Alþýðublaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 11
S-
Afmælissundmót ÍR fór fram í
Sundhöllinni í fyrrakvöld. Gunn-
ar Sigurðsson formaður ÍR setti.
mótið með ræðu. Keppendur voru
fjölmargir í mótinu eða nær 200.
Árangur var góður í flestum
greinum, en mesta athlgi á mót-’
Sundmót KR fer
fram 18. apríl
Sundmót KR 1967 verður hald-
ið í Sundhöll Reykjavíkur þriðju-
daginn 18. apríl n.k. kl. 8,30 e.h.
Keppt verður í þessum grein-
um:
t
100 m skriðsundi kvenna. Keppt
um Flugfreyjubikarinn.
200 m bringusund kvenna.
200 m bringusundi kvenna.
100 m flugsundi kvenna.
100 m bringusundi karla.
Keppt um Sindrabikarinn.
200 m skriðsundi karla.
4x50 m bringusundi karla.
100 m bringusundi stúlka
14-16ára.
100 m baksundi stúlkna 14-16 ára.
100 m bringusundi sveina
13-14 ára.
4x50 m skriðsundi sveina.
Afreksbikar SSÍ fyrir bezta
stigaafrekið. Þátttaka tilkynnist
Erlingi Þ. Jóhannssyni í Sundlaug
Vesturbæjar skriflega fyrir 13.
apríl. — Stjórnin.
inu vakti ungur Akureyringur,
Finnur Garðarsson, sem synti 100
m skriðsund á 1:01,5 mín. Það
er mjög gott afrek. Finnur er
eitthvert mesta sundmannsefní,
sem hér hefur komið fram um
árabil. Ekki er vafi á því, að
hann nær fljótlega betri tíma en
mínútu, þegar hann lagfærir
snúninginn.
Annars voru það unglingarnir,
sem mesta athygli vöktu eins og
oft áður á sundmótum. Ung
stúlka úr Ægi, Helga Gunnars-
dóttir, setti t.d. nýtt telpnamet,
synti 50 m bringusund á 41,6
sek. Ungur KR-ingur, Ólafur Þ.
Guðmundsson náði ágætum ár-
angri í 50 m skriðsundi og Guð-
mundur Ólafsson (sonur Ólafs
Guðmundssonar) sigraði í 50 m
bringusundi á góðum tíma.
í sundgreinum þeirra fullorðnu
setti sveit Ármanns met í 3x50 m
þrísundi kvenna, synti á 1:47,8
mín. Gamla metið átti sveit Ár-
manns, 1:51,2 mín. í sveitinn eru
Eygló Hauksdóttir, Matthildur
Guðmundsdóttir og Kolbrún Krist
jánsdóttir.
í öðrum greinum kom fátt á ó-
vænt, Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, ÍR sigraði í 100 m baksundi
og 50 m flugsundi, en hún var
alllangt frá sínu bezta að þessu
sinni. Davíð Valgarðsson, ÍBK
sigraði í 50 m skriðundi og 100
m flugsundi, en var einnig all-
langt frá sínu beztu, enda ekki í
æfingu. Keppni í 200 m bringu-
sundi var mjög skemmtileg, þar
hafði Leiknir Jónsson, A, forystu
lengst af, en Gestur Jónsson, SH
fór fram úr á síðustu leiðinni.
Hörður B. Finnsson, ÍR sigraði í
50 m bringusundi eftir harða
keppni við Leikni.
í boðsundunum var geysileg
þátttaka, 11 sveitir í boðsundi
kvenna og 16 í boðsundi karla.
HELSTU ÚRSLIT: í
100 m skriðsund kvenna: mín.
Hrafnhildur Kristjánsd., Á 1:06,5
Ingunn Guðmundsd., Self. 1:11,4
Ellen Ingvadóttir, Á. 1:13,0
Kristín Sölvadóttir, SH 1:15,2
200 m bringusund karla: mín.
Gestur Jónsson, SH 2:45,6
Leiknir Jónsson, Á 2:47,3
Árni Þ. Kristjánsson, SH 2:47,9
Ólafur Guðmundsson, Self, 2:56,4
50 m skriðsund karla: mín.
Davíð Valgarðsson, ÍBK 27,1
Framhald á 15. síðu.
Hrafnihildur Guðmundsdóttir, ÍR sigraði nöfnu sína úr Ármanni í
100 m. baksundi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir þjálfar sundfólk &
Selfossi og kom með glæsilegan flokk' a ÍR-mótið.
Aðeins einn nýliöi í
landsliði í handbolta
Landsleikir íslendinga og
Svía á sunnudag og mánudag
Gestur Jónsson, SH sigraði í 200 m. bringusundi á góðum tíma.
Landsleikir íslendinga og Svía í
handknattleik fara fram 9. og 10.
apríl n.k. og hefjast kl. 20.15
bæði kvöldin. Forsala aðgöngu-
miða hefst í Bókaverzlun Láus-
ar Blöndál í Vesturveri og við
Skólavörðustíg í dag.
Sænska landsliðið kemur á
sunnudagsnótt og dvelur hér til
fimmtudags. Svíarnir greiða sinn
ferðakostnað sjálfir, en HSÍ sér
um uppihald. Formaður HSÍ sagði
við fréttamenn í gær, að þetta
væri í fyrsta sinn, sem samband-
ið gerði samkomulag um lands-
leiki lá jafnréttisgrundvelli.
Væri HSÍ Svíum mjög þakklátt
fyrir þann skilning, sem þeir
sýndu íslenzkri íþróttahreyfingu
með þessu.
Svíar hafa löngum verið for-
ystuþjóð í handknattleik og ávallt
í fremstu röð. Þeir hafa tvívegis
verið heimsmeistarar 1954 og
1958 og oftast í verðlaunasæti. Á
síðasta HM var Svíþjóð í fimmta
sæti, vann Vestur-Þýzkaland í
keppni um 5. og 6. sæti. Auk þess
sigruðu Svíar Pólverja í HM.
Fjórum sinnum áður hafa í&-
lendingar og Svíar leikið landa-
leiki í handknattleik. Svíar sigr-
u0u í þrjú fyrstu skiptin, en f
HM 1964 sigraði ísland Svíþjóð1
12:10, eins og mörgum er enn £
fersku minni. Sá leikur fór fram
í Bratislava.
íslenzka liðið hefur verið val-
ið og er skipað sem hér segir:
ii
Auðunn Óskarsson FH. I.
Geir Hallsteinsson FH.
Gunnlaugur Hjálmarsson Fram,
fyrirliði.
Hermann Gunnarsson Val. j
Jón H. Magnússon Víking. 'j
Framhald á 15. síðu.
Körfubolti
í kvöld
í kvöld verða leiknir þessic
tveir leikir í 1. deild:
ÍR - KFR.
KR — Ármann.
Leikið verður í Laugardals-
höllinni og hefst keppnin kl. 8,15«
Sveit Ármanns setti nýtt íslandsmet:
Góð þatttaka ein-
kenndi sundmót ÍR
6. aprít 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