenn þóttu sýna ósæmhega hegðun eftir tapið gegn Rúmeniu og dæmdi FIFA þá til að greiða tæplega hálfa mihjón króna í sekt fyrir vikið. Þetta sýnir að FIFA tekur engum vettlingatökum á uppákomum á HM en mörgum þykir þó sam- bandið hafa gengiö fuhlangt í sumum rnálum. Kierro á batavegi Aö sögn talsmanns spænska knattspymusambandsins leikur Femando Hierro að öhumlíkind- um gegn Ítalíu í dag. Hierro tók það rólega á æfingum í vikunni og er á góðum batavegi. Hierro leikur stórt hlutverk i spænska liðinu og leggur þjálfari hösins áherslu á að hann geti leikiö með hðinu í dag. Spánnnotað 20 ntenn Spánvetjar hafa notað 20 leik- menn af 22 sem lögöu upp í keppnina. Ekkert annað hð hefur notað fleiri leikmenn. Spánverjar hafa veriö óheppnir með meiðsh og að auki hefur hðið misst menn í leikbann vegna brottreksturs. Forsetinngagnrýnir Mexíkóska hðið kom th Mexí- kóborgar í fyrrakvöld eftir að hafa verið slegið út úr 16-liða úr- slitunum. Við komuna höfðu menn ýmsar skoðanir varðandi gengi hðsins í keppninni. Forseti knattspyrnusambandsins, Carlos Sahnas, stóöst ekki freistinguna þegar hann var spurður hvaö hefði farið úrskeiðis. Hann gagn- rýndi þjálfarann fyrir Ieikskipu- lagið og er ekki víst að þjálfarinn haldi sæti sínu. Svensson bjartsýnn Tommy Svensson, þjálfari sænska landshðsins, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu á sunnudagskvöldið. „Andlegt ástand leikmanna er gott og menn í góðu jafnvægi. Þetta hjálpar okkur í leiknum og það yrði gaman ef Svíum tækist að vinna sér sæti í undanúrslitum í fýrsta skiptið S 36 ár, eða þegar keppnin var haldin i Svíþjóö 1958,“ sagði Tommy Svensson. Tvísýnt með Sammer „Ef viö heföum átt að leika gegn Búlgaríu gær er ég hræddur um að Matthias Sammer hefðí þá ekki leikið með okkur. Það er tvísýnt hvort hann verður búinn að ná sér af meiðslunum, það munar um hvern dag og við verð- um bara að vona að hann verði klár í slaginn," sagði Bert Vogts, þjálfari Þjóðverja. Basten í uppskurð Marco van Basten þarf að gang- ast undir þriðju aðgerðina á ökkla í næstu viku. Meiðslin hafa komið í veg fyrir knattspyrnuiðk- un í 18 mánuði og getur allt eins farið svo aö ferill þessa frábæra knattspyrnumanns sé á enda runninn. Aðgerðin fer fram í Belgíu og bíða forráðamenn AC Milan með öndina í hálsinum hvernig til tekst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.