Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Sérstæð sakamál Kinnhesturinn Paul Dupre átti ekki góða æsku. Og nýja nafnið sem hann tók upp síðar á ævinni bar þess merki að hann langaði til að vera annað og meira en hann var. En mjór er mikils vísir, er sagt, og það sannað- ist hér, þótt leggja verði áherslu á það neikvæða sem felst í „mikils“ í þetta sinn. Paul ólst upp á barnaheimili á Suður-Englandi. Þangað kom hann fjögurra ára, eftir að foreldrar hans skildu hann eftir þar í landi og hurfu heim til Frakklands. Þau létu aldrei heyra frá sér eftir það. Æskuárin einkenndust af sökn- uöi, einmanakennd og lífsflótta sem birtist í dagdraumum. Dreng- urinn hugsaði mikið um foreldrana sem hann hafði aldrei náð að kynn- ast að ráði og það, ásamt öðru, hafði þau áhrif að hann vanrækti námið. Það leiddi aftur af sér vandamál um árabil. Á þeim tíma var honum oft refsaö. Kinnhesturinn Þegar Paul var tíu ára gerðist atvik sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hann um ófyrirsjáanlegan tíma. Dag einn var hann á mark- aöstorgi og þá varð honum það á að næla sér í epli hjá ávaxtasala. Hann var svo óheppinn að lög- regluþjónn sá til hans og greip hann. „Hér stelur maður ekki eplum," sagði lögregluþjónninn. „Maður kaupir þau!“ Svo gaf hann litla þjóf- inum kinnhest. Paul gleymdi kinnhestinum aldr- ei. Og mörgum árum síðar átti eftir að koma í ljós hve örlagarík minn- ingin um hann varð. Paul var þá orðinn tuttugu og átta ára. Hann var fámæltur, innhverfur og vina- fár. Traust sitt setti hann á nýnas- isma. Hann bjó í lítilli íbúð í einni útborga London, Lewisham, og var heimilið eins konar musteri nýnas- ismans. Þar voru hakakrossfánar og myndir af Hitler. Nafnbreytingin Sársaukafullar minningar frá æskuárunum leiddu til þess að Paul reyndi að slíta tengslin við fortíðina, þaö er sjálfan sig á yngri árum. Tíu árum áður en það gerð- ist sem hér segir frá, það er þegar hann var átján ára, breytti hann um nafn og sagðist upp frá því heita Egon Emil August Fritz Hugo Nandor Bemhard Putsch-Plaskuda von Búlow. Hatur hans á lögreglunni varð stöðugt meira og má segja að það hafi vaxið hlutfallslega jafnmikið og nafn hans. Þá tók hann það sem persónulega móðgun þegar yfir- völd bönnuðu honum að eiga þýska Lúger-skammbyssu frá stríðsárun- um síðari. Von Búlow, eins og hann nefndi sig daglega, varð þvi að láta sér nægja safn dálka, Schmeisser- vélbyssu og enska hermanna- skammbyssu sem hann bar dag og nótt. Lögreglubíllinn Árla morguns sumardag einn var von Búlow í nágrenni Caterham, um fimmtíu kílómetra fyrir utan London. Hann var að tína eph af tré bónda eins og hafði með sér hvíta poka. Þá bar þar að lögreglu- bíl. í aftursætinu sat James Find- ley, þijátíu og eins árs. Undir stýri sat John Schofield, tuttugu og eins árs, og við hhð hans Roy Fuhalove og var hann árinu yngri. Ungu mennimir voru nýhðar. Þegar lögreglumennirnir þrír komu auga á von Búlow stöðvaði Schofield hann. Fuhalove opnaði gluggann og sagði: „Ert þú ekki John Schofield. fullgamah th að vera að stela epl- um? Eða þykistu eiga löglegt erindi hér svo snemma morguns?" Von Búlow stamaöi þegar hann reyndi að gefa skýringu á því sem hann var að gera. Hann muldraði eitthvað um að hann hefði farið úr jámbrautarlest á skakkri stöö og væri nú á leið th London. Fullalove steig þá út úr bílnum og sagði: „Sýndu mér hvað þú ert með í pok- anurn." Viðbrögð von Búlows urðu á þann veg að hann rak upp öskur. „Fjandans löggur!" hrópaði hann hátt. Svo dró hann upp skamm- byssuna og skaut sex skotum á lög- reglubhinn. Schofield, sem sat und- ir stýri með öryggisbelti á sér, lést samstundis. Fullalove, sem var að hálfu kominn út úr hhnum, fékk tvær kúlur í magann og féh inn í hann og á framsætið. James Find- ley fékk í sig kúlu en komst út úr bílnum og gat komist í skjól af hon- um. Út í buskann Von Búlow hljóp af stað og nokkrum augnabhkum síðar var hann horfinn. Findley komst að fjarskiptatækinu í bílnum og kall- aði á hjálp. Kúlan sem hann varð fyrir