Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 6
og Króatar TITO Júgóslavíuforseti beindi alvarlegri viðvörun til serbn- eskra og króatískra mennta- manna í ræðu á páskadag og lagði á það áherzlu að yfirvöld in mundu ekki láta þið viðgang ast að misklíð risi upp að nýju með þe sum tveimur stærstu ^tfo\a£Í/éf/'f‘/> iþjóðum Júgóslavíu. Tito beindi einkum skeytum sínum „að skilnaðarsinnum, sem rækju rýt inginn í einingu og bræðralag júgóslavnesku þjóðanna, sem barizt hefði verið fyrir erfiðri toaráttu.“ Hann bætti því við, að kcmmúriistaflokkurinn mundi úpp frá þessu fylgjast mjög ná ifvæ'ffllega með þessari þróun. í Tilefni þessarar hörðu árásar Titos var bersýnilega áskorun Sem nokkrar menningarstofnan ir og menhingarfélög í Króatíu gáfu út nýlega en þar var þessj krafizt, að jafnrétti það, sem hið króatíska afbrigði ritmáls ins nýtur samkvæmt stjórnar- ski ánni yrði tryggt í fram- kvæmd og haft í fullum heiðri. Hópur senbneskra rithöfunda svaraði þessari áskorun þegar í stað með gagnáskorun. Stjórn kommúnistaflokksins taldi nauðsynlegt að gera róttækar ráðstafanir, og hóf herferð um allt landið til þess að treysta þjóðareiningu og rak ýmsa menntamenn í flokknum. Páska ræða Titos í Pristina var lið ur í þessari heiferð. ★ SERBÓKRÓATÍSKA OG KRÓATÓSERBNESKA Almennt hefur verið viður- kennt, að stjórn Titos hafi orð ið mikið ágengt í því að draga úr fornum væringjum hinna ein ■stöku þjóða, sem búa í Júgóslav íu. íbúar Júgóslavíu eru 20 milljonir talsins og þar af eru Serbar og Króatar samanlagt 14 milljónir. Serbar eru 8,5 milljónir talkins og eru því stærsta þjóðin. Náskyldir þeim ■eru Montenegromenn eða Svart . feilingar, en þeir eru aðeins 500.000. Króatar eru önnur stærsta þjóðin, rúmlega 5 milljónir að tölu. Höfuðborgin Belgrad, sem jafnframt er aðsetur kommún istafiokksins er í Serbíu. Serbneska og króatíska eru ekki tvö ólík tungumál heldur afbrigði af einu og sama málinu oig eru skyldari hvort öðru en tll dæmis norska og sænska og jafnvel bókmál og nýnorska í Noregi. Samkvæmt gömlum samningi kalla Serbar þetta mál serbókróatísku, en Króatar kalla það króatserbnesku. Hér er því um að ræða austrænt afbrigði, sem er aðallega tal FROÐLEIKUR Kortið Júgóslavíu og hin einstöku fylki. Serbókrótíska töluð á þeim svæðum sem merkt eru með sjrikalínum. !» I> 1» i* að af Serbum, en miðstöð þess tír Belgrad, og flestrænt af brigði sem aðallega er talað í Króatíu, og miðstöð þess er Zagreb. Hinn smávægilegi munur á þessum afbri'gðum eða máilýsk um kemur aðallega fram í tal máli. „Á“ heitir í Belgrad „réka“ en í Zagreb „rijéka". „Leikhús er kallað „pózoriste í Belgrad en „kazaliste" í Zag- reb. Brauð kalla Serbar ,,help“ en Kráatar „kruh“. „Járnbraut arstöð“ heitir ,,stanitsa‘“ í Bel grad en „kólódvor“ í Zagreb o. s.frv., en annars er beinn merk ingamunur fremur sjaldgæfur. Samkvæmt stjórnarskránni eiga hin tvö afbrigði ritmáls ins að vera jafnrétthá. .En Kró atar kvarta sem sé undan því að réttur þeirra sé ekki viður kenndur á borði, aðeins í orði. Þessar kvartanir eru síður en svo nýjar af nálinni. Fyrir rúmu ári voru svipaðar kvartanir bornar fram af hálfu Króata, og var á það lögð greinileg á- herzla að Króatar mundu ekki sætta sig við utanaðkomandi af skipti. Króatar kváðust sjálfir vilja ráða tungu sinni og þeirri stefnu, sem fylgt væri í því efni, og er eftirtektarvert að þeir töluðu um „sína eigin tungu.“ Greinilegt er, áð Króatar eru mjög óánægðir með fyrirkomu lag það sem ríkt hefur í Júgó slavíu varðandi lausn þeirra vandamála sem rísa upp vegna þess að ólík tunga er töluð, en á síðasta áratug sömdu blandað ar nefndir Króata og Serbia um réttritunarvandamál. í kvörtun um Króata segir, að tími sé til þess kominn að ákvarðanir í þessum málum séu ekki lengur teknar með meirihlutasam- þykktum ó hálfvísindalegum fundum og ráðstefnum, heldur einungis í samræmi við þjóðar viljann. Og bent var 'á, að Svart fellingar hefðu meira að segja lagt til að hið króatíska af- brigði yrði algerlega lagt nið- ur sem opinbert mál. Sennilega er talsvert hæft í því sem Króatar halda fram, að mállýzka þeirra hafi verið fyrir borð borin að einhverju leyti í opinberum stofnunum, heraflanum, utanríkisþjónust- unni og í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. ★ STERKIR UNDIR- STRAUMAR. En einnig er sennilegt að hér sé raunverulega ekki að- eins verið að deila um tungu málið. Inn í þetta blandast ó- ánægja Króata með sitt hlut skipti í júgóslavneska ríkinu. Þeim finnst, hvort sem þessar kvartanir hafa við rök að styðj ast eða ekki, að Belgrad og Serb ar fái alltof stóran hlut þjóðar teknanna, beinlínis á þeirra kostnað, að Serbar og Svart fellingar fái óeðlilega mörg valdamikil embætti hjá ríkinu, í heraflanum og stjórninni o.s. frv. Við þetta bætist ólík saga og hefð Serba og Króata. Snemma á miðöldum voru Serbía og Kró atía sjálfstæð konungsríki. Síð Framhald á 14. síðu. LEYNDÁRDÓMAR SÆLÖÐURSi Ástargyðjan Afrodite er sögð hafa fæðzt við dögun af sælöðri. Fyrir skömmu var teki'ð að rann- saka sælöður meira og betur en áður hafði verið gert. Komið hefur fram sú ti'.gáta, að lífið hafi kviknað í sælöðri. I. P. Sait- sef doktor í líffræði, félagi í Líffræðistofnun Suðurhafa í Vísindaakademíu Úkrainu, hall- ast að þessari skoðun og skýrir frá nýrri staðreynd. Uppeldis- staður gráöndungs var leyndar- dómur þar til alveg nýlega. — Vísindamenn sem starfa í sam- bandi við Sjávar-lífrfæðistofn- unina í Odessa komust að leynd- armálinu. Leitin leiddi þá að sælö'ðrinu, efsta yfirborðslagi heimshaf- anna. Þeir fundu ekki aðeins hrogn, heidur fundu þeir þar, með aðstoð smásjárinnar, áður ókunnan héim. Venjulegt sælöður reyndist hafa inni að halda hundruð þús- unda af ýmis konar örsmáum lífverum. Þetta samfélag lifandi öreinda og plöntusvifs, sem býr í sævarfroðunni, gegnir megin- hlutverki í lífi hafanna, að því er vísindamennirnir í Odessa álíta. Til þess að hraða þessum rannsóknum var komið á fót nýrri deild í sjávar-líffræði- stofnuninni í Odessa, sem er hin fyrsta sinnar tegundar í heim- inum. Deild þessi á að stunda grundvallarrannsóknir í éfsta lagi sjávar og úthafa. (Fréttir frá Sovétríkjunum). Það dó barn í Alþýðublaðinú 23. marz sl. skrifar Jóhann Þorsteinsson at- athyglisverða grein um eldhættu af rafmagni og um eftirlit með raflögnum. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning vil ég strax geta þess að Sigurður Jakobsson og hans menn hafa unnið lofsvert starf mdð, eftir atvikum, góðum ár angri. En meira þarf til. Rafmagnsveita Reykjavíkur, er fer með eftirlit hér, í umboði Raf ma'gnseftirlits ríkisins, hefur, að eigin sögn, vanrækt gamalskoðun ó húsveitum vegna skorts á starfs mönnum. En raflagnir fymast og þurfa end urnýjunar við. Til eru lög og regl ur um þessi atriði, en eins og er ' virðist enginn aðili líta eftir því að þeim sé hlýtt. Það er ekki nægjanlegt þó kom ið væri á eftirliti með fyrningu húsveitna. Útikerfi Rafmagns- veitu Reykjavíkur er í megnasta ólagi og eftirlitslaust. Fyrir ári síðan skoðaði ég 50—60 dreifi stöðvar og fann enga í lagi. Aðalhættan fyrh- neytendur er þar ófullkomnar jarðbindingar og spennustiiling. Þetta er nú ver ið að lagfæra, lítilsháttar með í gripavinnu, en langt er í land að fullkomnað verði. Lélegar jarðbind ingar eru fyrst og fremst vegna þess að yfirmaður dreifistöðv- anna hefir ekki lært til síns starfs en fékk það í arf eftir stjúpa sinn. Fyrir nokkrum árum dó barn sem snerti á berri útilínu. Rafnmagnseftirlitsstjóri ríkisins lét þá lesa í Ríkisútvarpið til- kynningu um að hann ætlaði að taka málið föstum tökum. Tökin urðu þau að kippt var um Rafmagnseftirlitsstjóra ríkis ins, en sá sem sekur var 'sat sem fastast og er nú nýlega hækkað ur í stöðu. .. j .. i l; Ari Guð’mundsson. Gðl barnahjálpinni helming verðlaunanna „Sú sem les smáletrið" er frú Mona Stelnlund, starfsfræðslu- ráðunautur í Uppsölum, kölluð í síðasta hefti af fréttablaði Barnáhjálpar Sameinuðu þjóð- anna, „UNICEF News“. Smá- letrið var á súpudós ög skýrði fró samkeppni, sem var í því fólgin að ljúka við setninguna: ,,Ef ég ynni 20.000 krónur myndi ég. . . .“ Frú Stenlund segir, að hún opni aldrei svo súpudós, ag- henni verði ekki hugsað til mynd •ar, sem hún sá fyrir nokkrum ór um .Hún var af einmana, skinhor uðu barni með stór augu, sem hélt á tómri skál. Undir mynd inni stóð: Ein súpuskál á dag er það eina sem mörg börn fá að borða. Hún lauk við setninguna með þessum hætti. “. . jgefa barna Framhald á bls. 14. £ J 6. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.