hafði lent á minnisbók hans og stefna hennar breyst svo hún hafnaði í handlegg hans. Hann var því lítíð særður og náði sér. Og Fullalove komst einnig th hehsu þótt hann hefði særst iha. í hvíta pokanum sem von Búlow skhdi eftir sig var Schmeisser- vélbyssan og á henni voru fingrafór eigandans. Að auki voru í pokan- um fólsuð skrásetningarnúmer á mótorhjól og nafn og heimihsfang. Athugun leiddi í ljós aö viökom- andi átti mótorhjól og þótti líklegt að von Búlow hefði ætlað sér að stela hjóhnu og setja folsuðu núm- eraplötumar á það. Mikh leit var gerð að morðingja Schofields. Og viku síðar bárust fréttir af manni sem svaraði til lýs- ingarinnar á honum. Þá var öku- maður vöruflutningabíls neyddur th aö taka stefnuna á Dover við Ermarsund og gerði það maður vopnaöur haglabyssu. Lýsing á honum kom heim og saman við lýsingu á von Búlow. Á leiðinni th Dover tókst ökumanninum hins vegar að hrinda bhræningjanum út úr bílnum og komast burt. Annaó bílrán Um hríð leitaöi von Búlow að öðmm bíl sem hann gæti rænt og notað th að komast í niður að Erm- arsundi. Brátt sá hann bh sem hon- um leist á og undir stýri sat Micha- el nokkur Taylor. Tókst von Búlow að neyða hann til að aka sér til Dover. Er ferðin hafði staðið í nokkra stund skipti flóttamaður- inn um skoðun. Krafðist hann þess nú af Taylor að hann æki sér til Lewisham svo hann gæti komist heim í íbúð sína. Aö baki ákvörð- uninni bjó hugmynd sem rekja mátti th síðustu daga Hitlers í neð- anjarðarbyrginu í Berlín. Taylor lét undan og sneri bílnum við. Ók hann síðan sem leið lá th Lewisham í þeirri von að honum tækist á þann hátt að losna við bíl- ræningjann. Og honum varð að ósk sinni. Von Búlow fór úr bhnum fyrir framan húsið sem hann bjó í og gat Taylor þá ekið leiðar sinnar. Hann hafði aö sjálfsögðu þegar samband við lögregluna. Uppgjörið Von Búlow gekk inn th sín, vopn- aðist og gekk síðan út á götuna. Nú var hann búinn undir lokaátök- in við lögregluna, þjóðfélagið og fortíðina. „Komiö þið nú bara!“ hrópaði hann þegar að húsinu komu óvopn- aðir lögregluþjónar, að thvísan Taylors. FYrir lögregluþjónunum fór Will- iam Breshn, fulltrúi í rannsóknar- lögreglunni. Hann tók þá áhættu að ganga th móts við von Búlow þar sem hann stóð með haglabyssu í hendinni og belti hlaðið skotum um sig. „Láttu mig fá byssuna," sagði Breshn og reyndi að brosa. Svo gekk hann enn nær. Von Búlow aðhafðist ekkert og nálgaðist Bresl- in hann nú enn meir, þannig að ekki skildu þá að nema tvö skref. Þá gafst von Búlow skyndhega upp. Á sama augnabliki varð Breslin ljóst að fot hans voru rennvot af svita. Fyrir Old Bailey-réttinn Von Búlow var handtekinn og færður í varðhald. Þar sagði hann sögu sína og játaði á sig morðið á Schofield, skotárásina á þá Fulla- love og Findlay og bhránin. Var honum fenginn lögfræðingur sem kynnti sér sérstaklega fortíð hans. Jafnframt ræddi sálfræðingur við hann til að kynna sér hugarfar hans og skoðanir. Von Búlow reyndist sakhæfur. Var hann því ákærður og kom fyr- ir Old Bailey-réttinn í London, frægasta sakadóm þar í landi. Þar reyndi verjandi hans að finna hon- um afsökun í erfiðri æsku en það hafði Mtil áhrif. Fór svo að lokum að kviðdómendur urðu að taka th þess afstöðu hvort von Búlow, eða Paul Dupre, eins og hann hét aö sjálfsögðu enn, væri sekur um morð, tvær morðthraunir og tvö bílrán. Var Paul sekur fundinn um þessi afbrot. Dómarinn, Joseph Cantley, sem hefur á sér orð fyrir að vera frjáls- lyndur og er oft nefndur „Joe ganhi“, sýndi enga miskunn þegar hann kvaö upp dóminn, lífstíðar- fangelsi. Venjulega táknar lífstíðarfang- elsi á Englandi mest fimmtán ára fangelsisvist en oft minna. „Joe gamh“ lýsti því hins vegar yfir þeg- ar hann kvað upp dóminn að hinn dæmdi skyldi sitja inni í fimmtán ár. Paul Dupre, eða von Búlow, eins og hann kaus enn aö vera nefndur, stóð teinréttur og sló saman hæl- unum á gljáfægðum leðurstígvél- um sínum þegar hann heyrði dómsorðið. Svo var hann leiddur burt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.